Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Side 20
20
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
DV-yfirheyrsla PV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands, í DV-yfirheyrslu:
„Kerfið stendur í vegi
fyrir nýjum atvinnugreinum”
Þegar þú tókst við stöðu forstjóra!
Iðntæknistofnunar var fyrrverandi
forstjóra, sjálfstæðismanninum
Sveini Björnssyni, hafnað. Sumum
hefur dottið í hug að þú sért fulltrúi
Hjörleifs Guttormssonar eða Alþýðu-
bandalagsins.
Ég held að stöðuveitingin hafi
veriö algerlega ópólitísk.
Ertu ekkert pólitiskur?
Eg hef náttúrulega mínarskoöanir
á stjórnmálum. Það má segja að ég
líti ekki á þetta starf sem pólitískt
nema þá iðnaðarpólitiskt.
Þegar stofnunin varð til 1978 var
ákveðið að forstjóra skyldi ráöa til
fjögurra ára í senn. Eg geri ekki
frekar ráð fyrir því að verða endur-
ráðinn eftir þetta tímabil eða að
sækjasteftir því.
Hvaða fyrirbæri er svo Iðntækni-
stofnun?
Hún á að aðstoða íslenskan iönað
við úrbætur bæði á sviði tækni og
rekstrar. Jafnframt er henni falin
víðtæk upplýsingamiðlun og nám-
skeiðahald. Ennfremur á hún að
kanna alla möguleika til þess að nýta
íslenskar auðlindir í þágu iðnaðar-
ins. Loks er hún staðlastofnun.
Starfssviöið er mjög breitt. Við
sinnum verkefnum sem til dæmis
nokkuö á annan tug stofnana í
Danmörku skipta á milli sin. Það
liggur þannig fyrir að við getum ekki
sérhæft okkur eins og stofnanir er-
lendis gera. Við verðum því oft að
leita annaö eftir sérþekkingu við úr-
lausnir aðsteðjandi vandamála.
Þú hefur sagt að atvinnugreina-
skipting hér sé lík og hjá van-
þróuðum þjóðum. Ertu óbeint að
segja að íslenskt atvinnulíf sé van-
þróað?
Þaö má kannski segja það. Viö
erum með um það bil helming vinnu-
aflsins í framleiöslustörfum. Nú, viö
vitum þaö að lífskjör hér eru um
þessar mundir mun lakari en hjá
þeim þjóðum sem við berum okkur
helst saman við. Algengt er að þær
séu aðeins með þriðjung vinnuaflsins
við framleiðsluna. Þetta bendir tii
þess aö verömætasköpunin í okkar
atvinnugreinum sé ekki sambærileg
því sem annars staðar gerist.
1 rauninni er ég aö segja það, að
framleiðnin hjá okkur er ekki
nægileg til þess að halda uppi þeim
lífskjörum sem við viljum búa við
jafnvel þótt miklu fleiri starfi að
framleiðslunni hér en hjá sambæri-
legumþjóðum.
Byggingariðnaðurinn er með 11%
vinnuaflsins, sem er helmingi meira
en hjá þessum samanburðarþjóðum.
Er það dæmigerð, vanþróuð atvinnu-
grein hjá okkur?
Það má auðvitað ræöa um það
hvort framkvæmdir hér séu meiri en
annars staðar og deila um það hvaða
áhrif náttúruaðstæður hér hafi á
byggingariðnaöinn. Þessar tölur
segja okkur þó ótvírætt að fram-
leiðnin hjá okkur er minni en eðlilegt
væri. Það kemur auðvitað fram í
hærri byggingarkostnaöi og hærra
hlutfalli af tekjum fólks í húsnæðis-
kostnað.
Sambærilegt umhugsunarefni er
það, að einu togaramir sem bera sig
eru frystitogarar. Þar fer varan á
markað án þess aö fara í gegn um
fiskvinnsluna. Menn ættu að hugsa
um það, hvort fiskvinnslan geri í
raun lítið af því að auka verðmæti
vörunnar.
Ef við víkjum beint að iðnaðinum.
Hvert verður hlutverk hans í næstu
framtíð?
Mikilvægi iðnaðar verður stöðugt
meira eftir því sem árin líða. Við
vitum aö auðlindirnar í sjónum eru
takmarkaðar. Sjávarútvegurinn
stendur því varla undir bættum lífs-
kjörum á næstu árum. Viö þekkjum
einnig vandamál landbúnaðarins.
Það er þó hugsanlegt að stöðu hans
megi bæta meðnýjum búgreinum.
Eg held aö margir séu þeirrar
skoðunar að ef við ætlum okkur að
bæta lífskjörin í alvöru, þá verður
þaö að gerast með því að auka verö-
mætasköpunina í íslenskum iðn-
aði. Um þetta er ég sannfærður. Á
hinn bóginn álít ég að mikil fjölgun
starfa í iðnaði sé ekki forsenda þess
að verðmætasköpun aukist.
Núna höfum við helst þær greinar í
iðnaöi, sem eru vinnuaflsfrekar. Eg
tel aö þróunin verði í þá átt að við
tileinkum okkur í meira mæli iðn-
greinar þar sem vinnuaflið skiptir
ekki eins miklu máli en meira er
byggt á tækni og þekkingu.
Hvaða greinar eru það helst?
Þaö má til dæmis segja að stóriðja
sem slík er ekki vinnuaflsfrek. Það
má benda á ýmsar nýjar greinar
eins og upplýsingaiðnaðinn. Sú grein
byggist á þekkingu fyrst og fremst,
hönnun, vöruþróun, markaðs-
setningu, þar sem rafeinda-
iðnaðurinn er einn mikilvægasti
hlekkurinn.
Þetta eru greinar sem borga til-
tölulega há laun og skapa tiltölulega
mikil verðmæti en eru ekki með
mjög margt starfsfólk.
Þaö má nefna ýmislegt fleira.
Frekari vinnslu í þeim greinum sem
við höfum, í sjávarútvegi og land-
búnaði, til þess aö auka verulega út-
flutningsverðmætin. Það þýðir þó
ekki endilega fleira starfsfólk þar.
Upplýsingaiðnaður? Eg held ég
hafi varla heyrt hann nefndan fyrr
en núna. Hver er uppsprettan?
Siðustu 30 ár hefur átt sér stað
þróun í tölvutækni. Núna eru tölvur
orðnar tiitölulega ódýrar, afkasta-
miklar, og þær má nota ótrúlega
víða. Upplýsingaiðnaðurinn hefur
sprottiö úr þessu umhverfi.
Tii þess að auka verðmætin?
Bæði er tölvutæknin notuð í iðnaði,
kemur þar fram í aukinni sjálf-
virkni, bættri upplýsingasöfnun og
upplýsingamiðlun, og það er byrjaö
að nota tölvumar og upplýsinga-
tæknina í heUbrigðisþjónustu og á
öUum mögulegum sviðum. Viö
getum nefnt sjúkdómsgreiningar,
skrifstofuhald. Tölvubanki Iðnaðar-
bankans er ágætt dæmi um hag-
nýtingu upplýsingatækninnar í
bankakerfinu.
Þarna er sem sagt aö koma fram
ný iðngrein eða ný atvinnugrein sem
byggir á tölvutækninni og mun hafa
gífurleg áhrif á svo tU öll svið þjóð-
lífsins.
Eru þá sem sagt mestir mögu-
ieikar fyrir iðnaöinn að byggjast upp
og skapa okkur betri lífskjör í
tengslum við stóriðju, upplýsinga-
iðnað, lífefnaiönaö...?
Ég held að líftækni sé nú svona
fjarlægari draumur. Þó er ekki
ólíklegt að um næstu aldamót verði
hér nokkur fyrirtæki sem skapi
umtalsverð verðmæti. Mikilvægast
fyrir okkur er aö byggja upp út-
flutningsiðnað. Það er mjög mikU-
vægt fyrir okkur aö finna vörur og
markaöi sem gefa möguleika á háu
verði. Þaö þýðir að viö veröum helst
að gera eitthvað sem aðrir geta ekki
eða alla vega verðum við að velja
okkur svið þar sem við erum að
minnsta kosti ekki verri en þeir sem
við höfum að keppinautum.
Ef við leggjum áherslu á sérstaka
eiginleika þess sem við getum boðið,
kemur auðvitað í hugann sjávarút-
vegurinn sem er mjög öflug atvinnu-
grein hjá okkur og hvort viö getum
ekki byggt upp vörur og þjónustu
sem við getum markaðsfært og feng-
ið gott verð fyrir.
Þetta hafa menn verið að taia um
mjög lengi. Að við eigum að einbeita
okkur að vörum sem séu sérstakar
og dýrar. Er það draumurinn sem
rætist seint eða aldrei?
Það hefur auövitað ýmislegt gerst
á undanförnumárum.
Hefur eitthvað gerst, sem dæmi,
sem skiptir máli?
Það má nefna kerfin sem hafa
verið framleidd fyrir frystihús hjá að
minnsta kosti tveimur fyrirtæk-jum.
Utflutningur er byrjaöur. Þaö
byggist á þekkingu okkar og þessi út-
flutningur gefur góðar tekjur. Þetta
er dæmi. Það eru fleiri hugmyndir í
þróún sem geta leitt til arðvænlegs
útflutnings síðar.
En er þetta eitthvað sem dregur til
þess að koma í staðinn fyrir sjávar-
útveg, þar sem hann þrýtur, eða
jafnast á við hann?
Við höfum sjávarútveginn, við
höfum fiskiðnaðinn. Við verðum
auðvitað aö ná eins miklu út úr þess-
ari auölind eins og við getum. Hún
skapar 70% af útflutningstekjunum
um þessar mundir. Mér finnst þaö
geta verið markmiö næstu 10 ára að
minnka hlut sjávarútvegsins jafnvel
niður fyrir 50% og byggja þá
samhliða upp iönaö. En það þarf
margt til. Við getum byggt upp auk-
inn útflutning á rafeindabúnaði,
þekkingu sem tengist sjávarútvegi,
jarðvarmanýtingu, nú það er talað
um að auka hlut orkufreks iðnaðar.
Það er talað um aukinn útflutning á
loðskinnum og menn eru með miklar
hugmyndir um fiskirækt. Það eru
þannig ýmis svið í þróun sem geta
fært okkur auðsæld.
En er þá pólitískur vilji til þess?
Stjórnarflokkarnir boða nýsköpun,
stórátök. Samt sjást ekki skilgreind
markmið og skilgreindar leiðir blasa
ekki beinlínis við. Er þetta ekki aðal-
iega óskalisti?
Já, ég er sammála því að þetta er
rétt mat, að það má kannski kalia
þetta óskalista. Og hlutirnir hafa
auðvitað gerst tiltölulega hægt.
Vissulega hefur verðbólgan staðið
okkur fyrir þrifum.
Það er erfitt að setja ákveðin
markmið. Hins vegar er það mín
skoðun að viö þurfum að breyta
okkar kerfi þannig aö það standi ekki
í vegi fyrir nýjum atvinnugreinum,
þróun og framförum í landinu. Við
höfum því miður skipt atvinnulífinu í
þrennt, sjávarútveg, landbúnað,
iðnað. Margt það mikilvægasta sem
talið er eiga góöa framtíð fyrir sér
fellur þama einhvers staðar á milli.
Fiskirækt, er það landbúnaður,
sjávarútvegur eöa ef til vill iðnaður?
Nú, upplýsingaiðnaðurinn, sumir
vilja kalla hann þjónustu, eins og
framleiðslu á hugbúnaði.
Kerfið eins og það er stendur í vegi
fyrir nýjum atvinnugreinum. Og eins
er alltof lítiö til af áhættufjármagni í
verkefni sem geta skilaö miklum
arði.
í umræðu, einkum pólitískri um-
ræðu, er sífeUt tönnlast á nauðsyn
þess að skapa öllum, svo og svo
mörgum, atvinnutækifæri um alla
Viðtal: Herbert Guðmtmdsson. Myndir: Gunnar V. Andrésson.