Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJanuary 1985Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985. Spurningin Ert þú farin(n) að huga að sumarleyfinu? Ágústa Ágústsdóttir húsmóðlr: Nei, ég er ekkert farin að hugsa um sumarið. Maöur þarf að athuga efnahaginn fyrst til að sjá hvort maður hefur efni á sum- arleyfi. ......... ——■■ . iii i Fyrirspurn til olíufélaganna: Frábært fylgirit DV á föstudögum Sjónvarpsglápari skrifar: Mig langar til að þakka ykkur á DV fyrir frábærar breytingar til bóta á fylgiriti, Hvað er á seyði um helgina. Þetta er þaö besta sem nokkurt blaö gerir í þessa átt hér á landi. I þessu fylgiblaði er allt sem maður þarf að vita um fjölmiðlana og það sem skemmtistaðirnir hafa upp á að bjóða. Sérstaklega vil ég þakka fyrir Video-siðuna sem er frábær fyrir okkur allra sjúkustu í sjónvarpsglápinu. HRING- ORMARí SALTFISKI Inga hringdi: Eg er fjarskalega óánægð með hve lélegur saltfiskurinn er sem fæst i búðum. Eg hef bæði keypt þurrkaöan og útvatnaðan saltfisk og hvorttveggja var fullt af hring- ormum. Sjálf vinn ég við aö hrelnsa saltfisk fyrir útlendan markað og finnst ófært að við Islendingar skul- um ekki geta keypt hringormalaus- an saltfisk i okkar eigin landi. Við erum ekki hrifnari af hringormi en útlendingar. Það er lágmark að islenskir neyt- endur fái sömu vöru og útlending- um er boðin, þ.e.a.s. hringorma- lausan saltfisk. Gullhringar töpuðust Sveinnhringdl: Eg var í Sundhöilinni 22. jan. sl. og varð fyrir því aö tapa tveim gulihringum. Annar er með gull- plötu að framan, í hann er grafið nafnið Hanna. Aletrunin „þin Fanney” er inni í hinum hringnum. Þessir hringar eru mér mjög kærir og væri ég þeim þakklátur sem gæti gefið mér einhverjar upplýs- ingar um hvarf hringanna. Síminn hjámérer 11234. Bjarni og k jörið Gylfi Ægisson hringdl: Eg vil taka undir meö þeim sem gagnrýnt hafa val íþróttamanns ársins sl. ár. Mín skoðun er sú að Bjarni hefði átt að vera valinn vegna árangurs síns á ólympíuleik- unum. Hann og enginn annar átti að fá þessa viðurkenningu. HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ Kirsten Kristjánsdóttir húsmóðir: Já, ég hef hug á að fara heim til Danmerk- ur eins og ég hef gert undanfarin sumur. Eg hef verið búsett hér í 6 ár og finnst gaman að koma heim á sumrin. Bjarni Júliusson smiður: Eg er nú lítið farinn að hugsa um það. Eg fer áreiðanlega eitthvaö ef efna- hagurinn leyfir. Draumurinn er að fara út. GREIÐSLUKORT? Bensínlaus skrifar: Ég er einn þeirra sem ganga um með greiðslukort í veskinu svona mest til öryggis. Ef eitthvað óvænt gerist er stundum gott aö hafa kort- iö. Meö öörum orðum, ég nota það ekki dags daglega heldur bara þegar brýna nauðsyn ber til. Til dæmis þeg- ar ég verð blankur síðast í mánuðin- um. Nú taka flestir orðið við greiðslu- kortum. Með einni undantekningu þó. Engin bensínafgreiðsia tekur við þessu. Mér er fyrirmunaö aö skilja hversvegna. Ef til eru einhver þau kaup sem gott er stundum að nota greiöslukort í þá eru það bensínkaup. Maður get- ur borðað skorpur heima hjá sér ef maður á ekki fyrir mat. Maður getur gengið um í segldúk ef ekki eru til peningar fyrir fötum. En hvernig í ósköpunum á maður að geta lifað bensínlaus? Eg nota til dæmis bilinn við vinnuna og er orðinn langþreytt- ur á að keyra hann á síðasta dropan- um og stundum að eyða honum líka. Alls staðar annars staðar, þar sem greiðslukort eru notuð, hafa það ver- ið bensínverslanir.sem hafa gengið á undan í því að veita viðskiptavinum sínum þessa þjónustu. Þær eru jafn- vel með sín eigin greiðslukort. Hér klifa olíufyrirtækin mikiö á því að þó engin sé verðsamkeppnin á milli þeirra þá sé þjónustusam- keppnin bara þvi meiri. Hvers vegna er þá þjónustan á íslenskum bensín- stöðvum með því verra sem gerist í heiminum? Ég hef keyrt bíl í Evrópu og Bandaríkjunum og jafnvel í Asíu- löndum. Eg fullyrði að hvergi er gert minna fyrir viðskiptavininn en hér. Hér er ekki skafiö af rúðunum á hon- um. Hér er sjaldnast hægt að kaupa gos eöa annað smáræði á bensínstööv- um (nema á einni úti á Granda) og hér er ekki hægt að nota greiðslu- kort. Kannski veitir ekki af smásam- keppni þrátt fyrir allt. Það er eins gott aö vera með seðlana reiðubúna þegar búið er nO dœla ó bílinn því olfufélögin taka ekki við greiðslukortum. Árni Lárusson hjá Skeljungi: Eg get hér ekki svarað fyrir hönd hinna olíufélaganna en ástæðan fyrir því að við tökum ekki við greiðslu- kortum er í stuttu máli sú að við höf- um ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Alagning á bensíni í dag leyfir enga eftirgjöf. Við þurfum nú þegar að greiða um helming af verði bens- ínsins til hins opinbera um leið og það kemur í höfn. Kortaviöskiptum myndi þar að auki fylgja gífurleg pappírsvinna sem myndi kalla á auk- inn kostnaö fyrir okkur. Ég efast líka um aö bankar væru tilbúnir til að auka útlán til slikra viðskipta. Sjónvarpið: Ómar og Stikl- ur i sérflokki Olöí Helga Gunnarsdóttir nemi: Nei, ég er ekkert farin að hugsa um sumar- fríið. Af þvi maður er í skóla á veturna þá hefur maður yfirleitt ekki efni á að taka sér fri á sumrin. Þá þarf maöur að vinna. Tryggvi Guðmundsson afgreiðslumað- ur: Nei, ég hef ekkert hugsaö um sum- arið framundan. En það getur bara vel verið að ég taki mér sumarfrí. 3367—7987 skrlfar: Ég vil skora á forráðamenn sjón- varpsins aö endursýna Stikluþáttinn með Gísla á Uppsölum og svo er um fleiri Stikluþætti. Að minu mati eru áðurne&idir þættir með því allra besta sem sjónvarpiö hefur haft á boðstólum gegnum árin. Þættimir Heilsaö upp á f ólk eru mjög góðir, en gallinn við þá er að þeir eru alltof stuttir. Þeir mættu gjaraan vera helmingi lengri. Að öörum fréttamönnum sjónvarps- ins ólöstuðum þá er Omar Ragnarsson í algjörum sérflokki. Hann er þeirra bestur í samtalsþáttum og segir skil- merkilega og skemmtilega frá. Einnig væri gaman ef sjónvarpið gæti sýnt skemmtiþætti með Omari og fleiri hæfileikamönnum til að hressa fólk í skammdeginu. Þjóðsagnapersónan Gísli á Uppsölum. Bréfritari vill að viðtalsþátturinn sem Ómar átti við hann verði endursýndur. Þórir Stelngrimsson, starfsmaður Vif- ilfells: Já, að sjálfsögöu er ég farinn að hugsa um sumarfríið. Eg fer annaö- hvort til Hollands eða Rimini í sumar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HVERS VEGNA EKKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (29.01.1985)
https://timarit.is/issue/190052

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (29.01.1985)

Iliuutsit: