Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Side 26
38
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
Ljósmyndabókin
FÓLKIÐ í FIRÐINUM
er Hafnf irðingum góð jólagjöf.
Bókin fæst aöeins hjá útgefanda ad Austur-
götu 25, Hafnarfirdi, ádur Gunnlaugsbúö.
Opiö i dag til kl. 19, laugardag frá kl. 10-23 og
aðfangadag kl. 10-12. Sími 50270.
Bókin heimsend þeim, sem þess óska.
UTGEFANDI.
'Jjlómaslíál'inn
Opið frá kl. 10-22,
þorláksmessu frá kl. 10-24,
aðfangadag frá kl. 10-16,
jóladag lokað,
annan dag jóla frá kl. 10-22.
Jólatrjáasalan er opin frá kl. 10-22.
Mikið úrval af hýasintuskreytingum, kerta-
skreytingum og gjafavörum.
Greinar og krossar á leiði.
Útikerti og leiðisluktir.
Grýtupottakertastjakarnir kosta aðeins 25
kr. stk. hjá okkur.
Blómaskálinn,
kr( diikort_______ Kársnesbraut 2,
sími 40980.
Opið frá kl. 10—22.
1 Áttu: VASADISKÓ n s
| FERÐAKASSETTUTÆKI7 d
2 FJARSTÝRÐAN BÍL " i
u. >
eða annað tæki fyrir rafhlöður sem þú 2
•“ notar mikið. ^
^ Ef svo er þá eru Sanyo-cadnica Q
•g rafhlöðurnar og hleðslutækið fyrír þig. ^
SPARNAÐUR - ÞÆGINDI
FÆST í VERSLUNUIVI UM LAND ALLT
Meira en
900 hleðslur.
t Dieselvélar hf., Suðurlandsbraut 16. Sími 35200.
Bsjumynd eftir Ásgrim Jónsson boðin upp hjá Arne Bruun Rasmussen iKaupmannahöfn.
Mál verkauppboðið í Kaupmannahöf n:
íslensku málverkin
langt yfir matsverði
Uppboöið, sem haldiö var hjá Arne
Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn á
dögunum, vakti ekki nærri eins mikla
athygli meðal Dana og fyrri uppboö
uppboöshaldarans, þar sem lítiö var
boöið upp af málverkum eftir þá fræg-
ustu meöal danskra málara.
Hins vegar þótti dönsku blöðunum
þaö helst fréttnæmt af uppboðinu
hversu mörg íslensk verk voru í boði.
Ekki síst fyrir þaö að flestar mynd-
anna seldust þónokkuö yfir matsveröi.
Ekki Ameríkanar heldur
íslensk björgunarsveit
Nokkur uggur er í þjóöhollum Dön-
um vegna áhuga erlendra listsafnara á
dönskum málverkum. Einkum þykja
svokallaðir Skagamálarar eftirsóknar-
verðir og þegar verk eftir þá hafa verið
boöin upp hjá Rasmussen aö undan-
förnu hafa þau selst fyrir himinhátt
verö og kaupendumir hafa aöallega
veriö Bandaríkjamenn. Verk eftir
þessa menn, sem ekki alls fyrir löngu
voru seld á 350 til 750 þúsund, eru nú
seld á 7 og allt upp í 10 milljónir. Engin
verk eftir þessa Skagamálara voru
hins vegar boðin upp aö þessu sinni.
En íslensku málverkin voru hins
vegar áberandi. Þaö voru þó ekki
Ameríkanar sem áhuga höföu á dýr-
gripunum heldur björgunarsveit frá
Islandi og var þar einn maður fremst-
ur í flokki, Guðmundur Axelsson í
Klausturhólum.
Myndir Kjarvals, sem í uppboös-
skránni voru metnar á 60 til 480 þúsund
Tvær Errómyndir voru i boði og höfðu ísiendingarnir ekki áhuga á þeim og
se/dust þær undir matsverði.
D V-myndir Nanna Buchert
krónur, voru seldar á 600 til 680 þúsund
og keypti Guðmundur þær allar. Hann
eignaöist líka flest hin íslensku
málverkin, þar á meöal Þingvalla-
mynd eftir Jón Stefánsson, sem hann
borgaöi 270 þúsund krónur fyrir, en
myndin sú var metin á 100 þúsund
krónur af uppboðshöldurunum.
Þetta er nokkuð hærra verö en al-
mennt þekkist á íslenska markaönum
og er líklegt að margir vilji nú fá meira
fyrir Kjarvalinn sinn ef fram heldur
semhorfir.
örn Jónsson.
„Sárt að sjá af
kjötskrokkunum”
Hversu mörg tonn af óunnu kjöti eru
flutt frá Ámes-, Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslum til vinnslu í
Reykjavík. Þetta er önnur tveggja
spuminga sem Margrét Frímannsdótt-
ir, þingmaöur Alþýðubandalags, hefur
lagt fyrir landbúnaðarráðherra, Jón
Helgason, á Alþingi. Hin spumingin er
um hvort ráðuneytið hafi einhverjar
áætlanir um að stuðla aö frekari full-
vinnslu þessara afuröa i viökomandi
héruðum eða hvort færa eigi úrvinnslu
landbúnaöarafuröa í auknum mæli út
til framleiðslusvæðanna.
Á þriðjudögum er fyrirspumum,
sem borist hafa, svaraö á þingfundi í
sameinuöu þingi. I fyrirspumatíma í
fyrradag gerði Guömundur J. Guö-
mundsson, þingmaður Alþýöubanda-
lags, athugasemd við þingsköp. Sagði
hann aö þriöji þriðjudagurinn ætlaöi að
líöa áður en landbúnaðarráðherra
svaraöi áöurgreindum spurningum.
Kvaö hann ráöherra sýna óvirðingu
meö því aö færast undan því aö svara
einföldum spurningum.
Jón Helgason landbúnaöarráöherra
sagöi aö ekki lægju fyrir hversu mörg
tonn af óunnu kjöti væru flutt frá
viðkomandi héraðum. Hann hefði
þegar sent bréf til sláturhúsa í
héruöunum en svör ekki borist enn.
Tölur þessar sagöi hann aö væri
flestum ljóst að lægju ekki í land-
búnaöarráöuneytinu.
Honum væri ekki fært aö svara fy rir-
spumum þingmannsins fyrr en
upplýsingar lægju fyrir.
Fyrirspum Margrétar Frímanns-
dóttur er m.a. borin upp vegna viðvar-
andi atvinnuleysis á Selfossi. „Það er
sárt aö sjá af atvinnunni með flutningi
kjötskrokka úr héraöi til Reykja-
víkur,” eins og þingmaöurinn komst
að orði. -ÞG