Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. 11 Nýmæli á Hótel Borg í vetur: Laganemar gerast veitingamenn Laganemar hafa samið við eigendur Hótel Borgar um að halda dansleiki þar á föstudags- og laugardagskvöld- um í vetur og fram til vors. Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að laganemar hafi gefist upp á deildinni sinni heldur er þetta nýstárleg aöferð við að afla fjár. Næsta sumar er fyrirhugað að halda hér á landi norrænt mót laga- nema. Talið er að kostnaður viö mótið verði vart undir hálfri annarri milljón svo augljóst er að hefðbundnar aðferðir námsmanna við að safna fé duga skammt. Þeir sem halda mótið þurfa að greiöa fyrir alla aöstööu og auk þess ferðakostnað og uppihald fyrirlesara. Norrænu laganemamótin eiga sér langa hefð. Fyrst var efnt til móts árið 1918 en allar götur síðan 1947 hafa íslenskir laganemar tekið þátt. Ef nægilegir peningar safnast og allt fer að óskum verður þetta í f jórða sinn sem mótið er haldiö hér á landi. Meðal iaganema eru mót sem þessi talin mjög mikilvæg. Þau sækja kollegar þeirra frá frændþjóðunum og auk þess er lögfróðum mönnum boðið að halda Skráning hunda haf in í Reykjavík Borgaryfirvöld hafa nú hafist handa með að skrá alla hunda í Reykjavík. Eftir að ný reglugerð um hundahald tók gildi ber öllum hunda- eigendmn að sækja um leyfi til að halda hund og greiða 400 kr. í gjald á mánuði. Oddur R. Hjartarson heilbrigðisfulltrúi, sem hefur með hundamálin að gera, sagði að skrán- ingu hunda í borginni ætti að vera lokið innan þriggja mánaða. Að þeim tíma liðnum yrði ákvæðum reglugerðarinnar um hundahaldiö fylgt og óskráðir hundar teknir. Oddur lagði þó áherslu á að góð sam- vinna við hundaeigendur væri for- senda þess að nýmælin við hunda- haldið heppnuðust. Því væri þess ekki að vænta að yfirvöld beittu hörðu við að útrýma ólöglegum hundum. Kærur vegna hundahalds væru þó mál lögreglunnar og í henn- ar verkahríng að framfylgja lögun- um. -GK. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... 2 7022 Viö birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti I 1. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 'S >. CD ER SMÁAUGLÝSINGABLADIÐ fyrirlestra um viðfangsefni fræði- greinarinnar. Viðfangsefni mótsins á næsta ári verður um umhverfisrétt og lagaleg vandamál sem af honum spretta. Meðal frændþjóða okkar hafa þessi mál verið í brennidepli mörg undanfarin ár og löggjöf um umhverfisrétt mun þróaðri þar um slóðir en enn er oröið hér. Umhverfis- mál hafa vissulega verið mikið rædd síðari árin en sjaldnast frá iagalegu sjónarmiði. Vel má því vera að þetta mót verði upphaf nýmæla á þessu sviði. 1 það minnsta er ómetanlegt að geta fylgst meö á þessu sviði. Þótt efling hinna agasömu fræða sé markmiðið þá er leiðin að markinu fjarri því að vera fráhrindandi. Það er von laganema að þessi tilraun þeirra verði jafnframt til aö lífga upp á skemmtanalífið í borginni á komandi vetrarmánuöum. Borgin hefur í meira en hálfa öld verið einn helsti skemmti- staðurinn í bænum og svo hlýtur aö verða áfram. Laganemar munu hefjast handa með dansleikina í kvöld. Þeir hafa öll föstudags- og laugardags- kvöld til umráða nema eitthvaö sér- stakt komi til, t.d. einkasamkvæmi. Tónlistin verður með hefðbundnu einhverjar uppákomur verði af og til í danshúsasniði en að auki er ætlunin að vetur. -GK. MIÐ BJOÐUhK METRINU BYRGINN' StnmcesTone Sagt er að allir tali um veðrið, en enginn geri neitt í því.Við hjáBRIDGESTONEget- um að vísu ekki gert neitt við veðrinu, en við bjóðum stóraukið öryggi í vetrarakstri með hinum heimsþekktu ÍSGRIP vetrar- hjólbörðum. ÍSGRIP hjólbarðarnir eru úr sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar ekki í kuldum, þeir haldast mjúkir og gefa því einstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. Tryggðu öryggi þitt og þinna í vet- ur, keyptu BRIDGESTONE ÍSGRIP undir bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. Sérlega hagstætt verð. ISGRIP BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.