Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 2
DV; FOSTUDAGUR16;NOVEMBER 1984. Útgerðarfyrirtæki fékk ekki að færa kvóta á milli báta sinna: Færöu mannskapinn með kafíi, sápu og sjampó milfí bátanna Otgerðarfyrirtækið Haraldur Böðvarsson á Akranesi, sem rekur bátana Harald og Skírni, fékk ekki að færa síldarkvóta á milli þessara báta. Skímir hefur verið á síldveið- um aö undanfömu en Haraldur hefur legið viö brygg ju síðan í vor. Aö sögn Sveins Sturlaugsson út- gerðarstjóra var um að ræða 360 tonna síldarkvóta og er hann fékkst ekki yfirfærður....gripum við til þess ráðs aö standsetja Harald og færa mannskapinn með kaffi, sápu og sjampó yfir á hann...” Sveinn sagði að þeir væru óánægð- ir meö þessa afgreiðslu málsins. Sí- fellt væri verið að tala um að spara þyrfti í þessum rekstri en þetta leiddi síður en svo til spamaðar. Haraldur hefði veriö útbúinn til línuveiða og heföu þeir þurft að vinna í nokkra daga við að standsetja hann áður en mannskapurinn af Skirni var færður yfir. Aðspurður af hverju ekki hefði fengist leyfi til millifærslu kvótans sagöist Sveinn ekki vita þaö en helst telja að það hefði þótt fordæmaskap- andi. -FRI. Umferðarnefnd hefur frestað aó taka ákvörðun um unni. hvort strætó megi hafa stoppistöð neðst ó Hverfisgöt- DV-mynd KAE. Strætó skyggir á forsetann Strætisvagnar Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu um að fá að leggja nýjum strætisvagni alveg uppi í tún- fætinum fyrir framan skrifstofur for- seta Islands í Stjórnarráöshúsinu. Er hér um að ræða leið 15 sem innan tíðar hefur áætlunarferðir um hina nýju byggð í Grafarvogi og niður á Lækjartorg. „Það eru svo mikil þrengsli þarna á Lækjartorgi að hornið á Hverfis- götu og Lækjargötu er eiginlega eini möguleikinn ef koma á strætisvagni fyrir þama,” sagði Sveinn Bjöms- son, forstjóri SVR, í samtali við DV. ,,Að vísu þyrftu 3—4 stööumælar að hverfa en ég er sannfærður um að þessi staður er sá heppilegasti sem völ er á ef þjóna á íbúunum,” sagði Sveinn. Umferðamefnd frestaði að taka ákvörðun um málið á fundi sínum i f yrrakvöld en ekki er vitað hvort þaö eru stöðumælamir sem menn vilja halda í eöa útsýnið af skrifstofu for- setans. -EIR. Leikfélag Keflavíkur: Frumsýnir Fjölskylduna Leikfélag Keflavíkur fmmsýnir leikritið fjölskylduna eftir Claes Andersson í Félagsbíói í Keflavík laugardaginn 17. nóv. kl. 20.30. Leik- stjóri er Ásdís Skúladóttir. Leikritið fjallar um drykkfelldan heimilisföður og vanda fjölskyldu hans varöandi það. „Þetta er sett fram á mannlegan og léttan hátt,” sagði Ásdís í stuttu spjalli við DV. „Leikritið hefur notið gífurlegra vin- sælda hér á landi frá því aö Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi það hér fyrir allmörgum ámm.” Alls fara sex manns með hlutverk í Fjölskyldunni. Aðalhlutverkið er í höndum Ríkharös Ásgeirssonar. Heimir Pálsson sá um þýðingu verksins. -JSS Æfingar á lelkritinu Fjölskyldunni fóru fram í Höfnum. Hér sést for- maður leikfélagsins, Guðrún Karls- dóttir, færa aðstandendum leikrits- ins hressingu. Ýmir 951 fró Ysta-Bæli sýndur á Landsmóti ó Vindheimameium 1982. Knapi Páll Bjarki Pálsson. (Ljósmynd EJ.) Ekkert uppboð hjá Stóðhestastöðinni Árlegt uppboö hjá Stóðhestastöðinni fellur niður á þessu hausti. Tveir van- aðir hestar, tamdir, eru þó til sölu. Þeir eru Ymir 951 frá Ysta-Bæli og Hólmi 959 frá Stykkishólmi. Ymir 951 er grár að lit, fæddur árið 1976, alhliöa reiðhestur, viljugur og gangmikill. Hólmi 959 er gráblesóttur, fæddur árið 1976, viljugur reiðhestur með allan gang. Báðir em þeir efnilegir skeið- hestar. Um það má fræðast í Ættbók Búnaðarfélagsins. Oskað er eftir skrif- legum tilboðum í hestana sem sendist Búnaðarfélagi Islands fyrir 1. desem- ber 1984. Áskilinn er réttur til aðhafna of lágum tilboðum. Nú er verið að velja ný stóöhestaefni á stöðina en endanleg ákvöröun um það verður tekin síðar í þessum mán- uði. Algjörlega órök- studd ummæli — segir einn eigandi sólbaöstofu „Með þessum ummælum sínum er Ámi Björnsson læknir búinn að gera allt vitlaust og þessi ummæli hans um að tengsl séu á milli húökrabba og notkunar sólariampa em algjörlega órökstudd,” segir Cecil Vidar Jensen, eigandi einnar sólbaösstofu. Cecil segir aö Ámi hafi sagt aö húð- krabbi hafi aukist frá 1975 og sérstak- lega hjá karlmönnum. En þetta telur Cecil að geti tæplega staðist ef orsökin er notkun ljósalampa. Notkun hér á landi hófst ekki fyrr en 1980 og karl- menn byrjuðu ekki að nokkru ráði að nota þessa þjónustu fyrr en 1983. Hann segir að hann mæli fyrir munn allra sem starfa við þessa staði og sé mikil óánægja ríkjandi meðal eigenda sólbaðsstofa vegna þessarar umræðu. Cecil segir einnig aö síðari ár hafi stöðugt aukist aö læknar visi sjúkling- um á þessa staði til að losna við ýmsa kvilia. Hann vísar einnig til rannsóknar sem gerö hefur veriö í Noregi. Niður- staða þeirrar könnunar var á þann veg aö það væri mikill misskilningur að gervisólböö væra hættuleg. Þvert á móti sýndu rannsóknir fram á að fólki liði mun betur, bæði andlega og líkam- lega, af sólarljósinu. Hins vegar verða menn að njóta þessarar sólar í hófi eins og annarra lífsgæða. Hræðslan við að fá húðkrabba er yfirdrifin og hann kemur ekki fram hjá sjúklingum fyrr en eftir 20—30 ár. APH. Japanska innrásin: Vilja baðker og heitt vatn ..Ástæðan fyrir því að við settum upp leiðbeiningaskilti á japönsku er ein- faldlega sú að sl. sumar komu hér nokkrir hópar japanskra ferðamanna og þeir verða ekki færri á næsta ári,” sagði Margrét Sigvaldadóttir hjá Hótel Loftleiðum í framhaldi af frétt DV um væntanlega innrás japanskra ferða- manna hingað til lands. „Gallinn er bara sá að Japanirnir líta ekki við öðru en herbergjum með baðkeri og af slíku höfumviðekkinóg." Japönsku læknarnir og fréttamenn- irnir, sem staddir voru hér á landi fyrir skömmu til aö líta á hverasvæði og leirbööin í Hveragerði, hafa nú sent Þórhalli B. Olafssyni, lækni Heilsu- hælisins, þar bréf þar sem þeir þakka viðtökur og segja að rannsóknir á um- hverfisþáttum sem valdi langlifi gangi vel en líklegt er talið að Japanirnir séu aö kanna hvort hitaveituvatnið, sem Islendingar nota til baða, geti átt þátt í langlífi fólks hér á landi. I samtali er DV átti við yfirmann Japan Airlines í Kaupmannahöfn kom fram að enn sem komið er sé ekki ráð- gert að vélar félagsins hafi viökomu á Keflavikurflugvelli á leiðinni frá Tokýo til Kaupmannahafnar. Þeir starfsmenn félagsins, sem þar vom á ferð fyrir skömmu, hafi eingöngu verið að kanna öryggisbúnað vallarins ef til kæmi að nota hann sem neyðarflug- völl. -EIR. Spanskflugan frumsýnd á Hornafirði Frá Júlíu Imsland, Höfn Horaafirði; Leikhópurinn Máni æfir Spanskflug- una eftir Amald og Bach. Leikendur eru þrettán og með aðalhlutverk fara Hreinn Eiríksson og Arnbjörg Sveins- dóttir. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Frumsýning verður nk. laugardag. Þetta leikrit var sýnt í Kjallaranum í Bjarnameskirkju 1927 og seinna í bíó- bragganum hér á Höfn. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.