Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð flausasölu 25 kr. Helaarblað28kr. Yfirburðasigur Reagans Ronald Reagan hefur veriö endurkjörinn forseti Banda- ríkjanna meö miklum yfirburðum. Hann fékk fleiri kjör- menn en dæmi eru um. HlutföII atkvæöa virðast munu verða 3—2. tJrslitin eru mjög svipuö því, sem kom út úr skoðana- könnunum fyrir kosningarnar. Sigur Reagans er meiri en hann hefur gott af. Líkur eru til, að hann forherðist á þeim sviðum, þar sem gagnrýni hefur áður haldið aftur af honum. Ætla mætti, að risaveldið Bandaríkin æli mikla leiðtoga. Það verður þó ekki sagt um þá, sem nú kepptu umforsetatignina. Reagan hefur ekki verið í röðum glæsilegustu forseta. Háan aldur sinn hefur hann bætt upp með klókri sviðs- framkomu, þar sem hann virðist jafnan tíu árum yngri. Hann hefur oft á tíðum verið klaufalegur, þegar hann hefur orðið að standa á eigin fótum. Hann er lítill manna- foringi, en frjálshyggjutal forsetans hefur höfðað til margra nú á tímum framsóknar frjálshyggjunnar. Utan Bandaríkjanna hugsa margir til Reagans sem ímyndar' „kúrekans”, sem otar fram byssunni, eða uppgjafar- leikarans sem aldrei náði frama í leiklist. Þó hefur margt verið gott um stefnu Ronalds Reagans. Hann hefur gert Bandaríkin sterkari með aukinni vígvæðingu. Honum hefur tekizt vel á sumum sviðum efnahagsmála. Kalda stríðið hefur magnazt í stjórnartíð Reagans og stríðsóttinn aukizt. Reagan og menn hans héldu fram, að Sovétríkin hefðu tekið forystu í vígbúnaði. Á þessari stjómartíð hafa Sovétríkin sýnt sitt rétta andlit, betur en um nokkum tíma áður. Reagan hefur svarað með sömu hörku. Hið sorglega fyrir vini Bandaríkjanna er, hversu stefna Reagans hefur gert minni þann álitshnekki, sem Sovétríkin ella hefðu beðið meðal almennings í heim- inum. Kommúnistahatur Reagans hefur hrakið hann til að styðja margs konar fasistaklíkur, svo sem í Rómönsku Ameríku. Bandaríkin hafa þá beitt aðferðum, sem líkjast aðferðum Sovétmanna annars staðar. Vinir Bandaríkj- anna í öðrum löndum munu flestir telja, að lýðræðisríkið Bandaríkin eigi ekki að leggjast svo lágt. Hitt skal viðurkennt, að vígvæðing Sovétríkjanna síðustu ár hefur kallað á aukinn vígbúnað Bandaríkj- anna. Stjóm Reagans hefur tekizt að minnka verðbólgu úr rúmum tólf prósentum í rúm fjögur prósent. Þetta átak kostaði í fyrstu aukið atvinnuleysi en nú er atvinnuleysið svipað og var, þegar Reagan kom til valda. Halli á ríkis- rekstrinum hefur hins vegar orðið meginvandi stjómar þessa frjálshyggjumanns, slík þversögn sem slíkt er. Efnahagur Bandaríkjanna vænkast almennt um þessar mundir, og fleiri en áður una hag sínum vel. Hinir fátækustu hafa þó fátt aö þakka Ronald Reagan, og jafn- rétti kynþátta hefur ekki vaxið í hans stjómartíð. Keppinauturinn Walter Mondale hefur reynt að nýta sér þá pósta, þar sem Reagan hefur farið illa að ráði sínu, en með ónógum árangri eins og úrslitin sanna. Mondale hefur lofað betrun í samskiptum við Mið- og Suður- Ameríku. Hann var varaforseti Carters, sem var áhuga- samari um réttindi almennings en eftirmaður hans. Mondale vill rétta hlut ríkisins með aukinni skattlagningu á „breiðu bökin”. Hann fylgir félagsmálastefnu í mikil- vægum þáttum. En Mondale er pappírskarl, lítill leiðtogi, sem Bandaríkjamenn hafna fyrir þær sakir. Haukur Helgason. 947 kr. kosta lyfin. — En á ekki eftir aö draga frá hlut sjúkrasam- lagsins, sagöi hokin kona á áttræðis- aldri viö afgreiöslustúlkuna í apótek- inu. — Nei, vina mín. Þetta er oröiö svona dýrt, sagöi afgreiöslustúikan. Krepptar hendur gömlu konunnar eftir margra áratuga vinnuþrældóm skulfu þegar hún dró fram siöustu þúsund krónumar. Beiskju brá fyrir í svip hennar, er henni varö hugs- aö til þess aö 10 dagar væru eftir þangað til hún fengi greiddan lífeyri sinn úr tryggingunum. — Stolt henn- ar var sært. Hún harkaði af sér í apó- tekinu, — en þegar heim kom grét húníhljóði. Afleiðingarnar skelfilegar Þessi litla saga úr apóteki einu hér i bæ er þvi miöur ekkert einsdæmi eftir að hlutur sjúklinga í lyfja- og læknisþjónustu hækkaöi gifurlega á Á tímabilinu frá 1. júni 1983 til 1. júni 1984 hefur lyfja- og læknis- kostnaöur sjúklinga hækkað um 300—400% á sama tima og grunn- lífeyrir almannatrygginga hefur einungis hækkað um 14%. — Þaö segir sig sjálft aö þessi stórfellda hækkun hefur bitnaö meö fullum þungá á þeim sem síst skyldi, bam- mörgum láglaunafjölskyldum og elli- og örorkulífeyrisþegum. Nærri lætur aö með þessari breytingu hafl hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hækkað úr 13 í 50%. Samanlagður lyfja- og lækniskostnaöur sem lagöur hefur verið á sjúka er um 210—220 miilj. á ári. Þyngsta höggið Þaö er hart til þess að vita að ríkis- stjórnin skuli sjá það ráð helst viö pfnnhntrsvHndanum aö leeeia stór- Kjallarinn JOHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN AÐVÖRUN TIL STIÓRNVALDA ,Er pfanhngsAstnnHiö orðiö þannig að vega þurfi með þessum hætti aö hagsmunum og velferö sjúkra í þjóðfélag- inu?” sl. sumri. Þess eru ófá dæmi aö efna- lítið fólk hefur hvaö eftir annað staöiö frammi fyrir þvi aö eiga hvorki fyrir læknishjálp né lyfjum sem þaö nauðsynlega þarf á aö halda. Nú er svo komið aö 15 félagasam- tök, m.a. aldraðra og fatlaöra hér á landi, hafa séö sig knúin til að senda alþingismönnum bréf þar sem því er lýst yfir að aðgerðir stjómvalda séu famar að hafa áhrlf til hins verra á heilsu og afkomu skjólstæðinga sinna, svo og annarra sjúklinga meö langvarandi sjúkdóm. — Afleiðingar þess em skelfilegar segir í bréfinu. Ennfremursegir: Greiðslugetu lang- tima (krónískra) sjúklinga er of- boðið og heilsu þeirra og afkomu er stefnt i voða. Lýsa félagasamtökin því yfir að þaö sé þeim mikið áhyggjuefni aö hækkun göngudeilda- gjalda og greiöslur sjúklinga vegna sérfræðiþjónustu valdi því aö fólk leitar ekki aðstoðar fyrr en i óefni er komið vegna þeirra útgjalda sem slíkt veldur. Þetta er aðvörun sem stjóravöldum ber skylda til að taka alvarlega. Róttlætiskennd fólksins misboðið Sú stefnubreyting sem orðið hef ur í heilbrigöisþjónustunni meö því aö leggja slikar byrðar á sjúka í þjóðfé- laginu hefur misboðið mjög réttlætis- kennd fólksins i landinu. Ekki sist þegar svona miklar hækkanir á Iyfja- og læknisþjónustu koma í kjöl- far mikillar kjaraskeröingar og skeröingar á lífeyri elli- og örorkulíf- eyrisþega. felldar gjaldtökur á þá sem sist skyldi í þjóöfélaginu. Spyrja má hvort ríkisstjóminni sé virkilega ekki kunnugt um hve stór hópur aldraöra og öryrkja hefur einungis sér til framfærslu lifeyri al- mannatrygginga. — Veit ríkis- stjómin ekld að 8200 aldraðir eða 40% 67 ára og eldri á tslandl og 1868 öryrkjar af 3177 sem fá örorkulifeyri, eða tæp 59%, hafa lítið sem ekkert annað sér til framfærslu en lif eyri al- mannatrygginga? — Veit ríkis- stjómin ekki að það var þessi hópur sem þyngsta höggið fékk þegar þessar stórfelldu gjaldtökur voru lagðar á s júka í þjóöfélaginu? Þaö er ekki síst hlut þessa fólks sem rétta þarf i þjóðfélaginu enda hafa þingmenn Alþýðuflokksins krafiö ríkisstjómina svara við því hvort ekki sé tryggt að lífeyrir aldr- aðra og öryrkja hækki a.m.k. til samræmis við hækkanir á vinnu- markaöinum. Því hefur enn ekki verið svaraö. Manngildið og auðgildið Var nauðsynlegt að leggja þessar byrðar á sjúka i þjóöfélaginu? Er efnahagsástandiö oröiö þannig að vega þurfi meö þessum hætti að hags- munum og velferö s júkra í þjóðfélag- inu? Er helst aö finna í þeim hópi þá áem hrifsaö hafa til sin meira en skyldi af þjóðarkökunni? Er virkilega ekki í önnur hús aö venda fyrir ríkisstjómina? Hefur rikis- stjórnin ekkert að sækja í þann hóp í þjóðfélaginu sem er í aðstöðu til þess aö skammta sér laun og ákveöa sjálfir hvaö þeir greiöa til samneysl- unnar? Af hverju ræðst rikisstjórnin ekki meö sömu hörku gegn skatt- svikurum og sjálftökustéttum eins og sjúkum i þjóöfélaginu? Hefur hún virkilega ekkert þangaö aö sækja? Hvaö um milliliðina sem maka krók- inn? Hvað um bruöl og sóun í rekstri ríkisstofnana? Eöa óarðbærar fjár- festingar í verslunarhöllum og bönkum? Hvaö er aö ske i þjóðfélaginu þegar rikisstjórnin telur sig aflögu- færa til aö veita fyrirtækjum og bönkum skattaívilnanir sem nema a.m.k. 200—300 milljónum króna á sama tíma og hún leggur gjald á sjúka sem nemur svipaðri upphæö. Hjó þar sá er hlífa skyldi. Það viröist vera langur vegur í réttlætið hér á landi og manngildið hefur svo sannarlega vikið fyrír auðgildinu. Krafa Alþýðuflokksins Þessi ríkisstjóm hefur brotiö á bak aftur þá stefnu sem fylgt hefur verið í heilbrigðismálum um áratuga skeiö, aö öllum sé tryggö sem best heilbrigöisþjónusta óháö efnahags fólks. Alþýöuflokkurlnn hefur krafist þess með þingsályktunartillögu á yfirstandandi Alþingi aö hlutur sjúklinga í lyfja- og lækniskostnaði veröl verulega lækkaöur, og aö sjúkir endurheimti aftur þau mann- réttindi sem kostaö hefur áratuga baráttu að ná fram. Þeirri kröfu veröur aö fylg ja fast eftir. Jóhanna Siguröardóttlr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.