Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 44
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FOSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984. Allt innan- landsflug flutt til Keflavíkur Starfsmenn Flugleiöa voru i morgun í óöa önn aö undirbúa flutning á öllu innanlaridsflugi félagsins frá Reykjavík til Kefla víkurflugvallar. Stóö vindur illa á brautir í Reykja- víkurflugvelli í morgun og ekki reiknaðmeö breytingu þar á í dag. Var þvi ákveöið aö flytja allt innanlands- flugiö suöur á Kefla víkurflugvöll. Eiga yfir 1500 manns pantað far meö vélum félagsins. Flugiö í gær gekk nokkuð vel miðaö viö aðstæöur. Þó þui'fti þotu félagsins til aö fljúga meö farþega til Akureyrar í gærkvöldi. Kom hún til baka þaðan um klukkan þrjúínótt. -klp- Nýrseðlabanka- stjóri umáramót Bankamálaráöherra, Matthias A. Mathiesen, boösendi Seölabanka ís- lands boö í gær. I bréfinu bað hann stjórn bankans um aö tilnefna nýjan barikastjóra í staö Guðmundar Hjart- arsonar seðlabankastjóra sem lætur af störfum nú um áramót. Stjórn Seðla- bankans heldur fund klukkan fjögur í dag og má vænta svars viö bréfi ráö- herrans aö þeim fundi loknum. Tómas Arnason alþingismaður hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins lausu. Hann hefur veriö nefndur sem eftirmaöur Guömundar Hjartarsonar í stól seöla- bankastjóra. En í stól Tómasar hefur stjórn Framkvæmdastofnunar lagt til aö setj- ist Gunnlaugur M. Sigmundsson, deild- arstjóri í fjármálaráöuneytinu. -ÞG Leiðindaveður a morgun — síðan batnandi Lægö riálgast riú landið og veldur' aö illum líkindum leiöúrdaveöri á morg- in. Eitthvaö hlánar en aö sögn veöur- ræöinga ekki nóg til aö snjó taki upp. i sunnudag og mánudag er búist við loröanátt með éljum á Noröurlandi en ijartara á Suöurlandi. -EIR. LOKI Nú fara Hafnfirðingar að fylla skottin af saiti. Hálka og snjór á götum í morgun: Samfelld bfla- röð úr Kópavogi í Haf narfjörð Margir bílaeigendur á höfuö- borgarsvæðinu áttu í erfiðleikum meö að komast leiðar sinnar í morgun. Snjóaö haföi nokkuð í gær- kvöldi og nótt og var þæfingsfærð á vegum, sérstaklega í úthverfum. Snjóruðningstækjum var óspart beitt á vegum en eins og venjulega þannig aö snjónum var rutt upp að bílum sem eigendur höfðu lagt viö hús sín í gærkvöldi. Þurftu margir að taka fram skófhirnar til að moka ruðninginn frá í morgun og hefur sjálfsagt þá víöa verið bölvaö í hijóði ogupphátt. Ekki hefur tónninn veriö mikið betri í ökumönnum sem voru aö koma úr Garðabæ eða sunnar á leiö til Reykjavíkur. Saltburður í Kópa- vogsbrekkuna fórst eitthvað fyrir því hún var eitt glersvell. Var sam- felld bílaröð af Kópavogshálsi og suður í Hafnarfjörð aö sögn lögregl- unnar um klukkan átta í morgun. -klp- TRÖLL STiÓRNAR UMFERD Hafnfirðingar og Garðbæingar áttu í erfiðleikum með að komast til Reykjavikur i morgun. Birtist þá allt í einu tröll eitt mikið í fylgd jólasveins og tók ásamt honum að sér umferðarstjórn með litlum árangri þvi snjórinn hlýddi ekki tröllinu. Hér var á ferð aðalhetjan i bók Brians Pilkingtons og átti hann heiðurinn af gervinu en bar enga ábyrgð á ófærðinni. -EIR/DV-mynd KAE. Salernastríð í háloftunum ,,Ég tel þaö varða við landslög að meina fólki að ganga örna sinna í há- loftunum,” sagði farþegi er var á leið frá London til Keflavíkur með Flugleiðaþotu fyrir nokkrum dögum. Maðurinn ferðaðist á ööru farrými og lenti í vandræðum er honum varð brátt í brók þar sem 15 manna biöröð var fyrir framan þau tvö salerni sem farþegum annars farrýmis eru ætluð. Greip hann þá til þess ráðs að ráðast fram í flugvélina þar sem fyrsta farrýmis farþegar sitja og hafa sitt einkasalemi. „Það var engin biðröð en mér aftur á móti tjáð að ekki væri til þess ætlast að ég færi þar inn. Eg lét ekki bjóða mér þessa þjónustu og fór mínu fram þrátt fyrir áköf mótmæli. Ekki kom til handalögmála,” sagði farþeginn. Aö sögn Olafs Briem hjá Flug- leiðum er ekki ætlast til þess að salerni á .jSaga-class” sé notað af farþegum á ööru farrými nema nauðsyn beri til. Farþegar á fyrsta farrými mega aftur á móti fara allra sinna ferða á öðru farrými og eru salemin þá meðtalin. -EIR. Albert örlátur: Tvær og hálf milljón til hjálparstarfs I lok umræöna um f járlög á Alþingi í gærkvöldi tók Albert Guömundsson fjármálaráðherra til máls. Hann til- kynnti þar aö hann mundi gefa út aukafjárveitingu til hjálparstarfsins í Eþíópíu. „Aö beiöni formanna þingflokkanna ætla ég aö gefa út aukafjárveitingu fyrir tveimur og hálfri milljón króna til hjálparstarfsins í Eþíópíu,” sagöi fjár- málaráöherra. Ríkisstjórnin hafði áöur ákveöiö aö veröa við beiðni Rauöa kross Islands fyrir skömmu um tvö hundruð þúsund króna framlag til hjálparstarfsins. -ÞG. Vaxtabreyting um áramótin: Vextir af sparifé hækkaum7% Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögur Seölabankans um vaxta- breytingar sem taka munu gildi 1. janúar næstkomandi. Vextir af óverötryggöum útlánum munu þá lækka um 3% og veröa 4% af lánum allt aö 2 1/2 ári og 5% af lengri lánum. Vextir af almennu sparifé hækka um 7% og munu sparisjóös- bækur þá bera 24% vexti. Vextir af ógengistryggöum afuröalánum hækka úr 18% í 24% og tekið veröur upp breytt fyrirkomulag dráttarvaxta þannig aö þeir veröa hér eftir 5% hærri en skuldabréfavextir bankanna. Veröa dráttarvextir framvegis reiknaðir sem dagvextir og veröur heimilt að færa þá mánaðarlega í staö þess að teknir séu dráttarvextir heils mánaöar fyrir brot úr mánuöi. Seðlabankinn mun á nýju ári gefa út viðmiðunarvexti fyrir almenn skuldabréf sem gefin voru út fyrir 11. ágúst siðastliöinn sem fylgja munu meöalvöxtum nýrra skuldabréfa. Innlánsstofnanir ákveöa aöra vexti. -ÓEF. Bankarnir opnir — „Ríkið” lokað i i i i i i i i i i i i i i í \* i f p Áfengisútsölur verða lokaöar á aöfangadag en bankar aftur á móti opnir. Þó munu landsmenn hafa mögu- leika á aö verða sér úti um jólavíniö fram eftir degi í dag því „Ríkið” veröur opiö til klukkan 20.30 í kvöld. Lokaö veröur á laugardag svo og aðfangadag. Ymsir bankar hafa opið á laugardag frá klukkan 22.00—00.30 og er sú þjónusta fyrst og fremst hugsuö fyrir kaupmenn og aöra sem þurfa aö leggja inn stórfúlgur eöa fá skiptimynt. Aftur á móti veröur ekki hægt aö greiða af skuldabréfum eöa fara fram á aöra þjónustu bankanna á þessum tíma. -EIR. t i i Dag að lengja Vetrarsólstööur eru í dag, 21. desem- ber. Þetta er sá dagur ársins sem sól er lægst á lofti. Nú fer daginn aö lengja á ný meö hækkandi sól. I morgun varð ekki bjart fyrr en klukkan rúmlega tíu. Myrkur veröur skolliö á fyrir klukkan fimm síðdegis. -KMU. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.