Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984.
3
Jón Baldvin 20
mínútum of seinn
Illa fór fyrir þingsályktunartiilögu
sem Jón Baldvin Hannibalsson, fram-
bjóöandi viö formannskjör í Al-
þýöuflokknum, ætlaöi að leggja fram á
Alþingi í gær. Þingsályktunartillagan,
sem fjallar um stighækkandi eignar-
skattsauka, taföist í prentun og komst
því ekki í Alþingishúsið fyrr en 20
mínútum eftir að þingfundi haföi verið
slitið.
Þetta geröi það að verkum aö málið
fékkst ekki þingfest en þaö er gert meö
því aö tilkynna að þaö hafi verið lagt
fram og dreift til þingmanna. Ætlun
Jóns Baldvins var aö fá nægilega
mikinn fjölda eintaka af þings-
ályktunartillögunni til að geta dreift
henni til 250 fulltrúa á flokksþingi Al-
þýöuflokksins sem haldið verður um
helgina. En þar sem máliö fékkst ekki
þingfest gat Jón Baldvin ekki fengið
eitt einasta eintak af því og var
birgðunum safnað saman í skjala-
geymslu Alþingis og þar munu þær
liggja frain yfir helgi er Alþingi kemur
saman á ný. Þá verður flokksþinginu
lokið.
1 þingsályktunartillögunni er lagt til
að skipuð veröi nefnd er hafi það verk-
efni að semja frumvarp um stig-
hækkandi eignarskatt. En það var ekki
þingsályktunartillagan sjálf sem
skipti Jón Baldvin mestu máli, heldur
greinargerðin með henni sem var bæði
löng og ítarleg og með mörgum fylgi-
skjölum. En þingfulltrúar á flokks-
þingi Alþýðuflokksins verða nú að fá
þær upplýsingar eftir öðrum leiöum.
-ÖEF.
Enn stríð vegna Bifreiðastöðvar Steindórs:
„Ótrúlegt ofstæki
úthlutunamefndar”
— segir Bjarni Pálmarsson leigubflstjóri
sem hefur verið svipturatvinnuleyfi
„Þetta er ótrúlegt ofstæki af hálfu
úthlutunarnefndarinnar,” sagði
Bjarni Pálmarsson leigubílstjóri sem
nefndin svipti í gær atvinnuleyfi sínu.
Astæðan var sú að Bjarni hafði, ásamt
öðrum bílstjóra, farið í ferðir fyrir Bif-
reiðastöö Steindórs, þegar stöðvarbíl-
ar þar voru ekki til taks.
Bjarni, sem vinnur á BSR, fékk síð-
an vitneskju um það í gær að hann
hefði verið sviptur atvinnuleyfi vegna
þessa.
,,Ég hafði verið boðaður á fund út-
hlutunamefndar sl. þriöjudag,” sagöi
Bjami. „Eg fór strax og viidi ljúka
þessu af. Þá var þar enginn nema tJlf-
ur Markússon. Eg bað f ormann Frama
um að senda mér bréflega útskýringu
á því máli sem ræða ætti á fundinum.
Það bréf hef ég ekki fengið enn. Hins
vegar bárust mér í dag fregnir um að
ég hefði verið sviptur atvinnuleyfi. ”
Bjami sagði enn fremur að úthlut-
unarnefiid hefði í fyrrakvöld, haft sam-
band við hinn bílstjórann sem tekið
hefði ferðir fyrir Steindór. Hefði hon-
um verið gert að skrifa undir plagg þar
sem hann lofaði að aka ekki meira hjá
Steindóri, ella myndi hann einnig
missa atvinnuleyfið. Bílstjórinn hefði
skrifaö undir.
„Þessar ofstækisfullu aðferðir út-
hlutunarnefndar brjóta í bága við gild-
andi reglugerð, nánar tiltekið 9.
grein,” sagði Bjarni. „Það hefur lengi
tíðkast að stöðvamar útvegi bíla hver
frá annarri þegar þannig hefur staðið
á. Aldrei hefur verið gerð athugasemd
við það. En nú, þegar Bifreiðastöð
Steindórs á í hlut, eru menn sviptir at-
vinnuleyfum fyrir sömu „sakir”. Út-
hlutunamefnd ætlar greinilega aö
drepa stöðina.”
Bjarni kvaöst mundu leggja fram
skaðabótakröfur á hendur úthlutunar-
nefnd. Kvaðst hann myndu krefjast
þess að honum yrði bætt það tjón sem
hlytist af stöðvun hans. -JSS
Fiskslorið
var slys
— segir heilbrigðiseftirlitið
Vegna fréttar undir fýrirsögninni
..Fiskslor i kalda vatninu á Stokks-
eyri”, sem birtist í gær, hafði Matthías
Garöarsson, framkvæmdastjóri heil-
brigðiseftirlits Suðurlands, samband
við DV og vildi koma á framfæri eftir-
farandi athugasemdum við áður-
nefnda frétt:
, J fyrsta lagi þá var þetta slys sem
skeði þama á Stokkseyri um helgina. I
öðru lagi þá hefur fiskeldisstöðin eigið
vatnsból og óvíst að þeir þurfi að nota
þessa eins tommu vatnslögn, sem þeir
nú hafa afnot af, í framtíðinni. I þriðja
lagi er nú búið að loka fyrir þessa lögn.
I fjóröa lagi verður ekki hleypt á hana
vatni fyrr en innstreymisloki hefur
verið settur á hana ef þeir þurfa á lögn-
inni að halda. I fimmta lagi þá hefur
ekki verið haldinn neinn fundur í heil-
brigðisnefnd í þessari viku og þvi hefur
Birkir ekki getað nefnt þetta á fundi.”
-EH.
244 lyf greidd að fullu
„Til að tryggja hag þeirra, sem
verst em settir, greiða s júkrasamlögin
að fullu lyf sem er nauðsynlegt að nota
við ákveðnum langvinnum sjúkdóm-
um. I dag eru þetta 126 lyf,” sagöi
Matthias Bjamason heilbrigöis-
ráðherra á fundi í sameinuðu þingi í
gær. Tilefni umræðna var tillaga til
þingsályktunar um lækkun á gjaldtöku
fyrir lyfja- og læknisþjónustu frá öllum
þingmönnum Alþýðuflokksins. „Þessu
til viðbótar eru 118 lyf sem greiða má
að fullu með samþykki trúnaðarlæknis
samlags,” bætti ráðherra við. „Eg tel
aö skynsamleg gjaldtaka fyrir lyf og
læknisþjónustu utan sjúkrahúsa geti
stuölað að aðhaldi og sparnaði í lyfja-
notkun og aðhaldi með læknis-
þjónustu.”
Sagði hann einnig að tilgangur
gjaldtöku væri tvíþættur, að draga úr
óþarflega mikilli lyfjanotkun og stuðla
að neyslu á ódýrari innlendum lyfjum.
Á f járlögum ’85 er gert ráð fyrir að um
37,7% af heildarútgjöldum fjárlaga
verði varið til heilbrigðis- og
tryggingamála. Til samanburðar gat
ráðherra þess að á árinu 1980 var þetta
hlutfall 33,4prósent.
Göngin við Blöndu verðurað sprautusteypa jafnóðum.
DV-mynd GVA.
Blöndu- 1 Verjast hruni með
virkjunar-
göngin: J sprautusteypun
Misgengi í jarðlögum, þar sem nú
er unnið að jarðgöngum
Blönduvirkjunar, er það mikið að
göngin verður að sprautusteypa
jafnóðum til aö verjast hruni. Að
sögn Landsvirkjunarmanna var
búist við þessu yst í göngunum og
verkbjóðendum gerð grein fyrir því.
Vonað er að hrun minnki mikið
innar.
Már Svavarsson hjá Krafttaki sf„
sem annast jarðgangagerðina, sagði
að seinlegt hefði veriö að komast af
stað, en með því að nota heröi í
steypuna ynnist verkið nú betur.
Búiö er að gera um 100 metra af 800
metra göngum sem eru fyrsti áfangi
gangagerðarinnar. Menn eiga von á
þéttara bergi aðeins innar og skýrist
það á næstu tveim vikum hvernig
framhaldið verður.
Þegar virkjunin var hönnuö
greindi menn á um það hvort hag-
kvæmara væri að gera neöanjarðar-
göng eða ofanjarðarskurði. Sam-
kvæmt heimildum DV eru einhver
sárindi i mönnum tengd þessum
ágreiningi en þau koma meðal
annars fram í gagnrýni á ganga-
gerðina. Ganga þrálátar sögur um
hið alvarlegasta útlit og að á döfinni
sé meiriháttar hneyksli.
-HERB.
MIÐ BJOÐUNV
METRINU|
BYRGINN
StfítDGEsmne
i
Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE
radial og diagonal vetrarhjólbarðar á
vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE-
STONE ÍSGRIPS-mynstri
ISGRIP
Sérlega hagstætt verd.
I BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
-ÞG.