Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 59
DV. FIMMTUDAGUR13. DEISEMBER1984.
Jólagjafahandbók
103
í Gjafahúsinu við Skólavörðustíg — Sími 18525
Fyrir jólasmákökur
Þaö vill alltaf koma upp vandamál fyrir jólin hvar
eigi nú að geyma jólasmákökurnar. Gjafahúsið
getur leyst þann vanda með nýju kökuboxunum
sínum. Þau eru meira aö segja með jólamyndum
svo smákökurnar verða ennþá jólalegri og betri.
Boxin eru bæði til ferköntuð og þá í tveimur stærð-
um og hringlaga í þremur stærðum. Þau kosta
155, 165 og 175krónur.
Fyrir þá sem drekka te
Þessi sniöugu flát á myndinni eru alveg stór-
skemmtileg. Þú setur teketilinn ofan á og teið
þitt kólnar ekki — það helst heitt. Það má meira
að segja reyna aö halda mat heitum á þessum
skrýtnu hlutum. Og þó kosta þeir ekki nema 159
krónur.
Fallegar leirkrúsir
Þær eru mjög skemmtilegar, þessar leirkrúsir
sem fást í Gjafahúsinu. Þær eru glænýjar og hafa
þó þegar aflað sér mikilla vinsælda. Það er sér-
staklega unga fólkið sem er veikt fyrir slíkum leir
í eldhúsið. Leirkrúsirnar eru til í ótalmörgum
stærðum og gerðum og með mismunandi áletrun-
um. Á myndinni er aðeins lítið sýnishorn en það er
fyrir sykur á 1.395 kr„ brauð á 2.395 kr., kaffi á 695
kr„ áhöld á 395 kr. og ofnfast fat á 995 krónur.
Partfljós
Þetta er sannkallað
partfljós. Þetta eru kerti,
tuttugu í pakka, og þeim
má stinga í tertur, ábæt-
inn, osta eða hvaða glæsi-
rétti sem þú ætlar að
bjóða upp á. Þetta eru sér-
stök kerti til að skreyta
veisluborðiö og gera mat-
inn enn Ijúffengari fyrir
vikiö. Þessi skemmtilegu
kerti eru til í sex litum og
kostar pakkinn aðeins 96
krónur.
I Jólaskraut á
tréð eða
pakkann
Þetta fallega, litla jóla-
skraut er til í mörgum
gerðum og kostar aöeins
25 krónur. Þú getur hengt
] þaö á jólatréð eöa skreytt
jólapakkann með því eða
I hengt á skreytingu.
Skrautið gefur ýmsa
j möguleika ef hugmynda-
j fiugið er látiö ráða. í
| Gjafahúsinu er geysimikið
úrval af fallegu, litlu jóla-
skrauti.
allt er ótrúlega ódýrt.
Þaö er eins og verðbóigan
hafi ekki ennþá
fundið heimilisfangið
okkar, enda myndum
við henda henni á dyr
hið bráðasta, þótt við
séum annars ósköp Ijúf
heim að sækja.
Gleðileg jól!
Póstsendum um allt land.
Yfir hundrað
tegundir
og jafnvel meira en það
segja þær í Gjafahúsinu er
blómahringir koma til
tals. Þeir eru nefnilega al-
veg óskaplega margir og
af öllum gerðum og stærð-
um. Þú getur meira að
segja fengið þá úr gleri
þannig aö úrvaliö er
breytilegt.
Körfur undir prjónadót
Það er víst löngu orðið landsfrægt allt úrvalið af
körfum í Gjafahúsinu enda geta þær státað af
körfum fyrir nánast hvað sem er, meira að segja
brauð. Þessar körfur eru þó alveg nýjar og henta
vel fyrir prjónadót en auðvitaö má nota þær undir
hvaö sem er. Margar stelpur vilja geyma tísku-
blöðin í svona körfum. Með loki kosta þær 2.245 kr.
ogán loks 1.645 kr.
Sniðugt á matborðið
Viltu brydda upp á einhverri nýjung í gestaboö-
inu? Þú getur fengið slíkan matseöil sem þennan
á myndinni en á hann má skrifa með tússi og
þurrka síöan út. Slíkur matseðill fæst í Gjafahús-
inu. Einnig fást þar litlir plattar þar sem þú getur
skrifað nöfn gestanna og í stfl færðu statíf fyrir
hnífinn og litlar mýs til að stinga í pinnabrauðiö
eöa ostinn.
Kerti — Kerti — Kerti
Það er alveg ótrúlega mikið úrval af alls kyns
kertum í Gjafahúsinu á Skólavörðustíg. Má segja
að þau séu í öllum litum og stærðum og fyrir
hvaða kertastjaka sem er, meira aðsegja útikerti.
Það ætti að borga sig að líta á allt kertaúrvalið
okkar, segja þær glaðhlakkalegar í Gjafahúsinu
enda eru þær komnar í jólaskap og búnar að setja
upp jólahúfurnar.
Jólatilboðsverð
í Gjafahúsinu er mjög mikið úrval af fallegum
matar- og kaffistellum á einstöku jólatilboðsveröi.
Hvítt stell passar einmitt svo Ijómandi vel á
rauöan jóladúkinn. Þær í Gjafahúsinu ætla því að
bjóða stellin aöeins fyrir jólin á alveg sérstöku
verði. Þú getur valið um hina ýmsu fylgihluti
með stellunum.
3*