Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. Spurningin Fylgist þú með umræðuþátt- um í sjónvarpinu? Geir Magnússon bankamaöur: Nei, ég geri ekki mikið aö því. Þaö er einna helst aö ég reyni að fylgjast meö stjórnmálaumræöum. Ingi Karl Ingibergsson sjómaöur: Nei, ég hef bara ekki nokkur tök á því. Uti á sjó er alltaf nóg aö gera svo ekki er hægt að eyða tímanum í aö horfa á slíkt. Ásta Leifsdóttir húsmóðir: Nei, ekki geri ég þaö nú. Eg er alltaf svo upptek- in og svo hef ég engan áhuga á slíku. Sveinbjörn Benediktsson, starfsmaður ÍSAL: Já.þaö kemurfyriraðéghorfiá slíka þætti. Þá helst stjómmálaum- ræöur og svoleiðis. En stjórnendur slíkra þátta eru nú svona upp og nið- ur. Björg Sigurðardóttir verslunarmaður: Stundum horfi ég á umræðuþætti og þá helst ef þeir fjalla um stjórnmál. Stjórnendur slíkra þátta standa sig bara ekki alltaf nógu vel. Tryggvi Tryggvason skrifstofumaður: Já, það geri ég. Eg fylgist bæði með þáttum um stjómmál og svo einnig þáttum sem fjalla um almenn málefni. Þessir þættir eru oft alveg ágætir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ráðningútibússtjóra á Akureyri: „Starfsaldur var Umferðarmál hafa veríð nokkuð i brennidepli að undanförnu. Áki tekur undir það i bréfi sinu hversu slœmir biistjórar íslandingar eru og vill að viðuríög við umferðarbrotum verði hert tii muna. Geriö Rolling- unum betri skil Á.B. skrifar: Eg vil taka undir þau orð Gunnars Agnarssonar, sem hann skrifaði í DV þann 13/11 sl., aö gera hljómsveitinni Rolling Stones mun betri skil, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Eg er ekki aö segja að Duran Duran og þessar hljómsveitir,sem viðhlustum á í tíma og ótíma, séu algert drasl en ég held að flestum ef ekki öllum finnist þær of mikið spilaðar og það eru þær svo sannarlega. Það eru ekki mörg ár síðan Þorgeir Ástvaldsson geröi Bítlunum sálugu góð skil í útvarpinu og finnst mér því mikið réttlætismál að Stones fái það líka. Eg tek þaö fram að ég er enginn uppskorpnaður ellirumur heldur venjulegur unglingur sem vill fá að heyra meira í bestu rokkhljómsveit í heimi. Meira af Stones, takk. að engu 1401—5825 skrifar: Ráðning bankaráðs Búnaöar- banka Islands á Gunnari Hjartar- syni í stöðu útibússtjóra bankans á Akureyri kom mjög á óvart. Meðal umsækjenda var Jóhann Helgason sem helgað hefur bankanum krafta sína sl. 25 ár og um langt árabil veriö sá starfsmaður er næst hefur staðið fráfarandi útibússtjóra og þráfald- lega gengiö í störf hans, nú síðustu árin sem skrifstofustjóri útibúsins. að öðru jöfnu heföi Jóhann fengið úti- bússtjórastööuna ef starfsaldur, reynsla og hæfni umsækjenda hefði verið látin ráöa. En öörum er ætluö staðan og vinnubrögðin við veitingu hennar og fréttaflutningur af gangi mála eru ástæöur þessara skrifa. Steingrímur Bemharðsson ætlaöi aö láta af störfum útibússtjóra fyrir tveimur árum en þá eins og nú reyndust Jóhann og Gunnar hafa mest fylgi í bankaráöi. Einhverra hluta vegna ákvað ráöið aö veita stöðuna ekki að sinni heldur óskaöi eftir því viö Steingrím að hann héldi henni áfram sem hann og gerði. Um raunverulegar ástæður frestunar- innar fyrir tveimur árum er óhægt að fullyrða en vissulega vakti hún margar spurningar sem enn er að nokkru ósvarað. Nú vita allir sem vilja vita að metinn” betri starfsmann en Jóhann Helga- son er erfitt að hugsa sér. Þess vegna var það í hæsta máta ómaklegt sem lesa mátti í DV þann 26. október að starfsfólkið hefði nær einhuga fylkt sér um Gunnar og væri fróðlegt að vita hverjir voru heimildarmenn blaðsins að fréttinni. Eftir áliti starfsliðsins var hins vegar aldrei leitaö og mér er fullkunnugt um að þaö brást ókvæða við þessari tilhæfu- lausu frétt og sendi frá sér athuga- semd þar að lútandi sem birtist í DV 31.október. Mér og fleirum hefur ofboðið sögu- buröurinn sem komið var á fót gegn Jóhanni og afgreiöslan í bankaráöi er kapítuli út af fyrir sig. Ráðning Gunnars Hjartarsonar er enn eitt dæmið um spillingu við embættaveit- ingar hér á landi þótt hæfni hans til starfsins sé ekki dregin í efa. Starfs- aldur var að engu metinn. Jóhann hefur um tvöfalt lengri starfsaldur hjá Búnaðarbankanum en Gunnar og farnir eru refilstigir á bak við tjöldin þar sem illmælgi og hrossakaup varða veginn. Jóhann Helgason hefur sagt upp störfum við útibú Búnaöarbankans á Akureyri og finnst mér mannsbrag- ur að þeirri ákvöröun hans. Honum fyglja bestu óskir um gott gengi á nýjum starfsvettvangi. Þætti um Tökum umferöarmál fastari tökum Aki Björnsson skrifar: Nokkuð hefur verið rætt um að undanförnu hversu slæmir bílstjórar Islendingar eru. Undir það atriði taka vafalaust flestir sem aka bílum hér á landi og hafa orðið varir við hversu mikið aga- og tillitsleysi ríkir meðal bfl- stjóra hér. En eitt hefur mér fundist vanta inn í þessa umræðu og það er hvar löggjafarvaldið kemur inn í þetta mál. Hver eru viðurlög bílstjóra fyrir glannalegan akstur eöa aö aka van- Vinnuvélaeigandi skrifar: Við lok nýgerðra kjarasamninga vakti það athygli að vörubílstjórar eru enn uppi í fanginu á ASI. Spurt er: Getur ASI varið þaö lengur að hafa innan sinna vébanda samband sem samanstendur af nákvæmlega sams- konar atvinnurekstri og verið er að semja við. Það er t.d. vitað mál aö Þróttur í Reykjavík gerðist verktaki hjá Vegagerðinni nýlega og er nú að framkvæma verk á hennar vegum í nágrenni borgarinnar. Þetta verk fékk Þróttur í opnu útboöi sem lægstbjóð- andi. Þetta getur nú kallast aö sitja beggja megin borösins. Hér áður fyrr gilti nokkuð ööru máli því þá var at- vinna vörubílstjóra svo tengd verka- manninum. En tímamir hafa breyst alveg gífurlega í þessum efnum og því má segja aö allur vörubílarekstur sé búnum bílum? Þau eru í flestum tilfell- um sektir eða ökuleyfissvipting ef um mjög alvarlegt tilfelli er að ræða. Sum- um finnst nóg um þessi viðurlög og þau vera of ströng ef eitthvað er. Mín skoðun er hins vegar sú að í þessum málum megi bæta um betur. Glanna- legur hraöakstur á ekki að líðast í þétt- býli þar sem umferð gangandi fólks er mikil. Hámarkshraði í íbúðahverfum á ekki að vera yfir 30 km á klst. og það ætti að hafa betra eftirlit meö að því væri framfylgt. Og bílstjóra sem aka um á illa búnum bílum, jafnvel óskoö- uðum, á að svipta ökuleyfi á staðnum. Slíkir bílstjórar eiga ekkert erindi út í umferðina því þeir setja sjálfa sig og alla aðra vegfarendur í stórhættu. Það kæmi því öllu þjóðfélaginu til góða ef umferðarmál hér yrðu tekin fastari tökum og stærsti þátturinn í þessu öllu yrði vafalaust sá að umferð- arslysum myndi fækka. Og er það ekki það sem við viljum öll? popptónlist Poppáhugamaður skrifar: Eg hef hér tillögu um þáttagerð fyrir sjónvarpið. Mér finnst að sjón- varpið ætti að gera þætti um islenska tónlist, þ.e.a.s. popptónlist. Eg er hér aö tala um þætti þar sem ákveðnar hljómsveitir eða tónlistarmenn væru teknir fyrir vegna sérstöðu sinnar eöa einhvers annars sem hefur orðið þess valdandi aö vinsælt varð. Sem dæmi i þessu sambandi má taka Björgvin Halldórsson, Rió tríó, Bubba, Messoforte, Stuðmenn, Megas, Ragga Bjama, Spilverk þjóðanna, Gunnar Þórðarson, Kukl og fl. Málið er nefni- lega það að við eigum sáralitiö efni til um tónlistarsögu Islendinga, kannski myndina Rokk í Reykjavík en sú mynd lýsir bara ástandi. Ef einhverjir eru á sama máli og ég i þessu efni þá ættu þeir skilyröislaust að láta stuöning sinn í ljós. Eitt atriði vil ég og nefna varðandi kvikmyndaval sjónvarpsins. Því í ósköpunum er verið að bjóða lands- mönnum upp á mynd eins og þá sem var á dögunum meö Marilyn Monroe? Maður fer bara að halda aö sagan um manninn sem kom í kvikmyndaverið sé sönn. Sá var í kvikmyndaveri í skoðunarferð og kemur í herbergi þar sem geymdar voru gamlar og lélegar myndir sem ekki gengu út. Hann spyr fylgdarmann sinn að því af hverju þessu sé ekki bara hent. Fylgdar- maðurinn svarar þá hróðugur með dollaramerki í augum: „Blessaður vertu, maður. Þaö er alltaf hægt að selja þetta íslenska sjónvarpinu.” Setið beggja vegna samningaborðsins orðinn atvinnurekstur. Vörubíll kostar mannahreyfingarinnar. Því er spurn- í dag á bilinu 2—4 milljónir. Ekki er því ingin sú hvort ASI verði ekki að fara að að undra þótt því sé haldiö fram af gera þessa hluti upp. Og verða samtök ýmsum að vörubílstjórar og samtök vörubílstjóra ekki að fara að átta sig á þeirra eigi illa heima innan launa- hvarþaueigaraunverulegaheima? Sitja vörubílstjórar nú beggja vagna við samningaborðið? Þeirri spum- ingu vettir vinnuvóiaeigandi fyrir sér í grein sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.