Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 3 Heimsmeisfara- einvígiðíMoskvu Áskorandinn Garrí Kasparov fékk snemma vænlega stöðu gegn drottn- ingarindverskri vöm heimsmeistar- ans í 32. skákinni í Moskvu sem tefld var í gær. Er leiknir höfðu verið 17 leik- ir höföu stórmeistarar á oröi aö staða Karpovs gæti hruniö á hverri stundu. Vöm Karpovs var erfið og hann lenti í tímaþröng. Notaði 2 klst. á fyrstu 20 leikina og hafði þá aðeins hálftíma til aö ljúka næstu 20 leikjum. í framhaldinu þótti Kasparov hins vegar ekki tefla sem nákvæmast og Karpov tókst með óvæntum peðsleik aö rétta úr kútnum. „Kasparov hefur teflt 35 skákir við Karpov án þess að vinna nokkm sinni og verður of taugaóstyrk- ur ef hann fær góöa stööu,” sagði einn stórmeistaranna. Hann varð að láta sér lynda eitt peð og þrátt fyrir mikið tímahrak Karpovs, sem hafði aðeins 5 mínútur til að ljúka 12 síðustu leikjun- um, er óvíst hvort það nægir til sigurs. Er skákin fór í bið hafði Kasparov þrjú peð gegn tveimur peöum Karpovs í drottningarendatafli. öll peöin eru frelsingjar, svo útlit er fyrir mikið kapphlaup um það hvor verður á und- an að vekja upp nýja drottningu. Kóng- ur Karpovs er berskjaldaður en kóng- ur Kasparovs í vari. Hvort það nægir áskorandanum til sigurs kemur í ljós í dag. Hvítt: Garrí Kasparov Svarti: Anatoly Karpov Drottningarind versk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3d56. cxd5Rxd5 7.Dc2 Nýtt í einvíginu (í stað 7. e3) og Karpov hugsaði sig nú um í 32 mínútur. Þrátt fyrir það voru næstu tveir leikir hans óspart gagnrýndir í blaðamanna- herberginu. 7. — Rd7 8. Rxd5 exd5 9. Bg5! f6 111 nauðsyn, því eftir 9. — Be7 10. Bxe7 Dxe7 er c-peðið óvarið. Peða- staöa svarts verður aftur á móti losaraleg og um það er heimsmeistar- anum ekki gefiö. 10. Bf4 c5 Il.g3g612h4! Þar er Kasparov rétt lýst. Nú er um að gera að sækja áður en svartur nær að treysta varnirnar. 12. - De713. Bg2 Bg714. h5 f515. Dd2 Bf6 16. Hcl Hc8 17. Hc3 Hc6 18. He3 He6 19. Hxe6 Dxe6 20. Rg5 De7 21. dxc5? Skákin er nákvæmnisíþrótt! Hér missir Kasparov af afar vænlegri leið: 21. hxg6 hxg6 22. Hxh8+ Bxh8 23. dxc5 Dxc5 (ef 23. — Rxc5 24. Bxd5 með sælu peði meira og betri stööu) 24. Re6 og nú verður svartur að leika 24. — Da5 og skipta yfir í snöggtum lakara endatafl. 21. — Rxc5 22. hxg6 d4! Karpov lék þennan leik aö bragði og þar með eru verstu erfiðleikarnir að baki. Kasparov heldur þó enn frumkvæöinu meö næsta leik sínum. 23. g7! Bxg7 24. Bxb7 Dxb7 25. f3 Dd5!? Gefur peð til að létta á stöðunni. Eftir 25. — h6 26. Rh3 hefur hvítur eitthvað betri möguleika vegna veik- leikanna í svörtu peðastöðunni. 26. Hxh7 Hxh7 27. Rxh7 Db3 28. Bd6 Re6 29. Rg5 Bh6 30. Bf4 Bxg5 31. Bxg5 Rxg5 32. Dxg5 Dxb2 33. Dxf5 Dcl+ Karpov átti nú aöeins 2 mínútur eftir á klukkunni. 34. Kf2 De3+ 35. Kfl Dcl 36. Kg2 Dxa3 37. Dh5+ Kd7 38. Dg4+ Kc6 39. Dxd4 b5 40. g4b4 I þessari æsispennandi stöðu fór skákin í bið og lék Kasparov (hvítur) biðleik. Ljóst er að vinningsmögu- leikar Ksparovs eru allgóðir en heimsmeistarinn er náttúrlega háll sem áll. Biöskákin verður tefld áfram í dag. -JLÁ. Þarffyrstaö tala við lögfræðing — segir Árni Egilsson tónHstarmaður um kæru ullarútflytjenda „Eg hef ekkert að segja um þessa kæru,” sagði Árni Egilsson tónlistar- maður er DV hringdi í hann til Los Angeles í gær. „Eg veit nánast ekkert um málið og vil ekkert segja fyrr en ég er búinn að tala við lögfræðing,” sagöi Árni. Hann og eiginkona hans, Dorette, hafa í sameiningu selt íslenska ullar- vöru í Bandaríkjunum í nokkur ár. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur Dorette Egilsson verið kærð vegna þessara viðskipta. Þrjú íslensk fyrirtæki, Sambandið, Álafoss og Hilda, telja að Dorette hafi stundaö ólögmæta viðskiptahætti. Þá telur fjórða fyrirtækið, Pólarprjón, að hún skuldi því háar fjárhæðir. -KMU Ámi Egilsson, eiginmaður Dorette. Panasonic GÆÐI VARANLEG GÆDI verðlækkun. Til aö mæta áhrifum síðustu gengisfellingar hefur PANASONIC ákveðið að gefa okkur kost á einni sendingu af hinu frábæru NV-370 myndsegulbandstækjum á stórlækkuðu verði. 8 liöa fjarstýring Quarts stírðir beindrifnir mótorar Quarts klukka 14 daga upptökuminni 12 stööva minni OTR: (One touch timer recording) Rafeindateljari Myndleitari Hraðspólun með mynd áfram Hraðspólun með mynd afturábak Kyrrmynd Mynd skerpu stilling Mynd minni Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa) Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann. Sjáifspólun til baka Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni. Tækið byggt á álgrind. Fjölvísir Multi-Function Display stgr. Verd48.500. Nýtt verð 39.900.- stgr. Panasonic gæði. varanleg gæði. AKUREYRl: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabuðin. BORGARNES: Kaupfélagið ESKIFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu, HELLA: Mósfell. HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagiö. SAUDÁRKROKUR: Rafsjá. SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYÐISFIÖRDUR. Káupfélagið. TÁLKNAFIÖRDUR: Bjarnarbúð VESTMANNAEY|AR: Músik og Myndír. JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133 í mjög umfangsmikilli könnun sem gerö var á vegum bresku neytendasamtakanna um bilanatíðni myndsegulbandstækja, kemur í ljós að PANASONIC BILA LANG MINNST ALLRA VHS TÆKIA og eru því áreiðanlegustu tækin á markaðinum að mati bresku neytendasamtakanna. Breski markaðurinn er stærsti vídeómarkaðurinn í Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.