Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 1
Ingjaldur Hannibalsson í DV-yf irheyrslu: MÆ mt r m Kerff ið i vegi nýrra at- vinnugreina Opinbera kerfið með sína þrískiptu atvinnuvegasjóði stendur í veginum fyrir nýjum atvinnugreinum, að dómi Ingjalds Hannibalssonar, for- stjóra Iðntæknistofnunar Islands. I DV-yfirheyrslu i blaðinu í dag svarar hann ýmsum spurningum um fram- tíð atvinnu- og efnahagslífsins. Ingjaldur telur upplýsingaiðnað, byggðan á tölvutækninni, einn af þýðingarmestu þáttum atvinnuupp- byggingarinnar. I kerfinu greini menn hins vegar á um það, hvort þama sé á ferðinni iðnaður eða þjón- usta. Eins sé umfiskeldi. Kerfið geti ekki gert það upp við sig hvort þar sé á ferðinni landbúnaður, sjávarútveg- ur eða jafnvel iðnaður. — sjá bls. 20—21 Launaskriðið metið á 30% - samkvæmt úrskurði kaupskrárnef ndar Gerðardómur á vegum kaupskrár- nefndar hefur úrskurðað að verslunar- og skrifstofufólk sem starfar hjá bandariska hernum á Keflavíkur- flugvelli skuli fá allt að 30% launa- leiðréttingu til að vega upp á móti launaskriði á almennum vinnu- markaði. Þessar hækkanir koma þannig að allir sem eru í starfi þann dag sem dómurinn er birtur fá tveggja launa- flokka hækkun, sem metin er sem 5%, og fá síðan 10% hækkun þar á ofan. Þeir sem unnið hafa í 3 ár fá 5% hækkun til viðbótar, þeir sem unnið hafa 6 ár fá 5% að auki og þeir sem unnið hafa 9 ár eða lengur fá 5% hækkun aö auki. Þannig fá þeir sem unnið hafa 9 ár eða lengur samtals 31,07% hækkun. Þessar hækkanir eru afturvirkar frá 1. apríl fyrir alla en það er miðaö við þann tíma sem óskað var eftir úrskurði kaupskrárnefndar. Að meðaltali mun leiðréttingin frá 1. apríl nema um 40 til 50 þúsund krónum ástarfsmann. -ÓEF. Ríkisstjórnin santþykkir að sett verði viðmiðunarverð á skuldugustu skipin: FISKVEIÐASJÓÐUR TAPAR Ríkisstjómin hefur gert samþykkt að kaupa þau á þessum kjörum enda ráðherra sagði í samtali við DV að Aðspurður hve miklar upphæðir vegna þeirra skipa sem örugglega bjóðiekkiaðriraðilarhærra verð. ljóst væri að nokkur skip mundu ekki það yröu sem sjóðurinn myndi tapa á fara á uppboð eftir skuld- uppfylla þau skilyrði sem sett voru þessu sagði Halldór ómögulegt aö breytingamar. Er samþykktin á þá Ljóst er að ef af þessu verður mun vegna skuldbreytinganna, færu því á segja til um... „Það hefur engum leið að Fiskveiðasjóöur setji á hvert Fiskveiöasjóður tapa umtalsverðum uppboð og yrðu eign Fiskveiða- dottið í annað í hug en sjóðurinn tapi þessara skipa viðmiðunarverð og upphæöum en Már Elísson, forstjóri sjóðs... „Þama getur verið um dýr fjármunum á þessu en engar tölur er greiðslukjör og að þeim byggðarlög- sjóösins, vildi ekkert tjá sig um mál- og fullkomin skip að ræða sem sjóð- hægt að nefna aö svo stöddu,” sagði um sem byggt hafa afkomu sína á iðviðDVímorgun. urinn verður aö selja aftur,” sagði hann. viökomandi skipum veröi gert kleift Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- hann. -FRI Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma úr heimsókn hjá Steingrími Hermannssyni skömmu fyrir miðnættið í nótt. Steingrímur bauð þeim öllum heim til sín í gærkvöldi í kvöldverð. Fremstur á myndinni er Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, þá Kalevi Sorsa, Finnlandi, í dyrunum með Steingrími stendur Káre Villoch, forsætisráðherra Noregs, og bak við þá má sjá í Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Eins og fram kom í DV í gær hófst fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hérlendis i gær og lýkur honum í dag. Olof Palme verður eftir hérlendis í opin- berri heimsókn. DV-mynd KAE. ísbjörninn og BÚR segja upp 300 manns Tvö af stærstu fiskvinnslufyrirtækj- um landsins, Bæjarútgerð Reykjavík- ur og Isbjörninn, segja í dag og á morgun upp öllu fiskverkafólki smu, alls um þr jú hundruð manns. Uppsagn- ir hjá Isbirninum munu gilda frá 20. desember en hjá BUR frá 21. desem- ber. I samtölum DV viö þá Brynjólf Bjarnason, forstjóra BUR, og Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóra Is- bjarnarins, kom fram að ástæðan væri hráefnisskortur, einkum vegna þess að minni togurum verður lagt yfir jól og áramót. Hvenær vinna getur hafist að nýju mun ráðast af gæftum en janúar er oft erfiður mánuöur. -KMU. Útvarpslög ekki fyrir jól Utilokað er taliö að útvarpslög verði afgreidd á Alþingi fyrir jólafrí þing- manna. Stjórnarfrumvarpið um ný út- varpslög. kann aö verða afgreitt úr menntamálanefnd neðri deildar í dag eða á morgun. Þá eru eftir 2. og 3. um- ræða í deildinni og þrjár umræður í efri deild. Urmull breytingartillagna liggur fyrir. Ráðgert er aö þingið fari í jólafrí næstkomandi fimmtudag eða föstu- dag. -HH Forsætisráðherrann og smiðurinn Steingrimur Hermannsson var kampakátur i gær þegar hann tók á móti norrænum starfsféiögum sin- um og lét óhappið með véisögina ekkert á sig fá. Ráðherrann sést hér með reifaða þrjá fingur vinstri handar. D V-m ynd KA F 600 milljóna fjárlagahalli Fjárlagafrumvarpiö fyrir 1985 veröur tekið til annarrar umræðu í sameinuðu þingi í dag. Halli fjárlaga var um 365 milljónir króna þegar f jár- málaráðherra mælti fyrir frum- varpinu við fyrstu umræöu. Þegar frumvarpið kemur nú úr fjárveitinga- nefnd hefur það hækkað um nær 231 milljónkróna. -ÞG. 60 síðna jólagjafahandbók fylgir blaðinu í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.