Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd 400þúsund mannsmeðAIDS Að minnsta kosti 400.000 Banda- ríkjamenn hafa nú AIDS-vírusinn í blóöi sínu samkvæmt skýrslu sem birt var í fyrradag. Skýrslan segir aö enn staerri hópi fólks sé hætt við sýkingu. Þetta séu hinir 400.000 menn sem ánetjaðir eru heróíni og kókaíni, sú milljón manna sem noti þau lyf endrum og eins og hinar átta milljónir kynvilltra karl- manna. Skýrslan segir aö 8.000 Banda- ríkjamenn hafi veriö sjúkdóms- greindir með AIDS, eöa áunna ónæmisbæklun, og helmingur þeirra hafi látist. Sjúkdómurinn1 uppgötvaöist fyrst fyrir fjórum árum. Moses faðmar konu sina af fögnuði yfir sýknuúrskurðinum á dögunum. Mósessýknaður Ölympíumeistarinn, Edwin Mos es, var sýknaður af ákæru um aö hafa reynt að 'kaupa sér portkonu til skyndibrullaups. — Raunar haföi konan reynst vera lögreglu- kona að leggja snörur fyrir karla í vændiskvennaleit. Vakti J>aö mikiö hneyksli, sem flaug um allan heim, þegar lög- reglukonan kæröi ólympíumeistar- ann fyrir aö hafa boöið henni 100 dollara ef hún heföi tvivegis við hann kynmök. — Móses sagði hins vegar aö allt hefði veriö meint í gríni. Kviödómendur létu þaö vega þungt aö Móses hafði setið í bifreið sinni viö rautt umferðarljós og kon- an gefið sig að honum að fyrra bragði. Hún haföi sagt honum að beygja fyrir næsta horn og Ieggja bílnum til frekara framhalds sam- talinu en hann ekið beint af augum eftir að grænt Ijós kviknaði og lög- reglan stöövað hann nokkur hundr- uðmetrumfjær. Indverjardrepa skæruliða Indverskir hermenn hafa drepið 90 skæruliöa í Manipurfylki á Norðaustur-Indlandi að sögn aðal- ráðherra fylkisins. Skæruliðarnir berjast fyrir aðskilnaði fyikisins frá Indlandi. Aðalráöherrann sagði að einnig hefðu 24 óbreyttir - borgarar látið lífið í herferð stjórnarherja gegn skæruliðum. Hann sagöi ekki hve lengi herferðin hefði staðið yfir. Fyrr í þessari viku drápu skæru- líðar 15 hermenn í Nagalandi, sem er nálægt Manipur. Á Norðaustur- Indlandi eru ýmsir skæruliðahópar sem ýmist berjast fyrir sjálfstæði eða byltingu. Þúsundir hermanna berjastgegn þeim. Lofa hörku gegn barnaklámhringum Stjómir Svíþjóöar, Hollands og Dan- merkur hafa lofað Bandaríkjamönn- um aö gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö uppræta barnaklám í löndum sínum. I fyrrahaust vakti frjálsleg afstaða stjómanna í þessum löndum gagnvart bamaklámi mikla andúð í Bandaríkjunum. Elliott Abramson, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að lof- orðin hefðu fengist á fundum með full- trúum landanna í janúar. Hann sagöist vilja undirstrika að stjómir landanna þriggja litu málið mjög alvarlegum augum. Abramson sagði einnig að mest af því barnaklámefni sem flutt er til Bandarikjanna komi frá þessum þremur löndum. Hollenskir embættismenn, sagöi Abramson, vonast til að brátt verði ' Ww- Lögfræflingar mótmæla stjórn Zia Ul-Haq á götum Karachi. Stjórnarand- staflan hefur neitafl að taka þátt i kosningunum á mánudag. Myröa gríska hægrímenn i nafni „bylt- ingarinnar” Útgefandi eins aðalmálgagns hægri- sinna stjómarandstæðinga í Grikk- landi var skotinn til bana í miðri AJænu í gær. Vinstri hryðjuverkasamtök hafa lýst morði hans á hendur sér. Nicos Momferatos (61 árs), útgef- andi Apoghevmatini” var á leið til skrifstofu sinnar akandi þegar þrir menn eltu hann í annarri bif reið og létu kúlnahríðina dynja á bifreið hans. — Andaðist Momferatos á staönum en bílstjóri hans var fluttur særður á sjúkrahús og liggur milli heims og helju. Lögreglan fann á vettvangi dreifi- miöa þar sem sagt var að „byltingar- samtökin 17. nóvember” hefðu verið þarna aö verki. Þessi sömu neðan- jarðarsamtök hafa síðan 1975 sagst hafa drepið fimm menn. (17. nóvember 1973 urðu stúdentaóeirðimar sem voru kveikjan að því að herforingjastjórn Grikklands fór loks frá.) Konstantín Karamanlis, forseti Grikklands, sem var vinur Momferatos, fordæmdi morðið. Papandreou forsætisráðherra sagði þennan glæp lið í morðöldu pólitískra öfgamanna. Sagði hann hryðjuverkin til þess ætluö aö skapa andrúmsloft of- beldis og til þess að grafa undan lýð- ræðislegri þróun landsins. sett í lög ákvæði sem geri auðveldara að sækja þá til saka sem misnota böm. Samkvæmt núgildandi lögum í Holl- andi er ekki hægt að finna slíka menn seka nema hægt sé að sanna að bömin hafi verið misnotuð gegn eigin vilja. Formaður bandarisku þingnefndar- innar sem fjallar um málið kallaði þessi lög ótrúleg. Abramson sagöi að Danir hefðu með upplýsingar sem Bandaríkjamenn veittu þeim, handtekiö þrjá aðila fyrir að höndla með barnaklám. Svíar hefðu beðið um sams konar upplýsingar. FJOLDAHANDTOK- UR FYRSR KOSN- INGAR PAKISTANS Fleiri en 800 manns hafa verið hand- teknir í Pakistan fyrir þingkosningarn- ar á mánudag og héraðakosningar þrem dögum síðar. Opinberir tals- menn segja að þeir handteknu séu stjórnmálamenn og ofbeldisseggir sem grunaðir séu um aö reyna að trufla framgang kosninganna. Asghar Khan, eini raunverulegi stjórnarandstöðuleiðtoginn sem ekki hefur verið handtekinn, segir aö hand- tökumar séu mjög auösæ aðferð til að stjórna úrslitum kosninganna. Jafnvel Jamaat-i-Islami flokkur harötrúarmanna, sem hefur fylgt stjórninni í mikilvægum málum.hefur fordæmt handtökurnar. Fomiaöur flokksins sagði að þær drægju einungis úrslit kosninganna í efa og byðu heim gagnrýni á sigurvegara kosninganna. Stjórnarandstaðan segir aö í raun hafi miklu fleiri en 800 verið handtekn- ir. 1.500 horfnir í Ayacucho Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational sögðu í gær að fleiri en 1.500 manns hefðu horfið í Ayacucho héraði í Perú síðan herinn þar hóf her- ferð gegn skæruliöum Sendero luminoso skæruliðahreyfingarinnar. Á fréttamannafundi í Bonn sagði aðalritari Amnesty að herinn í Perú hefði komið upp ógnarstjóm í Ayacucho héraði. Hún hefði nú varað í tvö ár. Líklegt væri að raunveruleg tala horfinna væri miklu hærri en 1.500. Alls hafa fleiri en 4.500 látið lífið síðan maoistahreyfingin Sandero luminoso hóf baráttu sína gegn íhalds- stjórn Fernando Beluande Terry for- seta fyrir fimm árum. Forseti nefndar ættingja þeirra sem horfnir eru sagði á fundinum að stjómin ásakaði Sendero um að hafa valdið hvörfunum. Það væri hins vegar ekki rétt. „Sendero drepur hina ríku,” sagði hún. „Þeir skila aftur líkunum en herinn felur sín lík.” Þessi mynd var tekin 19821 Vœrnes af flugvól frá LOT, pólska flugfélag- inu, og í gegnum glugga vólarinnar, sem var i gripaflutningum, má sjá myndatökubúnafl. MELBROSIA FYRIR KONUR OG KARLA SEM VILJA VERA KONUR OG KARLAR. náttúrulækniimgabOðin Laugavegi25,sími10262 og 10263.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.