Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 2
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. DV yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV yfirheyrsla STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐHERRA í DV-YFIRHEYRSLU: VILL FÁ ÞORSTEIN OG HELST KRATA LÍKA í RÍKISSTJÓRNINA Hvor ykkar Þorsteins Pálssonar er upphafsmaður að skattalækkunarleið- inni í kjarasamningunum? Eg skal nú ekki segja til um þaö. Hún kom til umræðu á fundum okkar um efnahagsstefnu næsta árs og þar á meöal um lækkun tekjuskatts. Þetta var um mánaðamótin ágúst og september. Þá kom sú hugmynd upp að bjóða eitthvað af þessum skatta- lækkimum í tengslum við kjarasamn- inga, á réttum tíma. Þetta voru nú svo margir og langir fundir að ég satt að segja man það ekki hver nákvæmlega kom með þessa hugmynd, hvor nefndi þetta fyrst. Ég skal vera alveg heiðar- legurmeðþað. Þetta bar svo alltaf á góma og í fyrsta sinn sem þessu var spilaö út mjög ákveðið var sunnudaginn 23. september í viðræðum við Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóra VSI, þó á bak við tjöldin í sumarhúsi for- sætisráðherra á Þingvöllum. Opinber- lega var þetta svo viðrað strax eftir þessa helgi. Eg hef spurt ýmsa um það hvað áttl að skera niður um 1.100 milljónlr hjá rík- inu og 300 milljónir hjá sveltarfé- lögunum ofan á 3.000 milljóna niður- skurð ríkisins síöustu mlsseri. Menn svara út og suður, hvert er rétta svarið? Já, sko þetta er mjög erfiö spurning. En vitanlega skoöuöum við þetta mjög vandlega, ég gerði þaö persónulega og tók það að mér með f jármálaráðherra við endanlega afgreiðslu f járlaganna í ríkisstjóminni. Við vorum í þessu heilan dag og meö mjög sundurliöaöan lista yfir allar framkvæmdir og þar var ákveðinn ýmiss konar niður- skurður. Átti þá að skera niður framkvæmdir en ekki rekstur? Það sem ég ætlaöi að segja er að min tillaga var alltaf sú að við bara segöum hreinlega: Vegna þessa erfiöa ástands í þjóðfélaginu og þessarar miklu kröfu launþega um aukna einkaneyslu og meiri kaupmátt frestum við fjöl- mörgum ágætum framkvæmdum. Eg lét til dæmis skoða hvaöa fram- kvæmdir væru óbundnar af verk- samningum eða þar sem ekki var verið að ná neinum ákveðnum áfanga. Og þaö var svona upp á 500—600 milljónir. Það var líka skoðað hverju mætti fresta í B-hluta fjárlaga, hjá óháöum stofnunum, og í lánsfjáráætlun. Og reyndist upp á svona 300 milljónir. Mín skoðun var hins vegar alltaf sú að það yrði aldrei hægt að ganga svona langt en aö þama gætum viö samt náð saman svona 300—400 milljónum meö frestunum. Síðan mætti meö ýmsum spamaði ná 50—100 mill jónum. En ekki hefðl þetta dugaö? Nei, nei, en þarna voru greinilega miklir möguleikar. Eg taldi síðan og lýsi þar minni persónulegu skoðun aö einnig yrðu einhverjir skattar að hækka. Hækkuð álagning á áfengi og tóbak var nefnd og ég tel að réttmætt hefði verið aö hækka eignaskatt á þeim sem em í hærri tekjum og græða mest á beinni tekjuskattslækkun, menn meö yfir 600—700 þúsund á ári. Þar gátum við náð í eins og 200 milljónir. Eins fannst mér ekki óeðlilegt að at- vinnuvegimir, sem einmitt átti að hjálpa með þessum samningum, greiddu eitthvað aukinn eignaskatt, eignamikil fyrirtæki sem ekki hafa skuldir til frádráttar. Hver var þá niðurstaðan úr þessu púsluspili? Eg taldi, og var búinn að setja það niður á blað og ræöa það við samráð- herra mína, að með öllu yrði samt um 200 milljóna króna halli á ríkissjóði. En það var alltaf grundvallaratriði, og á það lögð gífurleg áhersla á samráðs- fundum með aðilum vinnumarkaðar- ins 23.-25. september, að endanlega yrði að gera þetta í samráði við þá aðila. Þess vegna var ekki sanngjarnt aö við spiluðum út alveg fastmótuðum tillögum. Og þess vegna var skattanefndin sett á laggimar, sem náði nú aldrei þaö langt aðmikið væri á henni byggjandi. Fór hún út í einhverja aðra sálma en þú varst í? Hún fékk engar forskriftir. Þeir byrjuðu á því að skoða hvað væri hægt aö skera niður og ég veit að eftir einn, tvo fundi tóku þeir að sér ASI- og VSI- menn að gera tillögur um það, fengu allar upplýsingar. En þær tillögur komu aldrei og ég hef nú grun um að það hafi ekki veriö samstaða þeim megin. En þama var talað um að auka kaup- mátt fólkslns en minnka kaupmátt rík- islns og halda launahækkunum niðri, við jafnvel 5% eða lítið meira. Þaö sem þú nefnir núna er mjög mikilvægt. Eg vil leggja áherslu á aö við Þorsteinn vorum til dæmis alger- lega samstíga í því að þetta væri háð þvi að peningalaunahækkanir tak- mörkuöust á bilinu 6—10% og samið yrði út næsta ár. Eg orðaði það gjaman aö þessar hækkanir færu ekki yfir 6% til að byrja með. Sko, annars lendum við í viðskiptahallavandræö- um, ef kaupmátturinn er aukinn um- fram þau mörk sem ég nefndi. Þegar loksins kom svo smávegis skriður á þetta, því miður að mínu mati allt of seint, voru menn strax komnir yfir þessi 10% og rikisstjórnin uppaðvegg. Samt hefði sú hugmynd sem þá var í sjónmáli komið miklu betur niöur í þjóðarbúinu en BSRB-samningurinn. Hvað gerðist svo, datt yfir stórslys? Það má nánast segja þaö. Svo maður tali nú um BSRB-samningana af þvi að þeir eiginlega ruddu brautina. Þeirra upphaflegu kröfur voru að minu mati fáránlegar. Og þó að of stíft hafi verið staðiö á þvi aö meiri hækkanir en miðaö hafði verið við kæmu ekki til greina, þá komu þessar fáránlegu kröfur eiginlega í veg fyrir að hægt væri að ræða málin af viti. Vissulega átti samt að tala saman af meiri alvöru fyrr. Það sér maður eftir á. En ég segi þó að í einka viðræöum við ýmsa BSRB-menn voru skoöanir þeirra alveg hreint út úr kortinu. Þær sköpuðu ekki bjartsýni. Þegar svo loksins komst skriður á viðræður um skattalækkunarleiðina voru menn komnir í eindaga meö BSRB og verkfallið farið að valda óþol- andi vandræðum. VSI- og ASI-menn sátu af sér tækifærin, jafn vel þótt ríkis- stjórnin drægi BSRBsamningana á langinn einmitt i þeirra þágu og i þágu skynsamlegrar niðurstöðu. Annað mál. Örói í Sjálfstæðisflokkn- um er ekki lengur leyndarmál og í þin- um flokki er verulegur undirgangur. Framsóknarþing fyrir norðan og sun- an eru jafnvel köiluð stjórnarandstöðu- þing. NT hvetur til kosnlnga. Er þetta ekki búlð spil? Eg hef verið á öllum þessum þingum okkar framsóknarmanna og haldiö aðalræðurnar á þeim. Dómur um stjórnarandstööuþing er að minu mati mjög orðum aukinn, þótt komiö hafi fram gagnrýni sem greinilega þykir fréttnæmust sums staðar. Þvi er ekki að neita að meðal okkar er óánægja meö ýmsa hluti í stjómarsamstarfinu, til dæmis vextina eins og ástatt er. Og meðferð ríkisins í kjaradeilunni við BSRB er harðlega gagnrýnd. En það hefur á hinn bóginn alls staðar komið fram mikil ánægja meö mikinn hluta af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, eins og að ná verðbólg- unni niður, og gífurlegur stuðningur við áform okkar í nýsköpun atvinnu- lifsins. Samt er óróinn staðreynd í báðum flokkum. Já, já. En gleymum því ekki að fjöl- margir i báðum flokkunum hafa litiö á þá sem höfuðandstæðinga við ýmis tækifæri og sjónarmið þeirra nær ósættanleg. Eins og við höfum sagt frá i DV eru sjálfstæðismenn að fjalla um breytt, jafnvel víðtækara stjómarsamstarf. Ertu að breyta áhöfnlnni eða mynda nýja rikisstjórn? Eða er Þorsteinn Páilsson að taka við þinu hlutverki? Mér finnst ekkert óeðlilegt, ekki bara eftir þann tíma sem er liðinn heldur líka eftir það sem gerst hefur undanfarið, að þetta sé skoðað, eins og ég sagði raunar í gær í samtali við DV. Það má spyrja margra spurninga í ljósi reynslunnar, þar á meðal um áhöfnina eins og þú talar um. Er það þin persónulega skoðun að það sé æskilegt að skipta núna eitthvað ummenn? Eg vil taka það fram að við alla þá menn sem eru í rikisstjórninni hef ég haft mjög gott samstarf. En ég vil orða þetta svo að ég tel það mjög mikilvægt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn í ríkisstjómina. En varaformaðurinn? Það er út af fyrir sig annað mál. Eg skal ekki ganga lengra en að nefna for- manninn.. . En með kratana? Já, við framsóknarmenn höfum al- mennt verið hlynntir því að hafa Alþýðuflokkinn með og vorum það til dæmis i stjórnarmynduninni, ég var það, ég var það mjög mikið. Og nefni líka Halldór Asgrimsson varaformann sem oft talaði um þetta. Því miður lögðu Alþýðuflokksmenn ekki í þetta þá. Við erum enn sama sinnis. Hitt er svo annað mál að ég er ansi hræddur um að þessi opinbera umfjöllun um þetta núna sé kannski búin að drepa það í fæöingunni. Eg hef orðið var við að það eru að byrja þegar deilur í Alþýðuflokknum um þetta og ég sé ekki að það vinnist timi til að bíða eftir þeim. Við þurfum að ákveða hvað við gerum í efnahagsmálum á næstu dögum. Mín skoðun er sem sagt sú að það hefði verið æskilegt að fá Alþýðuflokk- inn inn í upphafi og er ennþá þeirrar skoðunar að breiðari grundvöilur sé áhugaverður en efast um að það sé unnt nú úr því sem komið er. En ef Alþýðuflokkurinn kæmi inn í stjómina er ekkl vist að sjálfstæðis- menn vildu skipta um sæti við þá einlr. Ert þú tilbúinn tll þess að fórna sætl frá þinum flokki? Okkur er alveg ljóst að báðir flokk- arnir yrðu að taka þátt í þvi að fá þá inn. Kemur ekki til greina að Þorsteinn taki viðafþér? Það hefur engin ósk komið fram um það. Og það þyrftu þá að verða mjög mikil umskipti á ráðuneytum. Hefur þú heyrt óskað eftir þessu? Nei, en kemur ekki allt til greina ef þið stokkið upp rikisstjómina? Jú, jú, það kemur allt til greina. VIÐTAL: HERBERT GUÐMUNDSSON - MYNDIR: GUNNAR V. ANDRÉSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.