Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR1985.
Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn
SÉRVERSLUN
Leiöin liggur í stórmarkaöinn þessa
stundina. Fjölskyldan sameinast einu
sinni í viku á milli vörurekkanna. Þaö
er reyndar ekki alveg satt því þaö nýj-
asta er aö foreldramir færa böm sín
fré einu sjónvarpi til annars. Sjón-
vörpin eru nákvæmlega eins nema
hvaö staösetning er ekki sú sama.
Annaö er í stofunni, hitt í stór-
markaöinum. Svo fjölskyldan er
aöeins sameinuö á meöan ekiö er til og
fré stórmarkaöinum.
Áöur voru litlar verslanir enda
færra fólk og peningar af skomum
skammti. Svo hurfu mjólkurbúöirnar
inn í kjörbúöimar. Nú eru kjör-
búöimar aö hverfa inn í stórmark-
aöinn. I stórmarkaöinum fæst allt.
Ekki þarf aö f ara annað.
Hvort þróun verslunar endar í alls-
herjar stórmarkaöi er erfitt aö segja
til um. Á núverandi þróunarstigi eru
enn til andstæöur stórmarkaösins.
Þessar andstæður eru sérverslanimar.
Þar er ekki hægt aö fá allt. Hins vegar
er hægt að fá allt á því sérsviöi sem
boðiö er upp á í viðkomandi verslun.
Þá er einkenni sérversliuiar það aö sá
sem selur vöruna getur upplýst kúnn-
ann um alla leyndardóma hennar.
Fisksalinn veit allt um fiskinn, kaffi-
salinn veit allt umkaffi o.s.frv.
I sérversluninni er sem sagt hægt að
velja á milli sérvara og fá fullnægjandi
upplýsingar um hana. Hér eru enn
nokkrar sérverslanir og engin hætta á
því aö þær hverfi á morgun. Margar
sérverslanir eru á sviði efnislegra
hluta. Þar má nefna fataverslun, verk-
færaverslun, leikfangaverslun og
margar fleiri. Af matarverslunum
sem hægt er að nefna sérverslun er t.d.
bakarí og fiskbúö.
Við brugöum okkur í nokkrar sér-
verslanir og heilsuðum upp á fólk.
-APH.
Kaffi og kandís með spotta...
Te og kaffi er ný verslun sem verður
að kallast dæmigerö sérverslun. Þar
er mögulegt aö kaupa flest þaö sem
nauðsynlegt er fyrir te- og kaffi-
drykkju. Þarna eru fáanlegar allar
græjur til að búa til þessa drykki. Te-
könnur af öllum stæröum og kaffikönn-
ur af mörgum gerðum. Þarna er m.a.
samovar eins og þeir best gerast í
sjálfu Rússlandi. Þeir eru reyndar
ekki til sölu. Samt er hugsanlegt að
þeir verði seldir þarna ef áhugi reynist
mikill meöal viöskiptavina.
„Viö erum meö um 50 tegundir af tei
og 10 af kaffi,” segir Svanlaug Bjarna-
dóttir sem afgreiöir í Te og kaff i.
Svo margar tegundir af tei ættu að
sýna aö af nógu er aö taka og eitthvaö
ætti aö vera fyrir alla. Kaffiö er frá
hinum ýmsu löndum. Aöallega frá Suð-
ur-Ameríku eins og gefur aö skilja. En
þarna er einnig kaffi frá Afríku,
Kenýa. Þaö er kannski ástæöa til aö
geta þess að kaffi er upphaflega frá Af-
ríku. Þaö var flutt yfir til Ameríku þeg-
ar ferðir hófust þangaö frá Evrópu.
Síöan hefur kaffi þaöan veriö allsráö-
andi á heimsmarkaðinum. Ekki meira
umþað.
En þeir sem drekka te og kaffi vita
aö þaö er ekki nóg aö hafa þaö. Þaö
verður aö vera eitthvað meö því. Þess-
ar óskir eru uppfylltar.
Svanlaug Bjarnadóttir afgreiðir 200 grömm af rommtei.
DV-myndir GVA.
Margs konar eöalborið konfekt er á
boöstólum sem er sniðið fyrir kaffi-
drykkju. Einnig er mikiö úrval af kan-
dís. Meira að segja kandís með spotta í
eins og í gamla daga. Hann er til bæði
brenndur og óbrenndur.
Þá er einnig til þama óhreinsaður
molasykur sem ku vera hollari fyrir
tennur en hreinsaður sykur.
Þeir sem kaupa sér kaffi eöa te fá að
lykta og bráöum verður mögulegt að fá
aö smakka. Kaffiö er síöan malaö eftir
óskum viðskiptavinarins. Allt er síöan
selt eftir vigt.
Dæmigerö sérverslun.
APH
Hamsa
„Jæja, stelpur, fyrripart eöa seinni
part?
„Já, frampart, elegant.”
„52krónur.”
„Attuþorsk?”
„Þvímiður.”
„Áttuýsu?”
„Þessi er æðislega fín.”
Þaö er Jón Bjömsson, fisksali á Víöi-
melnum, sem er í fullu stuöi aö þjóna viö-
skiptavinum sínum. Allt gengur fljótt og
hratt fyrir sig og allir eru hressir. Margt
fólk kemur og kaupir sér í soðiö þann tíma
sem blaðamaður og ljósmyndari dvelja í
UM INNLÁNSREIKI
OFULLIRVEXTIR STRAX v) FULLVERI
FRÁ FYRSTA MÁNUÐI EFTIRINNLEGG. ÁTÍMUM MH<3
®VEXTIR JÁFN HÁIR OG ÁVERÐTRYGGÐUM
INNLÁNSREn<NINGUM MEÐ 3JA MÁNAÐA BINDINGU.
®ENGIN SKERÐING
ÁUNNINNAYAXTA.
BEJDING FJÁR -Á EINN EÐA ANNAN HÁIT, GETUR REYNST SKAÐLEG
FIMM