Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985.
27
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Kalt borð
Alþýftubandalaglð á Akur-
eyri heldur árshátið sina eln-
hvern tfma í íebrúar. t mál-
gagninu, Norðurlandi, er
spjallað við undlrbánings-
nefndina um hátiðarmatinn,
skemmtiatriði og fleira. Neð-
angreindar upplýsingar eru
f rá nefndinnl komnar:
„Að þessu sinnl munum vlð
að öllum iikindum bjóða upp
á kalt borð, en þó er það ekki
alveg ákveðið — við stöndum
þessa dagana i umfangsmikl-
um samningum og úrvinnslu
tllboða frá hinum ýmsu mat-
argerðarverktökum. Eins og
sakir standa er einna likieg-
ast að gengið verði að mjög
hagstœðu tUboði sem borist
hefur frá fyrirtæki sem nefn-
ist Northern Greenland Seal-
kUllng Corporation Ltd, en
auðvitað er bugsaniegt að
hagstæðari tUboð kunni að
berast, þar sem enn er um
það bU mánuður tU
stefnu...”.
AUabaHamir fyrír norðan verÖa ttk-
fega i sjávarróttunum á árshátfðinni.
Ef marka má þessar upp-
lýslngar munu norðlenskir
aUabaUar einkum neyta sjáv-
arrétta á blóti sinu i næsta
mánuði.
Græna
lyftan
Mlnni ielkhúsin eru nú i
mUdu húsnsðishrakl eins og
ítrekað hefur komið fram i
fjölmlðlum. Hafa forráða-
menn þeirra reynt að komast
inn i gamla Sigtún en án
árangurs. Þar snæða sumsé
starfsmenn Pósts og sima.
Það fyrirtski er ekkert á þvi
að láta húsnsðið af hendi
þrátt fyrir umleitanir þar að
lútandi.
Nú hefur Reviulelkhúsið
hafið samningavlðrsður við
Olaf Laufdal veitingamann.
Snúast þsr um að leikhúsið
setji upp gamanleik í Broad-
way. Verkið sem aðstandend-
ur leikhússins munu færa
upp, ef af verður, er „Grsna
lyftan”. Það var sýnt í Iðnó
hér á árum áður fyrir fuUu
búsi i langan tíma. Leikendur
iþvieru sjötalslns.
Verður fróðlegt að fylgjast
með framvindu mála hjá
ólafi og forráðamönnum
Revíuleikhússlns. Munu
vafalaust marglr fara fagn-
andi i Broadway geflst þeim
kostur á að horfa á gaman-
lelkásvlðinuþar...
Enginn
vandi
Sá orðrómur gengur nú
fjöUunum hærra að UtUl
vandl sé að elgnast togara.
Gangi þeir á útsöluverði,
jafnvel þótt eitthvert
smotteri, svo sem fiskverkun,
fylgl með.
Sem einhverjir muna voru
ísbús Hafnarfjarðar og tog-
arinn Otur seld á einu bretti á
dögunum. Segir sagan að út-
borgunin i pakkanum hafi
verið 500.000 krónur og af-
gangurinn eftir samkomulagi
ogminnl!
Þessl saga er ekki seld með
álagningu.
„FuUtrúar rifust, hnýttu
óorðum hver í annan, gripu
fram í hver fyrlr öðrum og
voru satt að segja ekki tU
fyrirmyndar. Þarna voru
nefnUega áhorfendur, eins og
áður segir. Þetta hefði verið i
lagi hefðu þeir ekki verið.
Þetta var eins og verið vsri
að hieypa beljum út á
vori...”.
Þannlg lýsa Víkurfréttir
fundi bsjarfuUtrúa Njarð-
víkur sem haldinn var nýlega
i húsakynnum bsjarins á
Fitjum. Likir blaðlð þessum
fyrsta fundl fuUtrúanna á
þessu ári við frumsýningu á
Kardimommubænum. Telur
blaftift frekari leiklistarstarf-
semi í plássinu óþarfa elns og
fram kemur síftar i plstlin-
um:
„Hvort sýning á Kardi-
mommubænum hlnum eigin-
lega, eða einhverju öðru verð-
ur i Njarðvik fljótlega, þá er
það hreinn óþarfi. Það þarf
hvorki leikhús né ieikfélag í
Njarðvik. Þetta er aUt þama
á Fitjum. Sýulngnr mánaðar-
iega.”
Svo mörg voru þau orð.
Flokkur
mannsins
Stjóramálamenn og raunar
heUu flokkarnir þykja liggja
vel við höggi ef gárungarnir
þurfa að fá útrás. Alþýðu-
flokkurinn hefur verið
nokkuð áberandl að undan-
förnu eftir formannssklpti og
endurreisn. Hann hefur l
framhaldl af þessu verið
skirður upp og heitir nú:
Flokkur mannsins — hennar
Bryndisar!
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Háskólabíó—Vistaskipti
★ ★ ★ i
Dan Aykroyd og Jamie Lee Curtis í hlutverki Opheliu sem reynist mikil hjálparhella þegar erfiðleikarnir
dynja yfir.
VEÐMÁLASJÚKIR
SÉRVITRINGAR
Háskólabfó—Vistaskipti.
Loikstjóri: John Landis.
Handrit: Timothy Harris og Herschel Weingro.
Aóalhlutverk: Dan Aykroyd, Eddie Murphy,
Ralph Bellamy, Don Ameche og Jamie Lne
Curtis.
Það er árla morguns í Fíladelfíu.
Við tónlist eftir Mozart gefur á að h'ta
tötralega sverting ja sem spila körfu-
bolta i öngstrætum. Auðkýfingamir
kúra undir sænginni, fá morgunverð-
inn í rúmiö og búa sig undir annríki
dagsins.
Billy Ray Valentine (Eddie
Murphy) þykist vera fótlaus og
blindur úr Víetnamstríðinu og betlar
af vegfarendum. Fyrir utan Here-
tage heldrimannaklúbbinn kynnist
hann Louis Winthorp III (Dan Ayk-
royd) og vinnuveitendum hans,
Duke-bræðrunum (Ralph Bellamy
og Don Ameche). Winthorp heldur að
Billy Ray ætli að ræna sig. Billy er
tekinn fastur og stungið í tukthúsið.
Veðmál eru helsta tómstunda-
gaman þeirra Duke-bræðra. Þeir
veðja um allt milli himins og jarðar
og leggja jafnan undir einn dollar.
Þeir bræöur láta sig ekki muna um
að leggja líf manna í rúst fyrir einn
dollar. Þeir eru sérvitrir nískupúkar
og vekja litla samúð.
Eldri bróðirinn er mikill áhuga-
maður um vísindi. Þegar við kynn-
umst þeim er hann i djúpum hugleiö-
ingum um áhrif erfða og umhverfis á
einstaklinginn. Það eru skiptar skoö-
anir meöal þeirra bræöra um þetta
efni. Loks ákveða þeir að heyja veð-
mál og komast aö hinu sanna í mál-
inu í eitt skipti fyrir öll. Þeir kaupa
Billy Ray út úr fangelsinu og dubba
hann upp í forstjórastarfið. Samhliða
koma þeir Winthorp á kaldan
klakann meö vélráðum.
Winthorp, Harvard-drengurinn
sem klæðist klæðskerasaumuöum
fötum og keyrir um á gljáfægðum
Mercedes Benz.er varpað allslausum
út í hinn grimma heim. Valentine,
bláfátækum heimilislausum svert-
ingja, er komið fyrir í allsnægtunum.
Brátt kemur í ljós að umhverfið
virðist skipta öllu máli hvemig
mönnum vegnar í lífinu. Billy Ray
sýnir lika mikla ráðsnilld og stjórn-
unartiæfileika. Lif Louis Winthorp er
i rúst. Hann kemur allstaöar aö
lokuðum dyrum og er útskúfaður úr
samfélagi fína fólksins.
Til að gera langa sögu stutta kemst
Billy Ray að því að hann og Winthorp
eru leiksoppar Duke-bræðranna.
Billy fær Winthorp í lið með sér og
þeir ráðast til atlögu gegn bræðr-
unum.
„Vistaskipti” er drepfyndin bíó-
mynd. Einstaklega vel hefur tekist
að blanda saman svörtum og hvítum
húmor, ef svo má að orði komast.
Eddy Murphy sýnir það og sannar að
hann er langtum betri gamanleikari
en Richard Prior. Leikur hans ein-
kennist af öryggi og glæsileik. Ayk-
royd ferst hlutverk sitt vel úr hendi.
Hann kemur til skila á gamansaman
hátt viðbrögðum pabbadrengsins
við mótlæti, en hann er skólabókar-
dæmi yfirborðsmennsku og sjálfum-
gleði. Söguþráðurinn er allflókinn en
jafnframt eru allar lausnir vel út-
hugsaðar. Ur verður heilsteypt
mynd sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara. Murphy er svo fyndinn
að þú endar örugglega með maga-
pínuog verkíkjálkaliöunum.
Elín Hirst
★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afieit
2
w
%•» s\^
'P
C
z
Til sölu
tbúðarhús
á Selfossi
Tilboð óskast í húseignina Sólvelli 3, Selfossi, ásamt til-
heyrandi leigulóðaréttindum. Stærð hússins er 215,8
ferm. (íbúðarhús 192,5 ferm., bílskúr 23,3 ferm.). Bruna-
bótamat er kr. 2.800.000,-. Húsið verður til sýnis dagana
30. og 31. janúar milli kl. 4 og 7. Tilboðseyðublöð liggja
frammi á staðnum, á skrifstofu bæjartæknifræðings Sel-
fosskaupstaðar og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að
hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11.30 f.h. fimmtudag-
inn 7. febrúar nk.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Heba heldur við heílsunniN
Ný 4ra vikna námskeið hef jast 4.
febrúar.
í Hebu geta allar konur á öllum aldri
fundið eitthvað við sitt hæfi
Viðbjóðum upp á:
Leikfimi, músíkleikfimi, sána, ljós, megrunar-
kúra, nuddkúra — allt saman eða sér.
Dag- og kvöldtímar, 2,3 og 4 sinnum í viku.
Innritun og tímapantanir í símum 42360
^ og 41309.
Heilsurœktin Heba
íVlrlAó Auðbrekku 14. Kópavogi.
Ertu með erlend
viðskiptasambönd ?
Hvernig er slík- 1
um samböndum
komið á?
Námskeiðið í enskum bréfaskriftum er lykillinn að árangr-
inum og er sérstaklega samið fyrir þá sem vinna við er-
lend samskipti eða hyggja á slík störf.
Þátttakendur verða þjálfaðir í uppsetningu enskra við-
skiptaþréfa, kennt veröur að semja telexskeyti. Þátttak-
endur fræddir um siði og venjur í enskumælandi löndum,
farið í heimsóknir í stofnanir sem tengjast milliríkjaverslun
á einn eða annan hátt.
Námskeiðið fer að hluta til fram á ensku.
Enn eru nokkur sæti laus. Kennslan fer fram á
mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.35—19.00 og
hefst miðvikudaginn 30. janúar.
Þátttaka tilkynnist í síma 13550.
Verslunarskóli íslands,
Grundarstíg 24,
Reykjavík.