Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir SÍMINN SEM ALDRÉI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krénur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1984. Iðnaðarráðherra: vinnsluna „Ætli ég gefi ekki heimamönnum Þörungavinnsluna frekar en ég selji hana,” svaraöi Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra, aö- spurður hvað liði frumvarpi um sölu á Þörungavinnslunni á Reyk- hólum. Frumvarp þess efnis er í vinnslu í iðnaðarráðuneytinu og verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi. Rekstur Þörungavinnslunnar hefur lengst af gengið fremur illa en verðlag á afurðum hennar fer nú hækkandi. „Viö erum að athuga leiðir til að heimamenn geti tekið viö rekstrinum en það hefur ekkert verið tímasett. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki hætt,” sagðiSverrir. Eins og fram hefur komið hefur iðnaðarráðherra einnig til athug- unar að selja hluta Sementsverk- smiðju ríkisins og Ríkisprentsmiðj- unnar Gutenberg tU einkaaðila, þó þannig aö ríkissjóður eigi meiri- hluta hlutabréfa. ÖEF Kolfelldu samningana Nýgerður kjarasamningur var kolfeUdur á fundi Félags versl- unarmanna og skrifstofufólks á Akureyrí í gærkvold. Alls greiddu 48 atkvæði á móti samningnum, 32 greiddu atkvæði með honum en 7 skUuðu auðu. Erla HaUsdóttir, starfsmaður félagsins, sagði í viðtali við DV í morgun að óánægja fundarmanna hefði einkum beinst að desember- uppbótinni. Hefðu menn viljað fá hana á heUdina. Þá hefði sú skoðun verið ríkjandi aö verslunarmenn og skrifstofufólk hefði dregist langt aftur úr í launum. Yfirborganir tíðkuðust ekki á Akureyri „eins og fyrir sunnan”, sagði Erla og væru margir á lágmarksiaunum, svo sem afgreiðslufólk. Ný sáttanefnd var kosin á fundinum í gær og vinnur hún nú aö mótun nýrra krafna. -JSS LOKl Vill hann ekki gefa álver- iö líka ? Interferon notað hér í tveimur tilfellum I umræðum á Alþingi í gær um hækkanir á lyfjaveröi, sem orðiö hafa á þessu ári, vék Matthías Bjamason heUbrigðisráðherra að undralyfinu interferon sem dæmi um dýrt lyf. Sagði hann interferonmeð- ferð kosta um 250 þúsund krónur á sjúkling. Samkvæmt heimUdum DV hefur interferon verið notað í tveimur til- vikum hér á landi. Ung stúlka, búsett úti á landi, sem byrjaði í interferon- meðferð erlendis, hefur þegar fengið 410 glös af lyfinu og kosta þau um 600 þúsund krónur. Stendur nú deila um hver eigi að borga lyfin, sjúkrahús eða Tryggingastofnunin. Þá hefur interferon verið notað í öðru sjúkdómstUfeUi hér á landi sem er einstakt í sinni röð og þó víðar væri leitað og er það liður í allsherjar tUraunum sem fram fara með lyfið víða um heim. Er frá því sagt í DV- fréttum þriöjudaginn 18. september og þess getið að hátt verð svo og óljós skUgreining á hvemig og til hvers á að nota lyfið hafi fram að þessu komið í veg fyrir almenna notkun þess. Vonir standa þó tU að með bættum vinnsluaðferðum takist að lækka verðið verulega en verðlagn- ing á interferon fer eftir styrkleUia. Þá má geta þess að verð á interferon hér á landi er án aUrar álagningar. -EIR /ÞG. „Sky/d'ann gefa i dag," sogir Árni Johnsen, Vestmannaeyingur, ai- þingismaður og fíeira, er hann skyggnist út um glugga æðsta muster- is ísiendinga. Pálmi Jónsson, formaður fjámeitínganefndar yijar sór hins vegar á ofninum og hefur greiniiega einhverjar áhyggjur af fjár- \ veitingunum. Árni og Pálmi sitja báðir i fjárveitínganefnd, sem hefur fram að þessuþótt vera vandasamt verk. APH/DV-mynd GVA Dýrasta raflína á landinu: Ein og hálf milljón fyrir einn sveitabæ Brekka heitir bær í GUsfirði en þang- að streymir nú rafmagnið eftir einni dýmstu raflínu sem lögð hefur verið fyrir einn sveitabæ. Kostaði lagning línunnar tæpa eina og hálfa miUjón en Orkusjóður ríkisins fjármagnar fram- kvæmdina. Samkvæmt upplýsingum hjá Orkubúi Vestfjarða, sem sá um lagningu línunnar, er hún um 7 kUó- metrar og eins og áður sagði þjónar hún aðeins Brekku en þar er rekið bú meðum200fjár. Orkuráð samþykkti á síðasta vori að leggja í þessa framkvæmd en í sam- þykkt Orkuráðs segir að hámarks- lengd línu tU eins bæjar megi vera 6 kílómetrar og verði hún að vera af ódýrustu gerð. Þess má einnig geta að 10—12 kw. dísilrafstöð kostar um 540 þúsund krónur og endist meðalrafstöð í 10 ár. Þá má íhuga í leiðinni að nú fara æ fleiri afskekktir sveitabæir í eyði. „Væri það dýrt spaug fyrir skatt- greiðendur ef Brekka í GUsfirði færi einhvern tíma í eyði,” eins og einn við- mælenda blaðsins komst aö orði. -EH VöruveriUð á uppleiö Eftir launahækkanir koma verö- hækkanir hefur verið nokkuð óbrigðult fram að þessu og ekki síst þegar gengislækkun hefur einnig komið í kjölfar launahækkana. „Hækkanir koma af sjálfu sér ef það verður gengisfeUing. Ef hún verður fyrir jól verða hækkanir í verslun vegna launahækkana og gengisbreyt- inga á sarria tíma. Ef gengislækkun verður ekki er ekki víst að vöruverð hækki vegna launahækkana. Það er svo mikil samkeppni,” segir einn ka upmaður í viötali við DV. En það er þegar ljóst að búvörur og vörur sem framleiddar eru hér innan- lands eiga eftir að hækka. Þegar er byrjað að ræða um búvöruhækkun í sexmannanefndinni og samkvæmt lög- um á nýtt búvöruverð að taka gildi 1. desember. Eggjaframleiðendur hafa flestir hækkað eggjaverðið og nú er heildsöluverðið 110 krónur í stað 96 króna áður. Olíufélögin hafa sótt um hækkun og leigubílataxtar, vinnuvélataxtar og neytendafiskur hefur hækkað í verði. Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun sagði að búast mætti við þvi að sótt yrði um hækkun á þeim vörum og þjónustu sem eru háð hámarksverðlagsákvæðum. Einnig mætti búast við hækkunum á þeirri vöru sem f ramleidd er hér innanlands. APH fÓskynsamlegt að blanda sér í slaginri — segir Árni Gunnarsson „Fram aö þessu hef ég hafnað þessari málaleitan við þá sem til mín hafa leitað,” sagði Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, í samtali við DV í morgun. Hann var spurður hvort hann væri þriðji aðilinn í for- mannskjöri á flokksþingi Alþýðu- flokksins sem hefst í dag. Frá því var greint í DV í gær að Árni væri hugsan- legurkandidat. „Miðað viö mínar aðstæður tel ég ekki skynsamlegt aö blanda mér í þennan slag,” sagði Ámi Gunnarsson. Sem kunnugt er gefa tveir kost á sér í formannsembættið, þeir Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvin Hannibals- son. Flokksþingið stendur yfir fram á sunnudag og þá fer kosning formanns fram. Rúmlega 250 fulltrúar munu sækja þingið. -ÞG 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.