Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
Frjátetróháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverð á mánuði310kr. Verö í lausasölu 30 kr. Helgarblaö 35 kr.
Útibúin sinni fólkinu
Afangasigur hefur unnizt í langri baráttu fyrir frjálsum
afgreiðslutíma verzlana. En nátttröll eru í vegi, að liðkað
verði til um afgreiðslutíma bankanna. Samband banka-
manna snerist í haust gegn starfsfólki í útibúi Utvegs-
banka Islands í verzlunarmiðstöðinni Hólagarði í Efra
Breiðholti. Starfsfólkið hafði samþykkt rýmkun af-
greiöslutímans.
Utvegsbankinn opnaði þarna nýtt útibú í júní. Af-
greiðslutíminn var annar en svonefndur samræmdur af-
greiðslutími banka hefur verið. Utibúið var opið frá
klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin. Þessi tími
hæföi því fólki, sem býr í Breiðholti og öðrum úthverfum.
Bankarnir hafa yfirleitt hundsað tilmæli um að hafa af-
greiðslutíma sinn í einhverjum takt við tímann. Ekki
hefur skort, að bankarnir hefðu fjármagn til að fjölga úti-
búum, eins og allir þekkja. En þeir hafa verið opnir á tím-
um, sem þýöa, að almenningur kemst þangað nánast ekki
nema í vinnutíma, þegar um úthverfin ræðir. Fólk sækir
vinnu í önnur borgarhverfi og yfirleitt vinna hjón bæði
úti.
Sparisjóður vélstjóra var eina undantekningin. Bankar
eru yfirleitt opnir frá klukkan fimmtán mínútur gengin í
tíu til fjögur og á fimmtudögum frá klukkan fimm til sex.
Sparisjóöur vélstjóra hefur opið til klukkan fjögur á
fimmtudögum en síðan til klukkan sex á föstudögum.
Þetta hefur verið mikið hagræöi fyrir viðskiptavini spari-
sjóösins og gott skref í rétta átt. „Tölvubanki” Iðnaðar-
bankans er líka til bóta.
Breyttur afgreiöslutími hjá útibúi Utvegsbankans í
Hólagarði var með fullu samkomulagi við starfsfólk úti-
búsins. En Starfsmannafélag Utvegsbankans í heild og
Samband íslenzkra bankamanna hindruðu, að þetta stæði
áfram. I september var sá kostur tekinn að hverfa frá
þessu nýmæli og taka aftur upp hinn óhagkvæma „sam-
ræmda” afgreiðslutíma.
„Staðreyndin er sú, að fólk er sáróánægt og kvartar
mikiö yfir þessum afgreiðslutíma,” segir útibússtjórinn í
Hólagarði nú. „Það líður varla dagur án þess að við-
skiptavinir spyrji hvort eða hvenær við ætlum að breyta
afgreiðslutímanum aftur.”
Barátta um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík hefur
staðið um langt árabil. Almenningur átti þar viö ramman
reip að draga, sameinað lið stærri kaupmanna og félags
verzlunarmanna. Sú sveit naut baktryggingar borgar-
stjórnar. Þetta breyttist nú í ár. Fyrir forgöngu nokkurra
stærri kaupmanna var ráðizt gegn ríkjandi kerfi. Bak-
trygging borgarstjórnar var að bresta. Nú hefur verið
komið til móts við vilja almennings, þótt takmarkaö sé.
Verzlanir í Reykjavík mega hafa opið til klukkan hálfsjö
virka daga og lengur á föstudögum og til klukkan fjögur á
laugardögum. Þó er enn haldið í laugardagslokun um
sumarmánuðina.
Nú er svo komið, að jafnvel þeir kaupmenn, sem lengi
börðust gegn frjálsari afgreiðslutíma verzlana, viður-
kenna flestir, að þetta hafi verið hagstæð breyting.
Rétt væri að sjálfsögðu, að verzlanir væru opnar eftir
því sem ráðamenn einstakra búða vildu í samkomulagi
við starfsfólk á staðnum, sem sagt afgreiðslutíminn yrði
alveg frjáls.
Vonandi knýr almenningur nú á um, að afgreiðslutími
bankanna verði frjálsari en verið hefur. Gott er, að frum-
kvæði hefur komið bæði frá útibúinu í Hólagarði og Spari-
sjóði vélstjóra. Því þarf að fylgja eftir. Haukur Helgason.
Enn um einingahús og
úthlutun húsnæðislána
Byggingameistari Orn Ingólfsson,
Breiðdalsvík, sá sig tilneyddan til að
mótmæla ágætri grein sem Kristín
Halldórsdóttir, þingmaður Kvenna-
listans, skrifaöi í DV og birtist 23.
nóv. sl. I þessari grein f jallar Kristín
um þá þróun sem er að gerast í
íslenskum byggingariðnaði og
bendir á þá þjóðfélagslegu hag-
ræðingu sem felst í því að færa
byggingariönaðinn að hluta til inn í
verksmiðju. Þetta veröur þó aldrei
nema að hluta því alltaf eru bygging-
ar sem ekki veröa byggðar í verk-
smiðju. Það ætti að vera óþarfi að
benda byggingameistaranum á
hversu hagkvæmara þaö er að geta
steypt inni í húsi alla daga jafnt
sumar sem vetur, gengið frá gleri í
gluggum og sett í hurðir. Vinnan
verður jafnari og unnin við betri
aðstæður. Nóg um það, þetta sjá allir
sem ekki eru á móti framförum.
örn talar um hróplegt ranglæti
við úthlutun lána. Mig langar til að
segja frá því hvers er krafist af
einingahúsaframleiöendum þegar
þeirra hús eru talin fokheld. Húsin
þurfa að vera fullbúin aö utan undir
málningu, þar með tahð þak, þak-
kantar, þakrennur og niðurföll.
Utihurðir, gler og opnanleg fög
íkomin og frágengin, og húsið að
fullu einangrað. Það þurfa að fylgja
teikningar bæði burðarþois og
arkitekts, listi yfir meistara, kaup-
samningur, og þar að auki þurfa
verksmiðjurnar að vera viðurkennd-
ar af tæknideild Húsnæðisstofnunar.
Fokheldisstig
Nú skulum við athuga hvemig hús
sem byggt er á hefðbundin hátt þarf
að vera til aö fá lán út á fokheldis-
stig. Það þarf ekki að vera múrað að
utan, ekki jám á þaki, ekki þakkant-
ar, ekki þakrennur eöa niðurföll,
ekki gler í gluggum, ekki opnanleg
fög, ekki útihuröir, ekki einangrun,
hvorki í loftum né veggjum, ekki
múraö að innan. Ekki er krafist
teikninga, ekki lista yfir meistara,
ekki kaupsamnings og bygginga-
meistarinn þarf enga viðurkenningu
frá húsnæöisstjórn. Svo tala menn
um aö keppa á jafnréttisgrundvelli.
öm talar um að það sé ekki
þjóðhagslega hagkvæmt að byggja
eingöngu úr timbri hér á Islandi.
Þarna er ég honum alveg sammála.
Þetta á að spara eins og allt sem flutt
er til landsins.
En eitt virðist Örn ekki vita, og
það er að hér á landi eru 9 verk-
smiðjur sem framleiða einingahús
úr eins íslensku efni og mögulegt er,
þar á ég við steinsteyptar einingar.
Tvær af þessum verksmiðjum eru
með óeinangraöar einingar en hinar
sjö framleiða svokallaðar samloku-
Kjallarinn
KONRÁÐ
ANDRESSON.
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI LOFT-
ORKU SF.f
BORGARNESI
þeir frá greiösluskuldbindingum. Nú
fara þeirra víxlar og skuldabréf öll í
vanskil, og þá vaknar sú spurning
hverjum eru vanskilin að kenna,
hverjir gefa út yfirlýsingar sem ekki
er staðið við? Svari svo hver fyrir
sig.
Hverjum til óheilla
I lok greinar sinnar skorar örn á
Kristínu að draga þessa óheillatil-
lögu til baka. Enn vakna spurning-
ar fyrir hverja er hún til óheilla, er
það fyrir þá sem framleiða eða
kaupa einingahús, hverjir fá lánin,
eru það framleiðendur eða
kaupendur? Eg held að öm og hans
líkar sjái ekki að það eru að eiga sér
stað framfarir í íslenskum
byggingariðnaði. Það er aö fara fyrir
þeim eins og hafnarverkamönnunum
fyrr á öldinni þegar þeir mótmæltu
kolakrananum og töldu hann taka
vinnu frá þeim. Þeir virðast ekki vita
að það er komið árið 1984 og um 100
ár síðan byrjað var að byggja hús
hér á landi með þeirri sömu aðferð
og þeir nota enn þann dag í dag. Nei,
A „... við sem vinnum við byggingariðnað-
^ inn eigum að standa saman, við eigum að
berjast við sameiginlega andstæðinga, fáfræð-
ina og fordómana, og snúa bökum saman til
hagsbóta fyrir þá sem við vinnum fyrir.”
einingar, en þær eru þannig
uppbyggðar að innst er 13 cm þykk
járnbent steinsteypa, síðan 10 cm
þykk einangrun og yst er 7 cm járn-
bent steinsteypa, sem kölluö er
veðurkápa. Þessar sjö verksmiðjur
framleiddu 97 hús á þessu ári.
Sem dæmi um hvað hús-
byggjandinn hagnast á auknum
byggingarhraða ætla ég aö segja frá
því að Loftorka sf. í Borgarnesi hefur
reist frá því í september 9 hús á
höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar þetta
er skrifaö er flutt inn í 5 af þessum,
húsum. Þessi hús hafa verið, frá því
byrjað var á grunni þar til flutt var
inn í þau, 4—6 mánuöi í byggingu.
Þeir sem þurfa á fjármagni að halda
vita hvað það kostar og hver
sparnaður er í því að geta farið að
hafa gagn af fjármagninu í stað þess
að láta það standa mánuöum saman
óarðbært. En ekki er allt búið enn í
samanburöinum. Fimm eru fluttir
inn en aðeins tveir hafa fengiö hús-
næðisstjómarlán, hinir þrír gerðu
fokhelt í nóvember og fá væntanlega
lániö í febrúar, segir sá er svarar
fyrir húsnæðisstjórn. Þessum aðilum-
var sagt að lán yrðu, að uppfylltum
áöur upptöldum skilyrðum, afgreidd
1/2 mánuði eftir svokallað fokheldis-
stig, og í samræmi við það ganga
við sem vinnum við byggingar-
iðnaöinn eigum aö standa saman, viö
eigum aö berjast við sameiginlega
andstæðinga, fáfræöina og for-
dómana, og snúa bökum saman til
hagsbóta fyrir þá sem viö vinnum
fyrir.
Eg vil að lokum koma með tillögu
sem ég þykist vita að allir sem keppa
vilja á jafnréttisgrundveili geta
fallist á að sé sanngjöm. Hún er um
lánveitingu úr Byggingasjóði
ríkisins og hljóðar svo: Bygginga-
sjóður láni 60% af verði staðalíbúðar
og færi lánsfjárhæö eftir fjölskyldu-
stærð. Lán veröi afgreidd þannig að
1/3 hluti greiðist 1/2 mánuði eftir að
eftirfarandi skilyrðum er fullnægt.
Húsin tilbúin að utan undir málningu
og fulleinangruð að innan; 1/3 hluti
komi 1/2 mánuði eftir að allar lagnir,
þ.e. rafmagn, vatn og hiti eru
komnar svo og gólfílögn og málning
á veggi og loft; 1/3 hluti komi síðan
1/2 mánuði eftir aö flutt er í húsin
fullbúin.
Ef eftir þessu eöa öðru svip-
uðu yrði farið væru allir jafnir,
bæði þeir sem byggja úr einingum
svo og þeir sem kjósa að byggja eftir
gamla laginu. Um annað bað Orn
ekki og um annað biðjum við ekki.
Konráð Andrésson.