Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. 15 Menning Menning Menning Menning „Ljóð eiga að tjá titfinningar” MAURABORÐIÐ LJóð oo teiknlngar eftir BJama Bemharð BJamason. Útgéfa höfundar, Rvfk 1984. Bjami Bernharður Bjarnason, BBB (f. 1950), hefur gefið út nýja ljóðabók með 24 ljóðum og 8 teikningum eftir sig (auk forsiðumyndar) og heitir bókin „Mauraboröið”. Þetta mun vera a.m.k. fimmta ljóðabók skóldsins. Hinar fyrri eru: „Upp og ofan” (1975), „Hanafætur í regn- boganum” (1977), „Ljóðför á hendur grósteini” (1979) og „Blórpýramídi” (1979). BBB hefur sérstöðu meðal ungra, súr- realískra skólda að þvi leyti aö ijóð hans hafa sterkari tengsl viö þjóðlega hefð en segjum t.d. ljóð eftir S JON eða Stefón Snævarr. Hann hefur einnig margt lært af atómskóldunum. Hann hefur mjög sjólfstæðan tón og er oft frumlegur og óútreiknanlegur. Hann er alþýðuskóld. Ljóðin í „Mauraborðinu” eru öll stutt (nema tvö — sjó um þau síðar). Við fyrstu sýn virðast þau ólík, því skóldið reynir ýmis form, en þau hafa mjög sterk höfundareinkenni. Hér kemur eitt, rakalaust og smelliö: GUMMIKÖTTUR Ungstrætin komu hlaupandi ógúmmiinu ... gulubröndóttu.Ogkötturinn hlóigúmmíinu. Ljóðinu fylgir mynd af ketti sem situr á mannsandliti ó gúmmínótum? „Húsið” er af öðrum toga, ljóðrænt með hótt- bundnahrynjandi: Letilega hvilir mjöllin óþakihússins ó eftir stormbeljanda og stórhríöar — eftir drungalega viku. Heit og svört kemur nóttin tilhússins eftir þungar andvökustundir og óttunnar blik — eftir dægrin þreytt. Augunkvika til st jama ispurn: —Hver er leyndardómur hins kalda geisla, i d júpum hyl hússins? Spumingin i lok kvæðis gefur lesanda hugboð um þrumandi ógn, um eitthvað sem ekki muni af okkur létta þó storminn lægi. I stuttu ljóði um hlutverk skálds beitir BBB íróníu sem ekki missir marks: FERILL Ljóö eiga að tjó tilf inningar vísindanna hjartagæsku burgeisanna og alþýðuskóldin eiga að f ara land úr landi með tilr aunaglösin. Bjami yrkir oft myrkt. Það er ekki alltaf auö- skilið sem hann ber fram fyrír okkur ó maura- borðinu sínu. „Blór pýramídi” heitir eitt þess- ara ljóða sem hefst ó oröunum: „Undir skógar- Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir þykkni/hringarsigtiger... "Hérerblóipýra- midinn kominn aftur, en svo hét siðasta ljóða- bók hans sem hófst ó ljóði um blóa pýramidann, þar sem sagði að „blór pýramidi er jökull við mynni flóans / blór pýramídi anzar ekki úr- kynjaðrí hefð / blór pýramidi er garöur óleið út- um huröir / töframannsins / ekki hafa enn öll sund lokast í hruna.” Hvaö tóknar blái pýra- mídinn? Pólitikin er tekin á beinið og auðvaldið og atómsprengjan. Annað af tveimur löngum ljóð- um bókarinnar er ódeila ó heimsvaldastefnu og strið og heitir, JFrá stríðshyggju til afvopnunar- dagatals”: Nótt, nótt undir gleri inatógreninu inn í rjóðri hippans, þar sem féll blómið friskó i regnvota jörð Rós hins blóönótta regns stóð i daggaryglu. Bjarni yrkir um ljóðið og uppruna þess i kvæðinu „Stjömumótta”, imi .JCjarnorkuguð” í svonefndu ljóði og um „Dauöann” en hiö síöastnefnda hefur þetta lokaerindi: Og alltaf f jarlægist ijósiö lengra og lengra inn í kyrrðina, uns eilitið flöktir til hins ramma myrkurs. „Hanastél” heitir hitt langa ljóðið, feikilega flókið og njörvað og hefst með orðunum: „Guð getur gefið ó jötuna / ... „Skóldið horfir ó heiminn í gegnumn gleraugu ofskynjana og er dólítiö ruglað. Lokalínan er svona: ......../ Sýran lak um græsur og / SAM-BÖND urðu að risaveldL” Þaö eru mörg góð ljóð i þessari litlu bók, sem mættu vera stærrí, óg öll eru ljóðin vel unnin, f jölbreytt að formi og efni en innbyrðis skyld. Þetta er safn kvæöa sem sennilega eru ort ó löngum tíma, eöa fró þvi aö siðasta bók BBB kom út fyrir 5 árum. Teikningar höfundar eru vel við hæfi ljóðanna. Forsiðumyndin ekki hvað sist. Ljóð Bjama eru enn sem fyrr ort undir ofur- raunsæjum óhrif um meö þungum sveiflum i ótt til atóms, þeirrar hefðar sem hefur aftur sínar rætur i þjóðlegrí 1 jóðahefð sem höfundur þekkir vel og brýtur visvitandi og fremur þar margt óvænt og ruglingslegt og geggjað sem þjónar undir skáldskapinn og magnar kvæöin, og er áhrifamest þar sem brögðin virðast eins og kvikna af sjólfu sér og em ekki úthugsuð heldur saklaus aö sjó þó á bak við slík ljóð sé oft mikil vinna. Mér hefur lengi fundist BBB vera galdra- maður ljóðsins. Rannveig. MF50B Traktorsgrafa til leigu. Upplýsingar í síma 44341, Pétur Guðmundsson. Ritarí óskast Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða ritara strax, hálfan eða allan daginn. Góð vélritunarkunnátta og einhver tungu- málakunnátta áskilin. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu Amarhvoli í síðasta lagi mánu- daginn 12. nóvember nk. Fjármálaráðuneytið, 5. nóv. 1984. SSSSSm STARFSMANNA Öll kortin er hœgt að fá með SKÍRTEINI segulrák eða rimlaletri. jrTjrTj' ^ r'C'cfjT'rÞTF/'AJ'r Plöstum ttlls koncir r ílillyj leiðbeiningar og teikningar VIÐSKIPTAKORT ---------■■ unw STIMPILKORT |__________IISKOKT NAFNSPJÖLD Hjarðarhaga 27. Sími 22680 rval Urval Seint koma sumir en koma þó - septemberheftið á öllum blaðsölustöðum. MEÐAL EFIMIS: BARNIÐ í KASSANUM Hún var bara eitt fórnarlambanna, skilin eftir til að deyja, mœdd af ómældum þjáningum. Hvað — hver —gœti bjargað henni? I HRAPAÐ NIÐUR IHYLDÝPI KYNÞATTAMISRETTI I KENN SLU STUND RAKATÆKJASOTT Á ÍSLENSKUM VINNUSTAÐ! Eitt sinn cr Carpentcr biskup tók þátt í útifundi kallaði trúlcysingi tii hans og spurði hann hvort hann tryði því að hvalurinn hefði glcypt Jjónas og skilað honum aftur. ,,Eg skal spyrjaJónas þcgar ég kem til himna," svaraði biskupinn, ,,En cf hann cr nú ekki þar?" ,,Þá gétur þú spurt hann.” svaraði biskupinn stuttaralcga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.