Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 16
16 íþróttir DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. íþróttir „Þetta var tiltölulega auöveldur leikur af okkar hálfu sagöi Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, eftir leik Vals og nýliöa Breiöabliks í Digranesskóla í gærkvöldi. „Þaö má eiginlega segja aö leikurinn hafi kiárast í fyrri háifieik og eftir það var bara spursmál fyrir okk- ur að láta tímann iíöa.” Óhætt er aö taka umlir þessir orð Hilmars því lengst af voru yfirburðir Valsmanna algerir. Það var aðeins í upphafi ieiksins sem Breiöa- hliksmenn veittu Valsmönnum ein- hverja keppni. En á sex minútna leik- kafla i fyrri háifleik skoruöu Valsmenn sex mörk í röð þannig aö um miðjan hálfieikinn var staðan 9—3, Valsmönn- um í hag. Júiíus Jónasson skoraði síð- an beint úr aukakasti eftir að flautað haföi verið til leikhlés og í hálfleik var staðan 17—7, Valsmönnum í vil. í síð- ari hálfleiknum var það sama upp á teningnum. Minnstur varð munurinn um miðjan hálflcikinn, 9 mörk og loka- tölur ieiksins urðu 32—20 fyrir Val. MBrk Vals: Jakob Sigurftsson og JúJíus Jónas- son 7, Valdímar Blrgisson 6, Sleindór Gunnarsson 5, Jón Pélur 5 (2v), Þorbjöru Jensson og TheodórGuftfinnsson 1. Mörk Brciftahliks: Björn 8 (6v), Brynjar Björnsson 3, Krlstján Halldórsson, Þórftur Davíftsson, Aftalsteinn Jónsson og Kristján Gunoarsson 2 hver. Leikinn dæmdu þeir Sigurftur Baldursson og Bjöm Krfstjánsson. Maftur leikslns: Jakoh Sigurftsson Val. ÞJV Jónasráðinn landsliðsþjálfari Jónas Tryggvason fimleikamaður hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í fimleikum. Jónas hefur um langt ára- bil verið okkar snjallasti fimieikamað- ur og hefur undanfarin fjögur ár dval- ist við nám i íþróttaháskóla i Moskvu. Á þessum tíma gerði hann sér lítið fyrlr og tók alþjóðlegt dómarapróf í firaleikum. -SK. Námskeið FSÍ Fimleikasamband íslands heldur námskeið i ólympískum skylduæfing- um kvenna í dag og á sunnudag. Fyrra námskeiöið verður í Gerplu- húsinu i kvöld. Það hefst kl. 18 og stendurtil 20.00. Síðari námskeiðið, sem verður í íþróttahúsi Kenuaraháskólans á sunnudag, hefst kl. 12.00 og lýkur kl. 15.00. Kennari verður Berglind Péturs- dóttir en hún er nýkomin af alþjóðiegu námskeiði. STAÐAN Staöan i úrvalsdeildinni i körfu- knattleik eftir ieikinn í gærkvöldi er þá þessi: ÍS—Njarðvík 56-89. Njarðvík Haukar Valur KR 1R is 6 5 1 517—405 10 3 1 1 268—237 4 4 2 2 347—319 4 3 2 1 223—209 4 4 1 3 281-323 2 4 0 4 265—404 0 Næstu leikir i úrvalsdeildinui verða næstkomandi sunnudag. Þá leika Val- ur og ÍR í Seljaskóla og Haukar og KR i Hafnarfirði. Hefjast báðir leikirnir kl. 20.00. Steinrod vill burt Frá Sigmundi O. Steinarssyni, blaða- manni DV í Englandi: Simon Steinrod hefur óskað eftfr því að verða settur á sölulista hjá Qeens Park Rangers. Hann var settur út úr liðinu eftir Evrópuleiki QPR fyrir skemmstu og hef ur greinilega mislíkað það. (þróttir íþróttir (I Tony Knapp endurráðinn reynt að útvega vináttuleik ytra fyrir átökin gegn Skotum og Spánverjum Frá Sigmundi O. Steinarssyni, blaða- manni DV í Englandi: Það er nú fastákveðið að Tony Knapp verði áfram meö íslenska iandsliðið í knattspyrnu og er búið að ganga frá þeim málum. Næsta verkefni íslenska landsliösins er leikir gegn Skotum og Spánverjum hér heima næsta sumar. Leikið verður gegn Skotum 28. maí og Spánverjum 12. júní. Forráðamenn KSI vinna nú baki brotnu að því aö útvega landslið- inu vináttuleik í byrjun maí. Yrði sá leikur mikilvægur undirbúningur fyrir íslenska liðið undir átökin við Skota og Spánverja. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að haga undirbúningi landsliðsins sem best fyrir leikina næsta sumar,” sagði Ellert B. Schram, formaður KSI, í samtali við DV í gær. „Við ættum að geta haft góð not af gervigrasinu en engu aö síður er ekki hægt að loka augunum fyrir því að flestir íslensku landsliðsmannanna munu leika með erlendum liöum,” sagði Ellert. -SK. „Ánægður með annað stigið” — sagði Guðmundur Þórðarson, Stjörnunni „Ef leikurinn hefði staðið yfir í eina minútu í viðbót hefðum við sigrað. En ég er samt ánægður með annað stigið úr því sem komiö var,” sagði Guð- mundur Þórðarson, Stjörnunni, eftir að Stjarnan og Víkingur höföu gert jafntefli, 22—22, í 1. deild íslandsmóts- ins i handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Staöan í leikhléi var 12—10 Víkingiívil. Já, Stjarnan getur veriö sátt við ann- að stigið, á útivelli gegn jafnsterku liöi og Víkingur er. Lokakaflinn hjá Vík- ingum var afleitur og kostaði þá sigur- inn öðru fremur. Staðan var til að mynda 19—14 þegar um 13 mínútur voru til leiksloka. Slíkt forskot þegar ekki lengra er til leiksloka á að nægja góðu liöi til sigurs. En Stjarnan, undir stjórn Geirs Hallsteinssonar, gaf Vík- ingum á kjaftinn Iokakaflann! Leik- menn liðsins gáfust ekki upp og árang- urinn var sá að annað stigið fór til Garðabæjar. Víkingar léku þokkalega á köflum í gær en þó vantaði einhvern neista í leik liðsins sem eflaust á eftir að kvikna þegar líða tekur á keppnistímabilið. Þorbergur Aðalsteinsson og Viggó Sigurðsson voru atkvæðamestir en aö ósekju hefði mátt gefa hinum unga Sig- geir Magnússyni tækifæri á að spreyta sig eftir góða leiki í Noregi á dögunum. Guðmundur Þórðarson var bestur hjá Stjömunni og hefur vart leikift betur. Eini dökki díllínn á leik hans voru nokkrar klaufa- legar sendingar sem rötuftu ekki í hendur samherja. Hannes Leifsson var einnig góftur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það hafði mikil áhrif á leikmenn liðsins að Brynjar Kvaran meiddist í upphitun og lék ekki með. Vara- markvörðurinn stóð sig þó vonum framar. Mörk Víkings: Viggó 8 (4), Þorbergur 5, Guðmundur, Steinar, Hilmar og Karl 2 og Einar 1. Leikinn dæmdu Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og dæmdu þeir frábærlega framan af eða þar tíl lífta tók á síftari hálfleik- inn en þá misstu þeir afteins tökin á leiknum. Maftur Ieiksins: Guðmundur Þórftarson, Stjörnunni. -SK. Frá Sigmundi O. Stcinarssyni, blaða- manni DV í Englandi: Enski landsliðsmaðurinn Mark Hateley mun að öllum likindum geta byrjað að leika knattspyrnu eftir þrjár vikur en ekki eínn og hálfan naser 1 mánuð elns og baldið var í fyrstu. ^ Hateiey, sem ekki gat leikið gegn I Tyrklandi í fyrradag, var skorinn J upp og tókst aðgerðin mjög vel. Eru | læknar bjartsýnir á að hann muni ná . sér að fullu eftir þrjár vikur. -SK. I Tony Knapp mun stjórna landsliðinu áfram en næstu verkefni landsliðsins eru leikirnir gegn Skotlandi og Spáni. Siggi Jóns frá Sheff. V Sigurður Jónsson. — líst mj Frá Sigmundi O. Steinarssyni. Það er nú ljóst að Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, kem- ur heim til íslands i dag með tilboð frá Sheffield Wednesday upp á vasann. Eftir leikinn hélt Sigurður til Sheff- ield til að líta á aðstæður og skoðaði meðal annars leikvang Sheffield Wednesday, Hillsborough, sem er einn glæsilegasti knattspyrnuvöllur á Bret- landseyjum. Sigurður, sem fór til Sheffield ásamt Gunnari Sigurðssyni, sat fund með for- ráðamönnum Sheff. Wed. og líkaði mjög vel allt sem hann sá og heyrði. NJARÐVÍKINGAR SKUTU SLAPPA STÚDENTA í KAF Stúdentar mara enn í kafi á botni úrvalsdeildar eftir ósigur gegn Njarðvík tsak Tómasson, Njarðvik, sækir hér að Guðmundi Jóhannssyni, ÍS, i gær- kvöldi. Njarðvikingar létu ljós sitt skína enda merktir í bak og fyrir peru- auglýsingum frá OSRAM. DV-mynd Brynjar Gauti. í gærkvöldi fór fram eínn leikur í úr- valsdeildinni í körfuknattleik og áttust þar við lið stúdenta og Njarðvikinga. Körfuknattlelkurinn sem liðin buðu upp á var ekki til að hrópa húrra fyrir enda vart víð þvi að búast, munur á lið- unum hvað getu snertir var alltof mik- 111. Njarðvíkingar gjörsigruðu Stúdenta með 89 stigum gegn 56 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 41—38 Njarðvikingum i vil. Stúdentar byrjuðu leikinn af miklum krafti, staöráðnir í að berjast til síö- asta blóðdropa og virtist hamagangur þeirra greinilega koma Njarðvíking- um í opna skjöldu. Stúdentar skoruöu hverja körfuna á fætur annarri og eftir 10 minútna leik var staðan orðinn 25— 13 Stúdentum í hag. Þegar líða tók á fyrri hálfleik sigu Njarðvíkingar jafnt og þétt að Stúdentum og voru búnir að jafna og komast þremur stigum yfir þegar flautað var til hlés. I seinni hálf- leik virtist allur vindur á bak og burt hjá Stúdentum, áhugaleysiö var al- gjört og allur leikur liðsins fór úr bönd- um. Njarðvíkingar riðu á vaðið og skoruðu jafnt og þétt og þegar yfir lauk voru þeir búnir að kafsigla þreklaust lið Stúdenta og yfirburðasigur í höfn. Njarftvíkingar þurftu ckki mikift fyrir þess- um sigri aft hafa mótstaðan var þess vald- andi. Það var aðeins um tima f fyrri hálfleik sem Stúdentar sýndu hvaft í þeim bjó. Enginn Icikmanna hjá liðunum skar sig verulega úr. Dómarar leiksins voru þcir Jóhann Dagur Björnsson og Bergur Steingrfmsson og riftu þeir ekki feitum hesti frá dómgæslunni, hún var á köflum afleit. Stigin: IS Guðmundur 20, Ágúst 10, Valdimar 8, Ami 7, Þórir 3, Eirikur 4, Jén 2, Ragnar 2. UMFN: Jónas 14, Hafþór 11, Gunnar 10, Valur 10, Hreiðar 9, ísak 9, Helgi 10, Árai 6, Teitur 6, Hafþór4. Einkunnagjöfin: IS Guðmundur 2, Arni 1, Eiríkur 1, Valdimar 1, Ágúst 1, Þórir 1, Jón 1, Ragnar 1. UMFN: Gunnar 2, Valur 1, Árai 1, Hafþór 2, Hreíðar 1, Jónas 2, tsak 1, Helgi 1, Ellert 1, Teiturl. Einkunnagjöf dómara: Jóhann Dagur 0 og Bcrgur O. -JKS íþróttir íþróttir íþróttir I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.