Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Side 10
10 Útlönd DV. MANUDAGUR19. NOVEMBER1984. Utlönd Utlönd Útlönd Rajiv erfdi mörg vandamál Arftaka Rajivs Gandhi hefur skapaö slika deyfö í indverskum stjórnmálum aö með ólíkindum er. Stuöningsyfirlýsingar við Rajiv ber- ast hvaöanæva. Stjómarandstaðan er fullkomlega lömuö. Fyrir dauöa Indiru Gandhi var bú- ist viö líflegum kosningum um ára- mótin. Sennilegast er aö þessar kosn- ingar veröi ein allsherjarsigurhátíö hins nýja forsætisráöherra. — „Eg get séö fyrir mér áróöursspjöldin,” sagöi einn Indverji viö mig. „Þaö veröur mynd af Indiru og mynd af Rajiv og undir þeim nafn frambjóö- anda Kongressflokksins í kjördæm- inu. I kjörklefanum mun fólk síöan krossa viö það nafn, sama hvers þaö er.” Röggsamur Menn varast aö dæma frammi- stöðu Rajivs eftir tæpar tvær vikur í embætti. Þó þykir ljóst að á þessum stutta tíma hafi hann reynst rögg- samur. Fáeinum stundum eftir frá- fall móöur sinnar birtist hann á sjón- varpsskermum landsmanna og hvatti þá til þess að sýna stillingu. Þrem dögum síðar stóð hann þrjár stundir yfir bálkesti móöur sinnar og vann þar allar sínar heföbundnu skyldur. Meöal annars aö bera eld að kestinum. Síöan hann varö forsætisráðherra hefur hann rekið ýmsa embættis- menn sem honum þótti duglausir og hefur haft mikil mannaskipti í for- ystuliði lögreglunnar í Nýju Delhí eftir blóösúthellingarnar í ofsóknum hindúa á hendur sikkum. Flestra hald var þaö aö Indland mundi sundrast þegar Indira féll frá svo skjótt. Ekki bólar þó á neinu sliku. Stjórnkerfi landsins viröist ætla aðstandast þetta áfall. Indira beitti hervaldinu En erfið verkefni bíöa hins nýja forsætisráöherra. Hann þarf aö leggja línumar um hvort veita skuli einstökum fylkjum meiri sjálfs- ákvöröunarrétt. Punjabmálið var ekki afgreitt meö árásinni á Gullna hofiö í Amritsar. Enn er óleyst deilan við sikka. I Kashmír eru mjög virk samtök aöskilnaðarsinna og Assam er sama púöurtunnan og í fyrra, þegar 4000 manns voru drepnir þar. Indira greip gjarnan til hei-valds- ins til þess aö bæla niður mótþróa en meö því var vandamálunum fremur slegiö á frest en aö þeim væri út- rýmt. Undir niöri kraumar ennþá. Ekki er komiö í ljós hvort Rajiv muni fylgja sömu aöferöum og móðir hans. Margir telja þó að hann sé ekki sá meinleysingi sem haldiö hefur veriö. Lemstraðir sikkar aftir ofsóknir hindúa, en heilu raðhúsahverfi þeirra í fílýju Deihi hafa lagst i auðn, þótt þeir séu á siðustu dögum loks farnir að hætta sér út úr flóttamannabúðunum og út á strætin. Tortrygginn í garð Vesturlanda Áhugi Rajivs, síöan hann tók sæti bróöur síns, Sanjays, er fórst í flug- slysi fyrir fjórum árum, hefur aöal- lega beinst að innanríkismálunum. Þar hefur þess gætt aö hann sé ekki hlynntur eins mikilli sósíalíseringu og móöir hans, eins og þegar hann hefur kappkostaö að gera ríkisfyrir- tæki samkeppnishæfari. I utanríkis- málum er búist viö aö hann haldi áfram þeirri stefnu móöur sinnar aö vingast við Sovétmenn en halda Bandaríkjunum í hæfilegri fjarlægð. Hann hefur oftsinnis varað viö hinni „útlendu hönd” sem reyni aö sundra Indverjum meö því aö vopna öfga- hópa (aöallega aöskilnaðarsinna). — I orðabók Kongressflokksins þýöir „útlend hönd” jafnan Bandaríkin, Pakistan eöa Kína eöa öll þrjú ríkin. Rajiv sagði einu sinni um vestur- veldin: „Þau tala um lýöræöi en styðja einræöisstjórnir, tala um frelsi en viöurkenna ekki sjálfstæöi þjóöa og rétt til aö tjá sig.” — Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar hefur Rajiv sýnt áhuga á því aö opna Indland éð) Umsjón: Þórir Guðmundsson fyrir fjárfestingar erlendra stór- fyrirtækja. Þaö var hann sem vildi leyfa vestrænum fjölþjóðafyrirtækj- um aö leita olíu viö Indland. Rajiv Gandhi hefur reynst röggsamur fyrstu vikurnar i sæti móður sinnar. Tölvustrákarnir Rajiv Gandhi er athafnamaður á nútímavísu, en undanfarin f jögur ár hefur hann reynt aö koma fram sem venjulegur indverskur stjómmála- maður. Hann klæöist indverskum klæðum (gjaman hvítum) og gengur með húfu eins og var siður afa hans, Nehrú. Það er nokkurs konar ein- kennisklæðnaður stjórnmálamanna Kongressflokksins. En í aðalskrif- stofu hans hjá flokknum er IBM- tölva sem mötuö er af aðstoðarmönn- um hans. I hana er safnaö upplýsing- um sem berast alls staöar af landinu. Þessir aöstoöarmenn njóta flestir þess álits að vera harðduglegir, heiðarlegir og gáfaðir í betra lagi. Menn nýja tímans. Er viðbúið aö þeir veröi settir í embætti og ábyrgöarstööur aö loknum kosning- unum. — „Gömlu mennirnir” í flokknum era þó ekkert yfir sig hrifn- ir af þessum „tölvustrákum”, en þó kann þetta unga yfirbragð, sem flokkurinn fær af þeim, að veröa hon- um til framdráttar í kosningunum. Næstum 70% kjósenda eru á aldrin- um 21—40 ára. Þeir munu ráða úr- slitum meö atkvæöum sínum. Myndin sem dregin hefur veriö upp af stjórnarandstöðunni er mynd af gömlum körlum í eilífu rifrildi inn- byröis. Helsti leiötogi stjórnarand- stööunnar er Charan Singh sem er 82 ára gamall. — Rajiv er fertugur. Hann ber nafn Gandhi, er sonur Indiru sem var dóttir Nehrús og getur því naumast annað en unnið kosningarnar aö flestra mati. Ömurlegar rústir Sikkamir, sem dvalið hafa í flótta- mannabúðum í Nýju Delhí síðustu vikumar, era nú loks famir að þora aö hætta sér út á strætin. Þegar þeir vitja sinna fyrri heimila blasir oft- smnis viö þeim ömurleg sjón. Brunarústir og enga sálu aösjá. Eg fór á dögunum ásamt svissnesk- um blaðamanni til þess hverfis sem einna verst varö úti í þessum róstum er kostuöu um 5000 manns lífiö, sam- kvæmt tölum er síðast heyrast nefndar. Aökoman var niöurdrep- andi. Heilu raöhúsalengjumar höfðu eyöst. Meðfram raöhúsunum voru þyrpingar lítilla leirkofa, eins og hálfs metra hárra. Fyrir tveim vikum iöaöi þarna allt af mannlífi, því aö þetta voru heimili fjölskyldu- fólks. Þau hús sem enn eru uppi standa auð, en innanstokksmunum hefur öllum veriö stoliö og íbúarnir ýmist drepnir eða þeim stuggað burt. 1 flestum húsanna hanga þó enn uppi helgimyndir sikka. I einu hús- inu fundum við nokkrar fjölskyldu- myndir og hálfbrunna minningabók. Þetta voru myndir af gervilegum börnum og sjálfsagt hamingju- minningar. Þaö var þaö eina heillega eftir árás múgsins á heimiliö. Á gólfinu í einni íbúðinni var sviðin rotta sem ekki haföi náö aö foröa sér úr eldinum. Báöum megin útidyra höföu veriö máluö meö biki eða svartri málningu helg tákn sem höföu því hlutverki aö gegna aö bægja illum vættum frá. Ekki haföi þaö hrifiö í þetta sinn. Sikkarnir sem þarna bjuggu höföu varið sig af öllum mætti, enda frægir fyrir bardagahreysti. Aö síðustu höfðu þeir í örvæntingu sinni brotið múrsteina út úr veggjum íþúðar sinnar til þess að grýta árásarskríl- inn af þaki. Mátti sjá múrsteins- brotinumallt. Vilja til Punjab Margir sikkanna í flóttamanna- búðunum segjast nú helst vilja flytj- ast til Punjab. Þeir telja sig ekki lengur óhulta annars staðar á Ind- landi. Jafnvel rithöfundurinn og þingmaðurinn Kushvant Singh, sem hefur túlkað rödd hófseminnar og sáttfýsinnar þetta tryllta blóöár, segist alvarlega vera að hugsa um aö flytja til Punjab vegna öryggisleysis- ins í Nýju Delhí. Þetta er maöur sem efstur var á morölista æðstaprests- ins Bhindranwales sem felldur var í árás hersins inn í Gullna hofið í Amritsar. Nú vilja hindúar hann einnig feigan. Á meðan flestir hindúar, sem ég hef talað við hér, harma ofsóknirnar gegn sikkum segja margir að sikkar geti sjálfum sér um kennt. Vist er um þaö að mörg hundruð hindúar hafa verið drepnir á síðustu árum í Punjab og féllu þeir fyrir hendi sikka. Sömuleiðis höfðu ýmsir úr forystuliði öfgasinna sikka gert þau mistök á fyrsta degi eftir tilræöiö viö Gandhi aö fagna moröinu á henni, en aörir sikkar höföu ekki verið sérlega sannfærandi í fordæmingu sinni á því verki. „Þaö sem geröist hér era ekki bara viöbrögð vegna morðsins á Indira Gandhi,” sagöi mér einn hindúi. „Það var aðeins korniö sem fyllti mælinn. Viö vorum búnir aö fá nóg af þessu fólki. Þeir geta bara farið til Punjab og stofnað þar sitt sjálfstæða Khalistan, ef þeir endi- lega vilja.” Þórir Guðmundsson í NýjuDelhí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.