Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
5
Framkvæmdir Landsvirkjunar 1985:
Samdráttur um
250 milljónir
— hugsanlegt að Blönduvirkjun verði frestað
Landsvirkjun mun minnka fram-
kvæmdir og rannsóknir á þessu ári
þar sem endurskoðuð orkuspá gerir
ráð fyrir minni orkuþörf en áöur var
áætlað. Mun variö 250 milljónum
króna minna til framkvæmda en
áætlaö var, eða 950 milljónum í stað
1200 milljóna sem gert var ráð fyrir í
áætlun fyrirtækisins í desember.
Orkuspáin er nú í endurskoðun
sem á að Ijúka fyrir voriö.
Framreikningur orkuspárinnar
bendir hins vegar til þess að
umframorkan á landskerfinu geti
numiö 450 gígavattstundum á þessu
ári. Það er 200 gígavattstundum
meira en sem nemur eðlilegri for-
gangsorku til aö mæta vatnsskorti
þegar illa árar. í ljósi þessa ákvað
stjóm Landsvirkjunar á fundi sínum
í gær að minnka framkvæmdir á
árinu.
I tilkynningu frá Landsvirkjun
segir: „Miðað viö hinn nýja fram-
reikning orkuspárinnar og óbreytta
kröfu um afhendingaröryggið virðist
mega fresta bæði 5. áfanga Kvísla-
veitu um óákveðinn tíma og Blöndu-
virkjun um eitt ár, ef ekki þyrfti að
gera ráð fyrir nýjum orkufrekum
iönaði veturinn 1988—89. Meö hlið-
sjón af þessu samþykkti stjórn
Landsvirkjunar á fundi sínum í dag
að fella niður þær framkvæmdir
sem fyrirhugaðar hafa veriö á þessu
ári við 5. áfanga Kvíslaveitu og
Þórisvatnsstíflur. Þar sem endur-
skoðun orku orkuspárinnar er enn
ekki tokið telur stjómin hinsvegar
ekki ráðlegt að fresta Blönduvirkjun
að svó stöddu, auk þess sem hún
telur mikilvægt að Landsvirkjun
verði enn um sinn í aðstööu til að sjá
orkufrekum iönaði fyrir verulegri
orku á næstu árum. Mun stjórnin
taka tímasetningu Blönduvirkjunar
til frekari athugunar þegar ný orku-
spá liggur endanlega fyrir í vor og
horfur í stóriðjumálum hafa skýrst.
Komi þá ekki til neinnar verulegrar
hækkunar á orkuspánni að teknu til-
liti til stóriöjumöguleika í náinni
framtíð kemur mjög til álita að
fresta fyrstu vél Blönduvirkjunar til
1989 eða jafnvellengur.”
ÓEF
REYKLAUS BEKKUR
Reykingamenn eiga mjög i vök aö verjast um þessar mundir. Svokallað
reykleysi þykir hin mesta dyggö meðan reykingamönnum er gnrt lífið leitt
6 alla lund. Nýlega heiðraði Krabbameinsfélag Reykjavikur S. bekk í
Menntaskólanum i Reykjavik i tilafni af þvi að bekkurinn tr nú sannan-
lega reyklaus. Þorvarður Örnólfsson hjá Krabbameinsfélaginu afhenti
Sigurjóni Ámasyni, umsjónarmanni bekkjarins, heiðursskjal fyrir afrekið.
DV-mynd KAE.
Álagagil í Refasveit?
Frá Birgi Árnasyni Skagaströnd:
Það fer að verða betra fyrir öku-
menn að fara varlega þegar þeir koma
að Laxárbrú í Refasveit.
Á sunnudagskvöldið lagði ungur
maður af stað frá Skagaströnd og var
ferðinni heitið til Sauðárkróks. Þegar
hann kom að Laxárbrú hrökk annað
framhjólið undan bílnum meö þeim
afleiðingum að hann valt og rann
þversum langt inn á brúna.
Ökumanninn sakaði ekki en bíliinn er
mikið skemmdur.
Þetta mun hafa verið á sama stað og
Sigurði Daníelssyni tónlistarkennara
hlekktist á er hann rann ofan í giliö á
sínum bil rétt fyrir jólin.
-EH.
Formadur Foreldra-
og kennaraf élags
Vesturbæjarskóla:
Gagnslitlar hraðahindranir
„Við erum mjög óánægð með hraða-
hindranirnar eins og þær eru. Þær
hægja að vísu á stærri bílunum. Hinir
minni aka hins vegar á fullri ferö um
Vesturgötuna, sumir meira aö segja
flautandi,” sagði Magnús Skúlason,
formaður Foreldra- og kennarafélags
Vesturbæjarskóla.
Ofannefnt félag, svo og íbúasamtök
vesturbæjar höföu í mörg ár barist fyr-
ir því aö hægt yrði á umferðinni um
Vesturgötu með einhverjum ráðum.
Niðurstööur uröu þær aö hámarks-
hraði var minnkaður niður í 30 km.
Einnig var umdeildum hraðahindrun-
um komið fyrir í götunni.
Magnús sagði aö markmiðið með
þessari málaleitan íbúanna í vestur-
bænum hefði verið að tryggja bömum
öruggar leiðir í skólann. ,,En þaö hefur
ekki gengið sem skyldi,” sagði Magn-
ús. „Bílstjórar virða ekki mörkin um
hámarkshraöa. Þrengingar hægja
ekkert á minni bílunum. Við erum þvi
mjög óánægð með þær. Og nú hafa
vagnstjórar SVR tekið málin í sínar
hendur. Ibúar hér vita ekki með vissu
hvaða götur leið 2 ekur nú. Svo þetta er
hálfgert ófremdarástand.”
Sagði Magnús að frá því fyrsta hefðu
verið uppi hugmyndir um að setja
bungur á götuna og hægja þannig á
umferðinni. SVR hefði eindregiö lagst
gegn þeim hugmyndum. Nú myndu
forsvarsmenn Foreldra- og kennarafé-
lagsins, svo og íbúasamtakanna, ræða
við viðkomandi aðila og freista þess að
sætta sjónarmið í málinu.
-JSS
169000
EF ÞETTA ERU EKKI
EFNAHACSRAÐSTAFANIR.
JÖFUR HF
.ÞA HVAÐ?
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600