Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. 53 Landsins mesta úrval af hönskum í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustíg 7, er langmesta úrval landsins af leðurhönskum og þeir eru allir í sérstökum gjafaumbúöum. Hanskar eru alltaf hlý og góð gjöf og eru þeir til handa dömum og herrum. Hvort sem þú vilt fóðraða hanska úr kanínuskinni, lambsskinni eða einhverju öðru þá færðu þá örugglega í Tösku- og hanskabúðinni. Hanskarnir eru á verði frá 695— 1.325 kr. Stórglæsilegir kubba-konfektkassar í versluninni SVISS færöu þrjár stærðir af glæsi- lega skreyttum kubbakonfektkössum. Innihaldið er ólýsanlega gott truffes (konfektkúlur) og konfekt, allt handunnið af konfektmeisturum í Zúrich fyrir minna en 14 dögum, ferskt eins og allt góðgæti á að vera. Minnsti kassinn inniheldur eitt truffes (konfektkúlu) og kostar aðeins kr. 68. Stór- skemmtileg lítil gjöf með eða ein sér. Næsta stærð fyrir ofan inniheldur 130 grömm af Ijúffengu konfekti og kostar kr. 344. Stærsta gerðin af kubba-konfektkössunum inniheldur sannkall- aða veislu — 330 grömm af konfektinu Ijúffenga — og kostar kr. 689 í versluninni SVISS. Löngu, glæsilegu, gegnsæju kon- f ektkúlukassarnir (truffes) Auk þess hvað truffes konfektkúlurnar eru ólýsan- lega gómsætar líður manni vel þegar maöur borð- ar þær vegna þess aö maður veit að í þetta sæl- gæti er ekki notað millígramm af rotvarnarefnum eða öðrum aukaefnum eins og í framleiöslu svo margra annarra. Enda er þetta sælgæti selt ferskt í versluninni SVISS, minna en 14 daga gamalt. Það er engin hætta á að það verði oröið grátt um jólin. Lúxus-konfektið truffes er hér sýnt í glæsi- legum pakkningum: Kassi með 4 truffes kostar kr. 197, kassi með 7 truffes kostar kr. 288 og kassi með 14 truffes kr.- 495 í versluninni SVISS viö Laugaveg. Frá Karli Lagerfeld Nýjasta ilmvatnið frá tískukónginum Lagerfeld er komið til íslands í glæsilegum umbúðum. Ilm- urinn þykir einstakur enda er Karl Lagerfeld nú í fremstu röð tískuhönnuða. Minna glasið kostar 1.251 krónu og er það ekta ilmvatn. Toilette spray kostar 895 krónur. KL-ilmvatniö fæst hjá snyrti- vöruversluninni Oculus, Austurstræti 3, sími 17201. Sérverslun með svissneskt súkkulaði Laugauegi 8 Reylgauík Flytur inn beint frá Zurich eitthvert allra besta konfekt og truffes (konfektkúlur) sem framleitt er í heiminum. Konfektið er handgert úr fyrsta flokks hráefnum af heimsfrægum konfektmeist- urum í Zúrich og engir aðrir dirfast að halda því fram að þeir geri betra sælgæti. Gefðu gjöf sem allir kunna aö meta —ólýsanlega gott konfekt. SÖLUSTAÐIR: Verslunin SVISS, Laugavegi 8, Reykjavík, Kristjánsbakarí, Akureyri, Gunnarsbakarf, Keflavík. Truffes konfektkúlur í silfurplett- körfum og postulínsskálum Stórskemmtileg gjöf. Gómsætar truffes-kúlur frá Zurich, ferskar og ólýsanlega góöar sem hverfa ofan í sælkerana eins og dögg fyrir sólu. En eftir verður falleg, þung silfurplettkarfa eða postulíns- skál sem minning um góða gjöf. Silfurplettkörfur með 200 g truffes konfektkúlum kr. 737. Postulíns- skálar með 150 g truffes konfektkúlum kr. 486 í versluninni SVISS. Það allra nýjasta Þessar fallegu leðurtöskur eru kallaðar kántrí- töskur. Þær eru sérstaklega ætlaðar ungu stúlkun- um, enda eru þetta einmitt töskur eins og þær vilja. Töskurnar eru í mörgum stærðum og út- færslan er á marga vegu. Þær eru skemmtileg gjöf handa stelpunum og gjöf sem þær eiga örugg- lega eftir að nota. Töskurnar kosta frá 1.100—1.400 kr. og fást í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðu- stíg 7. Truff es kassar og kampavíns-truffes kassar Báðir þessir kassar innihalda 16 truffes, annar blandaðar tegundir, svo sem heslihnetu, milka, kampavín, romm, Irish Coffee o.fl. o.ffl. o.fl. en hinn eingöngu hin geysivinsælu kampavíns-truffes (konfektkúlur) sem framleidd eru úr ekta frönsku kampavíni og margs konar ekta hráefn- um. Truffes konfektkúlurnar njóta geysilegra vin- sælda um allan heim, enda ekkert annaö sælgæti til betra. Sannkallaður veislukassi sem maður fel- ur niðri í skúffu og býður engum með sér, nema þeir allra gjafmildustu. Verð kr. 542 í versluninni SVISS. %■ Konfekt og truffes konfektkúlur að eigin vali úr kæliborðinu í SVISS Þú velur sjálf(ur) uppáhaldstegundirnar þfnar úr kæliboröinu í SVISS á Laugavegi 8, annaðhvort til að njóta sjálf(ur) í jólainnkaupunum eða sem gjöf. Viö pökkum inn eftir þínum óskum í glæsi- legar gjafapakkningar eða bara í lítinn gullpoka fyrir þig. Konfekt og truffes konfektkúlur sem ekki eiga sinn líka. Ólýsanlega gott, næstum því syndsamlega gott. Sjáumst í SVISS. Skjalatöskur Herrar jafnt sem dömur nota skjalatösk- ur mjög mikið. í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustíg 7, er óvanalega mikið úrval af glæsilegum skjala- töskum. Velja má um allt að þrjátíu tegundir og verðið er frá eitt þúsund krónum upp í fjögur þúsund. Samkvæmis- veski Það væri ekki amalegt að fá samkvæmisveski úr slönguskinni í jóla- gjöf. í Tösku- og hanskabúðinni, Skóla vörðustíg 7, er gífur- lega mikið úrval af fallegum samkvæmis veskjum jafnt úr slönguskinni sem mjúku skinni. Töskurn- ar kosta frá 980 krón- um upp í 2.500 krónur. TÖSKU-OG HANZKABUÐIN Skólavörðustíg 7 Úr og ilmvatn Hér kemur ein sniöug- asta gjöfin handa ungl- ingsstúlkunum. Þú kaupir eitt ilmvatns- glas frá Max Factor á kr. 638 og með því færðu tölvuúr, kvarsúr meö hvítri ól. Þetta er ódýr gjöf sem kemur áreiöanlega á óvart. Ilmvatnið með úrinu fæst í Oculus, Austur- stræti 3, sfmi 17201.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.