Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ^ Verka- lýðsfélög á undan- haldi eltum verksmlðjum, 90 menn vinna 15 manna verk, flest dagblöð nota enn klisjur og 70 ára gamlar prent- vélar og hvert fyrirtœkið af öðru fer á hausinn. Bretar hafa hreinlega ekki staðist samkeppnina við lönd sem hafa iðnvœðst með nýjustu tækni eftir heimsstyr jöldina síðari. Inngangan i Efnahagsbandaiag Evrópu átti að bæta ástandið en litiö hefur breyst á þeim 11 árum sem Bretar hafa veriö i bandalaginu. Meginlandsrikin selja meira til Bret- lands en Bretar selja til megin- landsins. Jafnvel Norðursjóvarolían hefur ekki bjargað bresku efnahags- lifi. Bretar hafa engan veginn staðist nógrönnum sínum i Vestur-Evrópu snúning á efnahagssviðinu. Þjóöar- tekjur þeirra eru svipaðar og Itala, yfir 5.000 dollarar árið 1980, en á sama tima voru þjóöartekjur Frakka og Þjóöverja i kringum 10.000. Þjóöartekjur á Islandi voru 7.000 dollarar á sama óri. Vilja tryggja atvinnu Stríö kolanámamanna við stjórn Breskur iðnaöur hefur verið á stöðugri niðurleiö siðan breska heimsveldiö tók aö gliðna i sundur eftir siðari heimsstyrjöldina. Nú er svo komiö aö Bretland er orðið aö einu af þriöjaheimslöndum Vestur- Evrópu. En þrátt fyrir gifurlegt stríð á vinnumörkuðum landsins og siversnandi stööu undirstööuat- vinnuveganna á sér stað um þessar mundir ný iðnbylting i Bretlandi sem smám saman gæti staðiö undir enduruppbyggingu bresks atvinnu- lífs. Það hefur löngum háð endumýjun iðnaðar í Bretlandi að verkalýðs- félögin eru þar gífurlega sterk og hafa staðið á móti breytingum sem þeim finnst koma niöur á sinum fé- lagsmönnum. Stéttarsamkenndin er slflc aö ef atvinnurekendur hafa ætlaö aö brjóta eitt verkalýösfélag á bak aftur hafa önnur farið í sam- úðarverkfall og þannig gert eigend- um fyrirtækja ófært að ganga þvert á vilja félaganna. Þvi hafa verkalýðs- félögin í raun haft neitunarvald i endumýjunaraögeröum fyrirtækja. Úreltar verksmiöjur Arangurinn er að enn er unnið i úr- hins rikisrekna kolanámafyrirtækis er angi af sama máli. Margar námanna eru ekki lengur arðbærar, en námamenn reyna að streitast gegn þvi aö þeim sé lokaö þvi það myndi þýöa stórfellt atvinnuleysi fyrir menn sem hafa litla kunnáttu til annarra verka en nómagraftar. Þama stangast á tvö gerólflc sjónarmið. Námamenn telja lang- mikilvægast að tryggja atvinnu manna meö þvi aö halda eins lengi og hugsanlegt er í rekstur sem ekki borgar sig. Stjórnin hins vegar vill losna við úrelt fyrirtæki og halda út í atvlnnurekstur sem til lengdar mun bæta lifsafkomu Breta. Nýiðnaöur Afleiðing þessarar stjómarstefnu er súaö einn af hverjum átta Bretum er atvinnulaus. En á sama tima og menn hafa misst vinnu i heföbundnu atvinnugreinunum hafa bæst við störf i nýiðnaði. Upplýsingatækni ýmiss konar er farin að ryöja sér rúms. Smám saman er tölvutæknin farin að láta að sér k veða í Bretlandi. Flest hlnna nýju starfa eru i litlum fyrirtækjum oft í minni borgum. Á slikum vinnustöðum er ekki algengt að starfsmennimir tilheyri verka- lýðsfélögum. Flest störfin sem hafa tapast eru aftur á móti í starfs- greinum þar sem verkalýðsfélögin hafa sterk itök. Því er meðlimaf jöldi verkalýðsfé- laganna alltaf að minnka. Fyrir fimm árum voru 12 milljónir manna í Sambandi verkalýösfélaga, Alþýðu- sambandi þeirra Breta. Nú eru ekki nema 10,5 milljónir i sambandinu. Og þessi þróun hefur verið að gerast yfir lengri tima. Árið 1969 voru 54 prósent vinnandi Breta í verkalýðs- félagi. Nú eru 48 prósent, minna en helmingur, þeirra í Sambandi verka- lýösfélaga. Alþjóöleg þróun Minnkandi meðlimafjöldi verka- lýðsfélaga er alþjóöleg þróun. I Bandarikjunum voru 23 milljónir manna í verkalýðsfélagi um miöjan áratuginn. Nú eru 19 milljónir i verkalýösfélagi. I Sviþjóö og Hol- landi hefur meðlimafjöldinn minnk- að um fjögur prósent ó ári siðan 1980. Matvælaskortur er nú farinn aö há svo fólki í Afganistan að skæruliöar hafa oröið aö minnka talsvert órásir sínar á sovéska setuliðlð, aö sögn skæruliðaforingja sem hafa aðsetur i Pakistan. Skæruliöahópamir, sem vinna frá Peshawar; bæ viö afgönsku landa- mærin, eru famir að senda fræ til skæruliöa sinna i Afganistan og hvetja þá til að rækta akra þeirra bænda sem hafa orðið aö flýja tll Kabúl eða Pakistan. Þeir segja aö Sovétmenn hafi skapaö matvæla- skortinn með því að varpa sprengj- um á óveituskurði og brenna akra. Þetta sé liður í aö eyðileggja efnahag þorpanna sem hafa séð skæruliðum fyrir húsaskjóli og mat. „Mujahiddinmennlrnir (islömsku striðsmennimir) hafa þurft aö hætta vlð sumar herferðir vegna matar- skorts," segir Burhanuddin Rabbani prófessor, leiðtogi Jamiat-i-Islami! flokksins sem berst aöallega i norðri., Hann og Gulbuddin Hekmatyar, leiðtogi hins róttæka Hezb-i-Islami1 stjómmálaflokks, segja aö verstur sé skorturinn i sex héruðum, aöal- lega i suðvesturhluta Afganistan. A sama tima hafa vestrænir ferða- menn, sem verið hafa nýlega i Afganistan, sagt aö lítiö sé um mat jafnvel þar sem venjulega sé gnægð matar. Hanneke Kouwenberg, sem vinnur fyrir afgönsku stuðnings- nefndina í Hollandi, sagöi nýlega að hún heföi sjaldan fengið meira en gróft flatbrauð og te á ferð sinni um miö- og norðurhluta Afganlstan. Þaö lýsir vel ástandinu þvi hinir gest- risnu Afganir gefa gestum alltaf sinn besta mat. Pansjirdalurinn hafði orðið verst úti, sagði Kouwenberg. ,^uma dag- ana fengum við bara sykur og heitt vatn." í I öllum þessum löndum vom þaö störf í greinum þar sem verkalýösfé- lögin em hvað sterkust sem hafa verið aö úreldast: í stáliönaðinum, skipasmíðum, fatagerö, við hafnir og í stóriðju hvers konar. Nýju störfin eru í þjónustuiðnaði, hátækni og öðrum svokölluðum hvítflibba- störfum þar sem verkalýðsfélögin em veik fyrir. Thatcher ðnægð Ihaldsstjóm Margrétar Thatchers í Bretlandi er siður en svo að harma það að máttur verkalýðsfélaganna sé að minnka. Timabil Thatchers í stjóm hefur einkennst af gifurlegri hörku gagnvart verkalýðs- félögunum. Ihaldsmenn telja margir að i raun séu verkalýösfélög til mikils þjóöhagslegs skaða. Verka- lýösfélög þrýsti svo á um peninga til starfsmannanna aö litið verði eftir til að standa i nauðsynlegum endur- nýjunum og uppbyggingu fyrirtækis- ins, sem á endanum myndi svo skila auknum tekjum til starfsmannanna. Afgan Aid, sem er breskur sjálf- boöaliöahópur, varaði viö þvi síðast i maí að stórfelld hungursneyö myndi veröa i landinu, sérstaklega i Pansjirdalnum og i öræfum norö- vesturhéraðsins Badkhashan, vegna þess aö fimm ára stríðiö hefði orðiö þess valdandi aö bóndabæir hefðu verið yfirgefnir, áveituskurðir væru ónýtir og húsdýr heföu veriö drepln. Matvælaverð og flutnings- kostnaöur hafa líka hækkaö og þaö hefur haft áhrif á matvæladreifing- una. Rabbani sagði aö núverandi skortur, sem myndaöist með þurrum vetri og versnaði viö framsókn Sovétmanna í ár, hefði neytt Jamiat- flokkinn til aö senda sáðkom til bænda á stöðum sem skæruliðar héldu. „Við reynum aö senda harögerar jurtir, eins og kartöflur, vegna þess aö þær vaxa neðanjarðar og geta þol- aö sprengjuregn. Við reynum líka að senda mjög harðgert korn sem þolir kuldann i fjallahéruðum Norður- Afganistans.” En Hekmatyar segir aö á meðan skortur sé í sveitum landsins sé nóg- ur matur i höfuðborginni Kabúl vegna þess að stjómin sé reiðubúin til að kaupa á háu veröL ! „Þeir eru að reyna aö búa til hyl- dýpi milli borgarinnar og sveltanna tll aö fólk flýi til Kabúl úr þorpunum. Þetta eyðileggur stuöningsgrundvöll okkar og færir þeim flelri unga menn tll að ná í herinn,” sagöl hann. Bandariska sendirúðiö i Islam- abad sagði nýlega að sovéski herinn hefði eflt tilraunir sínar til að eyði- leggja uppskeru bænda nú þegar komið væri að uppskerutímanum, en í Kabúl væru markaölrnir fullir af ávöxtum, grænmeti og kjöti. Hins vegar hefur verð hækkað og stjórn- arherferð til aö halda þvi niðri virð- isthafa veriöhætt. Umsjón: Þórir Guðmundsson Hungursneyð herjar i dölum Afganistans Hirðingl með riffil passar upp á klndahóp i fjöllum Afganistans. Nú blasir hungursneyð vlð eftir atlögur Sovétmanna að efnahagslifi sveit- anna. Afganlr hrópa slagorð gegn Rússum í flóttamannabúðum í Paklstan. Þaðan fara þeir í hópum i heUaga stríðið gegn innrásarhemum i heimalandl sínu. DV-myndÞó.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.