Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. Frjálst.óháð dagblað Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ! Stjórnarformáóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON, Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími rilstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áakriftarverð 6 mónuðl 330 kr. Vorð i lausesöfu 30 kr. Helgerbieð 35 kr. Stækkum þjóðgarðinn Þingvallanefnd, Náttúruverndarráð og Skipulagsstjóri ríkisins hafa réttilega hafnað óskum landeiganda og hreppsnefndar Þingvallasveitar um úthlutun tíu hektara af Mjóaneslandi undir um það bil 20 sumarbústaði. Miklu nær er, að ríkið kaupi Mjóanes og leggi undir þjóðgarð- inn. Ætlunin með sölu sumarbústaðalóðanna var aö fjár- magna byggingu fjárhúss á jöröinni. Slík hús þurfum við ekki fleiri í þessu landi og allra sízt í Þingvallasveit. I staðinn er brýnt að stækka þjóðgarðinn, til dæmis meö kaupum á þessari jörð og raunar fleiri jörðum við vatnið Þingvallanefnd hyggst f jalla aftur um mál þetta. Mikil- vægt er, að hún bili ekki. Fyrri Þingvallanefndir hafa ýmsar staðið sig hrapallega, svo sem sú, er leyfði smíði sumarbústaða í landi ríkisjarðarinnar Gjábakka. Kom- inn er tími til að nefndin bæti fyrir brot fyrirrennaranna. Þáverandi Þingvallanefnd úthlutaði Gjábakkalóðunum til vina og kunningja úr yfirstéttinni, án auglýsinga eða útboðs. Hún brást í kyrrþey hlutverki sínu sem verndari Þingvalla. Auglýsing fyrirætlunarinnar hefði sennilega leitt til, að glæpurinn hefði verið stöðvaður. Nú má vænta þess, að Þingvallanefnd taki hlutverk sitt alvarlegar. Þjóðhátíð 1974 leiddi til ýmissa framkvæmda, sem hafa verið til bóta. Til dæmis hefur vegakerfið verið fært til og komið upp sauðfjárheldri girðingu umhverfis garðinn, svo að mikilvægustu dæmin séu nefnd. Innan girðingar er gróðurfar í sæmilegu jafnvægi, þrátt fyrir mikið álag, sem jafnan þarf að fylgjast vel með. Ut- an girðingar er gróður hins vegar víða á undanhaldi, til dæmis í Grafningi, einkum sunnan vatnsins. Þar hafa of- beit og uppblástur sett svip sinn á landið. Ekki eru síður alvarleg mistökin, sem orðið hafa í skipulagi sumarbústaðahverfa. Verst er ástandið í landi Miðness. Einu sinni var stungið upp á, að þar yrðu reist Pótemkin-tjöld til að hlífa vegfarendum við útsýninu yfir ömurlegt kraðak sumarbústaðanna. Innan þjóðgarðs er enn stunduð mjög svo umdeild iðja, ræktun barrtrjáa í landi lauftrjáa. Jafnan var umdeildur furulundurinn, sem nú er að breytast í sitkalund. En jafn- vel á allra síðustu árum hefur Skógræktarfélag Árnes- sýslu ræktað grenitré norður af Vatnsvík. I hugmyndasamkeppni árið 1972 um skipuiag Þingvalla fólu allar verðlaunatillögurnar í sér stækkun Þjóðgarös- ins. Sú stækkun hefur ekki enn komiö til framkvæmda. Meira að segja hefur eyðijörðum í eigu ríkisins ekki enn verið bætt við þjóðgarðinn. Hvers vegna? Raunar ætti að lýsa allt Þingvallasvæðið verndarsvæði með sérstökum lögum eins og sett voru um Mývatnssvæð- ið. Líklega væri heppilegast að fela Náttúruverndarráöi umsjá svæðisins að mestu leyti, en Þingvallanefnd sæi áfram um þann hluta, sem var þingstaður. Náttúruundur Þingvallasvæðisins birtast ekki aðeins í eldbornu landslagi, gjám og gróðri. Sjálft vatnið er merkilegt rannsóknarefni eins og sést af misjöfnum skoð- unum á, hversu margar silungstegundir eigi þar heima. Nauösynlegt er að vinda bráðan bug að stækkun þjóð- garðsins og hafna sumarbústööum í landi, sem garðurinn ætti að ná yfir. Jafnframt þarf að semja frumvarp til laga um enn stærra verndarsvæði, svo að stööva megi hnignun af völdum ofbeitar, uppblásturs, átroðnings og kofa- smíða. Jónas Kristjánsson. „Við segjum að maður sem tekur sértœkar ákvarðanir á morgnana, hvort heldur sem bankaráðsmaður eða stjórnarmaður i fyrirtæki á vegum ríkisins, sé ekki hæfur til að setja almennar leikreglur eftir hádeg- ið." Þegar viljann skortir Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis, að ríkis- endurskoðun skuli starfa á vegum Al- þingis. Meginefni frumvarpsins er að flytja endurskoöun og eftirlit með fé- sýslu rikisins frá stjórnvöldum til Alþingis. Nú er f sjálfu sér allt gott um það að segja, að endurskoðun og eftirlit skuli eiga að flytjast til Alþingis, þar sem þaö á vitaskuld heima. En i frumvarpinu gætir svo mikillar vankunnáttu á merkingu hugtaka, sem stjórnarherrarnir eru nú rétt nýlega farnir að taka sér í munn, að til forheimsku heyrir. Þeim verður þetta sjálfsagt á vegna þess að þeim eru hugtökin ekki töm ennþá og er þess vegna viss vorkunn. Það verður ekki hjá þvi komist að leiðrétta vankunnáttu þeirra eftir því sem unnt er. AOgreining löggjafarvalds og framkvœmdavaids í athugasemd við einstakar grein- ar stendur m.a. um 1. gr.: ,,Fjár- veitinganefnd hefur aðeins á að skipa einum starfsmanni hluta ársins, og leggur fjárlaga- og hagsýslustofn- um hann til. Auk þess situr hagsýslu- stjóri fundi nefndarinnar viö yfirferð frumvarpsins. Þetta verður að teljast óeölilegt í ljósi aðgreiningar lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds.” Það er auövitaö ágætt að stjórnvöld skuli vera farin aö átta sig á, þó i litlum mæli sé, að ýmis vandræði þjóðarinnar megi rekja til skerðingar löggjafarvalds Alþingis og tengsla hinna óliku valdþátta. Ég álit, að þrátt fyrir að i frum- varpi rikisstjórnarinnar sé notuö setningin: i Ijósi aðgreiningar lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds, þá geri stjórnvöld sér enga grein fyrir hvað felst i þvi að þessi tvö valdsvið séu aðgreind. Það kemur að minnsta kosti hvergi fram, að þingmenn eða ráðherrar skynji merkingu hugtaksins. Ef svo væri, gengju þingmenn ekki jafn- hraustlega fram i að næla sér í emb- ætti á vegum framkvæmdavaldsins og raun ber vitni og ráðherrar væru ekki þingmenn. Þingmenn eiga með- fram þingmennskunni sæti í alls konar stjórnum, ráðum og nefndum á vegum framkvæmdavaldsins. Þar fara þeir m.a. meö útdeilingu fjár- muna úr almannasjóöum til ýmiss konar fjárfestinga vitt og breitt um landið. Ef þaö er ætlan stjórnvalda að aðgreina þessa tvo valdþætti, verður að hreinsa þessa menn alfariö út úr stjórnum, ráðum og nefndum á vegum framkvæmdavaldsins. Eftirlit maö sjáffum sór Hvernig hugsa stjórnvöld sér að fara aö þvi að láta þingmenn hafa eftirlit með sjálfum sér, þegar þeir eiga að fara að endurskoða rikis- reikninga í öllum embættum, sjóðum og fyrirtækjum? Svo að ég noti þau dæmi sem tekin eru i frumvarpinu, teljast þar til ríkisbankar, Áburðar- verksmiðjan og Sementsverksmiðjan. Vitaskuld væri það mjög gott að þingmenn i sérstökum nefndum eða fastanefndum Alþingis hefðu eftirlit með þessum og fleiri aðilum. Þar með gæti Alþingi vitað hvort lögum þess og vilja er í raun framfylgt. Þetta gætu nefndirnar m.a. gert með því að krefjast hvers konar skýrslna og rannsakað mikilvæg mál er upp kunna aö koma. En það gæti litið undarlega út, þegar alþingismaður- inn í eftirlitinu og endurskoðuninni fer að hafa eftirlit meö og endur- skoða gerðir alþingismannsins í emb- ættum framkvæmdavaldsins. í ríkis- bönkunum eru alþingismenn banka- ráðsmenn og formenn þeirra, það sama er að segja um stjórnir ríkis- fyrirtækja svo sem Sementsverk- smiðjunnar og Rafmagnsveitna ríkis- ins. Við freistingum gœtþín Það er greinilegt að það þarf að taka þessa menn i kennslustund i þessu hugtaki sem þeir eru að rembast við að tileinka sér. Þeir eru að leggja þetta á sig, vegna þess aö þeir sjá nú að almenningur er smátt og smátt farinn að átta sig á öllu sukkinu og samtryggingunni. Það eru þingmenn sem sitja i stjórnum almannasjóöa og dæla þaðan út fjármunum almennings til alls konar fjárfestinga, oft án tillits til þjóðarhags. Oftast er þar um að ræöa tilraunir þingmanna til að næla sér i atkvæði og minnismerki i kjör- dæmi sínu. Það eru þess vegna orð að sönnu þegar við i Bandalagi jafnaðarmanna KRISTÍN S. KVARAN ALÞINGISMAÐUR i BANDALAGI JAFNAÐARMANNA tölum um að samkrull hinna ólíku valdþátta sé i algleymingi, þegar þingmönnum er ætlað að leggja til hliðar föt bankaráðsmannsins og klæðast fötum alþingismannsins kl. 14.00, þegar þingfundir hefjast. Við segjum að maður sem tekur sértækar ákvarðanir á morgnana, hvort heldur sem bankaráðsmaður eða stjórnar- maður í fyrirtæki á vegum ríkisins, sé ekki hæfur til aö setja almennar leik- reglur eftir hádegiö. Bandalag jafnaðarmanna hefur þess vegna lagt til, að það verði bundið i stjórnarskrá, að alþingismenn megi ekki gegna umboðsstörfum i þágu framkvæmdavaldsins. Að þeir verði ekki í aðstöðu til að taka þátt i ákvörðunum framkvæmdavaldsins. Eins og þetta er nú í pottinn búið, er sjálfstæði og virðingu Alþingis veru- lega misboðiö. Það er alfarið útilok- að að þingnefndir geti á fullnægjandi hátt sinnt því eftirlitshlutverki, sem þeim væri eölilegt að ástunda. Samþætting þessara valdþátta sem nú er við lýði ýtir undir fámennisvald- ið og hagsmunavörsluna á öllum sviðum. Það leikur enginn vafi á að við eigum nægilega marga hæfa menn til þessara starfa utan þings, auk þess sem þau völd og áhrif sem fylgja umboðsstörfum, fela í sér mikla freistingu fyrir þá alþingis- menn sem þeim gegna. Það er von min að ríkisstjórnin taki þessa ábendingu til athugunar áður en hún verður sér til meiri skammar en orðið er, með þvi að slá um sig með títtnefndu hugtaki. Frumvarp BJ til stjórnskipunarlaga um að alþingismenn eigi að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra, en sé óheimilt aö vinna umboðsstörf í þágu framkvæmda- valdsins og stofnana þess, liggur nú fyrir nefnd. Stjórnvöld geta, sé þeim svona umhugað um þessi mál, stuðlað að þvi að frumvarpið verði samþykkt hiö snarasta og þá jafn- framt hegðað sér samvkæmt 2. gr. frumvarpsins sem hljóðar svo: „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi en eiga þar ekki atkvæðisrétt.” Þannig gætu þeir sýnt viljann i verki. Kristín S. Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.