Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984. Um nýju samningana: Beiskur - kaleikur fráBSRB — segir Páll Sigurjóns- son, formaðurVSÍ „Þessir samningar eru ekki jafn- góðir fyrir þjóðina og þeir samningar sem viö gátum gert fyrir skömmu. Eg vona að þeir reynist þjóðinni ekki of dýrkeyptir,” sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambandsins. Þeir samningar sem Páll vísar hér til er svonefnd skattaleið. En hvaða mistök komu í veg f yrir að slíkir samn- ingar yröu geröir þar sem báðir aöilar voru sammála um að það væri betri ■Þ-kostur? „Þetta var ný leið. Það þarf tíma til aö menn geri sér grein fyrir að samn- ingar um háar prósentutölur þýöa ekki miklar k jarabætur. Það er einnig ljóst að eftir samninga BSRB var settur rammi um samning- ana. Það er ekki hægt að hafa tvö skattalög í landinu. Þessi beiski kaleik- ur sem við verðum nú að kneyfa af er réttur til okkar frá BSRB. Eg vona að þetta verði ekki þjóöinni of dýr lexía,” sagðiPállSigurjónsson. ÖEF Óvarin fyrir verð- hækkunum — segir Guömundur Þ. Jónsson „Það má líta á þennan samning frá tveimur hliöum,” sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, að lokinni undirskrift samningsins í gær. „Hann felur í sér töluverðar kaup- hækkanir og við náðum út tvöfalda ..kerfinu. Það má líka benda á að okkar eldri félagar fá starfsaldurshækkanir ogkomabeturút. En stóri gallinn er að í þessum samningi eru ekki neinar tryggingar. Við erum óvarin fyrir verðhækkunum og gengisfellingum þannig aö ég óttast aö það veröi litið eftir þegar upp er staöið. Það er að vísu ákvæði um end- urskoðun en það tryggir okkur ekki fyrir þessu. Að þessu leyti tel ég þetta slæman samning,” sagði Guðmundur Þ. Jónsson. ÖEF — sjá bls. 3 V/SA Um veröld alla. LOKI Reeekann/ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í DV-yfirheyrslu: VILL Þ0RSTEIN 0G HELST KRATA MEÐ Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, segir í DV-yfir- heyrslu í blaöinu í dag að hann telji mjög mikilvægt að fá Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæðisflokksins, í ríkisstjórnina. Jafnframt segir hann að Alþýðuflokknum hafi verið boðin stjómarþátttaka viö myndun stjórnarinnar og aftur nú. Hann heldur að hin opinbera umræða um þetta nú hafi drepið málið í fæðingu. Steingrímur segist hafa verið mjög áhugasamur um að fá krata með I stjórnina og sama sé að segja um varaformann Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrimsson. „Því miður treystu þeir sér ekki þá en ég er enn sama sinnis,” segir forsætis- ráðherra í yfirheyrslunni. Og hann segir að báðir flokkar hafi verið tilbúnir nú til þess að rýma sæti fyrir alþýðuflokksráðherrum. Þá telur forsætisráðherra ýmsar breytingar á skiptingu ráðuneyta koma til greina, jafnvel að Þorsteinn Pálsson taki viö af honum í brúnni þótt engin ósk hafi komið fram um það. Loks má nefna að Steingrímur segir þá framsóknarmenn hreint ekki eins óánægða meö samstarfið við sjálfstæðismenn og ýmsir vilji vera láta. -HERB. - sjá bls. 2 Albert Guðmundsson f jármálaráðherra: „NÆR AÐ GEFA STJÓRN- INNISTARFSFRH)” „Það er ekki til neins annars en að spUIa fyrir góðum árangri og tefja fyrir æskUegri þróun mála að vera sifellt með þær hugleiðingar á lofti að breytingar á ríkisstjórninni séu eitt- hvert höfuðatriöi. Það væri nær að gefa stjórnlnni starfsfrið,” segir Albert Guðmundsson fjármóla- ráðherra um hugsanlegar breyting- ar á rikisstjóminni. „Þessi ríkisstjórn hefur náð miklum árangri við erflðar aðstæður. Jafnvel þótt okkur miði aftur á bak í augnablikinu hefur þó tekist að ná veröbólgunni á skömm- um tíma niöur úr 130% um að minnsta kosti 100%. Það segir að mínum dómi meira en allt annað. Það er ekki venja að segja mönnum upp störfum fyrir góðan árangur heldur slæman og ég sé ekki að nein ástæða sé til mannaskipta i stjóminni ef þau snúast aöeins um mannanöfn og engin málefni.”.HERB. Páll Pétursson, formadur þingf lokks framsóknarmanna: „Ennþá ákveðnirí þessari ríkisstjóm” „Eg hef enga trú á því að nokkur alvara sé í þátttöku lítils flokks, þriðja flokksins, í rikisstjórninni. Við fram- sóknarmenn erum ágætlega ánægöir meö okkar ráðherra og ennþá ákveðnir í að halda í þessa ríkisstjóm,” sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, um hugsanleg- ar breytingar á ríkisstjórninni. „Þótt stjómina hafi borið aðeins af leið í bili hef ég fulla trú á því að hún geti náð aftur góðum tökum á málunum. Þar skiptir öllu að halda kaupmætti hjá almenningi og skera annað en kaupið. En ef samstarfs- flokkurinn er í vandræðum með eitt- hvað af sínum ráðuneytum getum við alveg bætt við okkur.” — Ekki virðast allir jafnánægöir og þú með stjómina. Til dæmis hvetur NT til kosninga. „NT er kannski ekki aðalspíkerinn fyrir okkur núna og ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af því sem þarstendur.” -HERB. Ólympíumótið: Góður árangur Islenska bridgesveitin á ólympíu- mótinu í Seattle náði ágætisárangri þegar hún endaði í 9. sæti í B-riðli sem þótti af flestum skipaður sterkari þátt- tökuþjóðum en A-riðillinn. Má jafna það til þess aö hún hafi endað í 15.—17. sæti af 54 þátttakendum. Síðasta mótsdaginn spilaði hún við Bandaríkin og fékk 7 stig á móti 23 en vann Marokkó í síðustu umferðinni, 25—2, og hlaut alls 456 stig. — Varð hún hálfu stigi á eftir Argentínu, sem var í 8. sæti og einu stigi á eftir Astralíu í 7. sætinu. I B-riðli urðu þessar þjóðir efstar: Indónesía 531 stig, USA 509, Italía 508, Pakistan 482, Svíþjóð 479. I A-riðli: Pólland 532 stig, Danmörk 520, Austur- ríki 508, Frakkland 502, Indland 480. Fjórar efstu þjóðir úr hvorum riðli spila til úrslita. I kvennaflokki urðu Holland, USA, FrakklandogBretlandefst. -GP. Leitarf lokkar, sporhundur og þyrla leita að manni: Sat á hóteli og hafði það náðugt Mikil leit var gerð að manni sem nóttina. Björgunarsveitir voru Leitaði hún ásamt mönnum og var gestkomandi í sumarhúsi í kallaðar út, sporhundur fenginn alla hundi fram að hádegi er tilkynning Þrastalundi um siðastliðna helgi. leið úr Hafnarfirði og um klukkan 10 barst frá stjómstöð um aö maöurinn á sunnudagsmorgni hóf hin nýja, væri fundinn heill á húfi. Sat hann þá Maðurinn yfirgaf bústað sinn rétt franska þyrla Landhelgisgæslunnar á hóteli á Selfossi og hafði þaö huggu- fyrir miðnætti á laugardag og fóru sig til flugs í Reykjavik og tók legt. menn að óttast um hann er líða tók á stefnuna á Þrastalund. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.