Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 26
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Tilkynningtil
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi
launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15.
desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal
greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá
og með gjalddaga.Launaskatt ber launagreiðanda að greiða
til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af-
henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
PANTANIR
SÍMI13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
BARNASKÓR
Stærðir 20—29. Verð kr. 523.
Laugavegi 1 — Sími 1-65-84
Þóstsendum
^ÁLfóðraður
KULDAFATNAÐUR
frá MAX
Ármúla 5 / við Hallarmúla
S: 82833
Verslunin Vinnan, Síðumúla 29.
Allir kannast við frábæra einangrun álpoka og álteppa.
Nú kemur álfóðraður fatnaður
frá MAX með sömu
eiginleika.
* Hentar öllum.
"k Álfilman er stungin með
DAKRON vattefni v/öndunar
líkamans.
★ Heldur stöðugum
líkamshita.
★ Frábært einangrun-
argildi (frábær ein-
angrun).
He Þunnir og þægilegir.
Domus, Laugavegi.
Nýjar bækur Nýjar bækur
Victoria Holt
VICTORIA HOLT
SYSTURNAR
FRÁ
GREY-
STONE
Systurnar frá Greystone er 18. bók
þessa vinsæla höfundar. A bókarkápu
segir í kynningu á efninu: Pippa var
ákveðin í aö komast að sannleikanum
þegar hún uppgötvaði að hin fagra
systir hennar, Francine, hafði verið
myrt og hafði verið miðpunktur í
hneykslismáli í fjarlægu landi,
en þangað hafði hún hlaupist á brott
með dularfullum elskhuga. Systurnar
höfðu verið mjög samrýndar og höfðu
átt hamingjuríka æsku hjá óvenju-
legum foreldrum, uns þeir dóu. Þá
höfðu þær lent í umsjá hreintrúaðs afa
síns, en fannst harðstjórn hans óbæri-
leg.. . Saga Pippu berst frá kyrrlátu
sveitahéraði í Englandi Viktoríu-
tímans til Mið-Evrópuríkis. Systurnar
frá Greystone er 220 bls. Bókaútgáfan
Hildur gefur út.
JÓHANNA
ÁLFHEIÐUR
STEINGRÍMSDÓTTIR
DAGURí
LÍFI DRENGS
Iðunn hefur sent frá sér barnabókina
Dagur í lífi drengs eftir Jóhönnu Alf-
heiði Steingrímsdóttur í Arnesi.
„Dagur í lífi drengs er ævintýri
handa börnum, sagt af næmni og hlýju
og með hugarflugi sem öllum sönnum
ævintýrum er nauðsyn. Sagan er í senn
ævintýraleg og trúveröug og aöal-
persónan, Dúlli litli, lifir áfram í huga
lesandanna að lestri loknum,” segir í
forlagskynningu.
Bókin fjallar um einn dag í lífi Dúlla
litla. Hann á heima í fallegu húsi utan
við þorpið sem kallað er Draumheim-
ar. Hann er sex ára og foreldrar hans
starfa inni í þorpinu. Dúlli verður því
oft að una sér einn meðan þeir eru í
burtu við vinnu eöa skemmtanir. Þeg-
ar Dúlli litli er einn gerast margir
spennandi hlutir. Hann þarf naumast
annað en loka augunum þá er hann
floginn af stað á vit spennandi ævin-
týra, hittir fyrir ernina í fjallinu, flug-
menn í loftinu, sjómenn á hafinu og
undarlegt fólk hinum megin við hafið.
Jóhanna Alfheiður Steingrímsdóttir í
Arnesi kann að segja börnum sögu —
og reyndar fullorönum líka, því að
Dagur í lífi drengs höfðar til barnsins í
okkur öllum og kennir okkur á nærfær-
inn hátt aö gefa gaum að umhverfinu.
Bókin er prýdd myndum eftir Hring
Jóhannesson. Oddi prentaði. Aug-
lýsingastofan Octavo hannaði kápu.
ERICH SEGAL
MAÐUR,
KONA, BARN
Ut er komin hjá Isafoldarprent-
smiðju hf. bókin Maður, kona, barn
eftir Erich Segal, höfund Love Story.
Bókin fjallar um hið fullkomna
hjónaband þegar því skyndilega og
óvænt er ógnaö af rödd frá fortíðinni.
Maöur, kona, barn er langbesta
skáldsaga Erich Segals og jafnvel
ennþá áhrifameiri en Love Story.
Bókin er 196 bls. og er að öllu leyti
unnin hjá Isafoldarprentsmiðju hf. Ut-
söluverö bókarinnar er kr. 587,00.
ÁRNIÓLA
REYKJAVÍK
FYRRI
TÍMAI
Ut er komin hjá Skuggsjá Reykjavik
fyrri tíma I eftir Arna Ola. Er hér um
að ræða endurútgáfu Reykjavíkurbóka
hans sem voru 6 að tölu. Þessi nýja út-
gáfa Reykjavíkurbókanna verður í
þremur bindum, þ.e. tvær bækur í
hverju bindi. I þessu fyrsta bindi eru
Fortíð Reykjavikur og Gamia Reykja-
vík.
Reykjavíkurbækur Arna Ola hafa að
geyma geysilega mikinn fróðleik um
Reykjavík fyrri tíma, um persónur,
stofnanir og staði, og er í þessu bindi
hálft annað hundrað gamalla mynda
frá þessum tíma, m.a. margt mynda af
málverkum Jóns Helgasonar biskups.
Saga og sögustaðir verða ríkir af lífi og
frá síðum bókanna gefur sýn til fortíð-
ar og framtíðar. Nútímamaðurinn öðl-
ast nýjan skilning á höfuöborg lands-
ins og forverunum sem Reykjavík
byggðu. Öll er útgáfan hin vandaðsta
svo sem vera ber.
Arni Ola rithöfundur er fæddur á
Víkingavatni í Kelduhverfi 2. desem-
ber 1888. Hann lauk prófi frá Verzlun-
arskóla Islands, geröist starfsmaður
Morgunblaðsins strax við stofnun
blaðsins og starfaði þar sem blaöa-
maður, auglýsingastjóri og ritstjóri
Lesbókar blaðsins allan starfstíma
sinn, aö frátöldum fáum árum er hann
var við verslunarstörf í Reykjavík og
Viðey. Samhliða erilsömum blaða-
mannsstörfum var hann afkastamikill
rithöfundur og gaf út 37 bækur. Hann
andaðist áriö 1979.
Reykjavík fyrri tíma er 589 bls. í
stóru broti. Bókin er sett og prentuð í
Prisma en bundin í Bókfelli hf. Kápu-
teikningu gerði Böðvar Leós.
GUNNARDAL
ORÐ MILLI
VINA
Víkurútgáfan hefur gefið út ljóða-
bókina Orð milli vina eftir Gunnar Dal.
Gunnar Dal er löngu þekktur rit-
höfundur og eftir hann liggja fjöl-
margar bækur. I Orð milli vina er
fimmtíu og eitt ljóð og er bókin jafn-
margar síöur.
ALISTAIR MACLEAN
DYR
DAUÐANS
Dyr dauðans nefnist nýjasta bók
Alistair MacLean sem kallaður hefur
veriö ókrýndur konungur spennubók-
menntanna. Bækur Alistair MacLean
hafa notið fádæma vinsælda um allan
heim og þá ekki síst á Islandi í þau
liðlega tuttugu ár sem þessi iðjusami
höfundur hefur verið þýddur á
íslensku.
Dyr dauðans gerist á slóðum sem
mörgum Islendingum eru núoröið
kunnar, þ.e. í Amsterdam, þar sem
hann teflir saman óbilgjörnum
hryöjuverkasamtökum og yfirvöldum
landsins. I upphafi bókarinnar er hinn
frægi flugvöllur Hollendinga, Shiphol,
kominn á kaf í vatn, flugvélarnar
liggja sem hráviði umhverfis flug-
stöðvarbygginguna og ráöamenn sitja
á neyðarfundum því að búist er viö
frekari ógnum af hendi hryðjuverka-
manna.
Dyr dauðans er ósvikin spennusaga
sem jafnframt því aö halda les-
andanum í spennu, gefur honum
innsýn í þaö andrúmsloft sem ríkir í
undirheimum stórborga á okkar
dögum þar sem hann kynnist
hugsunarhætti sem í senn er ógnvekj-
andi og — kannski á einhvern hátt
heillandi.
Alistair MacLean hefur lagt mikla
rækt viðsína bókmenntagrein. Margar
bóka hans hafa verið kvikmyndaöar,
svo sem Byssurnar í Navarone, en
einnig hefur hann sjálfur skrifað kvik-
myndahandrit beint, t.d. handrit að
myndinni Arnarhreiðrið sem varö afar
fjölsótt á Islandi. I bókinni Dyr
dauöans er MacLean svo sannarlega í
essinu sínu.
Bókaútgáfan Iðunn gaf út. Oddi
prentaði. Brian Pilkington hannaði
kápu.