Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Page 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985. Spurningin Horfir þú á beinar útsending- ar frá ensku knattspyrnunni? Kristinn Kristjánsson nemi: Aö sjálf- sögðu geri ég þaö. Eg horfi alltaf þegar ég get á ensku knattspymuna og þá sérstaklega þegar Liverpool er aö spila. Baldvin Berndsen nemi: Já, ég horfi að sjálfsögöu á þær. Mér finnst að þaö mætti gjaman sýna oftar beint frá leikjum, a.m.k. einu sinni í viku og helst leiki meö Liverpool. Guðmundur Jóhannesson skipstjóri: Já, það kemur f yrir aö ég horfi á ensku knattspyrnuna. Ég held þó ekki meö 1 neinu sérstöku liöi. Steinn Jóhannsson nemi: Já, ég horfi næstum þvi alltaf á þær. Þetta er meö því skemmtilegra sem maöur sér í sjónvarpinu. Eg held meö Man. United. Ægir Sigmundsson nemi: Nei, ég horfi frekar sjaldan á þær. Ég hef ekki mik- inn áhuga á enskum fótbolta. Mér finnst hann leiðinlegur. Steinunn Lárusdóttir lögfræðingur: Þaö er nú svona upp og ofan. Eg hef ekki gaman af fótbolta og þekki lítið til þeirra liða sem spila í ensku knatt- spymunni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Geldar veð- urfréttir í sjónvarpi Veðurglöggur skrifar: Þegar sjónvarpiö hóf göngu sína fannst ef til vill sumum aö brotiö væri blaö í flutningi veðurfrétta með því að geta sýnt áhorfendum kort af landinu og næsta umhverfi, bent á lægöir og hæöir og sýnt vindstig með flöggum og rigningu meö skástrik- um. Hafi þaö veriö nýmæli fyrir tuttugu árum, þá er það nú, áriö 1985, frámunalega staðnaö form sem notað er til flutnings veöurfrétta í íslenska sjónvarpinu. Aö byrja á því hvert kvöld, sem guð gefur, aö þylja upp hvernig veðriö var á landinu þann og þann daginn — aö kvöldi — er auðvitað út í hött. Þaö veit hver um það veöur er hann haföi þennan dag. Síðan kemur yfirlit af því hvernig lægöir og hæöir fóru yfir síðasta sólarhring. Hvern varöar um það? — Skiptir engu máli lengur hvernig þetta var, heldur hvernig það er á því augnablfld sem veriö er að tala — og svo hitt hvernig það verður næsta sólarhringinn eöa svo, eöa helst leng- Nú þá tekur viö lýsing á því, loks- ins, hvernig útlitiö er næsta sólar- hring. Þá tekur nú aö kárna gaman- iö. Þaö er bent út og suður, aöallega þó í austurátt, til Evrópu og Skandi- naviu, og pikkaö meö bendlinum á lægöir og veðurfar í Evrópu. En eins og allir vita skipta lægðir, sem þang- aö eru komnar, engu máli fyrir okk- urhérálslandi. Hifl þakkta veflurkort sjónvarpsins. Bréfritara finnst veðurfregnir sjón- varpsins ekki nógu glöggar. Þaö eru lægðir og hæðir sem koma aö vestan og yfir iGrænlandi sem skipta okkur máli. — Og reyndar mætti sýna okkur miklu meira af vesturhveli jarðar en gert er. Þaöan koma lægðirnar og þar myndast það veöur sem von er á hér, aö lang- mestu leyti. Dæmi um þess konar veöurfréttir má finna daglega og fáum til gagns eða ánægju á að horfa. En ef benda skyldi á nýlegt dæmi má taka sl. sunnudagskvöld (20.1.). Þar var dyggilega bent á lægðir og veðurfar í Evrópu, — en ekki minnst á stóra lægö sem þó var greinilega merkt inn á kortið, rétt vestan viö Labradorskaga. Ekkert verra en venjulega, en eitt dæmi af mörgum. En hvernig er það, er ekki ný tækni til staðar til aö sýna veöurfréttir? — Hefur enginn horft á veðurspá í erlendu sjónvarpi? — til dæmis eru sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum til fyrirmyndar hvaö þetta varöar. Lifandi og glöggar myndir af veðr- inu, gengum nýlega teknar gervi- hnattamyndir og þar standa frétta- menn en sitja ekki meö bendil eins og kennari í gamla barnaskólanum, þar sem kennd er landafræði. Hraðahindrunin á Vesturgötunni sam ökumaflur talar um. Hann segir þessar hindranir gera akstur þama hœttulegan. Óþarfa hraðahindran- ir á Vesturgötunni ökumaður hringdi: Eg er geysilega óánægður meö hvem- ig búið er að fara meö Vesturgötuna í Reykjavík. Þarna er búiö aö setja upp einhverjar hraöahindranir sem gera alia umferö stórhættulega. Eg veit að strætisvagnabílstjórar, sem aka þama um, eru einnig mjög óhressir og einn lenti í ákrekstri skömmu eftir aö þetta var sett upp. Mér er líka alveg óskiljanleg sú ráöstöfun að setja þetta þama upp því aö þaö er 30 km hámarkshraöi í vesturbænum. Þetta er óþolandi ástand og þaö ber aö fjarlægja þessar hhidranir sem fyrst. Þær eru algerlega óþarfar þarna. Tilgerðarleg útvarps- saga Birna J. hringdi: Eg hef í gegnum árin alltaf hlustaö á útvarpssögurnar og það hefur verið mér mikil dægrastytting. Mér finnst hins vegar sagan sem veriö er aö lesa núna ekkert skemmtileg og ég hef heyrt fleiri tala um þetta. Sagan sjálf er frekar ruglingsleg og svo er hún les- in mjög tilgerðarlega þannig aö þreyt- andieráaö hlýöa. Mér finnst að útvarpssögumar þurfi ekki endilega að vera ný verk. Þaö er til nóg af bæði innlendum og erlendum sögum til að lesa í útvarpið og svo eig- um við marga úrvalslesara sem geta lesiö vel og án allrar tilgerðar. Hurðaískríð árásl Ein sáróánægð utan af landi skrifar: Hvemig skyldi stjórn rásar 1 hafa dottið í hug að okkur úti á landi þætti svona gaman aö sinfóníum? Nú vita þeir aö rás 2 nær ekki til allra lands- manna og viö getum þar af leiöandi alls ekki fylgst meö hressilegri tónlist þaðan. Samt hafa þeir minnkaö til muna dægurlagatónlist á rás 1 og fyllt í eyðumar meö andstyggilegum og taugaskemmandi sinfóníum. Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna t.d. rás 2 er ekki tengd rás 1 fyrr en klukkan 1 á föstudagskvöldum. Af hverju má ekki setja hana inn klukkan 12 eins og gert var í fyrra? Er ekki nóg aö kvelja mann frá klukkan 4—5 á daginn meö þessu hurðaískri? Hvers vegna eru Passíusálmamir lesnir? Gunnar Bjamason ráðunautur hringdi: Eg vil koma á framfæri þeirri fyrir- spurn til ríkisútvarpsins hvort Passíu- sálmamir séu lesnir í útvarp vegna trúargildis eða skáldskapargildis. Tilefni fyrirspurnarinnar er yfirlýs- ing Halldórs Laxness í DV um að þeir séu lesnir vegna skáldskapargildis. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem yfirlýstur marxisti les Passiusálmana í útvarp. Af því tilefni væri forvitnilegt aö fá upplýst um af- stööu Halldórs til kristilegs trúargildis Passíusálmanna. Gunnar Stefánsson, dagskrárstjóri útvarps: Passíusálmarnir eru lesnir í útvarp bæði vegna trúargildis og skáldskapar- gildis. Þetta er mjög góöur skáldskap- ur sem hefur gegnt miklu hlutverki í trúarlífi þjóöarinnar í gegnum aldirn- ar. Hér áður fyrr voru prestar alltaf látnir lesa sálmana en í seinni tíð hef- ur veriö lögð meiri áhersla á bók- menntahliöina með því að láta leik- menn lesa þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.