Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985. Spurningin Ert þú farin(n) að huga að sumarleyfinu? Ágústa Ágústsdóttir húsmóðlr: Nei, ég er ekkert farin að hugsa um sumarið. Maöur þarf að athuga efnahaginn fyrst til að sjá hvort maður hefur efni á sum- arleyfi. ......... ——■■ . iii i Fyrirspurn til olíufélaganna: Frábært fylgirit DV á föstudögum Sjónvarpsglápari skrifar: Mig langar til að þakka ykkur á DV fyrir frábærar breytingar til bóta á fylgiriti, Hvað er á seyði um helgina. Þetta er þaö besta sem nokkurt blaö gerir í þessa átt hér á landi. I þessu fylgiblaði er allt sem maður þarf að vita um fjölmiðlana og það sem skemmtistaðirnir hafa upp á að bjóða. Sérstaklega vil ég þakka fyrir Video-siðuna sem er frábær fyrir okkur allra sjúkustu í sjónvarpsglápinu. HRING- ORMARí SALTFISKI Inga hringdi: Eg er fjarskalega óánægð með hve lélegur saltfiskurinn er sem fæst i búðum. Eg hef bæði keypt þurrkaöan og útvatnaðan saltfisk og hvorttveggja var fullt af hring- ormum. Sjálf vinn ég við aö hrelnsa saltfisk fyrir útlendan markað og finnst ófært að við Islendingar skul- um ekki geta keypt hringormalaus- an saltfisk i okkar eigin landi. Við erum ekki hrifnari af hringormi en útlendingar. Það er lágmark að islenskir neyt- endur fái sömu vöru og útlending- um er boðin, þ.e.a.s. hringorma- lausan saltfisk. Gullhringar töpuðust Sveinnhringdl: Eg var í Sundhöilinni 22. jan. sl. og varð fyrir því aö tapa tveim gulihringum. Annar er með gull- plötu að framan, í hann er grafið nafnið Hanna. Aletrunin „þin Fanney” er inni í hinum hringnum. Þessir hringar eru mér mjög kærir og væri ég þeim þakklátur sem gæti gefið mér einhverjar upplýs- ingar um hvarf hringanna. Síminn hjámérer 11234. Bjarni og k jörið Gylfi Ægisson hringdl: Eg vil taka undir meö þeim sem gagnrýnt hafa val íþróttamanns ársins sl. ár. Mín skoðun er sú að Bjarni hefði átt að vera valinn vegna árangurs síns á ólympíuleik- unum. Hann og enginn annar átti að fá þessa viðurkenningu. HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ Kirsten Kristjánsdóttir húsmóðir: Já, ég hef hug á að fara heim til Danmerk- ur eins og ég hef gert undanfarin sumur. Eg hef verið búsett hér í 6 ár og finnst gaman að koma heim á sumrin. Bjarni Júliusson smiður: Eg er nú lítið farinn að hugsa um það. Eg fer áreiðanlega eitthvaö ef efna- hagurinn leyfir. Draumurinn er að fara út. GREIÐSLUKORT? Bensínlaus skrifar: Ég er einn þeirra sem ganga um með greiðslukort í veskinu svona mest til öryggis. Ef eitthvað óvænt gerist er stundum gott aö hafa kort- iö. Meö öörum orðum, ég nota það ekki dags daglega heldur bara þegar brýna nauðsyn ber til. Til dæmis þeg- ar ég verð blankur síðast í mánuðin- um. Nú taka flestir orðið við greiðslu- kortum. Með einni undantekningu þó. Engin bensínafgreiðsia tekur við þessu. Mér er fyrirmunaö aö skilja hversvegna. Ef til eru einhver þau kaup sem gott er stundum að nota greiöslukort í þá eru það bensínkaup. Maður get- ur borðað skorpur heima hjá sér ef maður á ekki fyrir mat. Maður getur gengið um í segldúk ef ekki eru til peningar fyrir fötum. En hvernig í ósköpunum á maður að geta lifað bensínlaus? Eg nota til dæmis bilinn við vinnuna og er orðinn langþreytt- ur á að keyra hann á síðasta dropan- um og stundum að eyða honum líka. Alls staðar annars staðar, þar sem greiðslukort eru notuð, hafa það ver- ið bensínverslanir.sem hafa gengið á undan í því að veita viðskiptavinum sínum þessa þjónustu. Þær eru jafn- vel með sín eigin greiðslukort. Hér klifa olíufyrirtækin mikiö á því að þó engin sé verðsamkeppnin á milli þeirra þá sé þjónustusam- keppnin bara þvi meiri. Hvers vegna er þá þjónustan á íslenskum bensín- stöðvum með því verra sem gerist í heiminum? Ég hef keyrt bíl í Evrópu og Bandaríkjunum og jafnvel í Asíu- löndum. Eg fullyrði að hvergi er gert minna fyrir viðskiptavininn en hér. Hér er ekki skafiö af rúðunum á hon- um. Hér er sjaldnast hægt að kaupa gos eöa annað smáræði á bensínstööv- um (nema á einni úti á Granda) og hér er ekki hægt að nota greiðslu- kort. Kannski veitir ekki af smásam- keppni þrátt fyrir allt. Það er eins gott aö vera með seðlana reiðubúna þegar búið er nO dœla ó bílinn því olfufélögin taka ekki við greiðslukortum. Árni Lárusson hjá Skeljungi: Eg get hér ekki svarað fyrir hönd hinna olíufélaganna en ástæðan fyrir því að við tökum ekki við greiðslu- kortum er í stuttu máli sú að við höf- um ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Alagning á bensíni í dag leyfir enga eftirgjöf. Við þurfum nú þegar að greiða um helming af verði bens- ínsins til hins opinbera um leið og það kemur í höfn. Kortaviöskiptum myndi þar að auki fylgja gífurleg pappírsvinna sem myndi kalla á auk- inn kostnaö fyrir okkur. Ég efast líka um aö bankar væru tilbúnir til að auka útlán til slikra viðskipta. Sjónvarpið: Ómar og Stikl- ur i sérflokki Olöí Helga Gunnarsdóttir nemi: Nei, ég er ekkert farin að hugsa um sumar- fríið. Af þvi maður er í skóla á veturna þá hefur maður yfirleitt ekki efni á að taka sér fri á sumrin. Þá þarf maöur að vinna. Tryggvi Guðmundsson afgreiðslumað- ur: Nei, ég hef ekkert hugsaö um sum- arið framundan. En það getur bara vel verið að ég taki mér sumarfrí. 3367—7987 skrlfar: Ég vil skora á forráðamenn sjón- varpsins aö endursýna Stikluþáttinn með Gísla á Uppsölum og svo er um fleiri Stikluþætti. Að minu mati eru áðurne&idir þættir með því allra besta sem sjónvarpiö hefur haft á boðstólum gegnum árin. Þættimir Heilsaö upp á f ólk eru mjög góðir, en gallinn við þá er að þeir eru alltof stuttir. Þeir mættu gjaraan vera helmingi lengri. Að öörum fréttamönnum sjónvarps- ins ólöstuðum þá er Omar Ragnarsson í algjörum sérflokki. Hann er þeirra bestur í samtalsþáttum og segir skil- merkilega og skemmtilega frá. Einnig væri gaman ef sjónvarpið gæti sýnt skemmtiþætti með Omari og fleiri hæfileikamönnum til að hressa fólk í skammdeginu. Þjóðsagnapersónan Gísli á Uppsölum. Bréfritari vill að viðtalsþátturinn sem Ómar átti við hann verði endursýndur. Þórir Stelngrimsson, starfsmaður Vif- ilfells: Já, að sjálfsögöu er ég farinn að hugsa um sumarfríið. Eg fer annaö- hvort til Hollands eða Rimini í sumar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HVERS VEGNA EKKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.