Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR1985. 5 Duus: 6,55% Pétur Sturluson: Það er 4,5—5,0 prósent. ölver: 5.01 % „ÞaÖ er 5,2 prósent." Fógetinn: 4,9% Pöbbinn: 4,67% Kjartan Ólafsson: „Það ar 4,8—4,9 prósent." Vísindin i fyrirrúmi. Jóhannes F. Skaftason, deildarstjóri alkóhóldeildarinnar, ókvarðar alkóhólmagn bjór- líkisins meö hjálp nókvœmra tækja. DV-myndir G.V.A. Það skiptir máli hvar þú teygar bjórlíki: Bjórlíkið getur verið 6,55 eða 3,95 prósent Styrkleiki bjórlíkisins á veitinga- húsinu Duus í Fischersundi var sl. fimmtudag 6,55 prósent. A sama tima var styrkleiki bjórlíkisins ó veitingahúsinu Hrafninum 3,95 prósent. Munurinn er 2,6 prósent. Með öðrum orðum, bjórlikið sem selt var þennan dag í Duus var 65 prósent sterkara en það sem selt var á Hrafninum. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem DV lét gera ó alkóhólmagni i bjórlíki á átta stööum sem hafa slíkt á boðstólum. Þaö var rannsókna- stofa i lyfjafræði sem annaðist rann- sóknina. Hvað or bjórfíkið storkt? Það eru margir sem hafa velt því fyrir sér hvað hið svokallaða bjórlíki sé í raun sterkt. Margar sögusagnir hafa verið í gangi manna á milli. Þekktust þeirra sagna er vafalaust sagan um manninn sem sat kvöld- langt á einum bjórlíkisstað bæjarins og kneyfaði stíft. Hann var að vonum glaður og skemmti sér konunglega í góðra manna hópi. Þegar hann hélt heim á leið var ógjörningur að fá leigubíl. Hann brá því á það róð að aka heim í sínum eigin bíl. Eins og allir vita er það með öllu óleyfilegt að aka bilum þegar áfengi hefur um kverkar runniö. Þetta kvöld var lög- reglan á sveimi eftir mönnum sem gjarnt er að aka undir áhrifum. Vin- ur okkar lenti í klóm hennar. Hann sá fyrir sér ökuleyfissviptingu og var leiður yfir öllu saman. Hann blés í blöðrur og var sprautaður í bak og fyrir. Þegar öll kurl voru komin til graf- ar kom í ljós að ekkert áfengi var í æðum hans. Þetta var mikiö fagnað- arefni fyrir manninn. En þegar sú fagnaðarvíma rann af honum varð honum hugsað til ölsins góöa sem hann haföi drukkiö svo stift. Spum- ingin var því sú hvort ölið hefði ekki verið áfengt eða runniðaf manninum á svipstundu. Niðurstöðurnar hafa ekki komið í ljós enn. Þetta er aöeins ein af sögunum, þær eru f jölmargar. Mönnum verður gjaman tíðrætt um styrkleikann. Þykir mikið til koma þegar kvisast út aö einhvers staðar sé sérstaklega sterkur drykkur af þessu tagi eða veikur. Tortryggni / garð hver annars Það var þvi ákveðið að fara í smó- leiöangur og kanna styrkleika bjórs- ins. Farið var á ótta veitingastaði sem selja bjórlíki. Þessir staðir voru valdir af handahófi. Margir aðrir selja bjórh'ki og geta þeir annaðhvort þakkað fyrir að hafa ekki verið með eða orðið gramir yfir að hafa ekki verið með í þessari könnun. Könnunin fór þannig fram að farið var með sótthreinsuð glös, viöur- kennd af lyfjayfirvöldum. I þessi glös var síðan sett sýni af bjórlíkinu. Þetta var gert með fullu samþykki forráðamanna þessara veitinga- staða. Þó var einnig spurt um hver styrk- leiki bjórlíkisins væri að þeirra mati. Hvert sýni var síöan merkt í bak og fyrir og lokað með loftþéttum tappa. Rannsóknastofa í lyfjafræði Eftir að þessi sýni höfðu verið tek- in var farið með þau ó rannsókna- stofu í lyfjafræði. Þar tók Jóhannes F. Skaftason efnafræðingur við þeim en hann er deildarstjóri alkóhóldeild- ar Hóskóla lslands. Sú deild sér um allflestar alkóhólákvaröanir sem gerðar eru hér á landi. Mjög ná- kvæm mælitæki eru notuð til þessara ókvarðana. Notuð er svokölluð „gas- greining”. Niðurstöðurnar Hvort niðurstöðurnar eru jákvæð- ar eða neikvæðar látum við lesendur um að dæma. En um flesta þessa staöi má segja aö ekki munar miklu á því sem þjónninn segir kúnnanum og því sem rannsókn leiddi í ljós. Mesta alkóhóliö er á Duus og minnst er það á Hrafninum. Það munar allt að 2 prósentum á þvi sem þjónninn segir á Duus og hinu raunverulega magni. Þetta leiðir hugann að þvi að um einhverja ónókvæmni gæti verið að ræða við blöndun drykkjarins. Þó var einnig athyglisvert að i við- ræðum við þjónustufólk á þessum stöðum kom i ljós að það grunaöi aðra staöi um að vera með of veikan bjór. Einn hafði verið kominn langt á fimmta bjórhki á einum þessara staða án þess aö finna breytingu. Þannig að tortryggnin er ekki aðeins meöai þeirra sem kaupa sér bjórhki heldur virðist hún vera á milli staða. Styrkleiki annarra drykkja I þessu sambandi kann að vera at- hyglisvert að greina frá styrkleika annarra drykkja sem bannað er að selja á þessum stöðum. Heineken bjór, sem seldur er í frihöfninni, er 5 prósent. Pólar-bjór, sem EgiU Skallagrímsson framleiðir, er 5,6— 5,7 prósent. ölgerðin Sanitas fram- leiðir nú tvær tegundir af bjór. Vik- ing-bjór er 5,2 prósent, Thule-bjór er 5,4. Nú um næstu mánaðamót er væntanlegur nýr bjór frá Sanitas. Só mun verða nefndur Viking Quality og verður styrkleiki hans 6,5 prósent. Þá má geta þess að venjulegur pilsner, sem við fáum að drekka, er um 2 prósent. Maltið, sem margir drekka th að verða hraustlegir, er 1 til 1,5 prósent. APH Hvað kostar bjórinn? 0,331 0,41 0,51 Blxið 105kr. Fógetinn 100 kr. 140 kr. (Egils) 140 kr. (Tuborg) Duus 150 kr. Gaukur é Stöng 100 kr. 120 kr. 140 kr. Hellirinn 100 kr. 140 kr. Pöbbinn 90 kr. 130 kr. Hrafninn 110 kr. 150 kr. ölver 130 kr Hve sterkur er bjórinn? Það sem Það sem barþjónn- nókvæm rann- Inn segir: sókn segir: Bixiö 4,8-5,0% 4.58% Fógetinn 5,0% 4.90% Duus 4,5—5,0% 6,55% Gaukuré Stöng 4,5% 4,65% Hellirinn 4,5% 4,5% Pöbbinn 4,8—4,9% 4,67% Hrafninn 4.5% 3,95% ölver 5,2% 5,01% Gaukur á Stöng: 4,65% Guðvarður Gislason: „Það or 4,5 prósont." Bixið: 4,58% Arni Kristjánsson: „4,8 til 5,0 prósent." Hellirinn: 4,5% ,Það er 4,5 prósent.1 Hrafninn: 3,95% Ólafur Þorgeirsson: „Þaö er 4,5 prósent."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.