Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn HljóðSátt útvarp Hljótt hefur verid um Isleiiska útvarpsfélagið sem stofuað var með látum ekki alls fyrir löngu. Sem menn muna, keyptu örfáir athafna- menn upp nær öll hlutabréfin í félaginu. Þeir sem hins vegar höfðu haft forgöugu um stofuuu þess sátu eftir með sárt ennið. Enda hafði áhlaup penhigamannanna aldrei verið inni í áætluninni. Jóni Aðalsteini Jónssyni og félögum kemur á hinn bóginn ekki til góða viska áhuga- mannaiina í útvarpsmálum. Fjórir þeirra af sex geugu uefnilega út úr félaginu á stofnfundi i mótmælaskyni. Hafa þeir ekki hugsaö sér til hreyfings eftir ófarirnar. Eu alltgeturgerst. Hins vegar beuda glögg- skyggnir á aö það hafi að meirihluta verið framsóknar- menu scm yfirtóku útvarps- félagið. Þykir það furðu sæta Jón Aðalsteiun keypti sér citt stykki útvarpsfclag, ásamt fieirum. meðan flokksbræður þeirra á þingi berjast snörpum bar- daga gegn lögum um frjálst útvarp. Dramb er falli næst Þaö vill stuudum hefna sín ef menn eru með derring við náungann. Þetta fékk hann að reyna, félaginn sem þeysti kvikuakinn um flugstöðina í Keflavik eins og frægt varð í fréttum umdaginn. Hann hafði tölt i gegnum flugstöðina ásamt öðrum far- þegum án þess að vekja sér- staka athygli. En þegar hann kom að tollinum vék hann sér að lögrcgluþjóni úr fíkniefna- deild og sagði: „Viljið þið ekki leita á mér núna?” Lögregluþjómiinn varð aö sjálfsögðu strax við beiðui farþegans og færði liaun til sknöunar þar sem hann var berháttaöur. Eitlhvað hefur samviska ferðalangsins ónáðað hann því hann- sleit sig úr klóm tollvarða og stökk strípaður inn í flugtöð. Við leit fundust svo lijá lionum rúnitega 250 grömm af hassi. Sá hlær best Sjómcnn hafa grínast nokkuð með kvótaun sem leyfður var í loðnuveiöum. Fiskifræöiugar höfðu varað við miklutn uppmokstri á uinræddri fisktcgund. Var kvótinn uokkuö sniðhin að þvi. Eu þegar veiðar hófust reyudist vera vaöaudi loðna utn allau sjó. Varð það úr að tvisvar var bætt við kvótaim upprunalega og þótti ekki teflt á tæpasta vað í þeim efnum. Sjómenn fögnuöu þessu að sjálfsögöu, ekki bara veiðanna vegna. Þeir kváðu þetta nefnilega sýna að stundum væri jafngott að hlusta á þá, cins og fiski- fræðingana, enda niyudi loönan skellihlæja að lihium síðarnefndu. Og víst er það einlæg von maiina að hún hlæi ekki bara fyrst heldur siðast líka. Hátt uppi... Nýlega gerðist það á þingi að Jóu Baldvin Haiinibalsson, formaður Alþýðufiokksius, sleig í piinlu. Ræddi liami ákaflega uin skattsvik og „neðanjarðarhagkerfi” sem munu vcra uppáhaldsefui lians um þessar muiidir. Deildi haun hart á fjármála- ráðherra í því sambaudi. Albert sat uiidir ræðuuili en brá ekki svip. Þegar hami lók til tnáls kvaöst iiann hafa gamati af að vita hve lengi og hversu langt Jón Baldvin kæmist á því lofti setn i honurn væri. „Það verður mikið fall úr háloftuuum þegar loftið fer úr vind- belguum þeim,” sagði Albert við nokkur fagnaöarlæti. ... í hæðunum Ofangreindar orðahnippiug- ar Alberts og Jons Baldvins vöktu óncitanlcga athygli viðsladdra. A cinutn stað stóðu saman sjálfstæðis- inaður og alþýðubuudalags- maður. Þcgar þcir licyröu • eðu fjármálaráðhcrra sagði .illaballiun við liinii: „Haun Albcrt cr sko mcð pólitikina i iicfhiu. Nú cr lianii búillli að þcfa það að Jón llaldv iu sé að snapa sér íylgi í llieiðholtiiiu." Umsjón: Jón Baldvin Halldórsson. Uppboð Eftir beiðni Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. fer fram uppboð til slita á sameign á pylsuvagni scm staðsettur er við Alfabakka í Mjóddinni á bílastæði Landsbanka Islands og hefst uppboðiö kl. 18.00 fimmtudag- inn 20. desember nk. Greiösla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavík. Engin gengisfelling eða verðbólga Hjá okkur færðu allt í jólaskreytinguna á lága verðinu: grenibúnt 95 kr. Jólatré: þinur, rauð- greni og fura. Kertaskreytingar frá 130 kr. Geysi- legt úrval af gjafavörum. Ödýrar jólatréskúlur. Skreyttir krossar og greinar á leiði. Hvar færð þú könglapokann á 5 kr,? I Blómaskálanum. - Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 40980» Kvikmyndir Kvikmyndir Stjörnubíó— Ghostbusters_★ ★ ★ DRAUGAVEIÐARAR ÍNEWYORK Ghostbusters. Leikstjóri: Ivan Reidman. Handrit: Dan Aykroyd og Harold Ramis. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Tónlist: Elmer Bernstein. Titillag Ray Parker jr. Aðalleikendur: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver og Harold Ramis. Ghostbusters er einhver vinsælasta rnyndin sem sýnd er í heiminum í dag, kom eiginlega og stal senunni frá öðrum mýndum er hafði verið spáö vinsældum. Eftir að hafa séö Ghostbusters er maöur ekki undrandi á þeim vinsældum sem myndin hefur fengið. Fer saman mikil tæknibreUu- mynd sem er hvað vinsælast hjá ung- mennum og óborganlegur húmor eins og viö er að búast hjá leikurum eins og Bill Murray og Dan Aykroyd. Ekki skemmir þaö fyrir Ghostbusters að myndin er aldrei laus við spennu og kemur sú spenna að mínu mati kannski of mikið niður á gríninu, án þess þó að gæði myndarinnar rýrni. Ghostbusters eru þrír menn sem í upphafi myndarinnar starfa hjá há- skóla viö sálarrannsóknir og auk þess gera þeir tilraunir með of- skynjarnir fólks. Þeim er sagt upp störfum. Taka þeir þá til ráðs að stofna fyrirtæki sem hefur það aö at- vinnu að handsama drauga sem ganga lausir í New York. Þeir koma sér upp ýmsum tækjum til þess aö handtaka draugana og þegar þeir eru útbúnir þeim eru þeir ekki ólíkir geimförum án hjálma. Fyrsti viðskiptavinurinn er ung kona sem býr í blokk, sem hefur sérstakiega mikið aödráttarafl fyrir drauga, enda kemur síðar í ljós að sú blokk er aöalbækistöðvar drauga í New York. Konan haföi orðiö fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu þegar hún opnaði ísskápinn. Ekki tekst þeim félögum aö hjálpa henni í fyrstu umferð. Þeim tekst betur á öðrum vígstöðvum. Og ekki liöur á löngu þar til þeir eru orðnir frægir og um leið mjög vinsælir meöal borgar- búa. Draugaveiðarnar halda áfram og eru draugarnir um leið settir i geymslu. Ekki verður söguþráðurinn rakinn Iengra, en mikið á eftir að gerast áður en upp er staöið. Það sem gerir Ghostbusters að slikri skemmtimynd sem hún er, er kannski ekki síst það grín sem gert er meö þeim fullkomnu tækni- brellum sem beitt er. Ahorfandinn er sér aUtaf þess meðvitandi að hann er aö lioifa á farsa þar sem bókstaf- lega er ætlast til að enginn hlutur sé tekinn alvarlega. Má þar nefna þá hluti sem þeir félagar nota við draugaveiðarnar, en þeir blutir gætu eins vel veriö slökkvitæki eða ryksugur, eins og geisiabyssur og geymsla fyrir drauga. Leikararnir fara á kostum, þó enginn meir en Bill Murray. Það er sama hvað hann gerir, allt verður að gríni í höndum hans og efast ég ekki um að þarna sé komin næsta stór- stjama í grínmyndum. Dan Aykroyd og Harold Ramis, sem leika aöra tvo draugaveiðara, eru einnig ábyrgir fyrir handritinu sem er gert af dirfsku. Ghostbusters er hin besta skemmt- un í skammdeginu og bætir skapið. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Ráðherranefnd Norður- landa Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde) er stjórn- sýslustofnun fyrir samstarf ríkisstjórna Norðurlanda á sviði fræðslumála, vísinda og almennra menningarmála. Menning- armálaskrifstofan, sem nú telur um 50 starfsmenn, hefur um- sjón með framkvæmd samnorrænnar fjárhagsáætlunar, árið 1984 að fjárhæð um 130 millj. danskra króna, sem skiptast í fjárveitingar til um 40 norrænna stofnana og samstarfsverk- efna. I menningarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar staða ritara. Gert er ráð fyrir að móðurmál ritarans sé íslenska, og að hann hafi kunnáttu í a.m.k. einu af hinum Norðurlandamálunum. Um er að ræða almenn skrifstofustörf, og koma bókhalds- og gjaldkerastörf einnig til greina. Reynsla af gjaldkerastörfum og bókhaldi er því æskileg. Reynsla af og áhugi á tölvuvinnslu er einnig æskileg. Ríkisstarfsmenn eiga skv. gildandi reglum rétt á leyfi úr stöðu sinni um allt að fjögurra ára skeið, ef þeir ráðast til starfa í menningarmálaskrifstofunni. Laun miðast við kjarasamn- inga danska ríkisins og samtaka verslunar- og skrifstofu- manna (HK) í Danmörku. Þar við bætast tilteknar álags- greiðslur. Óskað er umsókna frá báðum kynjum. Umsóknarfresti um framangreinda stöðu lýkur 5. janúar 1985. Ráðið verður í stöð- una sem fyrst eftir þann tíma. Umsóknir skal senda tii Nord- isk Ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samar- bejde, Snaregade 10, DK—1205 Köbenhavn. Þar má og fá nán- ari upplýsingar um starfið (sími 01-114711 i Kaupmannahöfn).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.