Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Feneyingar búast til vamar gegn haföldunni Mönnum mun nú ekkert aö van- búnaði lengur aö hefjast handa við eitt merkilegasta verkfræðiundriö sem hugsaö hefur veriö upp til björg- unar Feneyjum. Mundi mörgum þykja mál til komið eftir aldarlangt hik, tvistig og málþóf. Þaö er sem sé um það aö ræða aö stemma stigu viö stórstreymisflóö- inu sem kaffærir stræti Feneyja og torg. Þaö gerist ekki sjaldnar en fimmtíu sinnum á ári. Verkfræðilausn Verkfræðilausnin, sem menn hafa orðið sammála um, felur í sér aö komið verði fyrir hreyfanlegum stíflugöröum í þrem ósum lónsins sem Feneyjar standa í. Stíflurnar Lausnin sem Feneyingar reiða sig á til varnar flóðunum. RÍKULEG ÁVQXTUN • FYRIRHAFNARLAUS •ÁN ALLRAR ÁHÆTTU • 8% FASTIR VEXTIR •FULL VERÐTRYGGING Með spariskírteinum í 3. flokki 1984 sem nú eru til sölu býður Ríkissjóður betri ávöxtun en ílestir aðrir á markaðinum. KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS veröa úr stálsívalningum sem sökkt er í sérstakt legustæöi á hafsbotnin- um en reistir upp á neyðarstundu þegar gerir flóö. Meö því að loka þannig innsiglingarósunum í Fenja- lóniö á aö halda Adriahafinu utan- dyra. Það er í gruggugu vatni lónsins mikla sem borgin Feneyjar stendur. Frumvarp um fjárveitingu til þessara framkvæmda er á leið í gegnum öldungadeild þingsins og á vísa samþykkt og afgreiöslu. Þau fá- dæmi hafa nefnilega orðiö í ítölskum stjómmálum að allir flokkar eru samtaka í málinu. Það er gert ráö fyrir að verja 10,5 milljörðum króna til verksins og kveöið á um að það skuli gerast innan þriggja ára. Fyrsta fjárveiting, 3,7 milljaröar, skal komin í gagnið fyrir áramót. Það ætti ekki að vera vandi að koma þeim f jármunum í lóg því að þrjátiu og eitt af stærstu verkfræði- og verktakafyrirtækjum Italíu bíða þess að hægt verði að hefjast handa. Strflur í þrjú sund Fyrsta verkið er að reisa tvo brimgaröa við Lidoósinn á lóninu og er gert ráð fyrir að þaö taki tvo til þrjá mánuði. Fyrsta stíflan veröur gerð þar þegar brimgarðarnir hafa verið reistir. önnur stíflan verður í Malamocco-innsiglingunni og verður ekki hafist handa við gerð hennar fyrr en sú fyrsta er komin vel á veg og jafnvel ekki fyrr en fengin er ein- hver reynsla af henni eða hvernig húnverkar. Hver stífla verður gerð úr röð af holum stálhólkum. Að meðaltali verður hver sívaln- ingur rúmir fimm metrar í þvermál og um fjórtán metra langur. (I Mala- mocco-sundinu, sem er breiðast, þarf kannski allt að sextíu slika hólka.) Ef allt gengur eölilega munu þeir liggja í röð í gúmfóöruðum stokkum á lónbotninum. I Feneyj- um er aldrei minna en sex klukku- stunda fyrirvari á flóöinu og það þarf ekki nema eina klukkustund til þess að dæla lofti I sívalningana svo að þeir lyftistupp. Þeir verða festir við botninn líkt og á hjörum og eiga að geta snúist. Þannig verða þeir hreyfanlegir en ekki sem fastur veggur. Á það að gera þeim mögulegt að þola meiri þrýsting eða álag, enda á aö hleypa flóðinu að einhverju leyti í gegnum stífluna. — Flotmagnið í hólkunum fullum af lofti á aö vera svo mikið að aðUggjandi hólkar eiga að geta lyft þeim hólkum upp sem dælubúnaöur- inn kynni aö bila í. Flókið hlutverk Þessum hreyfanlegu stiflum er ætlað að draga úr eða jafnvel al- veg taka fyrir mestu flóðin. Á há- flóöi munar einum metra á yfir- borðshæð í lóninu. Ekki er búist við aö stíflurnar hafi nema takmarkað gildi í allra verstu flóðum, eins og 1966 þegar Markúsartorgið var undir tveim metrum af vatni. Mönnum reiknast svo til að stífl- umar þurfi ekki að vera í uppréttri stöðu nema samtals þrjátíu og fjórar klukkustundir á ári aö meöaltali. Þrátt fyrir það hafa sérfræðingar af því nokkrar áhyggjur að út- og inn- streymi milli lónsins og hafsins muni truflast ef stíflurnar eru hafðar uppi svo lengi sem sex stundir samfleytt. Lónið gegnir nefnilega lykilhlutverki í holræsakerfi Feneyja. Aðrir sér- fræðingar telja hins vegar að þaö muni verka jafnvel enn betur en ella ef tvær stíflur eru lokaðar og ein opin. Vantrúaðir Þeir svartsýnismenn eru til sem spá því að ekkert verði nokkurn tíma úr þessum framkvæmdum. Þeir minna á það að 1973 var samþykkt á þingi fjárveiting, eða um helmingur þess sem nú hefur verið ákveðin, og hafi þó aldrei komið til þess aö sú Lónið gegnir mikitvægu hlut- verki í holræsakerfi Feneyja auk alls annars. heimild væri notuð vegna innan- hrepparígs í Feneyjum. Flokksdeild- imar í Feneyjum gátu ekki komið sér saman um hvemig verja átti fénu. Ibúar á eyjunni Murano kröfð- ust til dæmis þess að fénu yrði varið til þess að niðurgreiða fyrir þá met- angasiö sem þeir nota til gleriðjunn- ar (í Feneyjakristalinn fræga). Kommúnistar í Feneyjum vildu verja fénu til endurbóta á ódýru leiguhúsnæði til þess að draga úr brottflutningi frá Feneyjum upp á fastalandið. Síðan hefur öllum þessum kröfum verið mætt þótt þaö sýnist kannski til lítils að reyna að viðhalda húsum sem flóðavatn mæðir stöðugt á fyrr en vatnsflæöið hefur verið hamið. Samstaða með flokkum Bjartsýnismennimir segja hins vegar að mikilvægast sé að þessu sinni aö allir fimm eða sex stærstu flokkamir séu loks á eitt sáttir og samtaka, bæði heima í Feneyjum og á þinginu í Róm. Og vissulega er það fálheyrt í itölskum stjórnmálum. Aður áttu Feneyingar við annað jafnalvariegt vandamál að stríða og flóðin. Það var sú staðreynd að borg- in þeirra var að sökkva í sæ. Sú þró- un var stöðvuð fyrir tíu árum með því einfalda ráði að draga úr töku úr brunnunum á fastalandinu umhverf- is. Þar í hafði vandinn legið því að eftir því sem gekk á vatniö þar seig undan borginni. Allur iðnaður notar nú vatn sem unnið er úr söltum sjó. Þrátt fyrir það em stræti Feneyja nær 13 cm lægri í dag en þau vom fyrir einni öld og yfirborð Adriahafs- ins 10 cm hærra en það var. Við því fyrra telja menn sig eiga ráö, yfir hinu síöara veðurguðimir sem stýra bráðnun íssins á pólunum. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.