Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Jólagjafahandbók
75
KOSTAll boda
Bankastræti 10
(á horrii Ingólfsstrætis) — Simi 13122
Handunnar skálar
Hjá Kosta Boda færðu hinar glæsilegu Rainbow
skálar. Allar eru skálarnar handunnar og er hver
þeirra númeruð og ber nafn hönnuðar. Rainbow
skálarnar eru til í nokkrum stærðum og kosta
1.160—2.340 kr.
Logandi snjóbolti
Hann er einmitt kallaður snjóboltinn, þessi
kristalskertastjaki frá Kosta Boda sem er fáanleg-
ur í þremur stærðum. Viö höfum sagt að enginn
fari í snjókast með slíkum gripum. Snjóboltinn er
fallegur og sómir sér vel einn sér eða í hópi með
fleiri snjóboltum. Snjóboltinn er falleg gjöf á
skemmtilegu verði þ.e. 290,37Ö og 515 kr.
Sveppalampar
Sveppalamparnir frá Kosta Boda hafa fyrir löngu
vakið á sér athygli fyrir sérkennilega hönnun.
Þeir eru til í sex gerðum, kosta 1.950—2.750 krónur
og eru sígild jólagjöf hvort sem er fyrir börn eöa
fullorðna.
Fyrir heita rétti
Þessar fallegu skálar eru allar úr eldföstu gleri og
með korkmottu undir. Skálarnar má því nota und-
ir hvers konar heita rétti eða salat eftir þvf sem
hentar best hverju sinni. Einnig fást kaffiglös
undir írskt kaffi í sömu útfærslu. Þau kosta 233
krónur og skeiö 98 krónur.
Handunnin kristalsglös
Þau eru alveg einstaklega falleg, handunnu
kristalsglösin í Boda Line frá Kosta Boda. Útlit
þeirra er engu líkt og myndi sóma sér á fegurstu
matborðum. 20 cl rauðvínsglas kostar 636 kr., hvít-
vínsglas 605 kr„ snafsglas 558 kr. óg koníaksgias
658 kr. svo eitthvað sé nefnt.
Aðventubörn
Það er sama hvort þú
ert að leita að gjöf eða
ætlar að skreyta
heimili þitt fyrir jólin,
þú getur alltaf fundið
eitthvaö í Kosta Boda.
Aðventubörnin eru
alveg einstaklega
skemmtileg. Þau eru
unnin úr leir af Lisu
Larson sem er ein
vinsælasta keramik-
listakona Svíþjóðar.
Aðeins eitt af mörgum
Það er ekki ofsögum sagt af hinu geysilega úrvali
af fallegum matar- og kaffistellum frá Kosta
Boda. Það eru margar gerðir sem verslunin selur
þessa dagana. Ekki eru hnífapörin síðri enda eru
þau með þeim allravinsælustu,jafnt hjá ungu fólki
sem því eldra.
Fallegu jólaenglarnir
Þeir eru alltaf jafnvinsælir, jólaenglarnir í Kosta
Boda. Þeir lýsa upp skammdegið og gera um-
hverfið jólalegt. Jólaenglarnir í Kosta Boda hafa
lýst upp mörg jólaborðin og skapaö skemmtilegan
jólablæ. Þeir eru nú fáanlegir hjá Kosta Boda og
kosta frá 395 krónum.
Eldfast gler í kopargrind
Þessi eldföstu glerföt sem Kosta Boda býður upp
á í þremur stærðum hafa vakið mikla athygli.
Fötin eru í kopargrind og eru því sérlega falleg á
borði, eöa eins og þeir segja hjá Kosta Boda:
þægilegt að matreiða í — fallegt að bera fram í.
Hönnuður er Rolf Sinnemark. Verðið er frá 985—
1.430 kr.
Kosta Y Boda
Jólin eru komin í Kosta Boda
Aðventuskál úr kristal
Hver húsmóðir ætti að gefa sjálfri sér þessa
fallegu aðventuskál. Aðventuskálin er úr kristal
frá Kosta Boda og henni fylgja leiöbeiningar um
hvernig má skreyta hana. Hún er falleg á borði —
minnir á jólin. Verðiö er aðeins 695 krónur.