Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. S Haustrallið 1984 Bjanni Sigurgarðarsson og nýbakaður Islandsmeistari aðstoðarökumanna, Eirikur Friðriksson, sigurvegarar i Haustrallinu, slógu ekkert af þegar þeir komu yfir eina hæðina i sérleiðinni fyrir Reykjanes. Flugið á bQnum var líka í samrsmi við það en þó óku þeir félagar af miklu öryggi alla keppnina. DV-mynd OG. Um síðustu helgi var haldin loka- keppni sem gaf stig til tslands- meistaratitils í rallakstri, var það jafnframt síðasta keppnin í bíla- og mótorhjólaíþróttum sem er á almanaki Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna fyrir þessar íþróttagreinar á þvi herrans ári 1984. Alls voru haldnar 6 rallkeppnir á árinu og gáfu 5 þeirra stig í Islands- meistarakeppnina. Autorallið sem var haldið í tengslum við bíla- sýninguna Auto ’84 í apríl var fyrsta keppnin en hún gaf ekki stig til Islandsmeistara. Keppnirnar sem gáfu stig voru Jó-jó-rallið í Keflavík í maí, Dalarallið sem fram fór í júní, Húsavíkurrallið i júlí, Alþjóölegai Ljómarallið í september og loks Haustrall Hjólbarðahallarinnar og B.I.K.R. sem lauk um heigina eins og áður greinir. Haustrallið hófst kl. 08 á sunnudagsmorguninn. Alls voru 11 sérleiðir. Keppnin var 250 km. að lengd og stóð tii kl. 16.00 með klukkutíma hléi við Tommaborgara í Keflavík rétt f yrir hádegið. 20 keppendur voru skráðir til leiks en 18 lögðu af stað frá Hjólbaröa- höilinni við Fellsmúla. 8 bílar féllu úr keppni, aöallega vegna smábilana. Þeir Bjarmi Sigurgaröarsson og Eiríkur Friðriksson á Ford Escort tóku forystuna strax i upphafi og héldu þeir henni allt til loka keppn- innar. Þeir félagar unnu 6 sérleiðir af 11 og voru tvisvar jafnir þeim Omari og Jóni og Carson bræðrum. Omar og Jón sigruðu 1. leiðina og það gerðu Carson bræður einnig. Carson bræður eru þeir Birgir og Hreinn Vagnssynir sem aka á Ford Cortina. Lokaúrslit i Haustralli Hjólbarða- hallarinnarogB.I.K.R. urðusemhér segir: 1. Bjarmi Sigurgarðarsson og Eiríkur Friðriksson á Ford Escort, refsistig: 9:30mínútur. 2. Omar Ragnarsson og Jón Ragnarsson á Toyota Corolla, refsistig: 10:38 minútur. 3. Birgir Vagnsson og Hreinn Vagnsson á Ford Cortina, refsistig: 13:47 mínútur. 4. Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Toyota Corolla, refsistig 14:00 mínútur. 5. Halldór Gíslason og Sigurjón Haröarson á Vauxhall Chevette, refsistig 18:53mínútur. 6. Kristján og Konráð á Lada, refsistig 21:46 mínútur. 7. Daníel Gunnarsson og Valsteinn á Opel Kadett, refsistig 25:17 mínútur. 8. örn Stefánsson og Guðmundur á Toyota Corolla, refsistig 27:10 mínútur. 9. Þórður Þórmundsson og Bjarni Haraldsson á Lancer, refsistig 27:41 mínútur. 10. Halldór Arnarson og Sigurður á Trabant, refsistig 1:26:07. I rallkeppnum er oftast keppt í sveitum þar sem þrír til fimm bílar eru í hverri sveit. Svo var einnig nú og voru tvær sveitir skráðar til leiks, önnur á vegum Bílaryðvamar og hin á vegum Hjólbarðahallarinnar og var það sú síðarnefnda sem bar sigur úr býtum. Einnig voru veitt verðlaun sem Stokkfiskur h.f. gaf til minningar um Hafstein Hauksson og veitt hafa verið fyrir íþróttamanns- lega framkomu og góðan keppnis- anda. Það eru keppendur sjálfir sem kjósa einn úr sinum hópi til þeirra verðlauna og nú komu þau í hlut þeirra Carson bræðra, Birgis og Hreins Vagnssonar. Þeir hlutu einnig verðlaun sem Morgunblaöið hefur gefið í sama tilefni. Eins og áður kom fram var Haust- rallið síðasta keppnin á árinu sem gaf stig í Islandsmeistarakeppni ökumanna og aðstoðarökumanna. Um Islandsmeistaratitil öku- manna hefur verið keppt síðan 1979, og þá varð Hafsteinn Hauksson Is- landsmeistari. Síðan hlaut Omar Ragnarsson titilinn þrjú ár i röð, í fyrra sigraði Halldór Ulfarsson, en nú hefur Omar tekið þráðinn upp að nýju og er hann Islandsmeistari rall- ökumanna 1984. Um Islandsmeistaratitil aðstoðar- ökumanna er nú keppt i annað sinn, og var Jón Ragnarsson Islands- meistari í fyrra en þennan titil í ár hlaut Eiríkur Friðriksson. íslands- meistaraverðlaun 1984 í rallakstri sem og öðrum greinum aksturs- íþrótta verða afhent laugardaginn 8. desember i tengslum við haustþing Landssambands islenskra aksturs- íþróttafélaga og árshátíð Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur. Ölafur Guðmundsson. Það er ekki á allra færi að aka Trabant í loftköstum. Þetta er þó ekki í eina skiptlð sem Dalabóndinn, örn Ingólfsson, gerir það, en hann hefur svo til allt- af ekið Trabant í þeim tæplega 20 rallkeppnum sem hann hefur keppt í. Aðstoðarökumaður með honum í þetta skiptið var Hjalti Hafsteinsson. DV-myndOG. Þeir bræður Ómar og Jón Ragnarssynir geysast hér eftir ísilögðum Isóifs- skálavegi á Toyota Corolla rallbil sínum sem þeir eru búnir að keppa á í ár. DV-mynd ÓG. NOTAÐIR BILAR HJA AGLI BJÓÐUM MEÐAL ANNARS: FIAT ARGENTA '82, flaggskip með öllu. mmmgxi FIAT UNO '83, eftirsóttur bíll, 3ja dyra, lítið ekinn. RENAULT TL 20 '78, blár, framhjóladrifinn. BENZ 250 '71, gott eintak. FIAT127 74, duglegur í ófœrðinni. SKODA GLS '82, litið ekinn. AUSTIN ALLEGRO 77, á góðu verði. FORD BRONCO '66, réttur bíll fyrir veturinn - vr i.'v FIAT131/12000'82, 5 gíra, m/rafm. í rúðum. BÍLAÚRVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGITILDAGS. CHEVROLET NOVA 73, rauð, tveggja dyra, vel útlitandi ite iii FIAT125 P '81, rauður, litur vel út. CITROÉN GS '76, sparneytinn, ódýr EGILL , SKIPTIVERSLUN MEÐ NOTAÐA VILHJALMSSON HF BILA - EV. KJÖRIN ERU BESTU KJÖRIN Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 0PID LAUGARDAG 10-16 notodir bílor í eigu umbodsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.