Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. 15 Dyr opnaðar í frelsisátt Það hefur náðst samkomulag milli stjórnarflokkanna um útvarpsmálin. Aö sönnu er þetta samkomulag ekki eins og best verður á kosið en það er spor í rétta átt. öllu heldur: Það eru opnaðar dyr inn til frjélsræðisins. Og þegar litið er aftur hefur þróunin orð- iö býsna ör. Það eru ekki mörg ár sið- an Guðmundur H. Garðarsson flutti í fyrsta sinn frumvarp um frjálst út- varp, — og þá var því fálega tekiö nema innan Sjálfstæöisflokksins. Staðreyndin er nefnilega sú aö hug- myndin um frelsi I útvarpsmálum var minnihlutamál á Alþingi fram aö 1. október 1984 þegar starfsmenn út- varpsins lokuöu fyrir útvarpssend- ingar og gerðust brotlegir viö 176. gr. almennra hegningarlaga, en for- sprakkarnir hafa nú verið kærðir fyrir þann verknaö sinn. Konur gegn konum Þessi lokun varð sú þúfa er velti hlassinu og melrihluti varð til á Al- þingi um nýja skipan. Þaö þarf ekki að taka fram aö Bandalag jafnaöar- manna er fylgjandi frjálsu útvarpi enda flokksmenn þar meira og minna félagar i frjálshyggjufélagi Hannesar Hólmsteins og flokkurinn mjög í anda þeirrar stefnu. Alþýðu- flokksmenn flestir eru sömuleiðis meðmæltir málinu, þar hefur mynd- ast nýr meirihluti. Á sama hátt eru alþýöubandalagsmenn andsnúnir málinu og Kvennaframboöið, enda hefur þaö fiutt vitlausasta frumvarp þlngsögunnar um tilhögun útvarps- mála. Því má skjóta hér inn aö fyrir nokkru var veriö að kjósa i útvarps- ráöi um starf framkvæmdastjóra út- varpsins. Tvær konur sóttu um starf- ið, Elfa-Björk Gunnarsdóttlr, sú, er fékk það, og Guöbjörg Jónsdóttir, starfsmannastjóri útvarpsins og tví- mælalaust hæfasti umsækjandinn af starfsmönnum útvarpsins. Það hefði mátt ætla aö fulltrúi Kvennafram- boðsins styddi aöra hvora konuna, enda hefur hann ekki kosiö annað en konur til hvaöa starfa sem er. En nú brást kvensemin, — Ævar Kjartans- son fékk atkvæðið enda búinn aö safna undirskriftum um alla stofnun, allt niður i fólk sem þekkti hann ekki í sjón. Ævar er kommúnisti en kon- urnar báðar lengra til hægri. Forsjárstefna Fram- sóknar Framsóknarflokkurinn hefur nokkra sérstöðu á Alþingi. Þing- menn flokksins standa beggja vegna nútímans, — og þeir sem fjær eru nútiðinni eru firna langt aftur i öldum. Forsjárstefnan er þeim eöli- leg, og þeir trúa því einfaldlega ekki, aö nokkuð gott geti hlotnast af frelsi. Þessir menn eru á móti frjálsu út- varpi vegna lifsviöhorfs sins, að skipta um skoöun 1 þvi máli er þeim jafnf jarri og formæla Sambandinu. Nú er þaö svo að sjálfstæöismenn eru í samsteypustjórn með Fram- sókn og þá verða menn að slaka til i einu máli til þess aö ná þvi næsta fram. Menn eins og Olafur Þóröar- son trúa þvi að heimurinn farist ef hvort tveggja gerist i senn, aö útvarp verði gefið frjálst og bjór leyföur i landinu. Frjálslyndir menn óska eft- ir þvi að hvort tveggja komist í gegn sem fyrst. Og er þá ekki betra að Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆDINGUR gefa eftir um sinn viö Ölaf Þórðarson og setja einhverjar skorður á starf- semi frjáisra útvarpsstöðva heldur en eiga það á hættu að máiiö tef jist enn um sinn? Er ekki betra að þola hugmyndina um útvarpsréttarnefnd meðan hægt er að trygg ja að þar sitji almennilegir menn heldur en fá enga hreyfingu i frjáisræðisátt, — heldur einungis kyrrstöðuna og afturhaldiö eittþingiðenn. Eg er sannfærður um að það verð- ur mjög hröð þróun þegar frjálsu út- varpi verður komið é, — þá mun 01- afur Þóröarson róast og sjá aö him- inn hrynur ekki yfir hann og höftin verða afnumin meö öllu. Hræösla við nýjungar Og það eru raunar ekki framsókn- armenn einir sem óttast hið nýja. Muna menn ekki söng bankayfir- valda um að nauösynlegt væri aö setja lög og reglur um greiðslukort, — tilraunir bankaeftiriits og bank- anna aö stoppa Eurocard, þegar það fyrirtæki var stofnaö i landinu, söng- inn um að nú yrðu allir þrælar plast- korta, — nú væri kominn timi til að hafa vit fyrir fólkinu. En söngurinn varö til allrar hamingju þýöingar- laus, — greiðslukort hafa náö góðri og ánægjulegri útbreiðslu i landinu án þess aö nokkur iög hafi verið sett. Þaö hefur einfaldiega komið i ljós aö atvinnustarfsemi af þessu tagi þarf enga löggjöf. Hinar almennu reglur fjármunaréttarins, skráðar og óskráðar, ná fullkomlega yfir þau svið, sem greiðslukortafyrirtækin starfa á, og ákvæði aimennra hegn- ingarlaga taka til brotanna. En viö erum með útvarpslög svo nú verður aö vinda of an af. Margir óttast um Ríkisútvarpið, enn aörir óttast aö Ríkisútvarpið muni eflast. Hver svo sem skoöun manna er á Rikisútvarpinu þá bland- ast fáum hugur um aö samkeppni verður þvi til góðs. Það er aldrei hollt aö búa einn aö markaðnum eins og Rikisútvarpið hefur gert frá stofnun sinni. Og þegar ástandið er orðið þannig aö starfsmenn þess iýsa þvi yfir aö þeir ætli sér að nota til hins ýtrasta i eiginhagsmunaskyni mögu- leika til þess aö stöðva útvarpssend- ingar er ljóst að timi einokunarinnar er liöinn. Auglýsingar eða ekki Það má hins vegar velta fyrir sér hvort rétt sé að gera afnotagjald Rik- isútvarpsins aö nefskatti, — alveg eins mætti hugsa sér að útvarpið tæki upp hreina samkeppni á öllum sviöum við aörar útvarpsstöövar, annaöhvort meö auglýsingafjár- mögnun eöa áskriftargjöldum. Raunar er rás tvö rekin á grundvelli auglýsingatekna eingöngu og hefur gengiö framar öllum vonum. Eg fæ ekki séö hvað er svo hræðilegt viö auglýsingar. Þær eru i sjálfu sér ekk- ert annaö en sniöuglega saman sett- ar fréttir um hvaö sé aö gerast i at- vinnulifinu. Og þaö er englnn munur á auglýsingu þar sem fréttamaður ræðir við t.d. leikritaskáld, sem hef- ur samiö leikrit, eða hvort lesln er auglýsing frá fyrirtæki sem hefur iátið hanna undragóðan skrifstofu- stól. Hvor tveggja framleiöslan er til þess aö bæta iif manna, önnur i fri- stundum en hin i vinnunni. Hins veg- ar borgar leikritaskáidiö ekkert fyrir sina auglýsingu og ætlast jafnvel til þess að ekkert tillit verði tekiö til hvort menn óski eftir þessu leikriti til aðhorfaá. Og hví ekki aö viöurkenna lífið eins og þaö er en vera ekki að setja asna- legar reglur sem ekki er hægt að fara eftir, — hver getur komið í veg fyrir aö fariö sé á bak við reglur um aug- iýsingar? Hvað er t.d. sá frægi þátt- ur A bókamarkaðnum annaö en aug- lýsingaþáttur, — eða þá sjónvarps- þættirnir Skonrokk, A döfinni eöa Vaka. Haraldur Blöndal. Kjallarinn Nemendur og kennarar: „Stöndum saman um þafl afi sýna kjaradómi og ráflamönnum þossaror þjófiar fram á naufisyn og rátt- mœti þessarar baráttu." ætti að veröa þeim hvatning 1 námi að geta vœnst mannsæmandi launa aö lokinni langri og strangri skóla- göngu. Þessi atriði ættu að sýna svo ekki veröur um villst að hagsmunir nemenda og kennara fara saman i yfirstandandi kjaradeilu. Tilraunir til aö sannfæra fólk um hiö gagnstæða eru sprottnar af öðrum hvötum en umhyggju fyrir skólafólki. Við nemendur vil ég aö endingu segja: Okkar barátta er jafnframt ykkar barátta. Stöndum saman um þaö aö sýna kjaradómi og ráöamönnum þessarar þjóöar fram á nauösyn og réttmæti þessarar baráttu. Sigurður Svavarsson. Sameiginlegir hagsmunir £ „Skoðun mín er nefnilega sú að ^ hagsmunir nemenda og kennara fari algerlega saman í þessu máli og ef þróun undanfarinna ára fengi að halda áfram yrði það til óbætanlegs skaða fyrir nemendur, foreldra og raunar samfélagið í heild.” Þaö hefur vart fariö framhjá nein- um að framhaldsskóiakennarar eiga nú i launadeilu viö rikissjóö og hafa sagt upp störfum frá og meö 1. mars 1985. Ýmsir þættir þessa máls hafa veriö reifaðir 1 fjölmiöium aö undan- förnu og þvi ætla ég ekki aö lengja almenna umræöu um deiluna. En eitt atriöi vil ég agnúast út i en þaö er sú skoöun aö aögeröir kennara bitni fyrst og siöast á nemendum fram- haldsskólanna. i leiöara Morgun- blaðsins þ. 15. febr. segir m.a.: „Það er ekki heppilegt fyrir launadeílu framhaldsskólakennara aö hún skuli nú hafa snúist upp I hótanastriö, þar sem nemendur eru fórnarlömbin.” Ég er svo hjartanlega ósammála þessu viðhorfi að ég fæ ekki staöist þá freistingu aö blanda mér i umræöuna. Skoöun min er nefnilega sú aö hagsmunir nemenda og kenn- ara fari algerlega saman i þessu máli og ef þróun undanfarinna ára fengi aö halda áfram yröi þaö til óbætanlegs skaöa fyrir nemendur, foreldra og raunar samfélagið i heild. Ég mun hér á eftir nefna nokkur atriöi máli minu til stuðnings sem ég tel sýna svart á hvitu aö hagsmunir nemenda og kennara fara saman. t fyrsta lagi má benda á þá staö- reynd aö ýmsir hæfir kennarar hafa hætt störfum á siðustu misserum og gengiö til betur launaöra starfa á frjálsum markaöi. Þetta kemur fyrst og fremst niöur á gæöum kennslunn- ar og þá um leið nemendum. f ööru lagi er rétt aö nefna aö ýmsir kennarar hafa tekiö mikla aukavinnu 1 skólunum til aö geta lifaö af launun- um fyrir kennsluna. Þaö gefur auga- lelð aö maöur sem kennir 40 stundir á viku, og jafnvel vel það, getur ekki staðið sig sem skyldi — enn eru það nemendur sem veröa fórnarlömbin. f þriðja lagi er þaö nánast regla en ekki undantckning aö kennarar gegni einhverju starfi ásamt meö kennslunni til aö auka tekjur sinar. AUir hljóta aö sjá aö slik tviskipting hefur ekkert gott i för meö sér og kemur likast til niður á báðum störf- unum — ekki slst hinu krefjandi kennarastarfi. f fjórða lagi vil ég geta þess aö faglegt starf liöur mjög fyrir hin bág- bornu taunakjör. Sjálfur hef ég starf- aö ailnokkuö innan Samtaka móður- málskennara og hef þvi getaö fylgst með þróuninni. Nú oröiö er nánast ógjörningur aö fá kennara til aö afla sér endurmenntunar, sækja nám- skeiö o.fl. Ástæöan er einfaldlega sú aö kennarar hafa hvorki tima né fjárráð til sliks brölts — þeir þurfa aö vinna fyrir peningumt Afleiöingar þessa eru augljósar; menn fylgjast ekki meö I sinum greinum, dragast aftur úr og kennslan drabbast. Þetta er einkar afdrifarikt á timum örrar þróunar á öllum sviöum og verður til þess aö sú kennsla sem nemendur njóta er ekki nægilega góö. f fimmta lagi má nefna afsiöandi þátt hinnar stööugu launalækkunar og áhrif hennar á hugsunarhátt þeirra sem fyrir verða. Menn hugsa gjarnan sem svo: Starf mitt er litils metið i launum, tlmakaupiö sem ég fæ fyrir yfirferö verkefna og annaö er undir lægstu leyfilegum launum og þvl svara ég einfaldlega meö þvi aö gera þetta illa, eyöa eins litlum tima og ég mögulega getl Slíkt einkastriö viö kerfiö kemur aöeins niöur á þeim er sist skyldi — nemendum. Aö siöustu vil ég geta þess aö fram- haldsskólanemar dagsins i dag eru háskólamenn framtiöarinar. Þaö SIGURÐUR SVAVARSSON KENNARI VIÐM.H.OG FORMAÐURSAMTAKA MÓDURMÁLSKENNARA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.