Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 13
DV. FOSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. 13 OG SKULDIRN- AR AUKAST Og enn aukast ríkisskuldirnar. Svo viröist vera aö yfirlýsingar ríkis- stjórnar um aöhald í lánamálum eigi aöeins viö um almenning í landinu en hins vegar séu bankar, sjóöir og ríkisstjórnin undanþegin þessu aöhaldi. En getur ríkisstjórnin skotiö sér undan ábyrgð, — geta embættis- mennirnir komiö sökinni á aðra? Kunningi minn einn úr útgerö var aö segja mér frá því aö frá 6. desember 1983 til jafnlengdar á þessu ári heföu lán í dollurum hækkaö um 41,1%, lán í þýskum mörkum um 24,4% og lán í sterlings- pundum um 17,1%. Þá eru almennir vextir af þessum lánum 13% p.a. af dollaralánum og punda, en 7% p.a. af mörkunum. Þaö virðist því nokkuð augljóst aö vitlaust var aö taka doll- aralán undanfarin misseri. Þessi sami kunningi minn fékk lán úr Byggðasjóði í júní sl. Þaö nam þá ca. 230.000,00 dollurum og fékk hann til útborgunar 7,9 millj. króna. Ef hann heföi tekið þetta lán í október í fyrra, átta mánuöum fyrr, heföi hann fengið til útborgunar 7,1 milljón. Lánið hefði hækkaö um 800 þúsund. Vinur minn hugsaði sér þá aö lánið hefði verið tekiö í svissneskum frönkum í október. Viö slíka lántöku hefðilániðlækkaðí 6,9milljónir. Að fengnum þessum upplýsingum óskaöi útgeröarmaðurinn eftir því aö fá lán sitt tekið í annarri mynt en dollurum og rakti framangreint dæmi því til sönnunar. Því var haröneitað. Ekki þýddi heldur aö benda á aö þaö hefði verið ómælt happ fyrir Svein Ingólfsson á Skaga- strönd aö hann knúöi fram aö lán til kaupa á örvari voru í svissneskum frönkum. Þaöan af síöur skipti þaö sjóða- menn máh aö hinn frægi Þórshafnar- togari ber ekki svo þunga skulda- bagga nú, — einfaldlega vegna þess aö útgerðinni var neitaö um lán úr Fiskveiðasjóði svo að í staöinn voru lánin í pundum og norskum krónum. Svo virðist vera sem íslenskir Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆDINGUR bankamenn séu staöráönir i þvi aö taka aðeins lán í dollurum. Eru þó hvorki vextir né gengisspár hag- stæöar fyrir skuldara í þeirri mynt. Og þaö læðist að manni óljós grunur um aö mennirnir í bankanum þekki ekki aöra peningaseðla, — séu aö því leyti til skoöanabræður skógarhöggs- manna í Klettafjöllunum. Utgerðarmenn hafa kvartað. Þeir veröa aö borga lánin og vitanlega vilja þeir fá sín lán með sem bestum kjörum. En öllum slíkum tilmælum er hafnaö. Meö semingi fá sumir þó að taka lán í erlendri mynt. Banka- maui segja sér til vamar aö fyrir utan það aö dollarinn lækki einhvern tíma þá hafi þeir engar skyldur gagnvart lánþegum um að leiöbeina þeim um lántökur. Þetta er fjar- stæöa. Bankarnir eru milli- göngumenn um allar lántökur og fá fyrir þaö góöar þóknanir. Bankamir eiga aö hafa sérfróða starfsmenn sem þekkja til hræringa á gjaldeyris- mörkuðum. Þar eru jafnframt viö- skiptabankar lánþega og hafa þvi tals- veröar skyldur. Og sömu sögu er aö segja um sjóöina nema að vitanlega eru þeir ekki almennir viðskiptabankar. Skuldimar aukast. En aö hve miklu leyti er þaö vegna vítaverðs kæruleysis í lántökum, þ.e. fjármyntina. Það er nefnilega svo aö lánþegar ráöa því oftast í hvaða mynt þeir taka lán sín. Og þetta skiptir máli þegar dollar hækkar á einu ári um 41,1% en pundið aöeins um 17,1%. Skuldabyröin hefur sligaö margan útgerðarmanninn. Og er nú blásiö í herlúðra til þess aö skera þá niöur við trog. Þaö er talað um heimskulegar fjárfestingar. En hverjar eru þær? Af blöðum má ráða aö þeir út- geröarmenn sem mest skulda hafi þurft aö kaupa íslensk skip. Astæðan er einföld. Islensk skipasmiöi er ekk- et annað en lúxus á kostnaö út- gerðarmanna, lúxus sem annars vegar byggist á svonefndri byggöa- stefnu en hins vegar á þjóðernis- rómantík. Aöur fyrr gátu útgerðarmenn keypt skip sín á alþjóðlegu markaðs- veröi. Þeir leituðu þangað sem peir fengu best skip fyrir sem lægst verö. Jafnframt fengu þeir skipin án sér- stakrar gengisáhættu, þ.e. stjórn- völd létu gengisáhættuna hvíla á þjóöarbúinu í heild. Meöan þessari stefnu var haldiö fram var sjávarút- vegur ekki baggi á þjóöinni heldur aflvaki nýrra framkvæmda og kjölfesta góöra lífskjara. Og þaö er ljóst aö ef útgeröar- menn þurfa aö kaupa skip á þreföldu og fjórföldu veröi til þess aö halda uppi þjóðhættulegum skipasmíðum leggst útgerð niöur á Islandi. Skipa- smiöastöövar eiga aö annast viöhald á flotanum, annaö ekki. Þaö er jafn- vitlaust aö smíöa skip á Islandi og reka bílaverksmiöju. Skuldirnar aukast, — lánin eru tekin í dýrustu mynt heimsins. Peninga- menn og stjómmálamenn áminna aðra um aðhald í lántökum. Er nema von aö almenningur taki sér í munn r&nversks keisara, er hann frétti aö germanir heföu strádrepiö her- fylki hans og hrópi: Skilaöu mér aftur peningunum minum, Jóhannes. Haraldur Blöndal. • „Svo virðist vera sem íslenskir banka- menn séu staðráðnir í því að taka aðeins lán í dollurum. Eru þó hvorki vextir né gengis- spár hagstæðar fyrir skuldara í þeirri mynt.” HVAD ER VELFERÐ? • „Reginmunurinn sem mér finnst á vel- ferðarþjóðfélögum austurs og vesturs er sá að í austurhluta álfunnar hafa allir atvinnu og nokkurn veginn trygga lífsafkomu frá vöggu til grafar, og finnst mér það ekki lítill kostur á einu þjóðfélagi.” Að afloknum stjórnmálaumræöum í sjónvarpinu þriöjudagskveldið 11. desember hef ég verið aö velta þessari spurningu fyrir mér. Kveikjan að því var raunar spurning Jónasar Bjarnasonar til Svavars Gestssonar og svar Svavars. Þeir virtust báöir vera sammála um aö taka það sem gefinn hlut aö hér í vestrænum iönaöarþjóöfélögum ríkti almenn velferö. Fyrr um kveldiö haföi ég hlustað á lýsingu Stefáns Jóns Hafstein á kjörum at- vinnuleysingja í Bandaríkjunum. Hann lýsti því hvemig æ fleiri í þessu ríkasta landi heims hefðu hvorki mat að borða né þak yfir höfuöiö. Þá sagöi hann aö forsendan fyrir því að fólk þar í landi gæti fengiö atvinnu væri að þaö heföi fast heimilisfang. Þessu fólki væri því nokkurn veginn útskúfaö úr þjóöfélaginu og ætti sér litla framtíö. Skyldi þessu fólki finnast það búa viö velferð? Eg veit að vísu að ástandið er tæpast svona slæmt í iönvæddum þjóðfélögum Vestur-Evrópu en merkin eru hin sömu, vaxandi at- vinnuleysi og æ fleiri sem ekki geta séö sér og sínum farborða af eigin rammleik og minnkandi aöstoð þjóöfélagsins til handa þessu fólki. Og þá vildi ég einnig spyrja okkar elskulegu fjölmiðla, hvaö mynduð þiö segja ef slíkar og þvílíkar fregnir bærust frá aústurhluta álfunnar, ég tala nú ekki um ef þær væru frá Sovétríkjunum, aö þar væri fjöldi Kjallarinn MARÍA ÞORSTEINS- DÓTTIR STARFSMAÐUR FRÉTTASTOFU APN A (SLANDI fólks sem hvorki heföi mat né húsa- skjól og litlar líkur á aö það fengi at- vinnu? Eg held að slíkar fregnir yröu tilefni til margra forsíöugreina í blöðum og fyrirlestra í útvarpi og umræðuþátta í sjónvarpi. Mér er a.m.k. í fersku minni allar þær fregnir í fjölmiðlum um neyö Pólverja þegar þeir voru búnir aö standa í verkfalli í meira en ár (fróður og glúrinn maöur, sem er ekki kommúnisti, sagöi mér aö sér teldist til aö verkföllin þar væru búin aö standa um 365 daga á 15 mánuðum). Þaö getur víst hver sagt sér sjálfur aö slíkt hljóti að draga dilk á eftir sér fyrir þjóðarbúið eöa hvernig ætli við Islendingar værum staddir eftir slík verkföll? Munur á þjóðfélögum Reginmunurinn sem mér finnst á velferðarþjóðfélögum austurs og vesturs er sá að í austurhluta álf- unnar hafa allir atvinnu og nokkurn veginn trygga lífsafkomu frá vöggu til grafar, og finnst mér það ekki lítill kostur á einu þjóðfélagi. Raunar tel ég þaö hæpiö aö hægt sé aö kalla það þjóðfélag velferöarþjóöfélag sem ekki getur séð þegnum sínum fyrir atvinnu og lágmarkslífsafkomu. Eg kalla það hæpna velferö ef ungt fólk fær ekki vinnu árum saman og verður aö draga fram lífið á opinberu framfæri, jafnvel þótt það sé látið í té eins og hér á Norðurlönd- um. Atvinnuleysi er félagslegt vandamál, jafnvel þótt atvinnu- leysingjarnir svelti ekki. Og þá skulum viö líta okkur nær. Hvernig skyldi ástandið vera hér í okkar landi fyrir þessi jól? Þiö munuð segja aö viö höfum ekki at- vinnuleysi, og víst og satt er það aö viö höfum þaö ekki í sama mæli og nágrannalönd okkar, enda þótt opin- berar skýrslur segi okkur aö at- vinnuleysið sé 30% meira en á sama tíma í fyrra og hafi ekki orðið eins mikiö síöan 1970. Viö höfum séö hvernig stjórnvöld hafa verið aö kroppa í velferðina undanfarið ár, hækkaö gjald fyrir lyf og læknis- hjálp, skorið niöur fjárframlög til menntakerfisins. Allt þetta sem yfir okkur hefur gengiö og við þekkjum vel, aö ógleymdu hækkuöu vöruverði og lækkun gjaldmiöils meöan kaupinu er haldiö niðri og stjómvöld flýttu sér aö taka aftur þær fáu krónur sem um samdist í kauphækkun meö löngu verkfalli. Undirstöðuatvinnuvegirnir berjast í bökkum á barmi gjaldþrots á meðan byggð er flugstöð á Keflavíkurflug- velli, seðlabankahöll í Reykjavík og verslunarstéttin byggir hvert stór- hýsiö á fætur öðru, og bankarnir keppast hver um annan að auglýsa sem hæsta innlánsvexti. En það er ekki almenningur i þessu landi sem þessi fjárfesting kemur til góöa, þaö er ekki þaö launafólk sem veröur að byggja afkomu sína á launum tveggja fyrirvinna og helst á svo mikilli yfirvinnu sem kostur er aö fá og á þó fullt í fangi með að láta enda ná saman, hún kemur ekki til góða einstæðum foreldrum og elli- og öryrkjalifeyrisþegum svo nokkur dæmi séu nefnd. Það er heldur á- reiðanlega ekki aö ástæðulausu aö í sjónvarpsþætti hér fyrir nokkru var okkur tjáö aö yfir þessa „hamingju- sömustu þjóö í heimi” gengi nú yfir alda sjálfsvíga og aö hér heföu gerst voveiflegri harmleikir undanfariö en áöur heföu þekkst. En það eru til peningar í þessu landi þótt ekki séu þeir í vörslu hins venjulega launamanns. Einhverjir munu þaö vera sem hafa peninga til að leggja inn á hávaxtareikninga bankanna, og einhverjir munu gæða sér á handunnu konfekti frá Sviss, þar sem manni er sagt aö hver moli kosti 48 kr., um þessi jól, en það er á- reiðanlega ekki almenningur í þessu landi. María Þorsteinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.