Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 43
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Jólagjafahandbók 87 Sólhlrfar frá Kína Hér á myndinni eru handmálaðar, kínverskar sól- hlífar sem fást í Corus, Hafnarstræti 17. Þessar sólhlífar eru sérlega fallegar. Þær eru fáanlegar í þremur stærðum og er verðið frá 240 krónum. Sólhlífarnar hjá Corus eru mjög hentugar sem skreytingar með loftljósum! CORUS Þýskir lampar Þessir sérstæðu lampar fást í Corus, Hafnarstræti 17, og kosta 1.620—2.255 krónur. Þeir eru öðruvísi en aðrir lampar og sóma sér hvar sem er. í Corus er einnig úrvai af fallegum, enskum lömpum á mjög góðu verði. Tölva og klukkur í kristal Þetta er algjör nýjung sem verslunin Corus býður uppá nú fyrir jólin'.Tölvaeða klukka íkristalsgleri til aö standa á borði. Þessir skemmtilegu hlutir eru jólagjafir fyrir nánast allan aldur en kannski langskemmtilegastir á betri skrifborðin í bænum. Tölvan kostar 2.590 krónur og klukkan 1.190 krónur. Hollensk glös — línan í dag Þessi glös, sem fást í Corus, Hafnarstræti 17, eru sérlega fallega unnin og hönnunin er sú sem vinsælust er í dag, jafnt hjá unga fólkinu sem því eldra. Þrátt fyrir gæðin er veröið einstakt, aöeins frá 96 krónum. Corus býður þrettán gerðir af slík- um glösum. Gamaldags skápur Hann er reyndar alveg nýr og ætlaður fyrir sterotæki og plötur en hann er gerður eftir fyrirmynd gömlu skatt- holanna með sjallósí- hurð eða rennihurð eins og voru á skatt- holunum í gamla daga. Skápurinn er úr furu og kostar 13.200 krónur, svolítið sérstakur gripur sem fæst í JL- húsinu, Hringbraut 132. Nytsamir kertastjakar Þessir fallegu, þýsku kertastjakar geta staðið á borðinu til prýöi allan ársins hring en þjóna engu að síður þeim tilgangi fyrir jólin að vera aöventukransar. Það er því um að gera að taka upp rauðu borðana á aöventunni en nota kerta- stjakana annars allt árið því þeir skreyta sig jú sjálfir. Verðið er aðeins 690 krónur. Kertastjakar þessir fást í versluninni Corus, Hafnarstræti 17. Svampsófi Þessi skemmtilegi svampsófi er þannig gerður að maður dregur hann bara fram og þá er hann fín- asta rúm, 115 cm breitt. Þessi sófi er jafnt ein- staklingsrúm sem tveggja manna. Hann er danskur og hentar mjög vel þar sem lítið pláss er. Sófinn kostar aðeins 8.400 krónur og tveir púðar fylgja honum. Sófinn fæst f JL-húsinu, Hringbraut. Boxhanski eða skór Þitt er valið. Það er bara á hvoru þú heldur að betra sé að sitja því þetta eru stólar þegar allt kemur til alls og sérdeilis skemmtilegir í unglinga- herbergið. Stólarnir eru líka þægilegir þó þeir Ifti skringilega út en þeir kosta aðeins 1.950 krónur og fást í JL-húsinu við Hringbraut. Loftljós yf ir borðstof uborðið Það er mikið f tísku núna að hafa þessi Ijós yfir borðstofuborðinu. Þau eru til í mismunandi gerö- um og kosta allt frá 1.972 krónum. Öll eru þau með lituðu gleri og einhverju munstri í. Ef þig vantar fallegt Ijós yfir borðstofuborðiö ættir þú að líta á glerljósin í JL-húsinu. Sjálfvirkar kaffikönnur í JL-húsinu í raftækjadeildinni f JL-húsinu er mikið úrval af góðum, sjálfvirkum kaffikönnum, til dæmis þess- ar á myndinni sem báðar eru dálftið sérstakar. önnur vélin hellir beint upp á hitakönnu og kostar hún 1.898 krónur, hin kannan er tvískipt svo þú getur valiö hvort þú hellir upp á 2—4 bolla eða 5— 12 bolla og hún er með eilífðarpoka. Kaffikönnur f JL-húsinu eru til á verði frá 1.248 krónum. Ódýrustu Ijósin Þau eru lítið dýrari en Ijósapera, þessi pappfrsljós sem fást f raftækjaversluninni í JL-húsinu. Þau eru því tilvalin fyrir þá sem eru að byrja búskap, þá sem eru að byggja eða þá sem ætla að gefa ódýrar jólagjafir. Hrískúlurnar, eins og þessi Ijós eru kölluð, eru til í mörgum stærðum, 12—24 tommu, og kosta 120—298 krónur. JH Jón Loftsson hf. □ □cdse mmsí |!— Gj C L-i EI lJ í . Lj i_D Gi UtJ Hringbraut 121 Sími 10600 k.f Jólabjallan '84 Hér á myndinni er jólabjallan 1984 frá hinu heims- þekkta vestur-þýska fyrirtæki Hutschenreuther. Bjallan fæst hjá Corus í Hafnarstræti. Hún er hönnuð og skreytt af Ole Winther sem er kunnur hönnuður. Framleiðsluupplag er takmarkað. Jólabjallan frá Hutschenreuther kom fyrst út 1978. Hún er tilvalin til að safna henni ár eftir ár og hún sómir sér einstaklega vel á jólatrénu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.