Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hollir jurtaréttir fyrir veturinn Nú er snjóa tekur og vetur konungur gengur í garð hættir Islendlngum við hreyfingarleysi og innisetu og verður þvi sjálfsagt ekki langt að bíða þar til Heimiliö og ofnœmi Þeir sem þjást af ofnsmi verða að gera heimili sin þannig úr garði aö sem minnst hætta sé á ofnæmis- völdumþar. Grundvallaratriði á heimilum og vinnustöðum er að þar sé ekki hætt við að loftið sé mengað. Þvi oft getur loftiö inni verið mengaðra en sjálft útiloftiö. Það eru stöðugt að koma ný byggingarefni og húsin eru betur einangruö en áöur. Þetta gerir það að verkum að loftræsting verður aö vera góð. Það er einnig mjög mikil- vægt að heimilið sé hreint og forðast ber aö vera með húsdýr til aö halda dýrahárum og ryki í lágmarki. Það er mögulegt að fjarlægja alla þá hluti sem þekktir eru sem ofnæmis- valdandi og þar með er verið að fyrirbygg ja það að viðkomandi verði fyrir ofnæmi á heimili sinu. Þaö eru margir sem þola illa upp- gufun frá hinum ýmsu byggingarefn- um, sérstaklega þó þeir sem þjást af ofnæmi. Þessi efni geta veriö byggingarplötur, lím, lakk og máln- ing. Það er þvi mikilvægt aö notuö séu efni sem ekki gufa upp eða uppgufun frá þeim er þegar lokiö. Það verður að lofta rækilega út þar sem lím eða málning hefur verið not- uð. Þá eru til ýmis önnur ráð fyrlr of- næmissjúklinga sem þelr ættu að kynnasér. Leyndar hœttur Ofnæmissjúklingar og fjölskyldur þeirra læra fljótlega að einstakar matvörur geta valdið miklum vand- ræðum i sambandi viö ofnæmiö. Og þess vegna læra þau að forðast þess- ar vörur. En það getur verið verra með hinar „leyndu hættur” í til- fellum þar sem ekki er nægilega vel skýrt frá innihaldi viökomandi vöru. Oft þarf ekki mikið magn af viðkom- andi efni til að framkalla ofnæmis- viðbrögð. Dæmi um slik efni geta verlö: Egg, mjólk, kjötfars, pulsur. Þaö þarf ekki að vera nema smá- aðskotahlutur i einhverri vöru eöa jafnvel matarafgangur í einhverju íláti sem getur valdið ofnæmi. Einnig geta litarefni valdið ofnæmi. Hættumar leynast viða hjá ofnæmissjúklíngnum og hann verður ávallt að vera á varðbergi. Lauslega þýtt úr Forbrugerrapporten. aukakilóin fara að láta sjá sig hér og þar á mögum, rössum, mjöðmum og lærum. Sumir hafa eflaust látiö skrá sig á hin ýmsu lfkamsræktarnámskeið og hoppa þar og skoppa svona tvisvar eða þrisvar í viku. Aðrir vlnna, sofa og eta án þess að hugsa um líkamann eða hollustuna en hér á eftir fara nokkrar hollar, góöar og kjammiklar upp- skriftir fyrir þá sem vilja halda sínu líkamlega heilbrigði. Gulrótabúðingur: 200 g fint rlfnar gulrætur 4 dl mjólk 10 muldar heilh velti-tvíbökur 3—4 egg lítið eitt af rúsinum og hökkuðum hnetukjömum litið eitt af bræddu smjörlikl salt eftir smekk. Búðingurinn er bakaður í formi eða á pönnu, má ekki vera þykkari en 2—3 cm. Með honum er notað ávaxtamauk. Ostagratin með rósakáli: 1 kg rósakál salt SÓSA: 2 msk. smjör 1 msk. hveltl 1/41 grænmetissoð (ekkl af rósakáli) 50 g rjómaostur 1 bolli mildur rlfinn ostur 1—2 msk. riflnn parmesan ostur Sjóðið rósakálið i 8-10 mín. Látið siöan vatnið renna vel af þvi og látið kálið i eldfast mót. Sjóðið sósuna og látið rjómaostinn i hana. Látiö hann bráðna og hrærið i á meöan. Salt eftir smekk. Hellið sósunni yfir rósakálið. Stráið milda ostinum yf- ir og síðan parmesan ostinum. Bakið i 30mín.viðl75°C. Rófuróttur: Mýkt i pottl í 3 msk. aí oliu: 1 niðursnelddur laukur 1 niðursneidd græn paprlka 1 lítið eggaldin, skorið í litla teninga Blandaðúti: 2 bollar niðursnelddar, hráar rófur 1 dós eða 2 boUar nlðursneiddir tómatar Bragðbættmeð: 1/4 tsk. basU (eða rosemary) 1/2 tsk. oreganó ltsk. salt Hitið við vægan hita þar tU rófumar eru meyrar og bragðefnin hafa blandast vel. Þaö gæti þurft aö blanda svolitlu vatni út i. Glútenbollur eða hringur: 1/4 bolU granólarasp ldlhveiti 1 msk. kartöflumjöl 2egg 1/2 boUl glútenmjöl paprika, aromat, lauksalt eða laukduft 1 tsk. meggiduft eða frugola salt 1 tsk. Iyftlduft mjólk eftlr þörfum öllum þurrefnunum (nema glúten- mjölinu) og eggjum blandað saman ásamt mjólk. Að siöustu er glútenmjöl- inu hrært saman við og búnar strax tU boUur eða kjöthringur. Bíðiö ekki eftir lögun þvi að þá getur deigiö oröiö seigt og leiðinlegt. Farið aö öðru leyti með deigiö elns og kjötdeig. Finnist ykkur deigið of ljóst má setja í þaö nokkra dropaaf soju. Kjúklinga- og hrisgrjónaróttur: 1/4 boIU smjörlikl 1/4 bolll hveiti 1 l/2boUlmjólk 1 boUi s jóðandl vatn 2 tsk. frugola 1 l/2tsk.salt 1/8 tsk. paprikuduft Otbúið eins og hvit sósa. Siðan er bætt út í: 11/2 boUl soðin hrisgrjón 2 bollar hvitt sojahakk (útbleytt) 1/2 bolU svepplr 1/3 boUl græn paprika (skorln i smá- bita) Sett í eldfast mót og bakaö i 30—45 mín. við 200 °C. Súraldins- og perusalat: lpakkllime hlaup 1 boUl sjóðandl vatn 1 dós perur, stór 1 boIU perusafi 250 g rjómaostur 1/2 tsk. engUer. Leysiö upp hlaupiö i heitu vatni. Bætið út i 1 boUa af perusafa. Þegar þetta er hálfhlaupið, þeytið vel helmlnginn bætiö siðan rjómaostinum út i. HelUð helmingnum af rjómaost- blöndunni i form og látið í isskáp. Þegar hlaupið, heUið helmingnum af Umehlaupinu yfir og perunum (i bitum). KæUð og þegar hlaupiö, heUið afganginum af rjómaostblöndunni yf- ir. Látiðiisskáp. Maturognæring Uppskriftir i sjónvarpinu I sjónvarpinu i kvöld kl. 20.40 hefst nýr íslenskur þáttur sem ber nafnið Matur og nærlng. 1 þættinum, sem er i umsjá Laufeyjar Steingrimsdóttur næringafræðings, verður i kvöld fjallað um fiskinn. Það verða að sjálfsögðu uppskrift- ir aö góöum fiskréttum gefnar í þættinum en þar sem búast má við að fólk verði ekki almennt meö skrif- færi við höndina þegar lesningin fer fram komum viö með uppskriftimar að þessum réttum hér strax. Glóðaður fiskur 1 flak (500 g) ýsa eða smálúða 1/4 tsk. salt pipar—örUtill 1—2 msk. brætt smjör eða matarolia 2 msk. brauðmylsna SKRAUT: Sitrónubátar, stelnselja 1. Leggiö roðdregin og beinhreinsuð flök í smurt eldfast mót (ef smálúðuflök eru notuö má hafa roöiö og láta það snúa upp). 2. PensUð fiskinn með oUu eða bræddu smjöri og stráið salti, pipar og brauðmylsnu yfir. 3. Glóðið ímiðjumofnií 10—15 mín. 4. Látið sítrónubáta og steinselju- greinaryfir. Berið soðnar kartöflur, hrátt salat og gróft ósmurt brauö meö. Karfaflök með fyllingu 2 frekar stór karfaflök, roð- og beta- hreinsuð 2 msk. sítrónusafi 1/2 tsk. salt plpar á hnifsoddl 1/2 laukur, saxaður 1—2 tómatar i sneiðum 1/2 græn paprika i Utlum bitum rósmarin ostsneiðar (28% t.d. óðalsostur) matarolia til að pensla með 1. Legglö annað karfaflakið í smurt, eldfastmót. 2. Stráiö salti og pipar á bæði flökin og helUð sitrónusafanum yfir. 3. Látið lauk, tómatsneiðar og paprikubita yfir, stráið rósmarín yfir og hyljið fyUinguna með ost- sneiðum. 4. Leggiö hitt flakið ofan á, pensUð með mataroUu. 5. Látiö mótið neöarlega í 200°C heitan ofn og bakiö i um 30 min. 6. Leggið ostsneiðar yfir og bakið áframí5—lOmín. Fljótlegur hódegisverður SQd úr edikslegl harðsoðin egg sýrðar rauðrófur bananar soðuar kartöflur flatbrauð eða rúgbrauð Hækkaði aðeins um 3 prósent I siðasta tölublaöi Gluggans sem Samband islenskra samvinnufélaga gefur út er m.a. blrt verðkönnun úr verslunum á vegum sambandsins. Þar er borið saman verð 46 vöru- tegunda frá þvi i ágúst i fyrra og september i ár. Þessar vörur kostuðu alls í fyrra 1574.75 og nú í september 1622.40. Þetta þýöir aö hækkun hefur að meöaltali verið um 3 prósent. Vörur þær er hér um ræðir eru algengar neysluvörur sem notaðar eru til heimilishaldsins. Hinar einstöku vörur hafa hækkað og lækkað i verði mjög mismunandi. Sveskjur hafa t.d. lækkað um 54 prósent og döðlur hins vegar hækkað um45prósent. En þegar á heildina er litið veröur þessi hækkun að teljast hverfandi lítiL „Það sem gerir þennan árangur mögu- legan er að sjálfsögðu árvekni i innkaupum, bætt flutningsaðstaða, ýmis hagræðing í meðferð vörunnar og stöðug skráning gjaldmiðla svo eitt- hvað sé nefnt,” segir í greinarkomi sem fylgir könnuninni. BIRGÐASTÖÐ Vöruverðshækkanir frá 29/8 ‘83 — 4/9 ‘84 1983 1984 % Juvel hveiti 2 kg 23.65 26.40 11.6 Royal ger 450 gr 38.75 45.00 16.1 Sykur 2 kg 35.50 22.90 -35.5 Finnskur molasykur 1 kg 35.35 26.40 -25.3 Katla borðsalt 1 kg 12.00 14.00 16.6 Danskt matarsalt 2 kg 24.00 25.60 6.6 OTA sólgrjón 950 gr 36.50 38.05 4.2 Kelloggs kornflex snapp 500 gr. .. 40.35 44.90 11.2 Alpen morgunmatur 340 gr 60.50 56.50 -6.6 River hrísgrjón 1 Ibs 21.75 20.45 -5.9 Smith baunir 1 Ibs 26.25 16.95 -35.4 Juvel makkarónur snabb 450 gr... 24.10 28.85 19.7 Brugsen marmelaði 400 gr 35.50 44.55 25.4 Coop marmelaði 453 gr 51.15 44.45 -13.1 Coop ananassulta 453 gr 56.45 45.60 -19.2 Cardia hunang 450 gr 51.10 51.85 1.4 Maarud flögur 100 gr 28.90 22.50 -22.1 ORA grænar baunir 1 /2 ds 15.90 17.40 9.4 Brugsen rauðkál 1610 gr 43.15 46.20 7.0 Kínisveppir, heilir 410 gr 49.90 60.00 20.2 Coop bakáðar baunir 7 í/2 oz .... 22.30 17.30 -22.4 Dole ananas 20 oz 32.20 44.45 38.0 Blandaðir ávextir 1/1 ds 63.30 64.00 1.1 Ferskjur 1/1 ds 55.65 58.10 4.4 Sveskjur8 oz 22.10 21.55 -2.4 Döðlur 250 gr 43.35 19.90 -54.1 Muscatel rúsínur 15 oz 54.65 79.35 45.1 Maggi súpur 9.80 10.50 7.1 Slotts tón atsósa 525 gr 22.00 28.60 30.0 Coop tómatsósa 340 gr 23.70 21.80 -8.0 OTK tekex 500 gr 48.20 54.60 13.2 OTK tekex 200 gr 16.55 16.20 -2.1 Bragakaffi 23.50 29.00 23.4 Neskaffi gull 50 gr ; Nesquik 700 gr 50.35 53.65 6.5 64.85 73.35 13.1 ’ Top kvick 400 gr 39.35 39.35 OMO duft 227 gr 12.90 12.90 FAY álpappír30cm 25.05 21.65 -13.5 Leni eldhúsrúllur gular 28.75 26.70 -7.1 Leni WC gular4 rl 34.95 32.15 -8.0 Close-up tannkrem 18.00 18.00 Brugsen sjampoo 500 ml 26.25 36.35 38.4 Flóru smjörliki 20.80 30.00 44.2 Slotts sinnep 500 gr 25.55 29.00 13.5 Epli rauð per kg 46.53 42.45 -8.7 Appelsínur per kg 33.36 42.95 28.7 46 vöruatriði alls: 1.574.75 1.622.40 3.0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.