Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 44
88
Jólagjafahandbók
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Klukkur í Tímadjásni
Hér eru komnar á mynd góðar jólagjafir sem fást
í Tímadjásni, Grímsbæ. Citizen eldhúsklukka
kostar 1.948 kr., en þær eru til frá 957 kr., vekjara-
klukka 1.545 kr., en vekjaraklukkur eru til frá 640
kr., og loftvog, sem er um leið hitamælir og raka-
mælir, kostar 7.335 kr. en er til frá 549 kr. í Tíma-
djásni er mikið úrval af hinum ýmsu veggklukk-
um á góðu verði.
Fallegt um jólin
Búbest, Grímsbæ viö Bústaöaveg, sími 37488,
býður upp á þessa fallegu jólavöru, jólabjöllur og
hringi úr kristal sem upplagðir eru til að hanga í
glugga. Jólabjallan kostar 449 kr. og hringurinn
379 kr. Litla jólaskálin, sem er ætluð fyrir spritt-
kerti, kostar 259 kr. og keramikjólatré, sem einnig
er ætlað fyrir kerti, kostar 395 krónur.
Skartgripir íTímadjásni
Þau deyja ekki ráöalaus í Tfmadjásni þegar
skartgripirnir eru annars vegar. Glæsilegar festar
og armbönd eru þar á boöstólum auk hringanna.
Festin á myndinni kostar 15.935 en hún er bæði úr
hvfta- og rauöagulli, 14 kt. Armbandið er alveg
eins og kostar það 7.548 kr. Hringirnir eru ekki
síður fallegir. Annar er gullhringur meö zirkon-
steinum á 2.258 kr. og hinn er með 16 punkta
demant og rúbín og kostar n.904 kr. Úriö er ekta
silfurúr með hvítagullsáferð og kostar þaö 8.100
krónur.
Silfurplett íTímadjásni
Það er geysimikið úrval af fallegum silfurplett-
munum hjá versluninni Tímadjásn, Grímsbæ. Á
myndinni eru til dæmis rjómakanna og molakar á
bakka sem kostar 1.196 krónur settið, þá servíettu-
statíf á 345 kr., kertastjaki fyrir þrjú kerti á 395 kr.
og bakki á 760 krónur.
Gjafavörur í Ársól
Snyrtivöruverslunin og snyrtistofan Ársól í Gríms-
bæ tekur vel á móti sínum viðskiptavinum. Þar er
boðiö upp á ýmsar glæsilegar snyrtivörur og ilm-
vötn en auk þess er hægt aö fá gjafakort upp á
snyrtingu í Ársól. Gjafakortið er mjög vinsælt en
þiggjandinn getur síðan ráðið hvað hann tekur út
á það hjá þeim íÁrsól.
Sérstakar gjafir
Þessi sérkennilegi lampi á myndinni er hvftur og
lítur út eins og túlípani. Hann fæst í Marellu,
Laugavegi 41, og kostar 3.980 krónur. Vasinn á
myndinni kostar 380 krónur og skórinn, sem er
einstaklega skemmtilegur fyrir skreytingar, kost-
ar 350 krónur. Skór eru til í mörgum fleiri geröum
hjá Marellu.
Finnskar glerskálar
Það er geysiiega mikið úrval af fallegum, finnsk-
um glerskálum í versluninni Marellu, Laugavegi
41, stórum og smáum, jafnt fyrir jólaávextina
sem konfektið. Skálarnar kosta frá 110 kr. og upp í
1.410 krónur.
Litlir glerkertastjakar
í versluninni Marellu, Laugavegi 41, er mjög
mikið úrval af litlum, skemmtilegum glerkerta-
stjökum sem upplagðir eru á matboröið. Þessir
kertastjakar eru mismunandi í laginu, hægt að fá
rós eða hring eða nánast hvaö sem er. Þeir eru
líka mjög ódýrir, kosta aðeins 45 krónur. ösku-
bakkarnir kosta 135 og 162 krónur, óróar 145
krónur og körfur 97 krónur.
I
Sængurverasett
með myndum
Þú getur valið um hinar
ýmsu myndir á sængur-
verasettunum hjá verslun-
inni Spóa, Kaupgarði, sími
46866. Á þeim eru skrípa-
myndir, Pac-man,
fallegar brúöumyndir og
þær er af öllum mögu-
legum geröum. Sængur-
verasettin eru í stærðum
135X200 og því frekar
ætluö á rúm þeirra sem
eru komin með stærri
sængur. Þau kosta 988
krónur.
Aðventukrans
í versluninni Búbest, Grímsbæ, sími 37488, fæst
þessi fallegi gleraöventukrans. Hann er danskur
og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er.
Blómahringirnir sóma sér líka mjög vel á þessum
aðventukransi en hann kostar aðeins 569 krónur.
Allar gerðir úra
Hjá Tfmadjásni, Grímsbæ, færðu allar geröir
úra: skólaúr, herraúr, dömuúr, tölvuúr og vasaúr,
svo eitthvað sé nefnt. Á myndinni eru til dæmis
Delma herra- og dömuúr með ól og kosta þau
5.470 kr. Casio herraúr, gyllt, sem er tvöfalt,
kostar 3.713 kr. og Adec gullúr fyrir kvenmanninn
4.079 kr. Það er sannarlega hægt að fá úr handa
allri fjölskyldunni íTfmadjásni.
Leðurtöskur
í Spóa
í versluninni Spóa, Kaup-
garði, sími 46866, er mikið
úrval af leðurpokum eins
og þessum á myndinni.
Þeir kosta 890 krónur og
er enginn þeirra alveg
eins. Litir eru dökkbrúnn,
Ijósbrúnn, hvítur og svart-
ur. Þessir pokar hafa gert
mikla lukku hjá yngri kon-
um enda þægilegir í vinn-
una eða skólann.