Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Drap leyniþjónustan 78 ára gamla konu? Breski þingmaðurinn Tom Dalyell hefur ásakað breska leyniþjónustu- menn um að hafa myrt 78 ára gamla konu. Dalyell sagði að þeir heföu drepið konuna, sem var frænka fyrr- verandi foringja í sjóhernum, í leit að leyniskjölum er varöa atvikið þegar breskur kafbátur sökkti arg- entínska orrustuskipinu Belgrano hershöfðingja viö Falklandseyjar. Dalyell hefur lengi haldiö því fram að skipinu hafi verið sökkt jafnvel þó sjóherinn og stjórnvöld hafi vitað að breskum skipum stafaði engin hætta af því. Sjóherforinginn fyrrverandi, Ro- bert Green, vann í leyniþjónustu hersins. Þaö var hann sem sendi skipunina til kafbátsins um að granda skipinu. Hann sagði síöar af sér vegna andstöðu sinnar viö Falk- landseyjastríðiö. Að sögn Dalyell töldu leyniþjón- ustumenn aö Green kynni aö hafa stoliö leyniskjölum og geymt þau hjá frænku sinni, Hildu Murrell. Þeir hafi brotist inn í ibúö hennar á með- an hún var úti að versla. Hún hafi síðan komið að þeim. ,,Þá fór allt úrskeiðis,” sagði Dal- yell í þingræðu. „Þeir ætluðu alls ekki að meiöa, hvað þá drepa, 78 ára gamla rósa- ræktarkonu. En af því að hún var kjarkmikil kona og aösópsmikil, eins og konur á hennar aldri eru oft, þá lagði hún til atlögu gegn þeim. Þeir urðu aö taka á móti og meiddu hana alvarlega.” I.ögregla segir aö frú Murrell hafi veriö keyrð sex kílómetra út í skóg, st’'ngin með hnifi og skilin eftir til að deyja úrkulda. Eldflauga- málið i Belgíu Talsmaður Belgíustjórnar ber til baka blaðafréttir um aö Wilfried Mart- ens forsætisráöherra. og samstarfsfé- lagar hans í ríkisstjórninni hafi gert leynilegt samkomulag innbyrðis um að setja ekki upp skotpalla fyrir banda- rísku stýriflaugarnar á vegum NATO. — Fyrstu eldflaugamar áttu að koma til Belgíu í mars nk. en stjórnin hefur frestaö ákvörðun um hvort viö þeim veröurtekið. KLOFNING- URÍSAM- TÖKUM KOLA- NÁMUMANNA Klofningur er nú orðinn innan lands- samtaka kolanámumanna í Bretlandi en félagsdeildin í Nottinghamshire hef- ur losað sig undan framkvæmdastjórn landssamtakanna (NUM). Um 30 þúsund námamenn í Notting- hamshire hafa aldrei lagt niður störf þessar 40 vikur sem kolanámuverkfall- iö hefur staðiö í Bretlandi. Deilt hefur verið um það hvort einstakar félags- deildir í héruöum þyrftu ekki aö lúta ákvörðun framkvæmdaráðs landssam- takanna um verkföll. Forysta NUM hafði leitað úrskurðar dómstóla um aö Nottinghamshire- deildin gæti ekki skorist úr leik, en dómstóll hefur nú úrskurðað héraðs- deildinnii vil. Af 185 þúsund kolanámumönnum Bretlands eru nú um 115 þúsund í verk- falli. Kolanámumenn í Ukraníu hafa sent verkfallssjóði breskra starfsbræðra sinna um 5 milljónir króna til styrktar vinnudeilunni. S-iti Fuiltrúar réttvísinnar mættir á vett- vang og ráða ráðum sínum yfir líki Pi- etro Busetta. Mafían hef nir sín Einn frænda mafíuforingjans Tommaso Busetta var myrtur í Napólí í vikunni. Hinn 62 ára gamli Pietro Busetta var skotinn fyrir utan heimili sitt í útjaöri borgarinnar. Tommaso lenti upp á kant viö mafíu- foringja Sikileyjar og Napólíi og hóf samstarf við lögregluna fyrr á þessu ári. Fyrir ábendingar hans og vitnis- burö hefur lögreglan nú meiri vitn- eskju um skipulag mafíunnar og starf- semi. Ákærur hafa verið gefnar út á hendur 350 mafíubófum en aðeins hafa náðst um 100 þeirra. 250 er leitaö. me^11 Frábært verð og greiðslukjör sem hæfa heimiliim. Aðeins kr. 9.950.- stgr. eða 3.500.-út og eftirstöðvar á 6 mán. (11.020.-) Samsung svíkur engan. SAMSUNG Umboðsmenn um aUt land. LÁGMÚLA 7. REYKJAVÍK - SÍMI 685333. SJÓNVARPSBÚÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.