Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Síða 20
20 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. ÚTSÖLUSTAÐIR Vörumarkaöurinn Ármúla Fjarðarkaup Hafnarfirði Kjöt og Fiskur Breiðholti Valgarður Breiðholti Kaupgarður Kópavogi Matvörubúðin Grímsbæ JL húsið Hringbraut Kjötmiðstöðin Laugalæk Garðakaup Garðabæ Verslunin Brynja Laugavegi Mosraf Mosfellssveit Sendum í póstkröfu um land allt IMilSÍHS lll*82%5 SEXTIU OG SEX NORÐUR NYR. . léttur og hlýr „KK" KAPP-kuidajakkinn (poplin / polyester) FÆST UMALLT LAND. Sjóklæðagerðin hf. Skúlagata 51, aimi 11520. Mjög er vandað ti/ umbúnaðar hestsins enda líður honum greiniiega mjög vel igrindinni. Snældu-Blesi fær endurbætta spelku Fljótlega upp úr áramótum ætti aö sjást hvernig til hefur tekist meö aö græöa fótbrotiö á Snældu-Blesa (985) frá Argerði í Eyjafiröi. Hesturinn fót- botnaði 1. október sl. og var settur í gifs tveimur dögum síðar, eftir að hafa veriö hengdur upp í grind sem venju- lega er notuð til aö klippa klaufir á kúm. Vandaö var sérlega vel til alls umbúnaöar svo hestinum liði sem best, enda kemur í ljós aö þrátt fyrir allt líður honum greinilega mjög vel. Vakaö er yfir Snældu-Blesa dag og nótt. Hann er kjörgripur sem eigendurnir, Magni Kjartansson og Þórdís Sigurðardóttir, leggja allt í sölurnar fyrir. Blesi er stóðhestur, fimm vetra, undan Snældu (4154) frá Árgeröi. Á landsmótinu á Þingvöilum 1978 stóö hún efst í flokki sex vetra og eldri. Faöirinn er Hrafn (802) frá Holtsmúla í Skagafiröi. Hann var hins vegar efstur í keppni stóöhesta meö heiðursverðlaun á landsmóti á Vind- heimamelum 1982. Snældu-Blesi er því vel ættaður og þótti sérlega efnilegur en þá varð slysið. Hann féll ofan í gryfju heima í Argerði og brotnaði ofarlega á hægra afturfæti. Haft var samband við Ármann Gunnarsson, dýralækni í Svarfaöar- dal, og tókst samvinna milli hans og tveggja beinasérfræðinga á Fjórö- ungssjúkrahúsinu á Akureyri um að reyna að bjarga Snældu-Blesa. Þeir heita Július Gestsson og Ari Olafsson. Gifsið var á hestinum til 3. nóvember en þá setti össur Kristinsson gervi- limasmiöur á hann spelkur sem hann hafði útbúið. Eftir þrjár vikur kom í ljós sár undan spelkunum. Þær voru þá teknar og fóturinn settur aftur í gifs. Stefnt er að því að taka það af innan tíðar, jafnvel fyrir jól, og setja í staðinn nýjar spelkur sem össur Eigandi Snældu-Blesa, Magni Kjartansson, vakir yfir honum dag og nótt. smíðaði. Þær eru mun opnari en þær fyrri og ættu ekki að særa hestinn. Þegar í spelkumar veröur komið ætti ekki að líða langur tími þar til Snældu- Blesi fær aö reyna að stiga í fótinn. Fáir gera ráö fyrir að hann verði jafn- góður og fyrir slysið en menn eru samt bjartsýnir. Hjónin í Árgerði hrósa mikið þeim mönnum sem hafa lagt þeim lið. „Það er virkilega gaman að sjá hvað þessir fjórir menn standa allir saman til að gera sitt besta. Við erum þeim ákaf- lega þakklát,” sagði Magni Kjartansson. JBH/Akureyri. Akureyri: FASTEIGNASKATTARNIR VERÐA STÓRHÆKKAÐIR Sjálfstæðismenn í bæjarstjóm Akur- eyrar hafa hótað að taka ekki þátt í gerð næstu fjárhagsáætlunar vegna samþykktar meirihlutans að hækka álögur á fasteignagjöld í bænum um 9,5%, eða í 25%. Sú aukning ein gefur 11 milljónir í tekjur. Heildartekjur bæjarins af fasteignagjöldum verða því 122 milljónir á næsta ári en hefðu orðiö tæpar 112 milljónir með óbreyttu álagi á fasteignaskattinn. Milli ára hækka þessir skattar um 40%. Telur meirihlutinn hækkunina nauösynlega vegna aukinnar verðbólgu á næsta ári. Hækkunin mun þýða 1000—2000 krónur á hverja meöalíbúð. Sjálfstæðismenn lögðu til að engar álögur yrðu á fasteignaskattinn sem hefði þá orðið 105 milljónir. A bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag gagnrýndi Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi þeirra meirihlutann harölega og sagði engin rök fyrir hækkuninni, hvorki aukna verðbólgu né verri stöðu bæjarsjóös. „Mér finnst þaö óvirðing við gjald- endur á Akureyri ef þeir eiga að vera með hæstu fasteignaskatta á landinu,” sagðiGunnar. JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.