Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 2
2 Skoðanakönnun DV um fylgi listanna: DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985. Alþýðuflokkurinn orðinn næststærsti flokkurinn —þrefaldar fylgi sitt síðan í október—aðrir tapa fylgi nema Kvennalistinn Alþýöuflokkurinn er orðinn annar stærsti stjómmálaflokkur landsins og hefur þrefaldað fylgi sitt síðan í október, samkvæmt skoöanakönnun, sem DV gerði nó um helgina. Aðrir flokkar hafa tapað fylgi síðan í október að Samtökum um kvenna- iista undanskildum. Af öllu úrtakinu fær Alþýðu- flokkurinn nú 10,7% sem er aukning um 7,4 prósentustig síðan í könnun í október. Framsókn fær nú 7%, sem er 15 prósentusliga tap. Bandalag jafnaðarmanna fær 3,2%, sem er tap um 2,3 prósentustig. Sjálfstæðis- flokkurinn fær 19,8%, sem er tap um 1,9 prósentustig síðan í október- könnuninni. Alþýöubandalagiö fær nú 7,2%, sem er tap um 3,4 prósentu- stig. Samtök um kvennalista fá 5,5%, sem er aukning um 0,5 prósentustig. Flokkur mannsins er nú ekki á blaöi en hafði 0,2% í október. Oákveðnir eru 295%, sem er fækkun um 3 prósentustig. Þeir sem ekki vilja svara eru 17,7%, sem er aukning um 3,5 prósentustig. Samanburður viö kosn- ingaúrslit Eigi aö bera niðurstöðumar sam- an við kosningaúrslit, er rétt að taka aöeins þá, sem tóku afstööu. Þá reynast 20,1% styðja Alþýðuflokk- inn, sem er heilum 13,9 prósentustig- um meira en var í októberkönnun og 8,4 prósentustigum meira en Alþýöu- flokkurinn f ékk i síðustu kosningum. 135% styðja Framsóknarflokkinn, sem nú lendir í fjórða sæti af flokkum landsins miðað við fylgi í könnuninni. Þetta fylgi er 2,6 prósentustigum minna en Fram- sóknarflokkurinn haföi i október og 5,8 prósentustigum minna en hann hafði í siöustu kosningum. 6% styðja Bandalag jafnaðar- manna. Það er 2,4 prósentustigum minna en var í október og 1,3 pró- sentustigum minna en bandaiagið fékk í kosningunum. Sjálfstæðisflokkinn styðja nú 37,3%. Það er 3,1 prósentustigi minna en var í október og 1,9 prósentustigum minna en sjálfstæö- ismenn fengu í síöustu kosningum. Alþýðubandalagiö styðja nú 13,5%. Þaö er 6,4 prósentustigum minna en Alþýöubandalagiö fékk i könnuninni í október og 3,8 prósentustigum fyrir neðan fylgi flokksins í kosningunum. Samtök um kvennalista styöja nú 10%. Það er einu prósentustigi meira en í október og 4,5 prósentustigum yfir kosningafylgi Kvennalistans. Skipting þingsæta Ef þingsætum er skipt í réttu hlut- falli við fýlgi listanna samkvæmt könnuninni verða niöurstööur þessar — reiknað með f jölgun þingmanna í 63: Alþýðuflokkurinn fengi 13 þing- menn og bætti við sig 7. Framsókn fengi 8 þingmenn og tapaði 6. Banda- lag jafnaðarmanna fengi 3 og tapaöi einum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 24 og ynni einn. Alþýðubandalagiö fengi 9 og tapaöi einum. Samtök um kvennalista fengju 6 og ynnu 3. Urtakið i könnuninni var 600 manns og var jafnt skipt miili kynja og jafnt miili Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Alþýðuflokkur og Sjálfstæöis- flokkur hafa mun rrieira fylgi karia en kvenna. Fylgi Kvennalista er mest konur. Alþýöubandalagiö hefur meira fylgi kvenna en karla. Konur eru miklu meira en karlar í röðum hinna óákveðnu eða þeirra sem ekki vilja svara. Ummæli fólks um listana: „PRÓFA ALÞÝÐUFLOKKINN” „Eg ætla að prófa Alþýðuflokkinn. Hann hefur breyst,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu þegar hann svaraöi spurningunni í skoðanakönn- uninni. „Það eru ungir og hressir menn í Alþýöuflokknum. Er það ekki það sem við viljum?” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Eg kýs íhaldiö, þótt mér líki það ekki vel,” sagði karl á Reykjavíkur- Guðmund hjá Bandalagi jafnaðar- manna,” sagði kona á Reykjavikur- svæðinu. „Eg hef kosið þá flesta en þeir hafa aliir brugöist mér,” sagði kona í sveit. „Sama hver er. Alltaf sama vitleysan,” sagði karl í sveit. ,,Eg er á níræöisaldri og hef ailtaf kosið D-ið og geri það áfram. Eg kann ekki við Reykjavíkursvæöinu. , JSkilaöi auðu síðast. Mér list ekki á þetta nú orðið,” sagði karl á Vestfjörðum. ,JCaus Sjálfstæðisflokkinn, en geri það aldrei aftur,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg hef ailtaf kosið Framsókn og mun halda þvi áfram,” sagði kona úti á landi. ,,Ég veit ekki hverja ég kýs. Það eru allir flokkar eins,” sagði karl úti á landi. svæðinu. „Mér líst vel á Stefán og þessa nýju lista,’ ’ sagði kona á -HH. Níöurstööur skoðanakönnunarinnar um fylgi llstanna urðu þassar: (Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana é kjörtimabilinu). Nú O kt. '84 Sept. '84 Mai'84 Mars '84 Okt. '83 Alþýðuflokkur 64 eða 10,7% 3,3% 5,2% 4,8% 6,2% 4,3% Framsóknarflokkur 42eða 7,0% 8.5% 7,2% 10,7% 9,3% 7,8% Bandal. jafnaðarm. ISeða 3,2% 5,6% 2,8% 2,2% 1,6% 2,0% Sjólfstæöisflokkur 119 eða 19,8% 21,7% 23,6% 27,8% 28,0% 25,3% Aiþýðubandalag. 43 eða 7,2% 10,7% 10,7% 9,0% 8,2% 9,5% Samt. um kvannal. 32eða 5,3% 4,8% 3,3% 3,3% 2,7% 3,8% Rokkur mannsins 0 0,2% Óékvaðnir 176 eða 29,2% 32,2% 32,8% 28,6% 34,0% 34,3% Svara ekki 106 eða 17,7% 14,2% 14,6% 13,7% 11,2% 12,8% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnnr þessar: Til samanburðar eru niðurstöður kannana Helgarpósts og NT, sem voru birtar 1 siðustu vlku, svo og nokkurra fyrri kannana é kjörtimabilinu og úrslit siðustu þing- kosninga: DV HP NT DV DV DV DV DV okt. '84 sept. '84 mai '84 mars '84 okt. '83 KOSN. Ajþýðuflokkur 20,1% 16,3% 15,4% 6,2% 9,8% 8,4% 9,4% 8,2% 11,7% Framsóknarflokkur 13,2% 17,8% 17,7% 16,8% 13,6% 18,4% 17,0% 14,8% 19,0% Bandal. jafnaðarm. 6,0% 6,4% 6,6% 8,4% 5,4% 3,7% 2,7% 3,7% 7,3% Sjélfstœðisflokkur 37,3% 39,7% 35,4% 40,4% 44,6% 48,1% 61,1% 47,9% 39,2% Alþýðubandalag 13,6% 14,9% 14,6% 19,9% 20,3% 15,6% 14,9% 18,0% 17,3% Samt. um kvennal. 10,0% 6,6% 7,7% 9,0% 6,3% 5,8% 4,9% 7,2% 5,5% Aðrir 0 0,2% 2,6% 0,3% Ef þingsætum er skipt I réttu hlutfalli við fylgi samkvæmt siðustu skoðanakönnun DV, verða niðurstöður þessar: Skipt er bæði miðað við 63 þlngmenn og 60 þingmenn. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtimabillnu (miðað við 60 þingmenn) og úrslit siðustu kosninga: Nú Nú (60 þm.) (63 þm.) Okt. '84 Sept.'84 Mai'84 Mars’84 Okt.'83 KOSN. Aiþýðuflokkur 12 13 3 6 5 6 5 6 Framsóknarffokk'úr 8 8 10 8 11 10 9 14 Bandal. jafnaðarm. 3 3 5 3 0 0 2 4 Sjélfstæðisflokkur 23 24 25 28 31 32 29 23 Alþýðubandalag 8 9 12 12 10 9 11 10 Samt. um kvennal. 6 6 5 3 3 3 4 3 J6n Baldvin fagnar formannskjörinu á flokksþingi Alþýfluflokksins. Mikil fylgisaukning hefur fylgt i kjölfar kosningar hans. DV-mynd GVA. Samanburður við kannanir HPogNT Blöðin NT og Helgarpósturinn birtu niðurstöður skoðanakannana í síðustu viku, þar sem spurt var hvað menn mundu kjósa. NT haföi þann hátt á að spyrja hvað fólk teldi „lík- legast” að það mundi kjósa ef fólk treysti sér ekki til að svara spuming- unni beint og fækkaöi þannig hinum óákveðnu. I könnun DV nú var spurt: , Jlvaða lista mundir þú kjósa, ef þingkosn- ingar færu fram í dag? ” Alþýðuflokkurinn hefur meira fylgi samkvæmt síöustu könnun DV en hann fékk í könnunum þessara blaða. Munar þar nærri fimm prósentustigum. Framsókn hefur hins vegar mun minna fylgi í könnun DV en hinna blaðanna og munar þar 4,5—4,6 prósentustigum. Sjálfstæöis- flokkurinn fær 2,4% prósentustigum minna hjá DV en Helgarpóstinum en 1,9 prósentustigum meira en hjá NT. Samtök um kvennalista fá hjá DV 3,5 prósentustigum meira en hjá HP og 2,3 prósentustigum meira en hjá NT. Alþýðubandalagið fær 1,4 prósentu- stigum minna hjá DV en HP og 1,1 prósentustigi minna en hjá NT. Bandalag jafnaðarmanna fær 0,6 prósentustigum meira hjá DV en HP en 0,6 prósentustigum minna en hjá NT. Sjá nánar um samanburð við fyrri kannanir á meðfylgjandi töflum. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.