Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. Hlaupið frá Reykjavík til Akureyrar Ungmennasamband Eyjafjaröar efnir til boðhlaups miili Reykjavíkur og Akureyrar um næstu helgi. Fimmt- án hlauparar munu leggja af stað frá Laugardalshöllinni á föstudaginn klukkan 15.00. Gangi allt að óskum koma þeir á göngugötuna á Akureyri um klukkan 11.00 á sunnudagsir irgun- inn. Hverjum hlaupara eru ætlaðir tæpir þr játíu kílómetrar og eru hlaupn- ir 5 kílómetrar í áfanga. Það er frjálsíþróttadeild UMSE Þaö er frjálsíþróttadeild UMSE sem stendur fyrir þessu óvenjulega hlaupi. Tilgangurinn með því er að senda íþróttafólk í æfingabúðir í Hollandi um páskana. Söfnun áheita stendur yfir. Áheitið er 300 krónur ef tekst að hlaupa. Aöalsteinn Bemharðsson, lögreglu- maður á Akureyri, er einn af þekktu- ustu hlaupagörpum UMSE: „Þaö er reiknað með að þurfi 10 kílómetra hraða á klukkutíma ef færðin verður ekki mjög erfið. Þau kloflengri verða bara að hiaupa þegar snjórinn er dýpri. Meiningin er að láta rútu og jeppa fylgja hlaupurunum. Svo verður bara kafað í sköflum ef meö þarf. Það verður ekkert gefist upp fyrir veöri. ” JBH/Akureyri AOalsteinn Bernharðsson, lögreglu- maður og hlaupagarpur, er einn þeirra sem hleypuri boOhlaupinu. DV-mynd LAUNAGJÖLD RÍKISINS HÆKKA UM MIUJARD — á næsta ári vegna samninganna—Tryggingagreiðslur hækka Meöaihækkun launa frá ágúst sl. til desember á næsta ári er 14.25%. Viö þá hækkun má bæta vaktaálagi og persónuuppbótum, taxtabreyt- ingum og sérgreiðslum sem eru rúm- lega 2%, þannig að meðaltaliö er í heild 16.3%. Þetta kom fram í svari f jármála- ráöherra, Alberts Guömundssonar, á um 750 milljónir króna Alþingi. Jón Baldvin Hanni- balsson hafði bernt til hans fyrir- spurnum um útgjaidaauka rikis- sjóðs vegna kjarasamninga opin- berra starfsmanna. 1 svari ráðherra kom einnig fram að samkvæmt lauslegri áætlun greiði launadeild fjármálaráðuneytisins nærri 240 milljóna launaútgjöld um- fram það sem orðiö hefði að óbreytt- um samningum. Á árinu 1985 er áætlaö að iaunaútgjöld ríkissjóös hækki um 955 milljónir króna frá því sem verið hefði. Áhrif kjarasamn- inga á daggjaldagreiðslu Trygginga- stofnunar ríkisins og aðrar hlið- stæðar greiðslur svo og lífeyris- greiðslur eru ekki í þeirri upphæð. Sú upphæö er áætluð um 750 milljónir króna. Frádráttur vegna fastra launa og yfirvinnugreiðslna á verk- fallstímabilinu er lauslega áætlaö 125milljónirkróna. .j>g Kvótaskipting íljósi reynslunnar: „Rétt var að staðið” — segir sjávarútvegsráðherra ,,Á meðan við getum ekki aukið framlag okkar á fiskmörkuðum er- lendis er betra að fiskurinn fái að synda áfram í sjónum,” sagði Halldór As- grímsson sjávarútvegsráðherra á fundi efri deildar Alþingis er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi til laga um breytingar fiskveiða og veiðistjórnun- ar. Taldi ráðherra upp ástæður fyrir aflamarksleiöinni sem valin var fyrir réttu ári. „Og þegar við spyrjum í ljósi reynslunnar hvort rétt hafi veriö að staðið svara ég hiklaust játandi, fyrir mittleyti.” Ræddi ráðherrann um að forsendur frá sl. hausti hefðu breyst ognauðsyn- legt væri líka aö leiðrétta suma galla. Huga þyrfti t.d. betur að samtengingu veiða og vinnslu. Taldi hann að nauð- synlegt væri að endurskoða núverandi meöalkvóta og bjóða upp á sóknar- kvóta sem valkost. Frumvarpi um aflamarksleiðina er ætlað aö taka gildi 1. janúar 1985 og gilda til ársloka 1987. -ÞG Hurðaskellir lagður af stað til að hitta börnin Nú styttist óðfluga í jólin og allt sem þeim tilheyrir og hefur þess vegna borist tilkynning frá JSFI (Jólasveinafélagi Islands) þess efnis að nú sé formaður félagsins, Hurða- skellir, lagður af stað til byggða til að hitta öll mannanna böm. Eins og allir vita þá er alltaf mikið að gera hjá jólasveinum um jólin og er þeim því bent á, sem vilja fá Huröaskelli í heimsókn um jólin á jólaböll og hin ýmsu mannamót sem tilheyra jól- unum, að hringja nú tímanlega til umboðsmanns JSFI í sima 51332 og 16520. J»-" > Þessi mynd er tekin um síOustu jól þegar HurOaskellir kom i bæ- inn meO fullan poka afgjöfum. Fleiri beinar útsend ingar í sjónvarpinu Sjónvarpið sýndi á miðvikudags- kvöldið beint frá landsleik Wales og Is- lánds í undankeppni heimsmeistara- mótsins í knattspymu, eins og flestum er eflaust kunnugt. Þeim og mörgum öörum er aftur á móti eflaust ekki kunnugt um að sjón- varpið verður með aðra beina útsend- ingu á laugardaginn. Verður þá sýnt frá leik Watford og Sheffield Wed. sem bæði leika í 1. deildinni á Englandi. Ekki er þetta stórleikurinn á Eng- landi þennan dag en val um leik sem sendur er beint svona til annarra landa hefur íslenska sjónvarpið ekki. Það pantar aðeins leik þennan dag og fær þann leik sem sendur er beint út á sama tíma. Þannig verður það einnig eftir hálfan mánuð eöa 1. desember, en þá fáum við aftur beina útsendingu í s jón- varpið hér. Leikurinn sem enska sjón- varpsstöðin býður okkur þá upp á verður leikur Everton og Sheffield Wed. -klp- Grundarfjörður: Brotist inn Brotist var inn í þr já báta sem lágu í höfninni í Grundarfirði aðfaranótt sunnudags. Virtist svo sem væri verið að leita að lyfjum, að sögn lögreglunn- ar i Gmndarfirði. Var hér að verki sami maðurinn í öll skiptin og braut íþrjá báta hann upp sjúkrakassa sem voru um borð. Viökomandi, sem er aökomu- maður, var handtekinn stuttu síðar. Hafðist ekkert upp úr krafsinu því eng- in merkileg lyf voru í sjúkrakössunum, að sögn lögreglu. -EH Selfoss: Geysimikil slátursala Að sögn Kristínar Bjarnadóttur skrifstofumanns var slátrað aUs 24.470 kindum. Meðalvigt var 14,32 kg og er þaö um kílói þyngra en í fyrrahaust. Þyngsti dUkurinn vó 29,6 kíló. Var eig- andinn Helga Eiríksdóttir, Vorsabæ, Skeiöum. Nú stendur yfir hrossaslátrun hjá Sláturfélaginu og svínaslátrun fer fram tvisvar í viku aUan ársins hring. Hestaslátrun mun standa yfir fram yfir hátíðar og oft lengur. Um hundrað manns voru á launaskrá meðan kinda- slátrun stóð yfir en slátrun gekk sér- staklega fljótt og vel, enda slátraö miklu minna en í fyrra. Að sögn Kristínar var geysilega mikil slátur- sala núna, mörgum sinnum meiri en í fyrra. Er auðséð að fólk viU birgja sig vel upp af góðum, hollum, og ódýrum mat áður en kreppan skeUur á. Einnig var mikil kjötsala en í fyrra var sama sem engin sala á nýja kjötinu, enda var stórútsala á kjöti langt fram yfir sláturtíð í fyrra og þar gerði fólk góð kaup. Eg spái mikilU og áframhald- andi sláturtíð og stærst verður slátur- tíðin hjá tveimur st jórnarflokkunum. Regina Thorarensen, Selfossl Fyrirlestrar og námskeið fkynlífsfræðum Þessa dagana er staddur hér á landi danski læknirinn Sören Buus Jensen. Hann hefur um árabU stundað rann- sóknir og meðferð á þessu sviði við kynfræðsludeUd ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Sören Buus Jensen er kominn hingað til lands á vegum Geðlæknafélags Islands og fræðslu- og ráðgjafaþjónustunnar Tengsl s/f. Hann mun halda hér fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk heUbrigðis- ogfélagsmálaþjónustu. ms Athugasemd DV hefur borist eftirfarandi athuga- semd við Dagfaragrein frá Osta- og smjörsölunni: Vegna ummæla Dagfara í DV í dag um 15 gramma smjörstykkin þá vilj- um við upplýsa yður um að vél tU pökk- unar á smjöri í minni einingar, t.d. 10 grömm, var pöntuð á sl. vori og er vél- in, ásamt umbúðum, væntanleg í janúarlok. Umbúöir þær sem þá verða teknar í notkun verða á ýmsan hátt handhæg- ari heldur en eldri gerð umbúöa og telj- um við okkur þarna m.a. vera að koma til móts viö okkar ágætu viöskiptavini. Árleg kertasala Kiwanisklúbbsins Eldeyjar Nú um helgina fer fram hin árlega kertasala Eldeyjar. Munu klúbb- félagar nú sem hingað til banka á dyr Kópavogsbúa og bjóða þeim þessi landsþekktu kerti. Vænta klúbbfélagar að þeim verði jafnvel tekið sem áður. Að sjálfsögðu rennur allur ágóði til líknarmála í Kópa vogsbæ. _________________________MS. Ný uppfærsla á Sóleyjarkvæði Nýlega frumfluttu Háskólakórinn og Stúdentaleikhúsið nýja uppfærslu á Sóleyjarkvæöi Jóhannesar úr Kötlum við tónUst Péturs Pálssonar. Stjórn- andi kórsins er Ámi Harðarson og út- setti hann einnig tónUstina fýrir kór- inn. Guðmundur Olafsson leikari fer með talaðan texta jafnframt þvi að leikstýra með Arna. Lýsingin er í höndum Einars Bergmundar en Hans Gústafsson sér um leikmynd og bún- inga. Auk frumsýningarinnar er fyrir- hugað að hafa þrjár sýningar 16.17. og 18. nóvember. Flutningur á verkinu hefst kl. 21 öU kvöldin í Félagsstofnun Stúdenta við Hringbraut en húsið verður opnað kl. 20.30. Hægt er að panta miða í síma 17017, hvenær sólar- hringsinssem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.