Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Spurningín Hvernig líst þér á síðustu hækkanir ÁTVR? Þuríöur Guömundsdóttir húsmóöir: Eg nota hvorki tóbak né áfengi svo þetta má hækka upp úr öliu valdi mín vegna. Uaukur Morllieus söngvari: Allar hækkanir eru slæmar. En þetta gæti orðiö til góös bæöi fyrir fólkiö og fyrir þjóöfélagið í heild. Andrea Steinþórsdóttir skrifstofu- stúlka: Þessi hækkun kemur ekkert ilia viö mig persónulega. En vafalaust eru margir óánægðir. Guörún Ágústsdóttir husmoðir: Mér líst illa á þessa hækkun. Eg reyki sjálf en hef ekki hugsað mér að hætta þrátt fyrir þessa lia'kkun. Skarphéðinn Össurarson fiöurbóndi: Mér finnst þessi hækkun eölileg. Þetta veröur til þess að fólk minnkar neyslu á áfengi og tóbaki. Laufey Benediktsdóttir nemi: Þessi hækkun er alveg ömurleg. Þaö er allt of mikið aö hækka tóbakiö um 19%. Þetta veröur örugglega til þess aö maöur hættir að reykja. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Oánægja með Seðlabankabygginguna I.B. hringdi: Eg er fyllilega sammála þeim sem skrifaöi hér á lesendasíðuna fyrir skömmu og gerði aö umræðu Seðla- bankagrunninn margumtalaöa. Þetta er ákveðið það ljótasta hús sem ég hef á ævinni séö. Aö þetta viðrini skuli líka vera byggt á besta staðnum í bænum er meö ólíkindum. Af hverju var ekki hægt aö hafa þennan kumbalda í ein- hverju þessara nýju hverfa sem alls staðar spretta upp? Þess í stað er þetta haft við enda Skúlagötunnar í hrópandi ósamræmi við allt umhverfi sitt. Og svo ramm- gerö er byggingin aö halda mætti að þar væri geymdur a.m.k. helm- ingurinn af öllum gullforöa Banda- ríkjamanna en ekki verðlausar íslenskar verðbólgukrónur. Ekki nóg meö þaö. Framkvæmdum við þessa byggingu hefur veriö hraöaö eins og kostur er. Unniö er myrkranna á milli og ekki virðist skorta peninga til aö halda framkvæmdum þama gangandi meðan hætt er við byggingu barnaheimila og annarra stofnana sem fólki er nauösyn aö hafa. /. B. lætur iIjósimikla vanþóknun á nýja Seðlabankahúsinu ibréfi sínu. En þaö gremjulegasta af öllu er þó aö enginn af þessum svokölluöu stjórnmálamönnum skuli hafa staðiö upp og mótmælt peningaaustrinum í þessar framkvæmdir. Fólk virðist bara sætta sig við að láta peninga- forkólfana ráöa því hvar er byggt, hvenær og hvernig. Þaö er slæmt, mjög slæmt. Fréttir í sjón- varpi og lestur Vestri skrifar: Enda þótt við Islendingar leggjum hart að okkur til þess aö halda í horfinu í samkeppninni við ríkustu iönaðar- samfélögin í kringum okkur má þó án skaöa slá nokkuö af kröfunum, ekki síst á þeim sviöum sem draga okkur niöur fjárhagslega og eru baggi á þjóðinni. Eitt dæmi um þaö er sjónvarpið okkar. Þaö hefur verið almælt lengi aö rekstur þess sé orðinn svo gjörsamlega ofviða kerfinu aö við borð liggi að draga þurfi saman öll umsvif þar á bæ. Árið 1982 er tapið talið hafa verið um 150 milljónir króna og enn halli undan fæti. — Starfsliö og aðbúnaður þess, t.d mötuneyti, sé í engu samræmi við þá þjónustu og umsvif sem lítil sjón- varpsstöö sem íslenska sjónvarpið er hefur. Sagt er að við sjónvarpsstöð varnar- liösins á Keflavíkurflugvelli vinni innan viö 20 manns og er þjónusta þess og gæöi margföld á viö það íslenska. Að vísu er þar allt efni á spólum, en er það ekki einmitt aðferðin tii aö lækka rekstrarkostnað? Þaö hafa fáir ánægju af þeim þáttum sem geröir eru fyrir sjónvarpiö sérstaklega, en þeir vinsælustu eru kvikmyndir og fram- haldsþættir erlendir. En fréttir eiga rétt á sér og þeim fylgist fólk með. En þar er sömu sögu að segja og um annaö efni sjónvarps- ins hér. Þær eru oftar en ekki rýrar í roðinu og lítt áhugaveröar. Fréttir sem litlu máli skipta lesnar fyrst, en þær sem fréttnæmar eru og myndrænar, eins og þær sem eru af spennandi atburðum erlendis frá, standa stutt á skerminum og mjög oft klippt á þær þegar hæst ber fréttina. Um þetta eru mýmörg dæmi, t.d frá viðtölum viö helstu leiðtoga stjórn- mála. Thatcher og Reagan eiga t.d. ekki upp á pallborðið hjá sjónvarpinu og er kiippt snögglega á málflutning þeirra. Einn þulanna stendur ofar þeim flestum. Það er Sonja Diego sem sífellt vex í áiiti viö fréttalestur. Hún virðist afslöppuö og getur lesiö og boriö fram erlend orö snurðulaust. — Sumir fréttamanna eru áberandi tauga- veiklaöir, eins og glöggt kom fram t.d. sunnudagskvöldið 9. þ.m. — Þá voru tveir fréttamenn og annar las aöeins eina frétt — með harmkvælum. Vantar bflastæði Þórarinn Björnsson skrifar: Nú undanfarna mánuöi hafa sprottiö upp furöulega margir veitingastaöir hér í borg. Aö inínu áliti eru sumir þessara staða varasamir vegna þeirr- ar þjónustu sem þeir veita viöskipta- vinum sinum. Þar á ég viö bifreiða- stæöi fyrir þá sem á þessa staöi fara. Sums staðar þurfa viöskiptavinirnir aö ganga frá bifreiðastæðum sínum nokkur hundruð metra leiö sem er miður gott í vondum veöruin. Þægileg- ustu staöir sem ég hef koinið á eru Vitabar og matstofan viö hliöina á „konuríkinu” viö Laugarásveg. A þessum stöðuin hef ég fengiö ínjög góöa þjónustu aö ööruin stöðuin ólöstuöum. Þarna eru líka næg bíla- stæöi, sérstaklega viö Vitabar. Nýting auðlinda Jóhannskrifar: „Utlendir togarar úr landhelgi Islendinga” var mottóiö hér áöur fyrr. Nú eltum við fiskinn sjálfir eins og fornmenn eltu villt dýr áöur, enda er „togari á hvert heimili” nýja mottóið. Nútíminn er sá aö ná þeirri kunnáttu aö rækta í kerum eöa í heilum fjöröum fisk eöa önnur sjávardýr. En er hyggilegt aö leyfa útlendingum ótak- markaöa þátttöku í nýtingu auðlinda landsins? Þeir leggja aö vísu til kunnáttu ásamt ómissandi peninga- upphæöum. En látum ekki glepjast. Semjum aðeins til ákveöins árafjölda í senn um nýtingu auðlinda sem þjóöin á. Eftir þann tima er hægt aö endurnýja auö- lindasamninginn eöa aö öðrum kosti láta hlutlausan aöila meta eignir út- lendinganna í fyrirtækinu. Svo veröi þeim greitt út ef menn hérlendis hafa áhuga á því. Mín tillaga er 15 ár og til viömiðunar hef ég iönfyrirtækí. Þau eru aö jafnaði úrelt aö 15 árum liönum. að er öryggi i umferð i skammdegi að nota ökuljósin sé þeim beitt á íttan hátt. Bflstiórar: „Sýnið tillitssemi í umferðinnr Sigrúnskrifar: Mig langar til aö segja frá ökuferö, sem ég fór í, sunnudaginn 9. desember frá Keflavík til Reykjavíkur. Á leiöinni tekur einn bílstjórinn sig til og setur háu ljósin á. Þetta var mjög óþægilegt fyrir mig en þó var einn bíll á milli okkar sem þýðir að þetta hafi verið sýnu verra fyrir hann. Síðan tók þessi stórgóði bílstjóri sig til, tekur fram úr og kemur beint fyrir aftan mig meö háu ljósin á. En þaö skrýtna var aö bílstjórinn lækkaöi ljósin í hvert sinn sem bíllkomámóti. . Þetta athæfi ökumannsins verður aö teljast alveg stórhættulegt tillits- leysi því ljósin komu beint á alla speglana á bílnum mínum þannig að ég blindaðist alveg. Ekki minnkaði reiöi mín svo þegar bíllinn fer fram úr mér og ég sé aö þarna er á ferðinni leigubifreið. Ég hélt aö þar sem leigu- bílstjórar heföu meirapróf þá ættu þeir aö vera betri bílstjórar en viö hin sem aðeins höfum „venjulegt próf”. Mér finnst ekki til of mikils mælst aö ökumenn aki varlega og taki tillit til hver annars í umferöinni, ekki síst nú í skammdeginu. Og hér á ég viö alla ökumenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.