Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 34
34
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Smáauglýsingar
Nýjar bækur Nýjar bækur
Ökukennsla
Ökukennarafélag Islands auglýsir:
Geir Þormar, Toyota Crown ’82. S.
19896
Kristján Sigurösson, Mazda 626 GL ’85.
S. 24158-34749.
Jón Haukur Edwald, Mazda 626. S.
11064-30918.
Sveinn Oddgeirsson, Datsun Bluebird.
S41017.
Snorri Bjarnason, Volvo 360 GL ’84. S.
74975 bílasími 002-2236.
Guöbrandur Bogason, Ford Sierra ’84,
bifhjólakennsla. S. 76722.
Guðmundur G. Pétursson, Mazda 626
’83. S. 73760.
Okukennarafélag Islands.
Ökukennsla, bifhjólakennsla.
Læriö að aka bíl á skjótan og öruggan
hátt. Kennslubíll Mazda 626 árg. ’84
meö vökva- og veltistýri. Kennsluhjól
Kawasaki GPZ 550. Siguröur Þormar,
símar 51361 og 83967.
Ökukennsla-æfingatímar.
Kenni á Mazda 929 hardtop árg. ’83.
ökuskóli og prófgögn. Hallfríður
Stefánsdóttir, símar 81349, 19628 og
685081.
Ökukennsla — endurhæfing.
Kenni á Mazda 626 ’84. Nemendur geta
byrjað strax og greiða aðeins fyrir
tekna tíma. Aðstoða þá sem misst hafa
ökuskírteinið. Góö greiðslukjör. Skarp-
héðinn Sigurbergsson ökukennari,
sími 40594.
Ökukennsla-æfingatímar.
Kenni á Mitsubishi Lancer. Tímaf jöldi
við hæfi hvers einstaklings. Ökuskóli
og litmynd í ökuskírteinið ef þess er
óskaö. Aðstoða við endurnýjun öku-
réttinda. Jóhann G. Guðjónsson, símar
21924,17384 og 21098.
Ökukennsla — æfingatímar.
Bifhjólapróf. Kenni á Mercedes Benz
og Suzuki 125 bifhjól. Okuskóli, próf-
gögn ef óskaö er. Engir lágmarks-
tímar. Aðstoöa við endurnýjun öku-
skírteina. Visa — Eurocard. Magnús
Helgason, s. 687666. Bílasími 002, biðjið
um 2066.
Verslun
Verið velkomin
í austurlenska undraveröld. Sígildir og
fallegir munir á góðu verði. Einnig
bómullarfatnaður og vefnaðarvara.
Reykelsi og reykelsisker í miklu úr-
vali. Jasmin — á homi Grettisgötu og
Barónsstígs og í Ljónshúsinu á Isa-
firði.
Startararog
aiternatorar
Datsun Nissan,
Toyota, Mazda, Mitsubishi, Honda,
Daihatsu, Subaru o.fl. Verð frá kr.
2.360. Þyrill sf. Hverfisgötu 84 101
Reykjavík. Sími 29080.
Húsgögn
Til sölu
Urval baðskápa:
Stór eða lítil baðherbergi: Þú getur
valið þaö sem hentar þér best frá
stærsta framleiðanda á Norðurlönd-
um. Lítið inn og takið myndbæklinga
frá Svendberg. Nýborg, hf., Armúla 23,
sími 686755.
Ullamærföt með koparþræði,
tilvalin jólagjöf. Madam, Glæsibæ,
sími 83210 — Madam, Laugavegi 66,
sími 28990.
Heilsólaðir snjóhjólbarðar
á fólksbíla, vestur-þýskir, bæði radíal
og venjulegir, allar stærðir. Einnig
nýir snjóhjólbarðar á mjög lágu verði.
Snöggar hjólbarðaskiptingar,
jafnvægisstillingar. Kaffisopi til
hressingar meöan staldrað er við.
Barðinn hf., Skútuvogi 2, símar 30501
og 84844.
« hw Tímarit íyrir alla
Urval
Framúrakstur á vegum úti krefst
kunnáttu og skynsemi. Sá sem
ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt
merki um vilja sinn, og hinn
sem á undan ekur þarf að hægja
ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt aö
nota. Minnumst þess að mikil
inngjöf leiðir til þess að steiná.r
takast á loft, og ef hratt er farið
ökum við á þá í loftinu.
iunu;e ui|acj
! j;pi;6 MQym
/gm eujieg ?u jöBiBQjej
? !>)joAij ‘!Jjs>(B gauj gfe|
-ujbs !9Jp|B b6!0 !uja
-nuiiA jnuuo
6o Æuajy
iMdaniAiiA
.anNNQSy
Smyraapúðar,
vegg og gólfteppi í fallegum gjafaum-
búöum. Tilvaldar jólagjafir. Prjóna-
garn í ölltim tískulitum. Nú eru tilbúnu
jólavörurnar komnar, aldrei fallegri
og jólalegri. Jóladúkar, jólatrésdúkar,
löberar, bakkabönd, jólapóstpokar
o.fl. Grófar auðveldar krosssaums-
myndir fyrir böm, jólamyndir.
Vinsælu tölvu smyrnavörurnar komn-
ar aftur, nýjar gerðir. Tilbúnir bróder-
aðir kaffidúkar með servíettum, mjög
gott verð. Póstsendum um allt land.
Ryabúðin Klapparstíg (á móti Ham-
borg),sími 18200.
Battery-Powered Wired
intercom System
tvmee-FtCMe
• For Oftskiop or WaB Mourrtbg
Þeir era komnir aftur.
Vinsælu innanhússsímamir. Minnkiö
áhyggjur, sparið spor með beinú sam-
bandi við bílskúrinn, bamaherbergið
eða bamavagninn úti í garði. Verð
1.295,-. Póstsendum Tandy Radio
Shack, Laugavegi 168, sími 18055.
Beykiborð með 6 stólum,
kr. 13.925. Gott úrval eldhús- og
boröstofuboröa úr beyki, ásamt stólum
og kollum. Visa-Eurocard. Nýborg hf.,
húsgagnadeild, sími 868755.
Sparið peninga fyrir jólin.
Við tökum gamla sófasettið upp í það
nýja til jóla og/eða homsófann. Stórir
símastólar, svefnbekkir, hvíldar-
stólar, 2ja manna sófar + stólar,
stakir stólar og sófar. Sedrus húsgögn,
Súðavogi 32, símar 30585 og 84047.
PE.Kristian Kalund
ÍslenzkiR
SögustaðiR
SUNNLErfDlíÍGA
IðœUlMjUR
KIRSTIAN KALUND
ÍSLENSKIR
SÖGUSTAÐIR
Ut er komið hjá Erni og Orlygi fyrsta
bindi hins mikla ritverks, Islenskir
sögustaðir, eftir Kristian Kálund í
þýðingu dr. Haralds Matthíassonar á
Laugarvatni. Hér er á ferðinni eitt
hundrað ára höfuðheimild um íslenska
sögustaði sem enn er í fullu gildi og
sífellt er leitað til og því mikill fengur
að fá verkið í vandaðri, íslenskri
þýðingu.
Peter Erasmus Kristian Kálund
fæddist 19. júlí 1944 á einni dönsku eyj-
anna, Lálandi, prestssonur. Hann varð
stúdent 1863 og magister í norrænum
fræðum 1869. Hugur hans beindist
snemma að íslenskum efnum og
haustiö 1872 kom hann til Islands, 28
ára gamall. Hér dvaldist hann tvö ár,
feröaðist bæði sumrin um landið og
tókst aö fara um mikinn hluta af
byggðum landsins. I Danmörku vann
hann síöan úr gögnum þeim er hann
hafði safnaö og á árunum 1877—82 kom
út hið mikla rit hans: Bidrag til en
historisk-topografisk Beskrivelse af Is-
land. Nafnið bendir til lýsingar á sögu-
stöðum og hefur sá eflaust verið til-
gangurinn. En þar er einnig almenn
landlýsing og er sá hlutinn stórum
meiri fyrirferðar, enda var almenn
lýsing nauðsynleg. Tengir hún saman
og lýsir umhverfi sögustaöa. Auk eigin
landskoðunar studdist Kálund viö
samningu bókarinnar mjög við sóknar-1
lýsingar Bókmenntafélagsins frá fyrri
hluta 19. aldar, einnig margháttaða
fræðslu frá íslenskum mönnum,
einkum prestum. Ennfremur
rannsakaði hann fjölda fomra
heimilda sem að gagni máttu koma.
Bókin tslenskir sögustaðir er sett,
prentuð og bundin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Kápu hannaði Sigurþór
Jakobsson.
BRÚÐU-
BÍLLIIMN
GUÐMUNDUR JAKOBSSON
MANNLÍF
UNDIR
KÖMBUM
Mannlíf undir Kömbum er viðtals-
bók við átta manns sem búa í Hvera-
gerði. Fólkið er Aage Michelsen, Axel
Magnússon, Hans Gústafsson, Inga
Wium, Ingimar Sigurðsson, Sigríöur
Bjömsdóttir, Sigurður Sólmundsson og
Þórður Jóhannsson. Höfundurinn,
Guðmundur Jakobsson, hefur áður
skrifað nokkrar bækur sem allar hafa
fjallað um sjómenn og störf þeirra. Nú
rær hann á ný mið. Tekur tali fólk í
blómabænum Hveragerði. Það ágæta
fólk reynist kunna skil á fleiru en garð-
rækt. A rætur víðsvegar og verður
tíðrætt um æskustöðvarnar, um lífs-
hætti fyrri tíma við margvíslegar
aðstæður. Auk þess að fræðast nokkuö
um þessa sérstæðu byggð, Hveragerði,
finnur lesandinn æðaslátt liðins tima
svo ekki gleymist. Reykjaforlagiö
gefur Mannlíf undir Kömbum út.
Bókin er 312 bls.
MANNLIt
UNDIR KdMBUM
ÞÓRIR BERGSSON
ENDUR-
MINNINGAR
Hannes Pétursson skáld og Krist-
mundur Bjamason fræðimaður hafa
umsjón með þessari útgáfu á æviminn-
ingum rithöfundarins listfenga, sem
nær þrjá áratugi duldist fyrir þjóöinni
undir höfundamafninu Þórir Bergs-
son. Formáli er eftir Guðmund G.
Hagalín.
Meistari smásagnanna hét réttu
nafni Þorsteinn Jónsson, Magnússonar
prests á Mælifelli og Ríp í Skagafirði
og síðar í Bjamarhöfn á Snæfellsnesi.
Frá mótun sinni á æskuárum á þessum
stöðum segir Þórir Bergsson ljóslif-
andi. Hann gerðist síðan opinber
starfsmaður í Reykjavík en sinnti rit-
störfum í hjáverkum. Það kom þó ekki
í veg fyrir að bæði lærðir og leikir skip-
uðu honum á heiðursbekk rithöfunda
okkar. Hann var sæmdur riddara-
krossi Fálkaorðunnar 1957 og kosinn
heiöursfélagi Félags íslenskra rithöf-
undal960.
Minningar sinar úr æskusveitum og
starfinu í höfuðborginni lífgar ritsnill-
ingurinn með skörpum myndum af
fjölda samferöamanna og lýsir nýjum
hliðum á ýmsum þjóökunnum persón-
um. Þessum lipurlega rituðu lýsingum
á þjóöháttum, staðháttum, fólki og við-
horfum fylgir fjöldi mynda og itarleg
nafnaskrá 212 bls. Verð kr. 864,50.
Ut er komin hjá Forlaginu ný
barnabók, Afmælisdagurinn hans
Lilla, eftir Helgu Steffensen. Flest
íslensk böm undir skólaaldri kannast
við Brúðubílinn sem ferðast hefur um
landið þvert og endilangt undanfarin
ár með brúðuleikrit sín. Og ekki þarf
að kynna litla, appelsínugula apann,
sem er söguhetjan í þessari bók, fyrir
börnunum. Það er hann Lilli sem nú er
orðinn fimm ára og heldur upp á það
með því að bjóða til sin gestum sem
eru hver öðrum kostulegri.
Afmælisdagurinn hans Lilla er
fyrsta bók um brúðuleikhús sem
frumsamin er á Islandi. Bókina prýða
fjörutíu litmyndir og hefur Forlagið
leitast við að gera þessa barnabók sem
glæsilegast úr garði, yngstu bóka-
ormunum til yndis og ánægju.