Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
15
j^agpf.
PI.ISl.OS llÍ82%5
Guöbergur Bergsson.
einu sinni var sköllóttur karl náttúru-
laus, bls. 97), og (bls. 67): „Nú veit ég
ekki hvort ég á aö þora að segja, vel-
sæmisins vegna og þeirrar listrænu
hlédrægni sem gætir í sögum og bók-
menntum okkar, aö þessir gemlingar
voru báöir hreinræktaöir hommar, svo
hræöilega kynvilltir aö þaö fór hrein-
lega fram hjá þeim báöum, eins og allt
hiö rótgrónasta í eðli okkar; þvi hver
tekur eftir mestu vitleysunni í sjálfum
sér? Því er þaö, aö verstu hommar
vita ekki aö þeir eru þaö.”
Sögumaður ávarpar oft lesendur og
ræðir við þá um sögur sínar, hefur um
þær ýmsa frasa ritdómara: „Saga
þessi er ekki öll þar sem hún er
séö. . .” (bls. 44), „1 þessari ljúfu
harm- og ástarsögu. . .” (bls. 34) o.fl.,
einnig veröur hann iöulega tvisaga
(bls. 43 og 65—6). Allt verður þetta til
þess aö lesendur taka sögurnar mátu-
lega hátíðlega, þetta eru léttar
skemmtisögur þótt þær snerti kviku
mannlífsins. Síðasta sagan er sér á
parti því hún setur, gegn öllum hinum
sögunum, heföbundnar ástalífslýsing-
ar og persónusköpun í vinsælum bók-
menntum fyrri tíöar: Guörúnar frá
Lundi og Elínborgar Lárusdóttur. Hún
er því glæsilegur endapunktur bókar-
innar sem myndar samþætta heild. En
aö sama skapi var þessi saga óheppi-
legur fulltrúi bókarinnar í Helgarpóst-
inum fy rir f áeinum vikum.
Mikið úrval
af sóluðum
radíaldekkjum
Radíal vörubíladekk:
: 1100 x 20r ......... 16 strigal.
1000 x 20r ......... 16 —
! 900 x 20r .......... 14 —
12 x 22.5 .................
Díagonal:
1100x 20 ........... 14 strigal.
1000 x 20 ......... 14 --
. I 900 X 20 ......... 12 —
Sendibilar:
: ; 9.5r X 17.5
. 8.5r x 17.5
D 8r x 17.5
, 825 x 16r
. : 750 x 16r
700 x 16r
: : 650 x 16r
215 x 14r
Jeppar:
12 x 15
11 x 15
10 x 15
700 x 15
235/7 orx 15 ...............
. i 175 x 16 ....... (Lada sport)
Fólksbílar:
Við bjóðum upp á 15 stærðir af
heilsóluðum radíaldekkjum fyrir allar
gerðirfólksbíla.
14 strigal.
12 —
12 —
10 —
8 —
Dugguvogi 2. Sími: 84111
Sama húsi og Ökuskólinn.
er búifi að
stilla Ijúsin?
UUMFERÐAR
RÁÐ
Menning Menning Menning Menning
BANNHELGIN ROFIN.
Guðbergur Bergsson: Hinsegin sögur. Forlagið
1984,112 bls.
Þessar þrettán sögur gerast í
Reykjavík nútímans, ein þó á Akra-
nesi. Annars skipta staöur og stund
litlu máh nema helst verslunargötur í
sögunum „Fíllinn” og „Þetta henti” og
skemmtistaðurúin í „Skáldkonan”.
Sögumar eru allar stuttar, 5—10 bls.
Persónur eru fáar í hverri sögu, 1—3
auk ósundurgreindra hópa. Kjarna-
fjölskyldan er á sviðinu í annarri
hvorri sögu. Fjórar sagnanna eru um
alþýöufólk, tvær um listafólk, í hinum
er félagslegt umhverfi óljóst og skiptir
sjaldnast máli. Því hvernig sem þaö er
rísa sögurnar upp af sams konar and-
stæðum: raunveruleg náttúra sögu-
hetju gegn því sem samfélag hennar
telur æskilegt eöa leyfilegt. Oft eru
þetta hommar en fleira kemur til því
bókin stendur fyllilega viö fyrirheit
kápunnar um fjölbreytni: „Sögurnar
eru tileinkaöar ástarlífi Islendinga á
öllum sviöum.” Eftirsótt stúlka ákveö-
ur aö pipra og springur loks bókstaf-
lega út í fæöu handa sínum eina sanna
furðufugli, satýr barnar hverja konu á
Akranesi í því skyni aö hressa dauð-
vona móöur sína, fimmtug bónus-
drottning umskapast aö neöan og lang-
ar þá aö fara á stallsystur sinar en
veröur aö sætta sig viö eiginmanninn í
sambandi sem þar með er orðið hómó-
sexúelt, fyrst hún fékk ekki aö þjóna
eðli sínu í því sem virtist vera lesbismi.
Ein sagan virðist fjalla um barnaflag-
ara — vonandi elliæran — og snúast
svo upp í anímalisma. En betur aö gáö
segir hún líklega mest um hvernig kyn-
hvöt barns birtist og leitar sér útrásar
eftir tiltækum leiðuin. Þetta er kannski
nokkur lykill aö sögunum almennt.
Kerlingu tekst aö vekja náttúrulausan
kall til lífsins, svo hann veröur kafloð-
inn, m.a. En umhverfiö snýst þá gegn
henni, hún er hrakin af böllum um allt
Suöurland fyrir aö hafa „eyðilagt karl-
mann” (hann haföi fengið náttúruna
aftur meö því aö þvo upp fyrir kerlu,
þ.e. stíga út úr einhliöa karlmennsku-
hlutverki).
011 bókin er eiginlega útfærsla hvers-
kyns kynóra á ærslafenginn hátt.
Sögurnar þróast til fáránlegra öfga;
t.d. fær hommi einn „nagla í hold sitt”
(í þessu tilviki fírtommu í hausinn!).
Viö þaö breytist hann i svín, sem fer á
allt kvikt í miöbæ Reykjavikur, konur
og karla, og færast þá kvöldgöngur
fólks mjög í aukana. Eins og sjá má er
Guðbergur meö besta móti í oröaleikj-
um. Viöbrögö Reykvíkinga eru jafnjá-
kvæð gagnvart fil, sem káfar á öllum
meö rana sínum sem var ,,í allengsta
lagi, svartur og hrukkóttur eins og
hrossskaufi”. Fíllinn er mjög vinsæll
þangaö til hann setur ranann í rassinn
á nokkrum smástrákum. Þeir farast
(svífa upp, útblásnir einsog blöörur, og
springa) en aðrir strákar sækja þá í fíl-
inn, alveg óöir. Eitt besta dæmi þess,
hvernig smáatriöi er blásiö upp í
fáránlegar stæröir, er þó „Varúö frú
Önnu leikkonu”. Til aö ná viðeigandi
sviösframkomu, „hinum listræna
kulda”, beitti Anna þeirri hugsana-
tækni í ástaratriöum „aö hafa allan
hugann viö verjurnar sem þau hjónin
notuðu. . . blautar og dálítiö ógeðsleg-
ar, ef ekki ámátlegar, því ekkert er
umkomulausara en linur Umur meö
nýnotaða verju úr þunnu gúmmíi meö
deyjandi sæöi í totunni og gamaniö
búiö.” (bls. 81). Allt snýst síðan um
verjurnar, þær veröa inntak sögunnar
og tákn ævistarfs önnu.
Guöbergur hefur frábær tök á aö
segja útbreiddar goösögur meö
orðalagi hópsins sem ber þær uppi, sjá
t.d. bls. 97: „Eiginlega hendir það
aldrei í veruleikanum að sköllóttir
karlar séu náttúrulausir eöa ónýtir,
þeir eru þvert á móti yfir höfuö afskap-
lega kynsterkir menn, einkum ef hár-
leysinu á höföinu fylgir í þokkabót að
þeir séu hjólbemóttir, en þá þurfa þeir
líka aö vera meö stórar hnéskeljar og
jökulkaldar og mjög loðbrýndir í
þokka-þokkabót.” o. áfr.
Yfirleitt gerast sögurnar á mjög
löngum tíma, enda er þaö sjaldnast aö
þær rísi upp í dramatískan eöa áhrifa-
mikinn atburö einsog oft er ur.i smá-
sögur. Hitt er oftar aö þær beinist aö
einhvers konar afhjúpun sem verður
raunar stundum í einstökum atburði.
En ekki eru dramatísk átök persóna,
lítið um sviösetnmgu (bein ræöa, ná-
kvæmar lýsingar svipbrigða persóna,
hreyfinga og gerða), raunar er
persónusköpun ekki sláandi skörp.
Þetta er einsog oft áöur hjá Guðbergi.
Þaö sem mér er minnisstæðast úr fyrri
verkum hans eru ekki einstakar
persónur (nema þá Tómas Jónsson),
þaö eru frekar heildarmyndir úr mik-
illi fjarlægö, meöal margra dæma
mætti nefna hinar dýrlegu tímaskeiðs-
lýsingar í Tómasi Jónssyni (bls. 13—
19, o.v. Hvenær skyldi þessi stórkost-
lega bók veröa endurprentuð? Hún hef-
ur verið ófáanleg síöan hún birtist,
1966, og þúsundir manna þannig misst
af henni). Einnig í Hinsegin sögum eru
kostulegar myndir, ljóðum líkar. T.d.
balliö (bls. 17—18:):
„Fólk er bara aö dansa og fara milli
borða, hitta einhvern óvænt, hrópa upp
í fögnuöi og fræöast um þaö hvort þessi
eöa hinn hafi hitt þennan eöa hinn á
ballinu og hvort þessi eöa hinn hafi
ekki komið meö hinni eöa þessari. Nú
heldur áfram um stund þaö mikla
Bókmenntir
Örn Ólafsson
fræöslustarf sem stundaö er á böllum
og oft sagt:
Auðvitað kom hún meö, en hver er
húnþá? Erhúnafturtýnd?
Um leið er svo fariö aö leita, milli
boröa, inni á klósettum, fariö milli
hæöa, því skemmt er sér „á öllum hæö-
um” eins og sagt er, flækst inn á dans-
gólfið, hrasaö um fætur, velt um glös-
um, stólum hent um koll, flöskum er
rutt af boröum, öl fer í kjólinn, kallaö á
Esú,” o.áfr.
En þessar sögur eru sem sagt mest-
megnis tóm frásögn. Sögumaður er
þaraöauki sífellt aö leggja útaf sög-
unni, segja lesendum frá hugleiöingum
sínum. Þaö er sjaldnast aö sagan sé
sögö frá sjónarhóli aöalpersónu, yfir-
leitt er horft á þær frá sjónarhóli um-
hverfisins, þ.e. einhvers meöaltals les-
enda. Sögurnar eru því almennt aö-
gengilegar en þeir sem ætlast til þess
af bókmenntum aö þær séu „kortlagn-
ing á veruleikanum” þeim má þykja
litlu bætt viö sín kort þó svo að
sögurnar fjalli um efni sem fram aö
þessu hefur verið bannhelgt í íslensk-
um bókmenntum. Sögumaöur er sífellt
aö bera fram fordóma umhverfisins
gegn ýmiskonar kynlífi, talaö er um
lækningu homma (bls. 45 og 69), „hin-
ar hroðalegu fýsnir sem búa innra meö
kynvilltu fólki, einkum karlmönnum”
(bls. 12), „hommar stríöa gegn öllu
meö eðli sínu: lögmálum guös, náttúr-
unnar, velsæmisins og jafnvel útvarps-
lögunum nýju” (bls. 13). Hér er aug-
ljóslega hæöst að því viöhorfi sem látiö
er í veöri vaka en enginn er óhultur
fyrir háöi Guöbergs, hommi á balli
„fer undir eins aö sjá ofsjónir og ekk-
ert nema eintóma homma. Hann sér
ekki betur en hver maður sé tilbúinn aö
mera sig, og þá fer rassinn auðvitaö að
iöa á stólsetunni og hann að púa ótt
eins og hommar gera þegar þeir
hverfa andlega séö inn í kvikmynd og
veröa aö frægum leikkonum.” (bls. 20)
Enginn má taka orö mín svo aö ég sé
að deila á Guðberg fyrir aö oröa al-
genga fordóma. Hann skýtur þá þeim
mun rækilegar í kaf. Hommarnir í
fyrstu sögunni bera t.d. af ööru fólki aö
hreysti og heilbrigði. Þeir eru raunar
tvítóla báöir, meö tólin á brjóstinu.
Spyrjamætti: „Hversvegna ertvítóla
fólk kallaö hommar?” Svariö veröur:
til þess aö þessi spurning sé borin upp,
hversvegna ætti að flokka fólk eftir
kynhneigö þess? I sömu átt hnígur
ótalmargt fleira í þessum sögum. T.d.
afhjúpar sögumaöur sárasaklausa
hluti meö þessum oröum: „Því er alls
ekki aö leyna” (aö einhverju sinni voru
tveir karlmenn á balli, bls. 16) „Nú er
ekki hægt aö leyna því lengur” (aö
BANNHELGIN ROFIN