Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Síða 6
50
Jólagjafahandbók
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Dachstein skíðaskór
Þessi skíöaskór hér á myndinni er sérstakiega
hannaður keppnisskór. Hann er með framhalla-
stillingu og hliðarstillingu sem gerir það að
verkum að skíðamaðurinn er mjög stöðugur.
Dachstein skíðaskórnir fást hjá Fálkanum, Suður-
landsbraut 8. Þú færð einnig venjulega skíðaskó
frá Dachstein í Fálkanum.
í reiðhjóladeild Fálkans er mikið úrval af góðum
reiöhjólum, hvort sem er fyrir stóra eða smáa, til
dæmis þetta sterka og vandaöa þríhjól frá DBS
sem kallast Lemmus. Það er með skúffu og
kostar 2.578 krónur. Þá eru einnig á myndinni
Dachstein gönguskór og kosta slikir skór frá 739 í
barnastæröum og 875 kr. í fulloröinsstærðum.
Salton og WKM kaffivélar
í raftækjadeildinni í Fálkanum, Suðurlandsbraut
8, er mikið úrval af heimilistækjum. Má þar nefna
Salton og WKM kaffivélar sem kosta frá 1.136
krónum og brauðristir frá WKM, einfaldar og
tvöfaldar, frá 1.256 krónum. Raftækjadeildin á
annarri hæð Fálkans leynir á sér því þar er
ýmislegt hægt að finna til jólagjafa.
Þetta vöfflujárn frá Steba er ekkert venjulegt
vöfflujárn því hægt er að snúa því við og breyta í
mínútugrill á svipstundu, létt og handhægt tæki
sem getur komið sér vel við vöfflubaksturinn og
steikinguna. Þá eru þeir einnig frábærir, djúp-
steikingarpottarnir frá Steba. Þeir eru með hita-
stillingu og þeir eru ekki kringlóttir eins og flestir
pottar, heldur ílangir.
Borvél með
rafhlöðu
Þessi litla en skemmti-
lega borvél getur leyst
mörg vandamálin á
heimilinu eða vinnu-
staðnum. Hún er ákaf-
lega handhæg, gengur
fyrir rafhlöðu og hefur
tvær hraðastillingar.
Þessi vél er frá Skil og
fæst í raftækjadeild
Fálkans, Suöurlands-
braut 8.
Skóver sér um karlmennina
Þetta er víst óhætt að segja þvf Skóver, Laugavegi
100, er sérverslun með herraskó. Á myndinni er
aöeins brot af öllu því úrvali sem verslunin býður
upp á. Loöfóðraöir kuldaskór, Humanic, kosta
2.195 kr., ökklaskór, sem eru mjög vinsælir og
einnig loðfóðraðir, kosta 1.610 krónur og reimaðir
drengjaskór kosta 1.050 krónur. Þeir eru til í
stærðum frá 30—39 og eru eingöngu í gráum lit.
Mokkajakki
á bæði kynin
Það er rétt að þessi
mokkajakki, sem fæst í
Framtíöinni, Lauga-
vegi 45, er bæði fyrir
dömur og herra. Hann
er einstaklega vand-
aður og sniðiö er
nýtískulegt. Slíkur
gripur kostar 10.500
krónur. Þetta er gjöf
sem vermir og sem
hægt er að nota ár eftir
ár. Húfan kostar aðeins
530 krónur.
Pelsjakki
Þessi pelsjakki er meö
leöurbryddingum og er
fáanlegur hvítur, grár
og svartur. Þetta er
einstaklega hlý flík
enda unnin úr íslensku
ullinni. Jakkinn kostar
11.200 krónur og má
segja að þetta sé
eilíföarflík. Pels-
jakkann færðu í
Framtíðinni, Lauga-
vegi 45, og húfan í stíl
kostar 680 krónur.
Fyrir skíðamanninn
í skíðadeild Fálkans er úrvaliö geysilegt af öllu
því sem skíðamanninn vantar. Má þar nefna
Fischer svigskíði frá 3.000 krónum, gönguskíöi frá
2.000 krónum, Tyrolia bindingar, Dachstein skföa-
skór frá 1706 krónum og töskur frá 300 krónum.
Þá er einnig fáanlegur skföaáburður fyrir göngu-
og svig frá Toko og Rode.
Grillofn frá Steba
Þessi glæsilegi grillofn er ekki bara brúklegur til
að grilla matinn, hann er einnig mjög góður bök-
unarofn. Þess vegna er hann heppilegur í eldhús
sem eru fremur lítil. Grillofninn er fáanlegur í
nokkrum stærðum og kostar frá 2.715 krónum.
Steikarpanna frá Pifco kostar 3.223 krónur.
Alla leið frá Mexíkó
Það er satt. Nú er komin ný verslun við Laugaveg
sem verslar eingöngu með listmuni frá Mexíkó.
Verslunin ber auðvitað nafnið Mexíkó og er til
húsa á þriðju hæðinni viö Laugaveg 28, sími 16014.
Plattar eins og þessir á myndinni kosta 295 krónur
og 480 krónur. Koparpönnur kosta frá 560 kr. og
handmálaðar myndir á trjábörk kosta frá 310 kr.
Sérstæðir mexíkanskir munir fást í Mexíkó, eins
og t.d. vasar, kjólar, töskur, slár, myndir, teppi og
ótal margt fleira.
Já, það má segja að það sé úrval af úrum hjá
Guðmundi B. Hannah úrsmið sem er til húsa að
Laugavegi 55. Þar getur þú valið um Seiko,
Citizen, Pierpont, Farve-Leuba, Adec, Pulzar,
Zenith, Orient, Casio, Sanya, Loruz og Newton
skólaúr svo úrvalið er fyrsta flokks. Þá býöur
Guðmundur einnig upp á veggklukkur, eldhús-
klukkur, loftvogir og yfir fjörutíu tegundir af
vekjaraklukkum.