Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
21
DV yfirheyrsla
Ingjaldur Hannibalsson, for-
stjóri Iðntæknistofnunar
íslands, er 33 ára.
Foreldrar: Hólmfríður
Ingjaldsdóttir og Hannibal
Valdimarsson.
Menntun: BS próf í eðlisfræði
frá Háskóla íslands. MS próf og
doktorspróf í iðnaðarverkfræði
frá Ohio State University.
Störf: Var fjögur og hálft ár
starfsmaður Félags íslenskra
iðnrekenda. Tók við núverandi
starfi í febrúar 1983. Hefur
jafnframt veriö kennari við Hl
undanfarin ár.
Ahugamál: Lestur, tónlist,
ferðalög.
Ingjaldur er einhleypur.
framtiö. Skipti nokkru máli þótt einn
maður aflaði alls þess sem við
þurfum?
Mér persónulega finnst það væri
bara af hinu góða ef einn Islendingur
væri svo útsjónarsamur. Það er í
sjálfu sér ekkert markmið að sem
flestir vinni viö framleiðslustörf.
Það sem skiptir máli er aö þeir sem
vinna við framleiðslu skapi sem
mest verðmæti og noti til þess þá
möguleika sem við höfum. Eins og á
sviði tækni og upplýsingaiönaðar.
Ég tel að viö getum þannig náð
þeim verðmætum sem viö viljum
hafa á milli handanna og þaö þurfi
samt ekki að koma til atvinnuleysis,
sem hrjáir þó ýmsar aörar þjóðir.
En menn deila sifellt um ráðstöfun
á framleiðsluverðmætunum. Úti á
landi segjast menn afla fjár til þess
að höfuðborgarbúar geti eytt því.
Jú, jú, menn segja þetta. Svo
segjum við að allt of mikið fé fari í að
halda uppi byggðastefnu. Þessar
deilur snúast um of litla köku. Og
þess vegna þurfum við að stækka
hana og skipta viðbótinni réttlátlega.
Væri lausn í því að allir flyttu
suður?
Nei, þaö yrði mjög óhagkvæmt. ..
.. .má ekki senda togarana á
miðin mannlausa og fjarstýrða frá
suð-vesturhorninu?
Ég veit ekki hversu stutt er í þaö
að togararnir gangi með þessum
hætti. Auðvitað á sjálfvirknin eftir að
aukast þar eins og annars staöar.
Einhvers staðar las ég um það að
Norömenn væru að gera tilraunir
með að senda út bylgjur frá
skipunum og laða þannig að fiskinn.
Ef þetta gefur góða raun gætu skipin
hugsanlega siglt í land og fiskurinn
synt á eftir. Eöa jafnvel væri hægt að
senda bylgjumar frá landi og laða
fiskinn að.
Þetta eru svona framtíðar-
draumar sem eru varla mjög
raunhæfir að svo komnu máli. En við
höfum margvíslegar auðlindir kring-
um allt landiö sem við eigum auðvit-
aðaðnota.
Landssamtök hjartasjúklinga færa Landspítalanum stórgjöf:
Fylgst með hjartasjúklingum
, Barátta hjartasjúklinga og lækna á
Landspítalanum fyrir því að hjarta-
skurðlækningar veröi teknar upp hér-
lendis er nú farin aö bera árangur.
Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að
hjartaskurðlækningar hefjist hér á
landi árið 1986 og hjartasjúklingar og
velunnarar þeirra hafa verið ólatir viö
að afla fjár til nauðsynlegra tækja-
kaupa.
I síöustu viku afhentu Landssamtök
hjartasjúklinga Landspítalanum að
gjöf síritatæki sem fylgist með hjarta-
truflunum sjúklinga. Er hér um aö
ræða svokallað Holtertæki með full-
komnum hugbúnaöi, 3 segulbandstæki
til Holterskráningar og með fylgdi
þjálfunarnámskeið fyrir meinatækni í
Bretlandi.
Er hér á ferðinni stórgjöf sem
prófessor Þórður Haröarson veitti
viðtöku og sagði af því tilefni m.a.:
„Hjartsláttartruflanir eru
Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga
afhendir læknum Landspítalans
Holtertækið. Fremst á myndinni má
sjá prófessor Þórð Harðarson.
DV-mynd GVA
algengasta dánarorsök hjarta-
sjúklinga. Þær ber aö með ýmsum
hætti, stundum fyrirvaralaust, en gera
þó oft boð á undan sér. Slík forboðsein-
kenni eru oftast tíð aukaslög eða runur
af aukaslögum. Heilbrigðir finna aö
vísu oft fyrir aukaslögum og eru þau
talin saklaus ef sjúkdómur í hjarta
liggur ekki að baki. Hins vegar geta
aukaslög verið varhugaverö hjá sjúkl-
ingum með kransæðasjúkdóma eöa ný-
legt hjartadrep.
Það tekur að jafnaöi 15—45 sekúndur
aö skrá venjulegt hjartarit og því
undir hælinn lagt hvort skammvinnar
hjartsláttartruflanir koma fram á
slíku riti. Við venjulegar aðstæður fara
þær því oft fram hjá læknum.
Með tilkomu Holterskráningar hafa
þessar aðstæður gjörbreyst. Nú er
hægt að skrá hjartsláttinn á lítið
segulbandstæki sem spennt er um
mitti sjúklings. Skráningin tekur
oftast 24 stundir. Segulböndin eru
síöan lesin með sextugföldum hraöa í
Holtertölvu og annast það tæknimenn
eða sjálfvirkur búnaður í tölvunni.
Allar alvarlegar eöa grunsamlegar
taktbreytingar eru skráðar á pappírs-
strimil til frekari greiningar. Alimikill
fjöldi hjartasjúklinga hefur við þessa
rannsókn reynst hafa alvarlegar hjart-
sláttartruflanir. Einnig mætti nefna að
oft finnst með Holterskráningu tíma-
bundin stöðvun á hjartslætti en slíkt er
algeng orsök aðsvifa og yfirliðs.”
Þá sagöi prófessor Þóröur Harðar-
son að þessi höfðinglega gjöf yrði nú til
þess aö unnt yrði að taka upp þjónustu
við hjartasjúklinga hvar á landinu sem
væri og yrði miöstöð þeirrar þjónustu á
Landspítalanum.
Landssamtök hjartasjúklinga
hyggja á landssöfnun í vor er sól tekur
að hækka á lofti og hvetja landsmenn
til aö taka erindi félagsmanna vel er
barið verður að dyrum eða ósk berst í
pósti. -EIR.
UMÖRYGGI
INNLÁNSREIKNINGS MEÐÁBÚT
ABOTAABOTOFAN
Fé þitt er öruggt á InnlánsreiHningi með Abót.
Ábótin vex í samræmi við verðbólgustig hvers mánaðar
og reikningurinn ber 3% vexti að auki.
Þetta eru sömu vextir og bjóðast á verðtryggðum
innlánsreikningum með 5ja mánaða bindingu.
SÉRSTAÐAN HELST
5érstaða Innlánsreiknings með Abót helst, því þrátt fyrir
þessa tryggingu getur þú tekið út af reikningnum þegar þú vilt
og haldið Ó5kertum öllum vöxtum sem þú hefur safnað.
Enn skarar Ábótin tiam úr.
ABOT
Á VEXTI
GULLS ÍGILDI
ÚTVEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA
Gylmir