Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 8
DV. MIÐVKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Byltingarafmælis minnst á Rauða torginu Sovétmenn halda hátiölegt í dag 67 ára afmæli byltingarinnar meö heföbundinni hersýningu á Rauöa torginu. Sendiráð Vestur-Þýskalands í Prag hefur verið lokað í fjórar vikur vegna þrengsla. Fjöldi A-Þjóðverja hefur sest að í sendiráðinu í von um Týndu gögnum um árásina á Belgrano Leiðabókin úr breska kafbátnum, sem sökkti argentínska skipinu Bel- grano í Falklandseyjastríöinu 1982, ersögðhorfin. Stjómarandstööuþingmenn, sem sakað hafa stjómina um að hafa fyr- irskipað árásina á herskipið til að ónýta sáttaumleitanir Perúmanna, létu í ljós undrun sína í umræðum í þinginu í gær. Nokkrir þeirra viðr- uðu grunsemdir sinar um að bókin hefði verið látin hverfa til þess að spilla fyrir rannsókn á ásökunum þeirra. Vamarmálaráðuneytið segir að rannsókn sé hafin á hvarfi leiðabók- ar siglingafræöings kafbátsins, en hún hafi þó ekki verið eina dagbókin umborö. Dmitry Ustinov vamarmálaráð- herra mun flytja ræðu ofan af múr- um grafhýsis Leníns, en það vakti at- hygli í gær að Ustinov var ekki meöal að fá vegabréfsáritun og leyfi til þess að flytja vestur. öflugur lögregluvörður hefur ver- ið hafður um sendiráöiö en samt sluppu 14 A-Þjóðverjar fram hjá vörðunum og inn í bygginguna í gær, eftir því sem þýska blaðiö ,JBild” segir, og samkvæmt þeim fréttum bíða nú 160 A-Þjóðverjar í sendiráö- inu eftir ferðaleyfi. I hópnum eru 40 böm. I v-þýska sendiráöinu í Búdapest bíða 11 A-Þjóöverjar í sömu von. forystumanna á útifundinum á Rauða torginu. — Flestir aðrir úr miðstjórninni voru þar. Fremstir í flokki þar voru Tjemenko forseti og Gromyko utanríkisráðherra. Einnig Gorbasjeff. 1 75 mínútna ræðu sakaöi Grom- yko Bandaríkin um tilburði til þess að drottna yfir heiminum og hvatti Washingtonstjómina til þess að taka upp samvinnu við Moskvu til að tryggja heimsfriðinn. Sandinistar fengu ekki 70 prósent Sandinistar hlutu 66,8% greiddra atkvæða i kosningunum í Nicaragua en þeir fáu stjórnarandstöðuflokkar sem buðu fram fengu meira fylgi en almennt var spáö. Þegar tveir þriðju atkvæða höföu veriö taldir, höfðu sandinistar ekki náð þeim 70% sem Tomas Borge inn- anríkisráðherra hafði spáð þeim minnst. Þessi úrslit ættu aö tryggja Daniel Ortega, forsetaframbjóðanda sandinista, og varaforsetaefni hans kosningu. Lokatölur munu ekki liggja fyrir fýrr en undir vikulokin. Samkvæmt þessum bráðabirgðatöl- um ættu þeir aö fá minnst 55 fulltrúa kjöma (afalls90) ánýja þingið. Skærur eru nú á milli hersveita Víetnama og Tbailands eftir að þeir fyrr- nefndu réðust inn yfir landamæri Thailands. 160 f lóttamenn í einu sendiráði Skærur á landamærum Thailands og Kampútseu Thailenskir herflokkar hafa verið átroðningi við landamæri Thailands landamærastöðina 2 km innan landa- sendir til liðs við landamærasveitir ogKampútseu. mæranna. eftir að víetnamskur herflokkur Um 100 manna herflokkur Víet- réðst á eina landamærastöðina á það er vitað að þrír thailenskir nama mun hafa elt skæruliöa mánudaginn. Stjómin í Bangkok hef- hermenn féllu, 26 særðust en 19 er Rauðu khmeranna í Kampútseu yfir ur krafist þess að Víetnamar láti af saknaö vegna árásar Víetnama á landamærin. ÓEIRÐIRÍ S-AFRÍKU Skutlan á að bjarga 2 gervihnöttum Bandarisku geimskutlunni Discovery, sem á að senda á loft í dag, er ætlað að reyna að bjarga tveimur biluðum gervihnöttum í átta daga för sinni. 1 morgun leit allt eðlilega út með förina og verður skutlunni skotið á loft skömmu eftir hádegiö. Auk þess að bjarga gervi- hnöttunum mun áhöfn Discovery koma fýrir tveimur nýjum gervi- hnöttum á braut um jörðu og unnið verður að tilraunum á ræktun líf- rænna kristalla í lofttómi. Björgun gervihnattanna, sem höfðu verið afskrifaöir, er án for- dæmis og NASA vill ekki ábyrgjast að sá þáttur fararinnar takist ... „það er mjög miklum erfiðleikum bundið fyrir okkur að ná báöum hnöttunum inn,” sagði William Reeves, stjórnandi fararinnar. Um borð í Discovery er fimm manna áhöfn, þar á meðal ein kona en hún er fjórða bandaríska konan og fýrsta móðirin sem fer út í geiminn. Ró færðist aftur yfir blökku- mannahverfin i Suður-Afríku í nótt eftir óeirðir þar sem sextán manns létu lífið. 1 gærkvöldi lauk tveggja sólarhringa verkfaili blakkra verka- manna. Til verkfallsins hafði verið boöaö af andstæðingum aðskilnaðarstefn- unnar og var þátttakan sögð almenn meðal blakkra. Víða á vinnustöðum vantaði allt að 90% starfsmanna. Hófst verkfallið á mánudag, og um sama leyti sló i brýnu milli íbúa blökkumannahverfa og vopnaðra lögreglumanna sem kostaði 16 manns lifið. FERRARO MISSTI AF LESTINNI í ÞETTA SINN Geraldine Ferraro tók fyrstu frétt- unum í atkvæðatalningunni með bros á vör þótt þær fælu i sér vissu um að hún yrði ekki fyrsta konan sem settist í sæti varaforsetans... að minnsta kosti ekki i þessum kosningum. Fylgdist hún með kosningafréttun- um í sjónvarpinu í hóteiíbúð í New York í félagsskap eiginmanns síns, móður, tengdamóður, sonar og tveggja dætra, og gerði að gamni sínu við þau. Eftir aö Mondale hafði flutt ræðu sína í Minnesota sté hún sjálf í ræðu- stól í kosningastöðvum demókrata í New York og lauk miklu lofsorði á Mondale. Einkanlega fyrir fram- lag hans til jafnréttisbaráttunnar með því að velj a konu fy rir varaforsetaefni. KÚBA SÆTTISIG VIÐ ÚRSLITIN FYRIR LÖNGU Kúbanskir ráöamenn höföu sætt sig viö úrslit forsetakosninganna i Banda- rikjunum fyrir löngu er fréttir bárust af endurkjöri Reagans I nótt. „Við höfum vitað það síðustu sex mánuði að ekkert annað en kraftaverk gat komið í veg fyrir að Reagan fengi önnur fjögur ár í Hvíta húsinu svo þetta eru engar fréttir,” sagði einn ráðamaður kommúnistaflokksins í samtali við Reuter í nótt. Þótt kúbanskir ráöamenn hefðu ekki gef ið neinar stuöningsy firlýsingar við annanhvom frambjóöandann var vitað að Fidel Castro vildi frekar Mon- dale en Reagan sem hann hefur kallaö hættulegasta forseta Bandaríkjanna á seinnitímum. Vill fund með Tjemenko Ronald Reagan sagði í nótt að tími væri kominn fyrir hann og Konstantín Tjemenko aö halda fund saman til aö draga úr spennu og ryðja brautina fyr- ir fækkun kjamorkuvopna. Reagan sagöi þetta í samtali við blaðamenn er hann fylgdist meö úrslit- um forsetakosninganna og fréttum um stórsigur hans yfir Walter Mondale. Aðspurður hvort hann hefði áhuga á aö heimsækja Sovétríkin á öðru kjörtimabili sínu sagði Reagan: „Hvort sem fundurinn verður haldinn þar eða annars staðar... finnst mér timi til kominn aö við hittumst til aö hreinsa loftið og draga úr spennu milli okkar... svo við getum snúið okkur að fækkun kjarnorkuvopna.” Sovétríkin drógu sig úr samninga- viöræðum um fækkun meðaldrægra kjamorkuvopna í Evrópu fyrir ári og hafa neitað að gefa upp aöra dagsetn- ingu fyrir áframhaldi viðræðnanna. Aðspurður hvort hann myndi hafa frumkvæðið að þessum fundi sagði Reagan að hann hefði verið í sambandi við sovéska ráðamenn... „þeir vita að ég er tilbúinn til þessa og vilja það einnig,” sagði hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.