Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER1984. Menning Menning Menning Menning Þotta varflur alit í lagi aftfr Svainbjflm I. Baldvinsson Lelkstjórl: Stalndór HJflrielfsson KvHcmyndataka: Elnar Páll Einarsson Hljófl: Vllmundur Pór Gfslason LeHcmynd: Gunnar Baldursson Stjórn upptöku: Tage Ammendrup Frumsýning 4. nóvember "innlend kvikmyndagerö var í upp- svingi a sunnudaginn, ný íslensk heimildarmynd um draumóra nokk- urra kalla noröur í landi var frum- sýnd undir heitinu Kúrekar noröurs- ins, ný framhaldsmynd hóf göngu sína i Stundinni okkar og lista- og skemmtideildin útdeildi nýjustu af- urð sinni til þeirra sem borga reikn- inginn fyrir timavinnuna þama í sjónvarpinu — til okkar. Kvikmyndaframleiösla islenska sjónvarpsins er að veröa eitt lang- dregnasta slys i menningarsögu okkar, þeir gera flaustursleg prógrömm sem þeir kalla heimildar- myndir, eina og eina náttúrulífs- mynd sem stendur fyrir sínu, dósam- lega skemmtiþætti og svo nokkur sjónvarpsleikrit sem vekja þjóöina til umhugsunar. Em það óumflýjan- leg örlög? — geta okkar menn alls ekki gert sjónvarpskvikmyndir svo bærilegar séu, sagt áhugaverða sögu, sennilega eöa ósennilega, sanna eöa logna, þannig aö þráður haldist, lýst persónum, gert þær skemmtilegar eöa leiöinlegar, lýst aöstæðum þeirra í örsvipan með myndinni, vakiö hjá okkur von, kvíöa, meöaumkun ... einhverjar tilfinningar? Nei, þaö geta þeir ekki. „Þetta verður allt í lagi" Efnið í kvikmyndinni eftir Svein- björn var býsna kunnuglegt, marg- tuggiö i ólíkum hvoptum um ára- tugaskeið, barningssaga húsbyggj- andans, víxillinn sem féll eöa tékkur- kunnáttu og verksviö. En þess háttar afsakanir em ekki lengur mark- tækar, þó svo sjónvarpiö hafi mátt horfa á eftir hverjum einasta starfs- krafti sinum sem hefur haft snefil af sjálfstæðum metnaöi og vilja til aö gera betur — öllum nema þeim á toppnum sem á sínum tíma voru settir þarna inn meö pólitískum hrossakaupum og sitja enn sem fast- ast. Þessa menn veröa sjónvarps- áhorfendur aö fara aö losna viö nema þaö sé alfarið vilji stjómvalda að þeir losni við þjóðina sem við- skiptavin í sjónvarpsútsendingum, þá veröur líka að gefa þjóðinni kost á öðrum stöðvum sem geta keppt á. jafnréttisgrundvelli viö sjónvarp íslenskra embættismanna. Og á meðan ekkert er gert til aö liðka um í þeim máium erum viö ekki hult fyrir útsendingu eins og þeirri á sunnu- dagskvöld. Gallar Eg veit ekki hvort ég á að þreyta lesendur meö langri upptalningu um galla þessa verks; skylda býður að svo sé gert, fyrst um myndina eru höfð stór orö: flöt myndataka, ómarkviss klipping, daufleg lýsing, sviplaus leikur, óskýr kynning á aö- stæðum persóna og skapgerö þeirra, óskýr útlistun á átökum þeirra á milli, langdregin og vanhugsuö sam- töl, tilgeröarleg tilsvör, ójafn gangur milli aöalfléttu (fóstureyðing) og aukafléttu (gúmmítékki), vanhugs- un í byggingu söguþráðar (af hverju skilaöi maðurinn ekki eldhúsgræjun- um og fékk endurgreitt, eöa seldi þær með gróða — var ekki nýbúin gengisfelling?). Þessu hugarfóstri mótti eyöa á öllum stigum meðgöngu — þaö var andvanafætt. HUGARFÓSTUR inn sem dúmpaöi, sagan af tvöfaldri vinnu, þröngu húsnæði, pirruðum hjónum, kjaftagleiöu vinkonunni og góöa frændanum og vonda banka- stjóranum. Gömul klisja i skáldskap Islendinga i tuttugu, þrjátiu ár, saga sem hefur i deigiu mannlífsins hér umskapast í nokkrar perlur, sögur Svövu Jakobsdóttur, sem liggja inn- an um tuskurnar, þvældar og gamiar. Ekki ætla ég mér að fara meira út í þá sálma né rekja hug- myndaheiminn aö baki þessum bam- ingi. Eitt er samt víst: Það er skylda menntaöra manna, sem vinna sam- LeikDist Páll B. Baldvinsson kvæmt embættiseiöi á vegum rikis- ins, þiggja laun fyrir það starf og bera listræna ábyrgð, aö koma i veg fyrir slys sem þaö sem við máttum líta á skerminum liöið sunnudags- kvöld. Ekki vil ég álasa höfundinum h'ann vill en getur ekki, en þeir menn sem bera ábyrgö á tilurð þessa verks innan sjónvarpsins eiga alla skömm skilda. Og þaö sem meira er: þess, konar ábyrgðarleysi verður aö linna. Þaö er betra aö alfarið sé hætt fram- leiðslu á innlendu efni á vegum þessa fyrirtækis og hún látin í hendur öðrum en svona skussaverk líti dags- insljós. Pólitískur vandi Nú er það svo aö framleiðsla á efni fyrir heimamarkað hefur alla tið verið eitt helsta metnaðarmál topp- anna í sjónvarpinu aö því er þeir segja. Þeir hafa margboriö fyrir sig skort á góöum handritum, skort á Fyrst er smiðuð grind úr steypustyrktarjámi og hænsnaneti. Hér er verlð að steypa skrokk. Hér á bara eftir að innrétta. Steyptar seglskútur Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar Eitt sinn af mörgum er ég var aö skoða bótablaö rak ég augun i nokkuð furðulegt; sýnt var hvemig maður átti að steypa sina eigin seglskútu. Eg trúöi þessu eins og skot. Las í einum rykk 63 blaösíður og greypti myndirnar, sem sýndu hvernig átti aö fara að, inn í huga minn. Þetta virtist ekkertmál. Fyrst vom böndin gerð úr steypustyrktarjómi, beygð og soðin saman. Síðan var þeim raðaö upp á- samt stefni og gafl og jórn lögö langs- um eins og listar sem settir eru utan á bönd i krossviðarbát. Utan ó járnin er svo strekkt hænsnanet, allt aö 12 lög. Þetta er svo lagað til þannig aö hvergi er dæld. Steypan er hrærð einn ó móti tveim og 1/4 parti af pozzolan bætt i. En það er hvitt duft sem bindur steyp- una betur og var meðal annars notað i virkjanir hér. Síðan er steypunni þrykkt inn i netið með handafli, púss- aö, pússaö og pússað, þar til allt er orö- iö slétt eins og bamsrass. Sumir halda, sérstaklega kvenfólk, aö steypt seglskúta muni sökkva eins og steinn. En það er misskilningur, byrðingurinn er aðeins hálf tomma á þykkt og þetta verður lítið þyngra en önnur skip. Skrokkurinn er svo spartlaður aö utan með plastefnum og móiaður þannig að hann verður eins og fínasta plastskúta. I blaðinu skoöaði ég líka myndir af fáklæddum konum, því þetta var auglýsingabæklingur frá Nýja-Sjálandi fyrir þá sem vildu panta teikningu. Eg ókvað nóttúrlega hvaða teikningu ég vildi, það var 43 feta skúta, 17 tonn, sem hét Fijian. Hún var hönnuö til að sigla yfir heimshöfin; fljótandi úthafsheimili. Þetta fór aldrei neitt lengra en aö vera draumur í höfðinu, sem hægt var aö ylja sér við ó köldum og dimmum vetrarkvöldum. En svo var ég í Danmörku um tíma. Og í eitt sinn af mörgum, er ég var að þvælast niður við bátahafnimar, sá ég á gaflinn á tveim stórum seglskútum þar sem mér fannst ég kannast við afturendann. Eg fór nær. Það fór ekk- ert á milli mála, það var Fijian. Þarna inni í stóru skýli, sem hafði verið hrúg- að upp til bráöabirgða meö segli og plasti, voru tvær skútur úr stein- steypu. Ofan i annarri var Dani að ryksuga. Brátt só ég fleiri skýli skammt fró. 1 einu voru fjórar í smíðum. Tveir karlmenn og ein kona voru að vinna við eina grind með ryð á höndum og hundurinn þeirra gelti aö mér. Fyrir utan stóð steypuhrærivél og sementspokar. Sá ein hjón sem voru aö vökva skrokkinn sinn. Eg spuröi hvers vegna og þau sögöu mér að i 27 daga, eftir aö búið væri aö steypa, yrði að passa að skrokkurinn væri blautur. Annars kæmu sprungur. Þau sögðu mér lika að þau kæmu þarna á hverj- um degi eftir vinnu. Aö þetta myndi taka í allt 6 ár, væru búin að vera 3. En þau gátu ekki keypt skútu og svona gátu þau eignast skip því þetta var ódýrara. Þau sögöu mér líka að þegar skútan væri tilbúin þá ætluöu þau aö setja um borö allt sitt dót og barnið og sigla hringinn í kringum hnöttinn. Þarna var ég daglegur gestur um tíma. Um alla Kaupmannahöfn voru menn að smiða svona skip. Eg fann alls 13 skútur og flestar voru þær af teikningunniFijian. Enda fallegust. Eg kom aö þar sem verið var að steypa skrokk. Þaö verður að pússa stanslaust þar til allt er búiö, steypan má ekki harðna á milli. Búið var að pússa alla nóttina er ég kom, fólk farið að tínast heim. En ég taldi 70 pör af vinnuvettlingum sem lágu i sólinni til þerris. Vinir og vandamenn eigandans höföu hjálpaö, Danir eru samstarfs- fúsir. Get ekki séð Islendinga i anda hjálpast svona aö. Það færi allt i handaskol, allir myndu vilja ráöa. En hvað um það, þarna fyrir framan mig var þetta veruleiki. En núna er ég aftur kominn heim til Islands og þetta meö steyptu skútuna er orðinn draumur i höfðinu á ný. Vissulega væri gaman aö smíða svona skútu, þó þaö tæki nokkur ár. Kveðja svo alla steina Isiands, snjóinn og norðurljósin og sigla á suðrænar slóðir, þangað sem kókoshnetur vaxa, ananas og bananar. Þangaö sem vindurinn hvíslar mjúkum oröum i eyra manns. Þangað sem sólin, hafið og gróðurinn eru vinir. Eigum viö aö smiða svona skip i huganum og sigla þangað? Tilbúinn skrokkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.